Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Foss í Dalalæk
Allur afli á markað
Afskrifa má rót-
tækustu útfærsluna
Jafnvel þótt Viðar Már Matthíasson laga-
prófessor taki síst of djúpt í árinni kemst
hann ekki hjá því að álykta að róttækasta
útfærsla á hugmyndinni um allan afla á
markað stríddi gegn stjórnarskránni. Páll
Þórhallsson rýnir í lögfræðiálit prófessors-
ins og hugleiðir hvaða aðrar leiðir kynnu
að vera færar.
FOSSINN í Dalalæk var að hluta
bundinn klakaböndum í frost-
viðrinu sem verið hefur á land-
inu. I myndinni mætast vatn, jörð
SAMKEPPNISRÁÐ hefur komist
að þeirri niðurstöðu að ekki verði
sýnt fram á að ákvæði reglugerðar
landbúnaðarráðuneytisins um und-
anþágur frá skyldu um útflutning á
kindakjöti valdi mismunun á milli
bænda af því tagi að það kalli á að-
gerðir samkeppnisyfirvalda, en
Samkeppnisstofnun barst síðastliðið
vor erindi frá bónda sem taldi regl-
urnar ekki standast samkeppnislög.
Umræddur bóndi taldi ákvæði
reglugerðarinnar mismuna bænd-
um verulega þar sem hluti bænda
og himinn í allri sinni litadýrð en
rofabarðið minnir okkur á for-
gengileika landsins.
væri ekki í aðstöðu til að nýta sér
þann möguleika að losna undan út-
flutningsskyldu.
Samkeppnisráð tekur undir þá
umsögn Bændasamtaka Islands um
þetta mál að ekki sé unnt að gera þá
kröfu til landbúnaðarráðuneytisins
að fullkomnu jafnræði verði við-
haldið meðal bænda, m.a. af þeirri
ástæðu að aðstæður manna til land-
búnaðar séu misjafnar frá náttúr-
unnar hendi, auk þess sem ýmsar
staðbundnar ástæður geti valdið
mismunun í þessum efnum.
KRAFA sjómanna um all-
an afla á markað hljóm-
ar kunnuglega. Sú krafa
á sér þá skýringu að
kjör sjómanna ráðast mjög af fisk-
verði. Sjómenn eru að jafnaði ekki
á föstum launum heldur fá aflahlut
greiddan. Fjárhæð aflahlutar
ræðst auðvitað af því verði sem út-
gerðin fær fyrir aflann. Eftir því
sem sjómenn halda fram eru
margar leiðir fyrir útgerðarmenn
að hlunnfara þá í þessu efni og
halda skiptaverðinu óeðlilega lágu.
Hefur löggjafinn þegar brugðist
við kröfu sjómanna með setningu
reglna í þessu efni eins og um úr-
skurðarnefnd sjómanna og útgerð-
armanna árið 1995 og um að ekki
sé heimilt að draga frá heildar-
verðmæti afla kostnað við kaup á
veiðiheimildum árið 1994. En sjó-
menn hafa ekki talið nóg að gert.
Pað hefur hins vegar vantað í
opinbera umræðu að það sé útli-
stað nákvæmlega hvað við er átt
með kröfunni um allan afla á
markað. Er það nokkuð bagalegt
og gerir það erfitt að leggja mat á
hvort slík lausn fái staðist gagn-
vart stjórnarskránni. Þetta kemur
skýrt fram í álitsgerð þeirri sem
Viðar Már Matthíasson prófessor
vann fyrir sjávarútvegsráðuneytið
og sagt var frá í fréttum í vikunni.
Bókstaflegur
skilningur
Viðar Már kýs að ganga út frá
bókstaflegum skilningi á þessari
kröfu, enda ekki við annað að
miða: „Verður að líta svo á, að átt
sé við að allur sjávarafli, sem
veiddur er innan íslenskrar efna-
hagslögsögu... eigi að vera seldur á
opinberum uppboðsmarkaði á Is-
landi, þ.e. að óheimilt yrði að
semja íyrirfram um sölu á honum
við íslenska eða erlenda aðilja og
að ekki sé heimilt að selja hann á
fiskmörkuðum erlendis. Þá liggur
ekki annað fyrir en að söluskyldan
eigi að taka til alls sjávarafla, þ.e.
allra fisktegunda og annarra sjáv-
ardýra s.s. rækju, humars og skel-
fisks. Loks verður við það að miða,
að átt sé við sjávarafla allra skipa,
sem hafa veiðileyfi og aflahlut-
deild, nema annað sé sérstaklega
tekið fram,“ segir hann.
Margir annmarkar
Það verður fyrst fyrir að spyrja
hvort einhver hafi haldið því fram í
alvöru að það eigi að ganga svona
langt? Svo margir eru annmark-
arnir á að þessi leið sé farin og er
þá ekki verið að tala um lögfræði-
lega annmarka. í fyrsta lagi mætti
ekki lengur sigla með afla óunninn
og selja hann á markaði erlendis. í
öðru lagi væri stórkostlegum örð-
ugleikum bundið að vinna sjávar-
afla um borð í skipum því fyrst
þyrfti að bjóða hann til sölu (sem
má reyndar ugglaust gera þótt afl-
inn sé um borð) og síðan kaupa
hann aftur (sem erfitt er að
tryggja fyrirfram).
En lögfræðilegu annmarkana
vantar svo sem ekki heldur eins og
Viðar Már bendir á. Með fyrir-
komulagi af þessu tagi væri skert
samningsfrelsi, atvinnufrelsi og
eignarréttur útgerðarmanna, sem
eru allt grundvallarréttindi sem
njóta stjómskipulegrar vemdar.
Sú niðurstaða að það bryti gegn
stjómarskránni er nokkuð ótvi-
ræð. Hann fer meira að segja mjög
varlega að mínu mati þegar hann
segir að þótt samningsfrelsið og
atvinnufrelsið væri með þessu
skert verulega þá væri samt ekki
lengra gengið en löggjafinn teldist
hafa heimild til. En Viðar Már
segir að helst myndi stranda á
eignarrétti útgerðarmanna. Legg-
ur hann þar mesta áherslu á rétt
útgerðarmanna til að vinna aflann
hvort sem er í landi eða um borð í
skipi. Útgerðarmenn sem í hlut
eiga hafi fjárfest í tækjum og bún-
aði til að vinna aflann sjálfir. Slík
fjárfesting kynni að verða verð-
laus ef lög af þessu tagi næðu
fram að ganga.
Þetta hljómar ekki ólíklega en
sú spuming vaknar samt hvort
aðrir vinnsluaðilar ættu þá ekki
líka að njóta vemdar. Hafa þeir
ekki líka fjárfest í vélum og tækj-
um? Jú, en hugsanlega era réttindi
þeirra ekki í húfi með sama hætti
því þeir hafa ekki getað gengið út
frá öðru en því að þurfa að kaupa
afla á markaði.
J afnræðisreglan
Þar sem það er nokkuð ljóst að
fyrrgreind lagasetning myndi vera
nánast óframkvæmanleg gagnvart
þeim sem vinna afla um borð þá
tekur Viðar Már einnig á því hvort
lög sem undanskildu sjávarafla
sem unninn væri um borð í veiði-
skipum fengju staðist. Telur pró-
fessorinn að þar yrði um að ræða
óhæfílegt brot á jafnræðisreglu
stjómarskrárinnar vegna þess hve
söluskyldulög myndu bitna mis-
jafnlega á þeim sem þau vörðuðu.
Eins og fyrr segir gengur Viðar
Már út frá mjög rót-
tækri útfærslu á hug-
myndinni um allan afla
á markað. Er hægt að
taka undir með honum
að stjómarskráin standi
slíkri löggjöf í vegi. Til viðbótar fer
ekki hjá því þegar hugmyndir af
þessu tagi ber á góma um laga-
setningu sem skerðir athafnafrelsi
manna og er stórvafasöm út frá
hagfræðilegum sjónarmiðum að
spurt sé hvaða hagsmunir kalli á
slíkt inngrip. Um er að ræða
launakjör einnar stéttar sem vill
væntanlega ekki taka upp sama
launakerfí og aðrir landsmenn og
ætti auðvitað helst að semja sjálf
um sín kjör. Erfitt er að sjá að um
almannahagsmuni sé að ræða. Og
það geta varla talist almannahags-
munir að ganga að kröfum einnar
stéttar því þá væri munurinn á
einkahagsmunum og almanna-
hagsmunum orðinn að engu.
Þvert á móti mætti halda því
fram að svona róttæk íhlutun stríði
gegn hagkvæmustu nýtingu efna-
hagslegra gæða og þar með gegn
þjóðarhag. Slíkt hefur ekki ein-
göngu þýðingu við mat á því
hversu fysileg þessi leið er út frá
pólitísku sjónarmiði. Það kann
einnig að hafa lagalega þýðingu.
Þegar metið er hvort skerðing á
atvinnufrelsi og eignarrétti sé
heimil hefur það mikla þýðingu
hvort um mikilsverða almanna-
hagsmuni sé að ræða. Sé svo ekki
bendir það til að skerðingin geti
ekki talist heimil.
Aðrar leiðir
Álit Viðars Más stuðlar að því að
skapa skýrari línur í opinberri um-
ræðu því afskrifa má róttækustu
útfærsluna á hugmyndum sjó-
manna. Ef ég má leyfa mér að
hugleiða hvaða aðrar leiðir gætu
komið til álita að settu marki, sem
sagt því að koma í veg fyrir að sjó-
menn séu hlunnfamir, þá koma
mér eftirtaldar í hug.
1. Bann við því að útgerð og
landvinnsla séu í eigu sömu aðila.
Slíkt kerfi gæti að auki stuðst við
samkeppnissjónarmið og alls ekki
er hægt að gefa sér að það bryti
gegn stjórnarskránni ef gert væri
ráð fyrir hæfilegri aðlögun fyrir
þá sem nú eru í þeirri stöðu að
eiga hvort tveggja útgerð og
vinnslu.
2. Tekið yrði upp annað launa-
kerfi fyrir sjómenn. Ef það er rétt
að skiptakerfið sé svona meingall-
að er þá ekki rétt að taka upp ann-
að launakerfi?
3. Núgildandi kerfi verði þróað
frekar og bætt úr hugsanlegum
annmörkum. Árið 1995 var sett á
fót úrskurðamefnd sjómanna og
útvegsmanna sem átti einmitt að
koma í veg fyrir að hlutur sjó-
manna væri fyrir borð borinn.
Fróðlegt væri að sjá úttekt á því
hvort og hvers vegna sú lausn
gekk ekki upp. Örfá mál komu til
kasta nefndarinnar á síðasta ári.
Má álykta að allt sé í besta lagi
fyrst sjómenn skjóta svo fáum
málum til nefndarinnar eða era
aðrar ástæður að verki? Hafi
nefndin ekki virkað sem skyldi
hvemig stendur þá á því og má
ekki bæta úr?
Markaðstenging
Talsmenn sjómannasamtakanna
hafa undanfarið slegið af og talað
um „markaðstengingu" fiskverðs.
Auðvitað þyrfti að sjá nánari út-
færslu á því en ekki er að sjá að
neitt í álitsgerð Viðars Más komi í
veg fyrir lausn af því
taginu á meðan gætt er
jafnræðis milli útgerð-
armanna og fjárfesting-
ar í vélum og tækjum
ekki gerðar að engu.
Þvert á móti bendir hann á að slík-
ar leiðir ættu að vera færar. Ann-
ars vegar hafi lengi verið og sé
reyndar enn heimild í lögum um
Verðlagsráð sjávarútvegsins til að
opinberir aðilar ákveði lágmarks-
verð á fiski. Hins vegar mætti lög-
festa leiðbeiningarreglur um
ákvörðun fiskverðs eins og hjá úr-
skurðamefnd sjómanna og útvegs-
manna þar sem byggt yrði á verði
sem svaraði til líklegs söluverðs
aflans á opinberam uppboðsmark-
aði. Vísir er að slíkum reglum í
lögum um úrskurðamefnd sjó-
manna og útvegsmanna en sjálf-
sagt má styrkja þær.
Reglur um lítflutning kindakjöts
Valda ekki mismunun
sem kalli á aðgerðir
Stríðir gegn
stjómar-
skránni