Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 41
m.a. fyrir lagningu ljósleiðara. En
athafnaþrá hans var ekki fullnægt.
Hann gerðist ásamt fjölskyldunni
eigandi Steypustöðvar Skagafjarðar.
Oft var vinnudagurinn langur en
Pálmi var vinnuþjarkur og hafði
ánægju af því að hafa mikil umsvif.
Við reksturinn naut hann dyggrar
aðstoðar eiginkonu sinnar við bók-
hald og fjármálastjórn.
Eiginkona Pálma, Svala Jónsdótt-
ir, er yngst hinna þekktu systkina
frá Molastöðum í Fljótum. Til fróð-
leiks má nefna það að þau hjónin
voru bæði afkomendur Þórðar Pét-
urssonar á Illugastöðum í Flókadal
og Ysta-Hóli í Sléttuhh'ð.
Pálmi Friðriksson var afburða-
maður á margan hátt, afarmenni að
kröftum, glaðsinna, hjálpfus og
hrókur alls fagnaðar. Veikindastríð
hans var langt og strangt. Pálmi var
staðráðinn í því að berjast við sjúk-
dóminn og fékk í þeirri orrustu lið-
sinni lækna, hjúkrunarliðs og eigin-
konu sinnar sem stóð með honum
eins og klettur þar til yfir lauk. En
sláttumaðurinn slyngi sigrar alltaf
að lokum.
Að endingu vil ég kveðja hinn
látna með orðalagi sem langamma
okkar, Hallfríður Björnsdóttir frá
Skálá í Sléttuhlíð, notaði gjarnan í
bréfum sínum.
„Vertu svo Guði falinn í lífi og
dauða.“
Innilegar samúðarkveðjm- frá
okkur Rannveigu til eiginkonu,
bama, tengdabarna, systur og aldr-
aðs föður.
Hilmar Björgvinsson.
Pálmi Friðriksson er látinn, ungur
maður. Enn einn fallinn frá i blóma
lífsins. Hvar er raunsæið í ákvörðun-
um Guðs um það hverjir eiga að fá
að lifa fram á tíræðisaldur við góða
heilsu eða deyja ungir? Þetta er
spuming sem seint fæst svar við. Þá
vaknar spuminginn hvort sumir lifi
ekki bai-a það hratt og vel, að þeir
séu búnir að taka út þessi hundrað
ár aðeins fyrr en þessir sem verða
hundrað ára? Ég held að svo hafi að
nokkm verið um Pálma heitinn. Ég
kynntist honum og fjölskyldu hans
er ég bjó á Sauðárkróki um skeið og
það leið vart sá dagur eða sú klukku-
stund á nóttu sem nýtum degi, helgi,
sumri, vetri eða á stórhátíðum að
ekki væri Pálmi á ferð með gröfuna
sína eða önnur stórvirk tæki reiðu-
búinn til aðstoðar við hin ýmsu verk.
Öll byggðarlög ó landsbyggðinni
mega þakka tilveru sína mönnum
eins og Pálma; atorkumenn sem
lögðu granninn í bókstaflegri merk-
ingu að framtíðarbúsetumöguleikum
í þessum bæjum og plássum. Dugn-
aður slíkra manna skapar fordæmi
hjá hinum ungu og ekki hefur eplið
fallið langt fi-á trénu hans Pálma því
Friðrik sonur hans (Friggi Pálma) er
tekinn við í verktakabransanum.
Ég minnist nokkmra atriða tengd-
um Pálma, sem koma upp í hugann.
Einu sinni sem oftar flæddi Sauðá
yfir bakka sína og neðri hluti Sauð-
árkróks fór undir vatn. Man ég þá
hvernig Pálmi gaf allt í botn á stóra
gröfunni og barðist ásamt öllu öðra
tiltæku liði við að byggja varnar-
garða og ýta frá á öðrum stöðum til
þess að hleypa vatni framhjá. Dag-
inn eftir mætti ég honum úti í
Hegranesi en þá þui’fti hann „að
skreppa" og vinna þar smáverk,
grafa einn skurð eða svo, en svo dag-
inn eftir að grafa húsgrann og síðan
nokkram dögum síðar að moka upp
hálfan miðbæinn og undirbúa fyrir
malbikun. Ég hugsaði oft með sjálf-
um mér hvenær sofa þessir menn og
hvaða tómstundir hafa þeir? En auð-
vitað er það einhver mikil framtíðai--
sýn sem drífur svona menn áfram,
þeir sjá bókstaflega í gegnum holt og
hæðir langt inn í framtíðina og hugsa
um velferð komandi kynslóða. Það
gerði svo sannarlega Pálmi með
kankvísu brosi á vör. Skagafjörður
hefur nú misst einn af sínum máttar-
stólpum en megi minningin um hann
skapa enn fleirl slíka.
Blessuð sé minning Pálma.
Friðrik Ásmundsson
Brekkan.
GUÐRÚN
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Guðrún Þórðar-
_ dóttir fæddist
á ísafirði 18. ágúst
1915. Hún lést á
heimili sínu sunnu-
daginn 11. janúar síð-
astliðinn. Hún var
dóttir hjónanna Þórð-
ar Þórðarsonar vól-
smiðs og Kristfnar
Sæmundsdóttir hús-
móður. Guðrún átti
þijár systur og er ein
þeirra á lífi, Þórhild-
ur, og er hún búsett á
Akureyri. Einnig átti
hún þrjá hálfbræður
samfeðra. Þeir eru Siguijón, bú-
settur á Hrafnistu í Hafnarfirði,
og Birgir og Jens, báðir búsettir í
Reykjavík.
Eftirlifandi maður Guðrúnar er
Vilhjálmur Magnússon, f. 4.6.
1917, frá Hrollaugsstöðum á
Langanesi og bjuggu þau þar til
ársins 1964 er þau fluttu til Húsa-
víkur og bjuggu þar si'ðan. Þau
eignuðust átta börn saman. Þau
eru: 1) Þórður, f. 3.3. 1943, for-
stjóri, búsettur í Garðabæ, kvænt-
ur Guðmundu Haraldsdóttur. Þau
eiga þijú börn. 2) Hólmfríður, f.
11.9. 1944 vinnur við aðhlynningu,
búsett i' Hafnarfirði, gift Skúla
Geirssyni og eiga þau fjögur börn
og tíu bamabörn. 3) Magnús, f.
5.11. 1946, bifreiðastjóri, búsettur
í Kópavogi og á hann
fimm böm og tvö
bamaböm. 4) Sæ-
mundur, f. 25.5. 1948,
sjómaður, búsettur í
Hafnarfirði, kvæntur
Þóm H. Björgvins-
dóttur og eiga þau
einn son. 5) Kristín
Margrét, f. 21.9.
1949, húsmóðir, bú-
sett í Grindavík, gift
Guðlaugi Gústafssyni
og eiga þau fimm
böm og eitt bama-
bam. 6) Helga Kar-
ólína, f. 17.1. 1953,
vinnur við hjúkrun, búsett á Húsa-
vík, í' sambúð með Páli Guðmunds-
syni og á hún tvo syni. 7) Eva, f.
6.1. 1955, leiðbeinandi, búsett í
Hafnarfirði, gift Jóni Ámasyni og
eiga þau þijú böm. 8) Ingólfur
Bjarni, f. 2.9. 1958, vélstjóri, bú-
settur á Sauðárkróki, kvæntur
Ástu Ólöfú Jónsdóttur og eiga þau
tvo syni. Fyrir átti Guðrún eina
dóttur, Hrönn Pétursdóttur, f.
28.9. 1937, sem er hárgreiðslu-
dama, búsett á Selfossi, gift Einari
Hanssyni og eiga þau fjögur böm.
Vilhjálmur átti fjTÍr einn son,
Agnar, og er hann búsettur á
Þórshöfn.
Utför Auðar fer fram frá Húsa-
víkurkirkju f dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Jesús, bróðir vor og frelsari. Þú
þekktir dánarheiminn. Fylgdu vini
vorum þegar vér getum ekki fylgst
með honum lengur. Miskunnsami
faðir, tak á móti henni. Heilagi andi,
huggarinn, vertu með oss. Amen.
Með þessum orðum vil ég kveðja
tengdamóður mína, sem ég kynntist
fyrir 25 árum, þá aðeins tæplega-
sautján ára gömul. Ógleymanleg
eru mér orð hennar sem hún sagði
við mig þegar ég kvaddi hana eftir
mína fyrstu heimsókn á heimili
verðandi tengdaforeldra minna.
Eftir þeim hef ég reynt að lifa af
fremsta megni. Guðrún var mjög
trúuð kona. Oft hef ég leitað til
hennar þegar veikindi hafa steðjað
að hjá minni fjölskyldu og fengið
mikla hjálp. Snillingur var hún í
höndunum hvort sem það var að
baka, elda eða gera handavinnu.
Ég kveð þig nú, elsku Guðrún mín,
og bið góðan Guð að fylgja þér. A
þessari sorgarstundu sendi ég eftir-
lifandi tengdaföður mínum, Vilhjálmi
Magnússyni, samúðarkveðjur. Megi
guð gefa honum styrk. Minning mun
lifa um góða konu.
Guðmunda Haraldsdóttir.
Amma þín er dáin, vora fréttimar
sem ég fékk á sunnudaginn. Ég trúði
því varla, því mér fannst amma alltaf
vera mikið yngri en hún í raun var.
Þegar svona stendur á fer maður
ósjálfrátt að hugsa aftur í tímann.
Það var alltaf svo spennandi þegar
amma kom suður í heimsókn og ekki
var minna spennandi að fara til
Húsavíkur og vera hjá þeim. Alltaf
nóg að gera og amma að stjana við
mann.
Sama hvað var, amma reddaði því.
Mörgum áram seinna, þá um tvítugt
var ég einn vetur í skóla á Húsavík
og bjó þá hjá ömmu og afa og var
það eins og þegar ég var yngri, eldað
á öllum tímum og stjanað við mig á
öllum sviðum.
Síðastliðið sumar dvaldi ég og fjöl-
skylda mín í nokkra daga hjá þeim á
Húsavík og var það gaman að sjá
hvað börnin okkar sóttu í langömmu
sína, enda var hún svo góð við þau að
sum þeirra ætluðu ekki með heim
aftur. Það verður skrýtið að hugsa
norður núna þegar það vantar
ömmu, sem alltaf var til staðar.
Við viljum votta afa og öðrum ætt-
ingjum okkar dýpstu samúð.
Guðmundur Árnason
og fjölskylda.
Elsku amma mín. Nú ertu farin
frá okkur. Frá því ég man eftir mér
hef ég komið til ykkar afa á sumrin.
Ég á eftir að sakna þessara stunda
sm ég átti með þér. Þú kenndir mér
að spila og einnig að mála á dúka
sem þú varst algjör listamaður í. Ég
gat alltaf talað við þig um allt sem
mér lá á hjarta og ég gat treyst þér
fyrir öllu. Eg kveð þig nú með sáram
söknuði, Guð veri með þér, elsku
amma, ég gleymi þér aldrei. Elsku
afi, megi Guð gefa þér styrk á þess-
um erfiða tíma.
Vilhjálmur Magnús Þórðarson.
Með nokkram orðum langar mig
að minnast tengdamóður minnar
sem lést eftir stutt veikindi. Leiðir
okkar lágu saman fyrir 24 áram er
ég kynnist dóttur þeirra Guðrúnar
og Vilhjálms. Alltaf var gott að koma
til Húsavíkur og á ég þaðan margar
góðar minningar. Guðrún var af-
skaplega gestrisin og ekki sviku
terturnar margrómuðu og oft var
setið fram eftir nóttu við góðgerðir
og spjall.
Guðrún var glæsileg kona og bar
aldurinn vel og aldrei heyrði ég hana
kvarta þótt oft væri margt um
manninn á heimilinu enda fjölskyld-
an stór. Guðrún var góð amma og
sóttu ömmubömin til hennar og
fylgdist hún vel með þeim og síðar
einnig langömmubörnunum og
mundi hún alla afmælisdaga og stór-
viðburði í lífi þeirra.
Ánægjulegt er að minnast áttræð-
isafmælis hennar er mér veittist sá
heiður að geta haldið á heimili mínu
og þótti mér gaman að sjá hana
gleðjast með fjölskyldu og vinum
þennan merkisdag. Vil ég að lokum
þakka henni hlýhug og vinsemd sem
hún sýndi mér ávallt og votta
tengdaföður mínum innilega samúð
mína.
Ég mun ávallt geyma minningu
hennar.
Jón Árnason.
Elsku besta amma. Við viljum
minnast þín með þessum fáu orðum
og þakka þér fyrir hversu góð amma
þú varst. Þótt margt sé hægt að taka
frá okkur er ekki hægt að taka minn-
inguna um hana ömmu okkar. Þegar
við komum í heimsókn til þín áttirðu
alltaf eitthvað handa okkur sem kom
okkur í gott skap og þú gafst okkur
alla þá ást og umhyggju sem við
þurftum. En einn morgun hringdi
síminn, það var verið að segja frá
andláti ömmu okkar en við höfðum
talað við hana fyrir fjórum dögum og
hún var svo hress að okkur grunaði
ekki að hún myndi deyja svona fljótt.
Hún var svo ung inni í sér og við vor-
um orðin svo spennt yfir því að fara
til ömmu og afa um páskana og þau
hlökkuðu líka til að sjá okkur.
En þegar amma er dáin mun
Húsavík missa mikla konu sem var
hraust og sterk og hún mun aldrei
verða alveg eins eftir þetta. Við vit-
um að afi er líka sterkur og mun líka
standa sig vel í þessum missi, en
hann afi hefði ekki getað fengið betri
umhugsun heldur en hjá henni
ömmu. Hún var hreint og beint dá-
samleg kona sem var til í að gera allt
með manni ef maður vildi, þótt hún
væri gömul. Hún amma og Vilhjálm-
ur afi áttu yndislegar stundir saman,
þau hugsuðu um hvort annað, svo
þau hafa verið góð hjón. Elsku afi,
pabbi og frændfólk, guð styrki okkur
í þessum mikla missi, en nú vitum
við að ömmu líður vel.
Sigurbjörg og Sigurður
á Hvoli.
Kallið er komið,
komin er nú stundin.
(V.Briem)
Elsku tengdamamma.
Ekki átti ég von á að ég væri að
sjá þig í síðasta sinn þegar ég
heimsótti ykkur núna um jólin. Þá
varstu hress og kát og fórst strax að
hugsa um að gefa okkur eitthvað
gott að borða. Mér hugkvæmdist
ekki að við værum að útbúa síðustu
máltíðina sem við myndum eiga
saman. En þannig varst þú og þú
hélst því fram á síðustu stundu.
Alltaf að hugsa um að hafa eitthvað
gott til að borða handa þeim sem
heimsóttu þig. Þér þótti alltaf
gaman að fá fólkið þitt í heimsókn.
Stundum fannst manni nóg um
áhersluna sem þú lagðir alltaf á að
geta boðið gestum upp á allt það
besta og nóg af því. Én sennilega
hafa efnin ekki alltaf leyft margt
þegar heimilið var stórt og um
margt að hugsa. En þú fylgdist
alltaf vel með því sem bömin þín og
bamabömin vora að gera. Þú varsfe*
ótrúlega minnug á afmælisdaga og
varst t.d. sú sem fyrst hringdir í
mig síðast þegar ég átti afmæli.
Mér datt reyndar heldur ekki í hug
að ég væri að heyra í þér í síðasta
sinn þegar við töluðumst við í síma
á nýársnótt. Þá fór ég einmitt að
hugsa um að ég yrði að drífa mig
aftur að heimsækja ykkur fljótlega,
þetta væri ekki svo langt fyrir
okkur að skreppa eftir að við
fluttum á Sauðárkrók. En nú
tölumst við ekki oftar við, kallið er
komið og undan því kemst enginn
og eftir standa einungis minningaíf~'
Mig langar að þakka þér fyrir
samfylgdina undanfarin 20 ár. Ég
hef stundum hugsað um hvað þér
hafi fundist þegar yngsti sonurinn
kynnti ykkur fyrir kærustunni sem
var ekki nema tæplega 17 ára. En
þú tókst mér vel og gerðir alla tíð.
Ekki fann ég að ég væri að taka frá
þér yngsta bamið þitt. Þú komst til
að vera viðstödd þegar ég kláraði
stúdentsprófið. Þú hafðir trú á mér
þegar ég hóf háskólanám, þótt
eflaust hafi þér ekki litist á að
húsmóðir með 2 ung böm væri að
fara í skóla. Þú virtist alltaf hafa trú
á að ég gæti það sem ég tók mér
fyrir hendur. Ég man líka hvað b)|v#
varst ánægð þegar ég eignaðist syn?"
mína, þótt bamabömin þín væru þá
orðin 20 og þú hefðir staðið í
bamauppeldi alla tíð. Sonum
mínum fannst líka alltaf gott að
koma til ömmu á Húsavík. Hún átti
alltaf til eitthvað gott handa þeim
og gaf sér tíma til að tala við þá um
það sem hún hélt að þeir hefðu
gaman af.
Blessuð sé minning hennar.
Ásta Ólöf Jónsdúttir.
GUÐMUNDUR
ÞÓRÐARSON
+ Guðmundur
Þórðarson fædd-
ist 6. apríl 1927.
Hann lést 27. desem-
ber síðastliðinn.
Hann var sonur hjón-
anna Þórðar Guð-
mundssonar, skip-
stjóra á Laxfossi og
sfðan Akraborginni,
frá Kúludalsá i
Innra-Akranes-
hreppi, og eiginkonu
hans, Maríu Sigur-
jónsdóttur frá
Bakkagerði í Reyðar-
firði.
Guðmundur giftist Esther
Guðmund Þórðarson sá ég fyrst í
desember 1939 á námskeiði Einars
Magnússonar undir inntökupróf í
Menntaskólann í Reykjavík, sem
haldið var í gamla Stýrimannaskól-
anum. Frásagnargleði hans og
skopskyn, auk tengsla við Akranes,
höfðuðu til mín. Heim á leið héldum
við oftast saman, ósjaldan ásamt
með tilvonandi ráðuneytisstjóra
heilbrigðismála. Gaman þótti okkur
báðum líka að kvikmyndum, þá enn
með dönskum texta, góðri tilsögn
nýnemum.
Stúdentsprófi lukum við vorið
1946 og höfðum þá undanfarandi
tvo vetur verið sambekkingar. I
lagadeild Háskóla íslands var Guð-
mundur næsta vetur, en ílengdist
þar ekki. Hélt hann til starfa til sjós
og lands. Á sjötta áratugnum varð
hann starfsmaður Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar, og á síðari hluta ára-
tugarins höfðum við af þeim sökum
allnokkur samskipti.
Á sjöunda áratugnum varð Guð-
mundur framkvæmdastjóri frysti-
hússins Ejrar á Sauðárla-óki. Jafn-
Jónsdóttur frá Hafn-
arfirði. Þau skiidu
1967 og eignuðust
þau fjögur böm. Mar-
ía, f. 1.10. 1947, nú
húsfreyja á Kringlu-
mýri í Skagafirði. Jón
Guðmundur, f. 1.2.
1951, framkvæmda-
stjóri á Reyðarfirði. ,
Marteinn Reynir, f. \
9.4. 1952, hár4»
greiðslumeistari.
Guðrún, f. 9.8. 1958, |
ljósmóðir á Landspít- |
alanum.
Að ósk Guðmundar
fór útför hans fram í kyrrþey.
framt tók hann til við skipakaup
ásamt bróður sínum. Seint á sjö-
unda áratugnum hafði hann fyrir-
greiðslu, jafnvel frumkvæði, að
kaupum þriggja fyrstu skuttogar-
anna til landsins (frá frönsku fyrir-
tæki, La Rochelle). Fóru þeir til
Eskifjarðar, Neskaupstaðar og
Sauðárkróks. í lok sjöunda áratug-
arins komst fyrirtæki Guðmundar í
fjárþröng, ekki eitt íslenskra sjáfWw*
arútvegsfyrirtækja.
Á áttunda áratugnum og fram á
hinn níunda vann Guðmundur hluta
dags hjá heildverslun Péturs Ein-
arssonar. í upphafi hins níunda bar
fundum okkar þess vegna stundum
saman á Hverfisgötu. Fór hann þá
að líta til mín, á vinnustofu mína,
oftast um hálffimmleytið, og gekk
svo fram á tíunda áratuginn. Kunni
hann frá mörgu að segja, og viðræð-
ur okkar yfir kaffibolla voru mér
alltaf til ánægju.
Kynna af Guðmundi Þórðarsyni^,
glaðværum, hógværam og mætum
dreng, er minnst með þakklæti.
Haraldur Jóhannsson.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki seiw
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að len£&
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.