Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MYNDBÖND Kerfið á móti þegn- unum? Á snúrunni (Gridlock’d) Gamanmynd ★ ★★ Framleiðandi: Interscope Commun- ications. Leikstjóri og handritshöf- undur: Vondie Curtis Hall. Kvik- myndataka: Bill Pope. Tónlist: Stewart Copeland. Aðalhlutverk: Tim Roth, Tupac Shakur og Thandie Newton. 117 mín. Bandaríkin. Polygram/Háskólabíó. Útgáfud.: 13. janúar. Myndin er bönnuð börnum yngri en 16 ára. FÉLAGARNIR Spoon og Stretch eru að fagna nýju ári með Cookie þegar hún fær sér of stóran skammt af eitur- lyfjum. Peir ákveða upp úr því að hætta eitur- lyfjaneyslu, en það er ekki eins auðvelt og halda mætti. Kerfið vill þá ekki, þeir vilja ekki kerfið, og við tekur einn erfið- asti dagur í lífi þeirra með ótrúleg- ustu uppákomum. A snúrunni fjallar á gamansaman hátt um vandræði eiturlyfjaneyt- enda og lýsir vel hugsunarhætti þeirra, lífi og þeim aðstæðum sem þeir eiga til að koma sér í. Yfírleitt er þetta samfélagsvandamál efni í mun alvarlegri myndir, og er þessi mynd því skemmtileg tilbreyting. Undir niðri er hún gagnrýni á bandarískt samfélag, þreytta opin- bera starfsmenn og fáránleika lífs- ins, svo að grunnt er á alvarlegri undirtón. Gott dæmi um það er at- riðið í ruslageymslunni þegar félag- amir reyna að komast inn á bráða- móttöku. Tim Roth og Tupac Shakur mynda aulalegt tvíeyki listavel. Við öðru var ekki að búast af Roth, en Shakur kemur skemmtilega á óvart. Það er leitt að svo myndarlegur og hæfileikaríkur maður skyldi deyja langt um aldur fram. Cookie er vin- kona þeirra og syngur með þeim í hljómsveit. Hún er leikin af Thandie Newton sem stendur sig vel eins og drengirnir. Öll leikstjóm er mjög í anda raunsæis og leikstjórinn skemmtilega ófeiminn við að skapa andhetjur af bestu gerð sem hljóta þó fljótlega samúð áhorfenda. Myndatakan er skemmtileg og undirstrikar oft vel fáránleikann sem leikstjórinn vill sýna. Handritið er bæði ferskt og frumlegt þar sem nýjar leiðir eru farnar í persónu- sköpun og framvindu sögunnar, og heldur það athygli áhorfenda alla myndina. Svart er það, en fyndið og fram- legt. Hildur Loftsdóttir FÓLK í FRÉTTUM_______ Bruce og Demi stefna slúðurblaði ►HJÓNAKORNIN Bruce Willis og Demi Moore búa sig nú undir hatrömm málaferli við slúður- fregnablaðið The Star sem hefur sér til saka unnið að birta fregn þess eðlis að hjónaband þeirra Bruce og Demi væri ekki aðeins í alvarlegri niður- níðslu, heldur stefndi í svívirðileg skilnaðarmála- ferli. Hafa Bruce og Demi krafist þess að blaðsljóm- inni verði gert að reiða fram 5 milljónir dollara í miskabætur. Talsmaður hjónanna segir frétt blaðsins raka- lausan þvætting, þau hafi verið hamingjusamlega gift í sex ár og sambandið standi í meiri blóma en nokki-u sinni fyrr. Lögmaður The Star hefur árangurslaust leitast við að fá málinu vísað frá og jafnframt hefur hann freistað þess að ná samkomulagi við herra og frú Willis utan dóms- sala, en það hefur einnig rekið UPP í grýtta fjöru. Dómarinn í málinu, Wendell Mortimer yngri, lét hafa eftir sér í vikunni að engin forsenda væri til að vísa málinu frá og hafa menn af því ráðið að blaðið megi búast við hinu versta. canoLLA er með 110 hestafla vél (petta er hluti af öryggishúnaðinum) Komdu í sýningarsal okkar að Nýbýlavegi í Kópavogi eða til umboðsmanna okkar um land allt. Nánari upplýsingar í síma 563 4400 eða www.toyota.is. ® TOYOTA Tákn um gæði LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998 laugardaginn 17. janúar kl. 12:00-15:00 Verið velkomin í opið hús Viðskipta- og tölvuskólans, Faxafeni 10, húsi Framtíðar. Þar munum við kynna starfsemi skólans, námskeið og námsbrautir, ásamt aðstöðu nemenda sem er ein sú besta sem þekkist. • Grunnur og Windows umhverfið • Ritvinnsla • Töflureiknir • Gagnavinnsia • Myndvinnsla • Umbrot • Stýrikerfi og netkerfi • Alnetið • Hópvinnukerfi « Gerð kynningarefnis • Ensku-/bókfærsluval í® Námsstefnur !• Lokaverkefni • Tölvur • Enska • Bókhald • íslenska • Verslunarreikningur • Vélritun • Tollskýrslugerð • Námsstefnur • Starfsþjálfun Fjármála- og rekstrarnám •Tölv • Enska • Bókhald • Fjármál og reikningsskil • Rekstrarfræði • Lögf ræði •Tollskýrslugerð • Námsstef nur • Starfsþjálfun • Tölvur • Enska • Markaösfræði • Tölfræði og aðferðir ® Stjórnun • Lögfræði • Tollskýrslugerð Námsstefnur Starfsþjálfun Lokaverkefni fps VIÐSKIPTA- OG TÖLVUSKÓLINN Faxafeni 10 • Framtiðin • 108 Reykjavík • Sími: 588 5810
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.