Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 45 1 1 4 d l 4 ■J 1 : 1 I i I I I I 1 I i l l JÓN Í»ÓE KRISTJÁNSSON + Ingibjörg Kristó- fersdóttir fæddist í Stóra-Dal í Vestur- Eyjafjijlluin 1. ágúst 1902. Hún lést á Land- spftalanum 9. janúar s/ðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru hjónin Auðbjörg Ingvars- dóttir frá Neðra-Dal og Kristófer Þorleifs- son frá Króktúni. Þeim hjónum varð tólf barna auðið sem öll komust til fullorðins- ára. Ingibjörg varð áttunda í þeirri röð. Þau sem latin eru, eru Vigdís, Árni, Guðbjörg, Högni, Hallvarður, Ágúst, Kristján, Guðni, Þorbjörg og Kristjana. Eft- ir lifir Ögmundur og býr hami í Reykjavík. Ingibjörg giftist ekki og var barnlaus. Hún fór ung úr for- Elskuleg föðursystir okkar, Ingi- björg Kristófersdóttir, lést á Land- spítalanum 9. janúar síðastliðinn á 96. aldursári. Við viljum minnast hennar í örfáum fátæklegum orð- um, með þakklæti fyrir liðna tíð og allt það sem hún liðsinnti okkur systkinunum á margan hátt. Imba, frænka eins og hún var jafnan kölluð, var dóttir hjónanna Auðbjargar og Kristófers í Stóra- Dal og var hún ein af tólf börnum þeirra. Ung að árum flutti hún úr foreldrahúsum til hjónanna í Syðstu-Mörk og var hún þar í nokkur ár. Þegar komið er að þess- um áfanga brá hún sér til Vest- mannaeyja til að vinna. Því má segja að snemma hafi hún bjargað sér til vinnu. Imba frænka vann ýmis störf og lá leiðin til Reykjavík- ur en hún var mestan hluta ævinn- ar þar. Hjá Ólafi Thors var hún í vist og einnig hjá Guðmundi í Nýja- + Hannes Þórðarson fæddist í Jórvík í Breiðdal í S-Múl. 4. febrúar 1902. Hann andaðist á Droplaugarstöðum 4. janúar síð- astliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey 12. janúar. Elsku afi minn, nú hefurðu loksins fengið hvíldina. Ég var ekki hissa þegar ég heyrði að þú værir dáinn. Þú varst búinn að vera svo mikið veikur, en þó þú hafir verið svona mikið veikur vildi líkaminn ekki gefast upp, því þú hefur alltaf verið svo hraustur, afi minn, en það hlaut að koma að því. Ég hitti þig fyrir nokkru síðan, ég sagði þér hvað mér þætti vænt um þig, svo sendi ég þér jólakort þar sem ég reyndi að þakka þér fyrir allt. Það var það seinasta sem þú heyrðir frá mér. Oft vill maður halda að maður hafi ávallt fólk til staðar og að maður hafi alltaf næg- an tíma. Ég hefði viljað eiga með þér al- mennilega kveðjustund, láta þig vita hvað lítflli stelpu var það mikils virði að eiga þig að öruggum punkti í lífi sínu, þegar ég fór eldsnemma í göngur með þér og þú reyndir að kenna mér nöfn á stöðum, trjám og steinum sem þú vissir svo mikið um. Minnst lærði ég um þessi mörgu nöfn en miklu meira um hvað þér þótti vænt um mig, þolin- mæði og um sanna umhyggju. Þú varst líka alltaf þama þegar við bjuggum í Bólstaðarhlíðinni og mig dreymdi illa og þá kom ég upp til þín, þegar þú bjóst til uppáhalds- matinn minn og allar stundirnar þegar ég varð ekki róleg fyrr en ég fékk að vera inni hjá afa mínum. Sat þar í marga klukkutíma og lék mér að hlutunum þínum, bara ég og þú að spjalla saman, eða þú að lesa eldrahúsum til hjón- anna Þorvalds Jóns- sonar og Ólafar Jóns- dóttur sem þá bjuggu í Syðstu-Mörk. Síðar fluttist hún með þeim að Skúmsstöðum. Ingibjörg var hjá þeim til sautján ára aldurs. Skólagöngu hafði hún eins og títt var um þær mundir. Á sautjánda aldursári lá leiðin til Vest- maimaeyja í vinnu og þaðan til Reykjavík- ur, þar sem hún vann við margvísleg störf. Þar af 20 ár í Þvottahúsi Land- spítalans. Siðustu ár ævi sinnar bjó hún í Furugerði 1 í Reykjavík. Utför Ingibjargar verður gerð frá Stóra-Dalskirkju í Vestur- Eyjafjöllum í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. bíó. Lengst vann hún þó í Þvotta- húsi Landspítalans. Imba vann verk sín ætíð vel og af mikilli alúð og samviskusemi. Hún var vandvirk og fór vel með alla hluti. Imba frænka var þeim eigin- leikum gædd að vera mjög orð- heppin og kát, og stálminni hafði hún til síðasta dags. Þegar Imba frænka átti sumarfrí fór hún til systkina sinna í Stóra-Dal, þar sem þau bjuggu. Við krakkarnir biðum ætíð eftir þeim tíma með tilhlökkun enda alltaf glatt á hjalla þar sem Imba frænka var annars vegar. Hún sagði svo ljómandi vel frá gömlum atvikum sem urðu ævin- týri líkust með hinni hnyttnu og spaugsömu frásagnaraðferð henn- ar. Síðast kom Imba frænka á æskustöðvar sínar í júní síðastliðn- um. Mikið hafði hún gaman af því að líta dalinn sinn, fjöllin og Vest- mannaeyjar úr fjarska. og ég að dunda mér. Þú varst alltaf til í að hlusta á mig, náðir í mig á leikskólann og svo varstu alltaf að kenna mér. Þú varst góður, ert enn, því ég veit að þú ert ekki farinn, nema bara héðan af jörðinni, hér varstu til að læra og til að kenna, eins og við öll, og þú varst kennari minn, miklu meiri en ég vissi fyrr en nú, þú varst æðislega sérvitur og hafðir allt eins og þú vildir. Þú hef- ur verið misskilinn fyrir að skera þig úr, en það hefur kennt mér að hugsa sjálfstætt og vera ég sjálf. Þó þú hafir verið svona sérvitur þá vildirðu svo vel að þú barst af. Þú varst (ert) maður sem passaði upp á sína, elsku afi minn, þú vissir svo mikið, þú getur verið viss um að öll sú þekking mun ekki deyja með þér, því hver sá sem þekkti þig vissi að þú varst einstakur og öllum okkur kenndir þú eitthvað sem lifir áfram. Ég trúi því að dauðinn sé aðeins heimkoma og dýrðlegt upphaf á nýju lífi, ég trúi því að þú eigir erfitt með að fara ef fólk vill ekki sleppa takinu. Ég náði ekki að kveðja þig almennilega, fannst mér. Ég hef reynt eftir að þú fórst og mér finnst ég hafa fullkomnað það núna. Núna ertu laus úr veikburða líkama sem bar þig ekki og ert aft- ur hraustur og ungur eins og þú vilt vera, ef þú heyrir til mín segi ég: Ég elska þig, takk fyrir allar dýr- mætu minningarnar, takk fyrir að vera afi minn. „Vissirðu það þá, sem ég veit núna að orðið mikill, er orð yfir þig, gnæfir yfir mig, gamlan góðan vitr- an eins og eik, í augunum skein reynslan, þú lifir í mér og ættmönn- um áfram. Þótt þú sért farinn í Paradís eins og fræ eikarinnar lifa svo eftir stendur skógur.“ Þín langafastelpa, Hrefna Björt Þórarinsdóttir. Elsku frænka, við.viljum þakka þér samfylgdina. Alltaf varst þú gefandi í orði og á borði. Þér var gefið stórt hjarta. Nú ert þú komin til fegurri heima. Til foreldra og systkina. Við vitum að heimkoman verður þér kær. Bróður þínum, sem einn systkinanna er eftir á lífi, sendum við samúðarkveðju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Börn Högna og Annýjar, Mið-Dal. Elsku Imba frænka. Nú ertu horfin frá okkur og farin yfir móð- una miklu. Það var okkur mikið áfall þegar þú sofnaðir þessum langa svefni en við vitum að þér líð- ur vel, þú ert komin til foreldra og systkina sem þér þótti svo vænt um. Þú varst alltaf svo góð og alltaf svo hress og kát. Alltaf gastu látið okkur hlæja, þú áttir svo auðvelt með að koma fólki í gott skap. Elsku Imba, við söknum þín og samtalanna við þig. Það hefur verið rist djúpt skarð í líf okkar allra en við vitum að góður Guð geymir þig og þangað til við verðum saman á ný. Eitt sinn verða allir menn að deyja en við erum svo eigingjörn og viljum hafa ástvini okkar hjá okkur. Þrátt fyrir háan aldur þinn fannst okkur að þú yrðir alltaf með okkur, við gerðum okkur ekki grein fyiir hvað þú varst mikið veik því þú varst svo lífsglöð og alltaf svo kát þótt þú værir mikið lasin. En elsku besta frænka mín, við söknum þín svo sárt, en þú hefur verið leyst þrautunum frá og það er fyrir öllu að þér líði vel. Við vitum að þú vak- ir yfir okkur öllum, en söknuðurinn og tómarúmið sem myndaðist við fráfall þitt, elsku frænka, er mikið. Sofðu vært, elsku frænka. Vigdís, Gunnlaugur og Kristján Ingi. + Óskar Logason fæddist í Reykjavík 30. maí 1980. Hann lést mánudaginn 5. janúar síðast- liðinn og fór útför hans fram frá ríkissal Votta Jehóva við Soga- veg í Reykjavík 12. janúar. Mig langar í fáum orðum að minnast vinar míns sem er farinn írá okkur. Það er alltaf erfitt að horfa á eftir einhverjum sem manni þykir vænt um kveðja þennan heim. Samt held ég að þrautin sé enn þyngri þegar þeir sem við kveðjum eru ungir og rétt að byrja lífið. Ég kynntist Oskari í vinnunni, við unnum saman í Bakarameistaran- um. Þrátt fyrir að kynni okkar hafi ekki verið mjög löng þá voru þau náin og einlæg. Á örskömmum tíma urðum við traustir vinir og ég hlakkaði til hvers vinnudags með honum. Það jafnaðist fátt á við það að koma í vinnuna og fá á móti sér fallega brosið hans og hlýja kveðju. Á vinnustað eins og þeim sem við unnum á er mikið álag í kringum jólin og þá þarf mórallinn að vera léttur og góður. Óskar lagði svo sannarlega sitt af mörkum til þess að gera langan vinnudag skemmti- legan. Hann var opinn og hress og alltaf tilbúinn að spauga. Einn af hans helstu kostum var hreinskilnin og kom hann mér oft á óvart þegar hann sagði mér ná- kvæmlega hvað það var sem hann var að hugsa. Það er svo margt sem þýtur um huga minn á þessari stundu. Marg- ar minningar sem verða ljóslifandi í huga mér. Ég man þegar ég sá þig síðast og við kvöddumst áður en ég fór í jólafrí. Það er margt sem ég hefði sagt þér ef ég hefði vitað að þessi kveðjustund væri hin síðasta. Það er sárt að vita til þess að ekki + Þór Krisljánsson fæddist í Hvammi í Dýrafírði 23. ágúst 1933. Hann lést á Grensásdeild- inni 10. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 16.janúar. Vinur minn og vinnufélagi Jón Þór Kristjánsson er látinn. Honum kynntist ég árið 1985 þegar fyrir- tækin sem við unnum hjá, Bæjar- útgerð Reykjavíkur og ísbjörninn hf., sameinuðust í fyrirtækið Granda hf. Jón hafði unnið lengi hjá Isbiminum og séð um viðhald á búnaði fyrirtækisins til lands og sjávar. Mér þótti það mjög merkilegt við okkar fyrstu kynni að Jón hafði enga „tæknimenntun", þ.e.a.s. hann var ekki iðnlærður eða vél- stjóralærður. Hugur hans sem ungs manns hafði stefnt annað. Hann fór í Sjómannaskóla íslands og lauk stýrimannsprófi. Engu að síður var hann einn færasti tækni- maður sem ég hef kynnst á lífsleið- inni. Vegna þess hversu lengi Jón hafði unnið sem vélvirki átti hann rétt á því að fara í sveinspróf í vél- virkjun. Ég man að hann kveið nokkuð fyrir þessu og undirbjó sig vel fyrir prófið. Hann stóðst prófið með miklum sóma og var þar með orðinn „löglegur“ vélvirki. Jón lagði allt sitt í vinnu sína. Hann var sérstaklega úrræðagóð- ur og hann hætti ekki að hugsa um tæknileg vandamál fyrr en þau voru leyst. Jón var mjög góður maður og mér er það mjög minnisstætt, að eftir eina góða loðnuvertíð og um- ræður í þjóðfélaginu á sama tíma um bágstadda sagði Jón við mig að hans fyrsta verk eftir að hann fengi sé hægt að taka utan um þig og segja þér hve mikils virði það er að hafa þig hjá sér. Það var svo margt sem við ætluðum að gera en verður ekki. En ég veit samt að þú munt á vissan hátt taka þátt í því sem ég geri því þú verður í huga mínum um ókomna tíð. Hvíldu í friði, elsku vinur. Þau ps sem skærast lýsa þau Ijós sem skína skærast þauberamestabirtu en brenna líka hraðast enfyrrenokkuruggir ferumþauharðurbylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum núhverfi(jósiðbjarta þá situr eftir ylur íokkar mæddahjarta. (F.G.Þ.) Fjölskyldu Óskars, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. kveðja, Dögg Stefánsdóttir. útborgað yrði að láta eitthvað af hendi rakna til þeirra sem minna mættu sín. Ég aftur á móti, mun yngri maður, taldi það vera hlut- verk „stjórnvalda“. Lífið hafði ekki alltaf verið dans á rósum fyrir Jón. Það er langt síð- an það kom í ljós að hann var með kransæðasjúkdóm og varð hann að fara í aðgerð vegna þess. Hann var varla búinn að ná sér þegar mjög alvarlegur augnsjúkdómur gerði vart við sig sem varð til þess að hann hafði litla sem enga sjón síð- ustu æviár sín. Hann tók þessum veildndum með ótrúlega mikilli ró. Ég heyrði í Jóni sl. sumar og þá fannst mér hann vera í miklu jafn- vægi, sáttur við sitt og sína. Það kom mér mjög á óvart þegar mér var sagt að hann væri dáinn, en svona er lífið, dauðinn gerir oft ekki boð á undan sér og Jón deyr alltof ungur. Ég votta aðstandendum Jóns mína dýpstu samúð. Gunnar Sæmundsson. í dag kveðjum við með miklum söknuði eitt okkar mesta heljar- menni. Heljarmennafélag Blindra- félagsins byggir starfsemi sína á kjörorðunum ÉG GET og ef ein- hver gat þá var það okkar aðaldrif- fjöður Jón Þór. Hann kom með hverja hugmyndina á fætur annarri og ekki nóg með það held- ur kom hann hugmyndunum líka í framkvæmd sem er nú sjaldgæfara hjá svona miklum hugmyndasmið- um. „Eigum við ekki að taka þátt í kappróðri á sjómannadaginn?“ „Ha, jú, jú, en hvað er nú það?“ stundum við landkrabbamir. Fyrr en varði var Jón Þór kominn með landsliðsþjálfarann í kappróðri og fullskipuð hð hrærðu í sjónum við höfnina milli hlátursrokna. Þvílíkt ævintýri og við fengum meira að segja verðlaunapeninga. „Hvernig er með skíðaskálann í Skálafelli, eigum við ekki að skella okkur í útilegu? Við getum þá gert við skálann í leiðinni." Það var ekki verið að tvínóna við hlutina og ef sjónin dugði ekki til var bara unnið eftir minni. Jón Þór sannaði það að þó sjónin sé lítil sem engin þá er flest hægt. Hann gerði við bílinn eftir minni, málaði húsið eftir minni, gekk bæjarhlutanna á milli og kippti sér ekld upp við smá- muni. Hann leitaði bara aðstoðar ef ekki gekk nógu vel og kynntist þanhig fjölbreytilegustu vegfar- endum og lenti í alls kyns ævintýr- um. Fyrir jólin þegar ekki viðraði til fjallaferða og heljarmennin höll- uðu sér að bakstri og letilífi dreif hann alla í bæinn til að gera úttekt á jólastemmningunni og kaffihús- um. í kynningartíma í „spinning" var hann óstöðvandi og hefði hjólað með okkur sem samsvaraði hring- veginum með nokkrum aukabrekk- um ef tíminn hefði leyft. Við kveðjum góðan félaga okkar með miklum söknuði og vottum að- standendum og vinum dýpstu sam- úð. Fyrir hönd Heljarmennafélags- ins, Helga Einarsdóttir og Hall- dór Sævar Guðbergsson. Skilafrestur minningargreina EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. INGIBJÖRG KRIS TÓFERSDÓTTIR HANNES ÞÓRÐARSON OSKAR LOGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.