Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 33
JMtogniifrliifrife
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
FÆREYJASKYRSLAN
DREGUR DILK
Á EFTIR SÉR
SKÝRSLA lögfræðinganefndar um Færeyjabankamálið í
Danmörku mun augljóslega draga dilk á eftir sér. Upplýs-
ingar þær, sem fram koma í skýrslunni, munu hafa áhrif á sam-
band Færeyja og Danmerkur, stöðu dönsku stjórnarinnar og
álit á dönsku fjármálalífi.
Enn hefur varla nokkur maður haft tíma til að lesa skýrsluna
í heild og ekki eru öll kurl komin til grafar. Þó virðist ljóst að
færeyska heimastjórnin fékk ekki réttar upplýsingar um stöðu
Færeyjabanka, þegar hún tók við meirihluta í bankanum af
Den Danske Bank. Kreppan í Færeyjum var alvarleg og bregð-
ast þurfti hratt við henni, sem kann að hafa komið niður á
vinnubrögðunum. Það réttlætir þó ekki hvernig staðið var að
málum.
Dönsk stjórnvöld hafa brugðið skjótt við og heitið Færeying-
um bótum fyrir þann fjárhagsskaða, sem þeir hafa borið af
þessu og út af fyrir sig má segja að þær upplýsingar, sem birt-
ast í skýrslunni geti stuðlað að því að hreinsa andrúmsloftið í
samskiptum landanna.
Hins vegar lesa margir út úr skýrslunni að dönsk stjórnvöld
hafi sýnt hroka og áhugaleysi um færeyska hagsmuni í banka-
málinu og það er sízt til þess fallið að bæta samskiptin. Ekki er
því ósennilegt að þrátt fyrir batnandi hag í Færeyjum verði
erfítt að endurreisa það traust, sem verður að ríkja í samskipt-
um tveggja þjóða, sem búa í sama ríki.
Den Danske Bank hefur orðið fyrir álitshnekki, því að svo
virðist sem stjórnendur hans hafí reynt að villa um fyrir fær-
eyskum stjórnvöldum. Jafnframt virðist danska Fjármálaeftir-
litið ekki hafa sinnt hlutverki sínu sem skyldi. Þetta vekur auð-
vitað upp spurningar um siðferði og vinnubrögð í danska fjár-
málaheiminum.
Loks hefur Færeyjaskýrslan ekki styrkt stöðu dönsku
stjórnarinnar. Ekki virðist beinlínis hægt að lesa það út úr
skýrslunni að danskir stjórnmálamenn, til dæmis Poul Nyrup
Rasmussen forsætisráðherra og Mogens Lykketoft fjármála-
ráðherra, hafí vitað eitthvað, sem þeir sögðust síðar ekki vita,
eða að þeir hafí villt um fyrir danska þinginu. Engu að síður
verður að teljast ótrúlegt að forystumenn ríkisstjórnarinnar
hafí enga vitneskju haft um raunverulega stöðu bankamálsins á
sínum tíma. Sennilegt verður að teljast að stjórnarandstöðu-
flokkarnir, sem sumir hverjir hrökkluðust frá völdum á sínum
tíma er Poul Schlúter varð að segja af sér vegna þess að hann
varð uppvís að því að hafa villt um fyrir þinginu, saumi nú fast
að forystumönnum ríkisstjórnarinnar.
JAFNRÆÐI í
SKATTAMÁLUM
HUGMYNDIR Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, á síð-
asta ári um að setja á stofn embætti umboðsmanns al-
mennings gagnvart skattayfirvöldum vöktu mikla athygli og
umræður. Þau sterku viðbrögð voru til marks um, að með réttu
eða röngu er það upplifun skattgreiðenda, að þeir eigi undir
högg að sækja, ef ágreiningur kemur upp á milli þeirra og
skattayfírvalda. Forsætisráðherra virtist hafa opnað fyrir til-
fínningar, sem fólk hefur lengi haft fyrir sig.
í gær var haldin ráðstefna um skattamál á vegum Lögfræð-
ingafélags íslands og Félags löggiltra endurskoðenda. Þar
sagði Davíð Oddsson frá því, að eftir þá ábendingu, sem hann
setti fram um umboðsmann skattgreiðenda hefðu margir komið
að máli við sig og hann þá spurt hvers vegna þessir aðilar hefðu
ekki kvartað opinberlega. Svarið var, að fólk óttaðist að þá
fengi það enn verri meðferð.
Nú er auðvitað ljóst, að starfsfólki skattstofa er mikill vandi
á höndum. Margir reyna um of að komast hjá því að greiða þá
skatta, sem þeim ber og aðrir stunda stórfeild skattsvik. Sú
krafa er gerð til skattayfírvalda, að þau nái tökum á skattsvik-
urum.
Engu að síður má spyrja, hvort núverandi kerfí sé eðlilegt
miðað við breyttan hugsunarhátt á mörgum sviðum þjóðfélags-
ins. Er sanngjarnt, að skattstofur séu fyrsti úrskurðaraðili í
deilumáli á milli þeirra og skattgreiðenda? Er það rétt, sem
fram kom á ráðstefnunni í gær, að yfirskattanefnd geri sjónar-
miðum skattayfirvalda hærra undir höfði en sjónarmiðum
skattgreiðenda? Er jafnræði á milli skattgreiðenda og skatt-
stofa, þegar kemur að því að úrskurða um álitamál?
Þetta eru mikilvæg mál, sem varða almannahag og ánægju-
legt, að Davíð Oddsson, forsætisráðherra, hefur með mjög af-
gerandi hætti tekið upp málstað skattborgaranna í þessum efn-
um.
Stj órnmálamaðurinn
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson er fimmtugur í daff. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson rifi'ar upp feril
stjórnmálamannsins, forsætisráðherrans
og formanns Sjálfstæðisflokksins.
i
ÞEGAR ungur og efnilegur maður féll
frá í blóma lífsins árið 1833, sagði Bjarni
Thorarensen í frægum vísuorðum, að
Isalands óhamingju yrði allt að vopni. Þá
var missir að hverju mannsefni með
hinni fámennu íslensku þjóð. Þá var
dauft í sveitum, hnípin þjóð í vanda.
Fimmtíu árum síðar orti Hannes Haf-
stein í svipuðum anda: Oss vantar menn!
Oss vantar menn! Þetta voru þá enn orð
að sönnu. íslendinga vantaði sárlega for-
ystumenn og frumkvöðla, þótt Jón Sig-
urðsson hefði að vísu gegnt ómetanlegu
forystuhlutverki um miðja öldina. Hvatn-
ingarorð skáldanna voru lítið annað en
draumórar. Þegar við horfum um öxl,
blasir við, að Islendingar voru þá alls
ófærir um að standa á eigin fótum. En
þetta breyttist með aldamótakynslóðinni,
þegar hver forystumaðurinn birtist af
öðrum. Þá tóku athafnamenn, verkfræð-
ingar, læknar og stjórnmálaskörungar
eins og Hannes Hafstein sjálfur til
óspilltra málanna við að reisa hið nýja Is-
land, gera út togara og vélbáta, reka
banka, kaupa og selja vöru milliliðalaust
á Bretlandi, Spáni og víðar, semja um
sæsíma, leggja vegi, steypa hús, smíða
brýr, virkja fallvötn, leiða vatn í hús,
nýta jarðvarma til húshitunar, útrýma
smitsjúkdómum, skera mein úr mönnum
og svo framvegis. Fyrstu tíu ár heima-
stjórnarinnar, 1904-1914, voru einhver
mesti framfaratími Islandssögunnar.
Fólksflóttinn til Vesturheims stöðvaðist,
og þjóðin komst í nokkur efni í krafti
óhefts athafnafrelsis.
En í stjórnmálum varð afturkippur
eftir 1914: Heimsstyrjöldin fyrri raskaði
hér sem annars staðar því skipulagi
frjálsra viðskipta, sem skilað hafði al-
menningi drjúgum kjarabótum, og nýjar
hugmyndir um stéttabaráttu, víðtæk rík-
isafskipti, höft og boð og bönn, námu
land, en snjallasti og áhrifamesti tals-
maður þessara hugmynda, Jónas Jóns-
son frá Hriflu, hafði forgöngu um nýja
flokkaskiptingu frá árinu 1916. Þótt öfl
framfaranna héldu vitaskuld áfram verki
sínu á mörgum sviðum mannlífsins, hlutu
arftakar Hannesar Hafsteins í stjórn-
málum lengi eftir það fremur að vera í
vörn en sókn. Jóni Þorlákssyni tókst að
vísu að greiða úr margvíslegri óreiðu í
fjármálum og peningamálum á stuttum
valdatíma sínum 1924-1927. Ólafur
Thors gat árið 1937 komið í veg þá ætlun
valdsmanna, sem höfðu sakir ranglátrar
kjördæmaskipunar minni hluta kjósenda
að baki sér, að þjóðnýta stærsta einka-
fyrirtæki landsins, útgerðarfyrirtækið
Kveldúlf. Og við harða andstöðu sósí-
alista og þjóðernissinna markaði Bjarni
Benediktsson utanríkisstefnu hins unga
íslenska lýðveldis l'yrstu árin eftir síðari
heimsstyrjöld, en í þeirri stefnu fólst
þátttaka Islands í sameiginlegum vörn-
um vestrænna lýðræðisþjóða. Þeir Ólaf-
ur og Bjarni unnu síðan saman að þeim
tilraunum, sem gerðar voru 1950 og 1960
til þess að létta höftum af atvinnulífí
þjóðarinnar og breyttu ástandinu stór-
lega til batnaðar. En jafnan var við
ramman reip að draga. Frjálslyndir
stjórnmálamenn fengu lítinn stuðning af
tíðarandanum. Eftir sem áður var at-
vinnufrelsi hér því takmarkaðra en í
flestum grannríkjanna, atvinnulíf
óstöðugra, ríkisfyrirtæki fleiri, verðbólga
meiri. Hvarvetna sá verka Jónasar frá
Hriflu stað.
Það féll í hlut Davíðs Oddssonar sem
myndaði fyrstu ríkisstjórn sína í upphafi
tíunda áratugarins, að hafa afdráttar-
lausa forystu um að snúa vörn í sókn,
hverfa aftur til þess skipulags frjálsra
viðskipta, sem staðið hafði á öndverðum
valdatíma Hannesar Hafsteins, en með
öllum þeim endurbótum, sem tæknifram-
farir og tíðarandi krefjast. Davíð hefur
nú verið forsætisráðherra hátt á sjöunda
ár við vaxandi vinsældir og virðingu.
Samkvæmt skoðanakönnunum kveðast
um og yfír 70% þjóðarinnar ánægð með
störf hans, og þegar hann gaf út smá-
sagnasafn fyrir jólin 1997, varð það um-
svifalaust að metsölubók. A fímmtugsaf-
mæli hans 17. janúar 1998 er ástæða til
að staldra við um stund og velta því fyrir
sér, hvað valdi, - hvert sé eðli og hlutverk
þessa sigursæla stjórnmálamanns. Hér
hyggst ég draga fram í dagsljósið nokkur
atriði, sem þar kunna að skipta máli.
II
Um það getur varla verið mikill ágrein-
ingur, að maður, sem náð hefur jafngóð-
um árangri í stjórnmálum og Davíð Odds-
son síðustu fímmtán eða sextán árin, fyrst
sem borgarstjóri í níu ár, síðan sem for-
sætisráðherra í tæp sjö ár, hlýtur að vera
gæddur miklum forystuhæfíleikum. Ýms-
ir spámenn og spekingar hafa reynt að
skilgreina, hvað í forystuhæfíleikum
felist. Hvers vegna tekst sumum að afla
sér stuðnings og trausts, öðlast völd og
halda þeim, og öðram ekki? Niccolo
Machiavelli, sem greindi lögmál valdabar-
áttunnar af miskunnarlausri skarp-
skyggni í riti sínu, Furstanum, árið 1513,
greip í máli sínu til líkinga úr dýraheimin-
um, enda væru mennimir líkastir dýram,
þegar þeir berðust um völd. Þótt ljónið
væri hugrakkt, sagði Machiavelli, kynni
það ekki að forðast gildrur, og slægð refs-
ins kæmi stundum að litlum notum gagn-
vart úlfínum. Góður forystumaður yrði
þess vegna að hafa í senn til að bera eðli
refsins og ljónsins, kunna að varast gildr-
ur og geta hrætt burt úlfa. Þessar líking-
ar geta ekki talist strangvísindalegar, en
geyma samt í sér merkilegan sannleika.
Góður forystumaður verður að geta sam-
einað í sér marga ólíka hæfileika, sem
virðast við fyrstu sýn ekki geta farið sam-
an. Það er slík sátt eða sameining ólíkra
hæfileika, sem gerir gæfumuninn.
Davíð Oddsson er einmitt forystumað-
ur, sem sameinar marga ólíka hæfileika í
sjálfum sér. Hann er í senn hugrakkur og
varfærinn. Hann sýndi til dæmis mikið
hugrekki, þegar hann gaf kost á sér til
formannssætis í Sjálfstæðisflokknum vor-
ið 1991, þótt ýmis teikn væru á lofti um,
að aðrir menn nytu meira fylgis í það. Þar
kom ljónið í honum vel fram. En um leið
er Davíð gætinn og kann að forðast gildr-
ur eins og refurinn. Eitt dæmi um þetta
er, að hann hefur ekki látið andstæðinga
sína í stjómmálum teyma sig á einhvern
bás, sem þeir hafa valið honum, heldur
hefur skilgreint sinn sess. Eftir gjaidþrot
sósíalismans hafa þeir, sem hann aðhyllt-
ust, þokast í stefnumálum sínum nær
Sjálfstæðisflokknum í von um, að Davíð
færi flokkinn lengra til hægri og láti þeim
eftir hið mikla og breiða miðjufylgi
flokksins. En Davíð lét ekki leiða sig í þá
gildru, heldur notaði tækifærið, svo sem í
17. júní ávarpi sínu 1997, til þess að
hnykkja á hinni hefðbundnu stefnu Sjálf-
stæðisflokksins, sátt markaðsafla og
mannúðar, svigrúms fyrir athafnamenn
Davíð Oddsson
og umhyggju fyrir lítilmagnanum. Davíð
er í senn harður stjórnmálamaður og
sveigjanlegur. Hann getur eins og ljónið
hrætt úlfana á braut: Þótt hann sé sein-
þreyttur til vandræða, er hann harðdræg-
ur, ef hann má eigi undan komast, eins og
sagt var um einn fornkappann. Hann hef-
ur mikinn metnað og stórt skap og getur
verið þykkjuþungur. En um leið er hann
raunsær maður og kann að haga seglum
eftir vindi. Hann er tækifærissinni í þeim
skilningi, að hann grípur tækifærin, þegar
þau gefast, en kann líka þá list að vera við
þeim búinn.
III
Forskrift Machiavellis um ljónið og
refinn, sem þurfi að vera saman komin í
góðum stjórnmálamanni, er vitaskuld að-
eins ein af mörgum. Þýski félagsfræðing-
urinn Max Weber hefur einnig skrifað
margt um forystuhæfileika, meðal annars
í bókinni Mennt og mætti, sem komið
hefur út á íslensku. Forystumaður þarf
að sögn Webers að hafa til að bera þrjá
eiginleika, glöggskyggni, ábyrgðarkennd
og eldmóð. Vanti hann einhvern einn
þessara eiginleika, verður hann ekki skil-
virkur. Listin er að kunna að beita þeim
saman. Þeir, sem fylgst hafa með stjórn-
málasögu Davíðs Oddssonar, sjá, að ekk-
ert skortir á þessa eiginleika þrjá í fari
hans. Hann er með afbrigðum glögg-
skyggn, mikill mannþekkjari og hefur
líka það, sem góðan stjórnmálamann má
aldrei vanta, gott tímaskyn. Davíð veit
oftast, hvenær má til skarar skríða,
hvenær aðgerð er tímabær. Hann fer
ekki fram úr sjálfum sér, eins og sumir
aðrir íslenskir stjórnmálamenn. Hann er
líka með ríka ábyrgðarkennd. Þrátt fyrir
það að hann geti öðrum mönnum fremur
brugðið fyrir sig skopi, er hann undir
niðri mikill alvöramaður, sem fínnur til
þess, að honum hefur verið trúað fyrir
miklu verkefni, að leiða Sjálfstæðisflokk-
inn og veita ríkisstjórn í litlu landi for-
ystu. Kom það berlega í ljós, þegar hann
tryggði og treysti varnarsamstarfið við
Bandaríkin eftir hrun Sovétríkjanna, en
sú merkilega saga er enn ósögð. í þriðja
lagi er Davíð fullur eldmóðs. Hann var
einn röggsamasti borgarstjóri, sem verið
hefur í Reykjavík, frá því að Jón Þorláks-
son gegndi því starfí, og þótt hann tali
sléttar og fari hægar sem forsætisráð-
herra en borgarstjóri, eins og er eðlilegt,
er hann kappsfullur umbótamaður, og
sést það best á þeim miklu umbótum,
sem orðið hafa í hagstjórn og öllu skipu-
lagi í valdatíð hans. Nokkur dæmi má
nefna um röggsemi Davíðs og eldmóð.
Þegar hann varð borgarstjóri árið 1982,
hafði lóðaskortur lengi staðið Reykjavík
fyrir þrifum. Honum tókst með lagni að
útvega mikið og gott byggingarland, þar
sem Grafarvogshverfið stendur nú. Jafn-
framt hóf hann að selja lóðir í stað þess
að úthluta þeim eftir geðþótta, eins og áð-
ur hafði tíðkast. Hvarf þá lóðaskorturinn
hið bráðasta. Bæjarútgerð Reykjavíkur
hafði þá árum saman verið baggi á borg-
arsjóði. Davíð sameinaði hana einkafyrir-
tækinu ísbirninum og seldi síðan hluta-
bréf borgarinnar í hinu nýja fyrirtæki,
Granda hf., sem rekið er af miklum
myndarskap. Reykjavík var þá líklega
eina höfuðborgin í heimi, þar sem ekkert
ráðhús stóð. Davíð reisti fallegt ráðhús
við Tjörnina þrátt fyrir mikla andstöðu
og úrtölur, og lætur nærri, að kostnaður
af þeirri smíð hafi numið sparnaðinum
fyrir borgarsjóð af því að leggja Bæjarút-
gerðina niður, svo að hún hafi í raun verið
borgarbúum að kostnaðarlausu. Onefnd-
ar eru margvíslegar aðrar framkvæmdir í
Reykjavík, svo sem Perlan í Öskjuhlíð,
viðgerð Viðeyjarstofu og smíði Borgar-
leikhúss. Þegar Davíð varð forsætisráð-
herra, var honum þrengri stakkur snið-
inn að því leyti, að allir sjóðir voru tómir
og greiða þurfti úr ýmissi óreiðu. En
mestu afrek hinna tveggja ríkisstjóma
hans frá 1991 verða ætíð talin, að öllu
sjóðasukki var snögglega hætt, fjárlaga-
hallinn jafnaður hægt, en öragglega,
verðbólgu haldið í skefjum, án þess að at-
vinnuleysi ykist að ráði, og skattar á fyr-
irtækjum lækkaðir. Islendingar hafa nú
tengst hinum opna, alþjóðlega markaði
og fá þaðan ómetanlegt aðhald og ögun.
Jafnframt hefur hið gamla valdakerfi
Jónasar frá Hriflu hranið: Sambandið
varð gjaldþrota, bankar hættu að úthluta
ölmusum, og verkefni þau, sem Ríkis-
prentsmiðjan Gutenberg, Skipaútgerð
ríkisins, Bókaútgáfa Menningarsjóðs og
önnur hugarfóstur og afkvæmi Jónasar
frá Hriflu höfðu sinnt, færðust til einka-
aðila.
Max Weber greip líka til annars hug-
taks til þess að skýra út hið óútskýran-
lega, hvers vegna sumir menn eru fæddir
foringjar, hvers vegna þeir verða eins og
segull á aðdáun og stundum líka óvild
annarra. Það er hugtakið náðarvald, sem
Weber kallaði svo, en það hafa menn í
krafti sterks persónuleika, mikillar nær-
veru, ef svo má segja, frekar en vegna
embættis síns eða skilríkja. Þetta era
mennirnir, sem breyta andrúmsloftinu,
þar sem þeir era staddir hverju sinni.
Þegar við flettum spjöldum íslandssög-
unnar, virðist svo sem þeir Gissur biskup
ísleifsson, Jón Loftsson, Jón biskup Ara-
son, Jón Sigurðsson, Hannes Hafstein og
Ólafur Thors hafi allir fengið í vöggugjöf
einhvem skammt af slíku náðarvaldi. Það
hefur Davíð Oddsson líka fengið. Menn
finna ósjálfrátt, að þar er foringi á ferð.
Af honum stafar áhrifavald, myndugleiki.
Þegar gengið er inn í sal, þar sem hann
er staddur, er auðvelt að finna hann, þótt
hann sé hvergi sjáanlegur: Hann er jafn-
an í miðjum stærsta hópnum, sem hefur
einmitt orðið til í kringum hann! Það hef-
ur líka oftar en einu sinni komið í ljós, að
Davíð Oddsson hefur miklu meiri áhrif en
hann hefur völd eftir settum reglum. Það
er vegna þess, að menn taka mark á hon-
um. Þeir vita, að hugur fylgir máli, þegar
hann talar. Hann vill, að orð sín standi,
og fátt fellur honum verr en ef hann fær
ekki staðið við þau fyrir afskipti annarra.
Orð Davíðs eru þess vegna dýr, en ekki
aðeins skiptimynt á markaðstorgi stjórn-
málanna.
IV
Sjálfur hygg ég, að miklum og góðum
stjórnmálamanni verði best lýst með því,
að hann hafi í senn til að bera stjórn-
kænsku og stjórnvisku. Hvort tveggja er
ómissandi, en vandinn er að sameina þessa
eiginleika eða hæfileika, því að þeir geta
togað menn í ólíkar áttir. Það, sem borgar
sig, þegar til skamms tíma er litið, getur
verið hið mesta óráð, þegar horft er til
lengri tíma. Þess vegna þurfa menn á
stjórnvisku að halda. En jafnframt verða
menn að gæta þess, að stjórnmálabaráttan
er jafnan háð til skamms tíma. Það er til
lítils að hafa góðar hugmyndir um nauð-
synlegar endurbætur, ef menn kunna ekki
að afla þeim brautargengis í kosningum.
Þess vegna þurfa menn á stjórnkænsku að
halda. Nú leikur ekki vafí á því, að Davíð
Oddsson er stjórnkænn maður. Ella væri
hann ekki jafnvinsæll og virtur eftir níu
ára borgarstjóratíð og tæplega sjö ára for-
ystu í ríkisstjórnum, oftast við mjög erfið-
ar aðstæður. En í hverju gæti stjórnviska
hans verið fólgin? Svarið er, að Davíð gerir
sér óvenju góða grein fyrir takmörkunum
stjórnmálanna. Hann kann sér hóf. Hann
veit, hvar stjórnmálamenn eins og hann
sjálfur eiga að nema staðar og leyfa ein-
staklingunum að taka við. Hann reynir
ekki að gera hluti, sem aðrir geta gert bet-
ur en hann sjálfur. I ráðherratíð sinni hef-
ur Davíð einmitt verið önnum kafinn við að
flytja verkefni og vald frá sér og út í at-
vinnulífið, með þeim afleiðingum, að bið-
stofa forsætisráðherra er ekki lengur full
af forstjórum í leit að óeðlilegi’i fjárhags-
legri fyi’irgreiðslu. Davíð á sér einfaldar,
en sterkar hugsjónir um það, að flestum
málum sé betur borgið í höndum fólksins
sjálfs, heimilanna og fyrirtækjanna í land-
inu, en í höndum stjórnmálamanna og
. embættismanna. Hann er sömu skoðunar
og þeir Jón Sigurðsson og Jón Þorláksson,
tveir ötulustu formælendur frjálsra við-
skipta á Islandi, að eins gróði þurfi ekki að
vera annars tap og að mannlegt samlíf get-
ur verið skipulegt án þess að þurfa að vera
skipulagt.
Davíð Oddsson má helst kalla frjálslynd-
an íhaldsmann. Hann er íhaldsmaður, því
að hann telur, að festa sé nauðsynleg í
þjóðlífinu, virðing fyrir arfhelgum verð-
mætum, fyrirsjáanleg hegðun annarra,
settar reglur og góðir siðir. En hann er
frjálslyndur maður, því að hann telur, að
þessi festa og þessi regla spretti einmitt
best upp úr frjálsum viðskiptum og sam-
skiptum einstaklinganna, því jafnvægi,
sem myndast getur við það, að valdinu sé
dreift til heimilanna. En hvert er þá hlut-
verk ríkisins? Hvað eiga stjórnmálamenn
að gera? Svörin við þessum spurningum
sjást best á gerðum Davíðs, eftir að hann
komst til valda. Ríkið hefur hætt margvís-
legum atvinnurekstri og ætlar á næstu ár-
um að ganga enn lengra á þeirri braut, en
um leið hefur mikið verk verið unnið í því
að treysta það umhverfi, sem fyrirtæki og
heimili starfa í. Þegar frá líður, mun Davíð
Oddsson vafalaust verða talinn einn
merkasti lagasmiður þjóðarinnar, en ekki
aðeins skiptaráðandinn í þrotabúi hins
þingeyska sósíalisma Jónasar frá Hriflu.
Réttaröryggi borgaranna hefur til dæmis
stóraukist með nýjum stjórnsýslulögum,
upplýsingalögum, samkeppnislögum og
lögfestingu alþjóðlegra mannréttindasátt-
mála. Þá hefur aðild íslands að Evrópska
efnahagssvæðinu, sem Davíð Oddsson náði
með miklum hyggindum sæmilegri sátt
um, eftir að aðrir menn og ógætnari höfðu
egnt dreifbýlisþingmenn til andstöðu við
hana, mjög treyst viðskiptafrelsi í landinu.
Enn fremur má nefna þá lausn, sem Is-
lendingar hafa fundið á vanda fiskveið-
anna, að afhenda þeim, sem haft hafa not
af fiskistofnum, varanleg og framseljanleg
réttindi til slíkra nota í trausti þess, að
þannig gagnist auðlindir hafsins best þjóð-
arheildinni. Hafa kostir markaðsviðskipta
og fullrar ábyrgðar einstaklinga þannig
verið nýttir. Enginn vafi er á því, að auk-
inn stöðugleiki síðustu ára er ekki síst að
þakka breyttum leikreglum í sjávarútvegi.
Ótalið er, að verðbólga er hverfandi hér á
landi, svo að einstaklingar era farnir að
treysta því, að krónan haldi verðgildi sínu.
V
Fornmenn sögðu, að konunga skyldi
frekar hafa til frægðar en langlífis. En
getur þetta ekki farið saman? Davíð
Öddssyni hefur að minnsta kosti tekist að
sameina hvort tveggja. En vafalaust mun
mörgum finnast sem hinn mikli vegur
Davíðs með þjóð sinni síðustu misserin sé
ekki fullskýrður með því, sem hér fer á
undan. Það kann að vera rétt, og skulu
hér nefnd nokkur atriði til viðbótar. Eitt
er það, að saga Davíðs Oddssonar er að
sumu leyti líkust ævintýrinu um karls-
soninn í kotinu, sem vinnur heilt kon-
ungsríki. Hann ólst upp hjá einstæðri
móður og ömmu við lítil veraldleg efni, en
mikla menningu hjartans. í föðurgarði
var hins vegar við margvíslega erfiðleika
að etja, sem vafalaust leiddi til þess, að
Davíð þroskaðist snemma og óx að skiln-
ingi og tápi ólíkt þeim, sem á æskuáram
kynnast lítt lífinu í öllum þess fjölbreyti-
leika. Hann varð snemma að byrja að
vinna fyrir sér og sinnti jafnan fullri
vinnu með háskólanámi. Þegar hann hóf
stjórnmálabaráttu, gat hann ekki heldur
treyst á fulltingi voldugra ætta eða auðs.
Hann varð að reiða sig á sjálfan sig, sem
enn varð til þess að herða hann og stæla.
Getur ekki verið, að þjóðin sjái sjálfa sig
að nokkru leyti í þessari sögu? Er saga
þjóðarinnar ekki um danska hjálendu,
sem orðin er að fullgildu ríki? Þegar litið
er á þá stjórnmálaleiðtoga erlendis, sem
notið hafa frægðar og langlífis, sést, að
einhver sérstakur samhljómur hefur ver-
ið með þeim og þjóð þeirra: Konrad
Adenauer var fulltrúi góðra, gamalla
gilda, sem vöknuðu aftur með Þjóðverj-
um í miðjum rústum Þriðja ríkisins. Tage
Erlander var föðurlegur sáttasemjari, á
meðan Svíar trúðu því enn, að skipu-
leggja mætti heila þjóð eins og eitt heim-
ili. Margi’ét Thatcher var kennslukonan
stranga, sem tók Bretum það tak, sem
þeir vissu í hjarta sínu og þrátt fyrir allt
möglið, að væri nauðsynlegt. Þessu tengt
er annað, sem liggur ef til vill ekki í aug-
um uppi. Ein meginskýringin á vinsæld-
um Davíðs Oddssonar með þjóðinni og
styrk hans í stjórnmálum kann einmitt að
vera, hversu venjulegur maður hann er
að mörgu leyti. Með því er ekki aðeins átt
við það, að hinar einfóldu og skýru skoð-
anir Davíðs á stjói’nmálum fara saman
við það, sem þorri þjóðarinnar telur eðli-
legt og rétt, hvað sem líður skiptingu í
flokka. Hitt er einnig rétt, að þjóðin
skynjar, að hann á sér fleiri áhugamál en
valdabaráttuna eina. Hann hefur ekki
sett sál sína að veði fyrir sigri í stjórn-
málabaráttunni. Olíkt sumum öðrum
stjórnmálamönnum á hann ekki allt sitt
undir úrslitum á þeim vettvangi. Þetta
veldur því, að hann talar á sjónvarps-
skjánum eins og maður, ekki eins og vél-'
menni. Hann er ekki einvíddarmaður.
Ungur að áram var Davíð Oddsson til
dæmis grallari með mikið hár, sem sá
með tveimur vinum sínum um landsfræg-
an útvarpsþátt, og nú á miðjum aldri fæst
hann við að semja leikrit og smásögur í
stopulum tómstundum. Það í fari hans,
sem andstæðingar hans gagnrýna helst, á
hann einmitt sameiginlegt með öllu öðru
venjulegu fólki, svo sem að hann á vini,
sem hann vill ekki láta gjalda vináttunnar
við sig, og að hann kann vel að gleðjast á
góðri stund. Hann getur líka reiðst, eins
og allt annað venjulegt fólk. Ef til vill má
skilgreina Davíð sem venjulegan mann
með óvenjulega hæfileika og enn óvenju-
legri lífsreynslu, hversu einkennileg sem
sú skilgreining kann að virðast við fyrstu
sýn.
VI
Einn fegursti og tærasti sálmur ís-
lenskrar tungu var settur saman af ver-
aldlegum höfðingja árið 1208, „Heyr
himna smiðr“ eftir Kolbein Tumason.
Sálmur sá, sem Davíð Oddsson setti sam-
an og birti hér í blaðinu á jólum 1996, er
eitt hið besta, sem hann hefur samið, ein-
faldur og tær, ratar beint frá hjartanu til
hjartans. En það er fróðlegur munur á
sálmum þessara tveggja veraldlegu höfð-
ingja. Kolbeinn lýtur himna smiðnum í
lotningu, tilbúinn til að taka hverju sem
er, biður um mjúka miskunn, en grunar,
að illa kunni að fara, enda féll hann í orr-
ustu við hinn eyðslusama óróasegg Guð-
mund Arason skömmu síðar. Davíð bend-
ir hins vegar á það í sálmi sínum, að fæð-
ing frelsarans veitir umfram allt von.
Leitinni er ekki lokið, enn er ýmislegt
framundan, þótt vegurinn sé varðaður
vestrænum, kristilegum hugmyndum.
Endurspeglar munurinn á þessum tveim-
ur sálmum ef til vill umskiptin, jafnvel
gæfuskiptin, sem urðu með þjóðinni, frá
því að hún braust um aldamótin síðustu
úr fátækt í bjargálnir og er nú orðin ein
ríkasta þjóð í heimi? Nú stendur allt
þjóðlíf í blóma, ísalands hamingju, ekki
óhamingju, verður allt að vopni, og for-
ystumaður er fundinn.
Höfundur er prófessor i stjórumálafræði
við Háskóla íslands.
Bæjarleiðir
og BSR
Telja tölvu-
vædd af-
greiðslu-
kerfí ekki
hagkvæm
BIFREIÐASTÖÐ Reykjavíkur og
Bæjarleiðir hyggjast koma upp
rafrænum posum í öllum bílun^.
sínum með vorinu, til þess að bíl-
stjórar stöðvanna geti afgreitt
gi-eiðslukort á rafi-ænan hátt. For-
svarsmenn stöðvanna segjast hins
vegar ekki hafa áhuga á rafrænu
afgreiðslukerfi eins og því sem
Hreyfill hyggst setja upp á næst-
unni.
Forsvarsmenn Bæjarleiða segj-
ast telja slíkt allt of dýrt auk þess
sem árangurinn sé ekki í samræmi
við fjárfestingu. Þeir séu hins veg-
ar sífellt að vinna að því að bæta
þjónustu og gera auðveldari og
ódýrari.
Óþarfi að vera
með eigið kerfi
Guðmundur Börkur Thoraren-
sen hjá Bifreiðastöð Reykjavíkur,
segir að þar sé mestur áhugi á því
að nýta þau upplýsingakerfi sem
þegar séu til svo sem SMS. „Þar
sem hægt er að þróa slíkt kerfi í
Windows umhverfi teljum við
óþarfa að vera með okkar eigið
kerfi,“ segir hann. „Við höfum hins
vegar margskoðað það mál og
alltaf komist að þeirri niðurstöðu
að það sé ekki nógu hagkvæmt."
Þær tölur sem Guðmundur seg-
ist hafa heyrt era í kringum 50
milljónir en hann segir að jafnvel
þótt Bifreiðastöð Reykjavíkur færi
út í sameiginlegt afgreiðslukerfi
með öðrum stöðvum myndi það
ekki borga sig. Þeir vilji því heldur
bíða eftir hagkvæmri lausn, sem
standi undir sér.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hyggst leigubílastöðin
Hreyfill koma upp rafrænu af-
greiðslukerfi í öllum bílum sínum
fyrii’ haustið.
Bflstjórar greiða
þriðjung
Þrír fjórðu hlutar kerfisins, semV
gert er ráð fyrir að kosti 100 millj-
ónir króna, munu að sögn Sæ-
mundar Kr. Sigurlaugssonar,
framkvæmdastjóra Hreyfils, verða
greiddir af Hreyfli. Tæplega þriðj-
ungur kostnaðarins, eða 20 millj-
ónir króna, verður hins vegar
greiddur af bílstjóram.
Eykur öryggi bilstjóra
í nýja kerfinu, sem sett verður
upp í 220 bílum, sjá bifreiðastjórar
á tölvuskjá hjá sér hvar þeir era
staddir í röðinni á viðkomandi
svæði og þurfa því ekki að vera á
einhverju sérstöku stæði til þess
að fá ferð. Þegar röðin er komin a$ •
þeim fá þeir tölvuboð um það hvert
þeir eigi að fara og með einni að-
gerð taka þeir ferðina að sér. Gefi
þeir hins vegar ekki boð um þeir
taki ferðina fer hún sjálfkrafa yfir
á næsta bíl. Einnig geta bílstjórar
skoðað borgina í kerfinu, séð á
hvaða svæði vantar bíla, pantanir í
flug og annað slíkt. I neyðartilvik-
um þurfa þeir ekki annað en að ýta
á ákveðinn hnapp til þess að fá
beint samband inn í stjómstöð.
„Búnaðurinn býður einnig upp á
að íyrirtæki, sem þess óska, fáþ
sérstakan búnað þannig að starfs-
menn þeirra þurfi aðeins að ýta á
einn hnapp til þess að fá bfl á stað-
inn.“ segir Sæmundur.
Á Bifreiðastöð Hafnarfjai’ðar
fengust þær upplýsingar í gær að
engin áform væra uppi um tölvu-
væðingu. Ekki fengust upplýsing-
ar um þessi mál á öðrum þifreiða-'
stöðvum.