Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 17. JANUAR 1998
VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK
Yfírskattanefnd gagnrýnd á ráðstefnu
Skattborgarar
hundsaðir?
ÞUNG orð féllu um yfirskatta-
nefnd á ráðstefnu um skattamál í
gær og var því haldið fram að þar
væri jafnræðisregla ítrekað virt að
vettugi á kostnað skattborgara.
Arni Tómasson, löggiltur endur-
skoðandi, sagði á ráðstefnunni,
sem haldin var á vegum Félags
Islandsmynd-
ir finnast í
Frakklandi
NÝLEGA fundust í Frakk-
landi Islandsmyndir frá árinu
1771, eftir teiknarann Pierre
Ozanne. Þetta kemur fram í
grein í Lesbók Morgunblaðs-
ins í dag, eftir Æsu Sigur-
jónsdóttur listfræðing í París
og dr. Gisele Jónsson.
Þar segir að í leiðangri sem
gerður var út að boði konungs
til Islands og fleiri landa árið
1771 var teiknarinn Pierre
Ozanne og á meðan skip leið-
angursins hafði viðdvöl á Pat-
reksfirði teiknaði hann mynd
af staðnum, svo og af tveimur
konum. Fleiri myndir teikn-
aði hann en þær hafa glatast.
Þar sem Islandsmyndir frá
18. öld eru sjaldgæfar þykir
þetta merk uppgötvun.
■ Nýfundnar/C8
löggiltra endurskoðenda og Lög-
mannafélags Islands á Hótel Loft-
leiðum, að lögum samkvæmt ætti
nefndin að vera óháð, en á því léki
mikill vafí. Til dæmis yrðu einstak-
lingar og lögaðilar að leggja fram
kærur áður en 30 dagar væru liðnir
frá úrskurði skattstjóra og væri
undantekningarlaust farið eftir því.
Ríkisskattstjóri hefði síðan 45 daga
til að færa fram rökstuðning, en
gæti hæglega farið fram yfír þann
tíma átölulaust. Dæmi væru um að
11 mánuðir hefðu liðið án þess að
skattstjóri skilaði rökstuðningi og
síðan hefði verið úrskurðað gegn
kæranda.
Arni sagði að útgáfumál yfir-
skattanefndar væru í ólestri. Sam-
kvæmt lögum ætti nefndin að birta
ársskýrslu þar sem í það minnsta
væru taldir allir úrskurðir með for-
dæmisgildi. Ekki hefði verið birtur
einn einasti úrskurður frá því að
nefndin hefði tekið til starfa árið
1992. Því væri sú staða komin upp
að skattborgarinn hefði ekki að-
gang að gögnum, sem ríkisvaldið
gæti hins vegar hæglega notað í
málarekstri.
Árni fann einnig að því að yfir-
skattanefnd skyldi heyra undir
fjármálaráðuneyti sem hefði beina
hagsmuni í kærumálum vegna
skattheimtunnar. Nær væri að
nefndin væri á vegum dómsmála-
ráðuneytis.
■ Hörð gagnrýni/12
Strandaði við Sandgerði
Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson
J*ílÚSSNESKT saltflutningaskip
strandaði á sandeyri fyrir utan inn-
siglinguna í Sandgerðishöfn laust
fyrir kl. 22 í gærkvöldi. Skipið losn-
aði af strandstað um klukkustundu
síðar og lagðist það að bryggju í
Sandgerði.
Talsverður viðbúnaður var
vegna strandsins og fór björgunar-
skipið Elding út frá Sandgerði
skipinu til aðstoðar og auk þess
voru hjálparsveitarmenn úr Björg-
unarsveitinni Sigurvon í Sandgerði
og kafarar kallaðir til aðstoðar.
Stillt veður var á strandstað og
sléttur sjór og ekki talin hætta á
ferðum. Skipið átti ekki að koma
inn til hafnar í Sandgerði fyrr en í
dag en ekki var vitað í gærkvöldi
hvað olli því að skipið strandaði.
Svamlað
SÍLDVEIÐAR hafa gengið afar
illa frá áramótum vegna þrálátr-
ar brælu. Engin veiði hefur verið
fyrir austan, en nokkur skip hafa
náð blandaðri sfld við Eldey. Eitt
þeirra er Háberg GK, sem land-
í síldinni
aði í Grindavík í gær. Grímsey-
ingurinn í áhöfn skipsins, Svavar
Gylfason, brá á leik og fékk sér
„sfldarbað".
■ Nákvæmlega ekkert/20
Þorsteinn Pálsson um ummæli Peters Angelsen um loðnusamning’inn
,Nota hvert tækifæri til að
koma höggi á Islendinga
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra segir að ummæli
norsks starfsbróður hans, Peters
Angelsen, í útvarpsfréttum í gær,
bendi til að norsk stjómvöld noti
sérhvert tækifæri til að koma höggi
á Islendinga.
, jf/g, Island, Grænland og Noregur eru
að hefja samningaviðræður um end-
urskoðun loðnusamnings landanna
eftir að fyrmefndu löndin tvö sögðu
honum upp. Fréttastofa Ríkisút-
varpsins hafði í kvöldfréttum í gær
eftir Angelsen að Norðmenn gætu
ekki lengur sætt sig við að íslend-
ingar ákvæðu loðnukvóta og
^tiórnuðu veiðum úr loðnustofnin-
'um einhliða. Ráðherrann sagði í
samtali við fréttastofuna að ráð-
gjafanefnd Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins ætti að veita ráðgjöf um
veiðar á stofninum' í framtíðinni, en
ekki Hafrannsóknastofnun íslands
eins og verið hefði. Þá kæmi ekki til
greina að Norðmenn minnkuðu 11%
hlutdeild sína í loðnustofninum.
Alltaf tekin sameiginleg
ákvörðun
Þorsteinn Pálsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að ummæli Ang-
elsens væra fjarstæðukennd og
bentu til að hann þekkti ekki til
þess hvernig samskipti landanna,
sem aðild eiga að loðnusamningn-
um, hefðu gengið fyrir sig. ,Aðal-
reglan, sem alltaf hefur verið farið
eftir, er að Hafrannsóknastofnun
leggur fram tillögur á grandvelli
sinna rannsókna og þær era lagðar
fyrir hina samningsaðilana. Kvótinn
hefur ekki verið gefínn út fyrr en
þeir hafa samþykkt hann. Samning-
urinn gerir ráð fyrir sameiginlegri
ákvörðun og það hefur alltaf verið
tekin sameiginleg ákvörðun, þann
tíma sem ég hef verið í sjávarút-
vegsráðuneytinu,“ segir Þorsteinn.
Hann segir að ákvæði um ein-
hliða kvótaákvörðun Islands í samn-
ingnum séu eingöngu varnagli eða
öryggisákvæði. „Samkvæmt loðnu-
samningnum geta þær þjóðir, sem
minni hagsmuni eiga, ekki komið í
veg fyrir að íslendingar hefji veið-
arnar og þá geta Islendingar ákveð-
ið kvótann einhliða. En það er ein-
göngu til að koma í veg fyrir að
þeir, sem lítilla hagsmuna eiga að
gæta, geti komið í veg fyrir að
loðnuvertíð hefjist," segir Þor-
steinn.
Viðræður
gerðar erfiðari
Aðspurður hvort hann telji að
ummæli Angelsens muni gera
samningaviðræður um endurskoðun
loðnusamningsins erfiðar, segir
Þorsteinn: „Það kemur mér vera-
lega á óvart að Norðmenn ætli með
sjónarmiðum af þessu tagi að reyna
að gera samninga um loðnuveiðarn-
ar erfiða. Þetta bendir til að þeir
noti hvert tækifæri til að koma
höggi á íslendinga."
Flugleiðir
Þrjú þúsund
bokanir á
þremur og
hálfum degi
GÍFURLEG eftirspum hefur
verið hjá Flugleiðum síðustu
daga eftir pakkaferðum frá
Islandi til Norður-Ameríku
og Evrópu, að sögn Símonar
Pálssonar, yfirmanns sölu-
stjórnar Flugleiða. Hann seg-
ir að á þremur og hálfum degi
eða frá mánudegi og fram á
fimmtudag sl. hafi 3.000
manns bókað sæti hjá félag-
inu í þessar ferðir.
Flugleiðir lækkuðu fyrir
skömmu verð á pakkaferðum
til Flórída, London, Amster-
dam, Glasgow og Halifax.
Símon sagði að yfirleitt væri
um að ræða ferðir á næstu
mánuðum fram að páskum og
mest væri ásókn í ferðir til
Flórída, London og Amster-
dam. Ekki er talin þörf á að
bæta við vélum til að anna
eftirspurninni en félagið þarf
að gera ráðstafanir til að
bæta við hótelgistingu, að
sögn Símonar. Sagðist hann
ekki hafa upplifað aðra eins
eftirspum frá því hann tók
við núverandi starfi sínu.