Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 44
. 44 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
t
Ástkær móðir okkar,
MAGNEA SJÖBERG
frá Hóli,
Vestmannaeyjum,
lést að morgni föstudagsins 16. janúar. Útförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Dætur hinnar látnu.
+
Eiginmaður minn,
GUÐJÓN JÓNSSON,
Arahólum 2,
lést á Landakotsspítala föstudaginn 16. janúar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigrún Jónsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför konunnar minnar,
LAUFEYJAR ÁSU INGJALDSDÓTTUR,
Fálkagötu 14,
Reykjavfk.
Steingrímur Oddsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför bróður míns og frænda
okkar,
BALDURSJÓNSSONAR
frá Ormsstöðum,
Norðfirði,
Stórholti 26, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til séra Braga Skúlasonar og
starfsfólks hjartadeildar Landspítalans.
Aðalsteinn Jónsson
og ættingjar hins látna.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS BJÖRNS HELGASONAR,
Þinghólsbraut 17,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu
Krabbameinsfélagsins.
Kolbrún Gunnlaugsdóttir,
Þorbjörg Jónsdóttir, Ólafur E. Ólafsson,
Kristfn Anna Jónsdóttir, René Sedney,
Ásdfs Ýr Ólafsdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir,
Jón Karel Sedney.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar-
hug við andlát og útför bróður okkar og
frænda,
HÉÐINS HANNESSONAR,
Böðvarsdal,
Vopnafirði.
Sérstakar þakkir til þeirra, sem veittu honum
aðstoð og hjálp siðustu stundirnar.
Jónína Hannesdóttir,
Runólfur Hannesson,
Sveinn Hannesson,
Ema Hannesdóttir,
frændfólk og aðrir aðstandendur.
+ Kristófer Iielgi
Jónsson fæddist 19.
júh' 1906. Hann lést í
Sjúkrahúsi Keflavíkur
9. janúar siðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón H. Einarsson,
bóndi á Rauða-
sandsmei syðra í Kol-
beinsstaðahreppi og
síðar á Miðhúsum á
Mýrum, og kona hans
Helga Jónsdóttir af
Galtarhoitsætt. Kristó-
fer ólst upp á Miðhús-
um.
Hinn 9. júlí 1933
gekk Kristófer að eiga Auði Pét-
ursdóttur, dóttur Péturs Guð-
mundssonar, skóiastjóra á Eyr-
arbakka, og konu hans, Eh'sabet-
ar Jónsdóttur. Auður var fædd
28. júlí 1907. Hún lést 1985. Son-
ur þeirra Páll er fæddur 23. des-
ember 1935. Kona hans er Ingi-
björg Gestsdóttir. Börn þeirra:
Kristófer Helgi, Eisa, Páll Ingi
Kristófer Helgi Jónsson í Hóla-
brekku dó í Sjúkrahúsi Keflavíkur á
92. aldursári 9. janúar. Hann var
fæddur í vikunni fyrir Kristófers-
messu 1906, 19. júlí. Nafnið, sem
hann hlaut úr móðurætt, þýðir
Kristberi því dýrlingurinn Kristófer
helgi bar lítið bam á háhesti yfir
fljót eitt mikið og vissi ekki, að það
var Jesúbamið og með því sköpunin
öll.
Kiddi og Auður Pétursdóttir föð-
ursystir mín bám böm á höndum
sér, svo augljóst mátti verða hvað
það þýddi að leika á lófum. Hvergi
varð bami dvölin betri en þar, hjá
þeim var öraggt skjól. Hún var
glettin og kát, hann svo hægur og
ljúfur, bæði hlý og vingjamleg,
hjálpsöm og velvijjuð, og góð-
mennska og hjartahlýja einkenndu
allt þeirra fas. Hjá þeim fannst
manni lífið einfalt, þar í hægðinni
renndi enginn gran í, að til yrði
stress eða streita, allt hafði sinn
tíma og af honum var nóg.
Minningin um Kidda er mild og
góð eins og hann var sjálfur. I henni
er ómur af söng og ilmur úr heyi,
sólskin og sumarvindur. Hún er líka
minning um gleði á góðum degi,
löngu liðin bemskusumur.
Hvergi kann einbimi betur við
sig en í hópi frændsystkina. Þau
vora mörg á Miðhúsum, Páll einka-
bam Auðu og Kidda, fæddur á Þor-
láksmessu 1935 og 7 böm Nellýjar
föðursystur minnar og Jóns manns
hennar. Þær vora systur, þeir
bræður, synir Helgu Jónsdóttur og
manns hennar, Jóns H. Einarsson-
ar, skálds og bónda. Ættir þeirra
hjóna vora meridsættir borgfirskar,
hún var af Galtarholtsætt, sem fræg
er að söng og gleði. Ekki vom Mið-
húsabærður neinir ættlerar, manna
glaðastir sungu þeir við orgelið í
stofunni, söngurinn tandurhreinn
og sönghjörtun heit: Kvöldið er fag-
Sérfræðingar
í hlómaskreytingum
við • >11 tækifæri
I VÉblómaverkstæði f
I ÍSinna" 1
Skólavcirðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090
og Auðunn. Mað-
ur Elsu er Sigur-
þór Stefánsson,
kona Auðunar
Gróa Axelsdóttir.
Kristófer og
Auður hófu bú-
skap á Sigguseli,
lyáleigu frá
Alftanesi á Mýr-
um 1933. Fluttust
síðar að Miðhús-
um og bjuggu
þar til þess er
þau fluttust að
Langárfossi, þar
sem þau bjuggu
um skeið.
Þaðan fluttust þau hjón
ásamt syni sfnum að Hólabrekku
í' Miðneshreppi. Þar stundaði
Kristófer búskap og vann jafn-
framt við fiskverkun og ýmis al-
menn störf.
títför Kristófers fer fram frá
títskálakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
urt, við fjallavötnin fagurblá,
vængjum vildi eg berast, þær gleði-
stundir gleymast aldrei, fermingar-
veislur krakkanna, merkisafmæli
fullorðna fólksins. Friðgeir á Hofs-
stöðum þandi nikkuna og dansinn
dunaði. Ekki vermdum við litlar
telpur bekki, dönsuðum stundum
hver við aðra, stundum buðu Kiddi,
Gústi og Jón okkur upp því þeir
vora kurteis góðmenni og sveifluðu
dömunum kringum sig í gömlum
takti og glæsilegum svo að
hringskornir sparikjólar fengu loks-
ins að njóta sín. Kiddi og mamma að
dansa úti í hlöðu og við krakkamir á
gægjum úr nýhirtri töðu, hann með
hofmannlegt bros í augnkrókum,
hún svo ung og falleg.
8. júlí 1933 gengu Auður og
Kristófer í hjónaband og hófu bú-
skap í Sigguseli. Aldrei varð auður í
þeirra garði en af kærleika áttu þau
nóg og ástin var heit, hún rykféll
aldrei eða ryðgaði eða gekk úr sér
heldur dafnaði og greri ævilangt.
Það er gott að muna svo rómantíska
ást hjá svo hversdagslegu fólki.
Sigguselshjón og ástin urðu ömmu
minni, Elísabetu Jónsdóttur, yrkis-
efni:
Komdu að borða búsins forða
brauð og físk og smér,
eg bíð ekki lengur
á hverju sem gengur,
komdu Kristófer.
Eg kem bráðum, elskan góða,
undu litla stund,
þótt gott sé brauð á borðum
betri er sem forðum
ást þín eina stund.
Núereilengurtímitil
að tala um ástina.
Matur á borði bíður,
brátt á katli sýður,
komdu með könnuna.
Búsins forði er í orði
enginn, Kristófer,
þeir sem vaskir vinna,
visastguiðfinna,
einumannegþér.
Búskapurinn í Sigguseli var erfið-
ur og varð ekki langur, þaðan flutt-
ust þau í Miðhús. Þar sé ég þau yós-
lifandi fyrir mér í leik og starfi.
Enginn kunni jafnvel að varðveita
barnið í sér og hún frænka mín.
Tína ber, tína ber, skessan er ekki
heima sögðum við krakkarnir, og
hún var skessan, sem hljóp á eftir
okkur niður hólinn og hló enn
hærra en við hin þegar hún
hremmdi okkur en maður hennar
brosti álengdar. Svo leiddi hún mig
með sér í litla garðinn, sem hún átti
utan í hól á leiðinni niður í fjöra.
Það er eins og ég muni ekki eftir
neinu, sem óx þar nema blómum,
bláum, rauðum, bleikum og ilmandi,
skeljum, kuðungum og steinvölum
og svo okkur frænkunum á tali.
Frá Miðhúsum fluttust þau þrjú
að Langárfossi og þar var líka gott
að koma, vitja um net með Kidda og
skjálfa af spenningi þegar Palli
stiklaði fífldjarfur yfir ána. Sumarið
1952 fluttust þau úr héraðinu og
Auða fór treg af Mýranum en ham-
ingjan beið þeirra suður á Miðnesi.
Hún hét Inga stúlkan, sem festi
yndi frænku minnar í nýrri sveit.
Ekki fluttist fjölskyldan ein milli
fjórðunga. Á bílpalli komu kýr og
folaldsmeri og Skjóni, og Snati lapti
mjólk af psotulínsskál hjá Gunnu í
Hlíðardal. Þar fékk merin haga með
folald sitt þangað til pabbi reið
henni suður í Hólabrekku. Folaldið
réð ferðargangi en nóttin var björt.
Feðgamir fengu vinnu í fiski og
undu vel sínum hag, og þau vora
fljót að eignast vini. Alltaf var
frændfólk aufúsugestir í Hóla-
brekku, og tíðförult varð mér einni
eða með frændsystkinum í rútunni
suður eftir í skemmtiferð. Það var
allt jafn heillandi. Frænkan góða og
maður hennar voru eftirlát. Búðar-
leikur var heimill með allt sem þau
áttu og þau vora kúnnar góðir,
Garðskagafjara var fínasti leikvöll-
ur í heimi, sögur vora indælar og
samtöl líka, húsbóndinn söng og
rokkur húsfreyju tók undir, hún svo
yndislega hláturmild og þau hjón
litu ætíð á böm sem jafningja sína.
Vandræðaböm vora stundum vistuð
hjá þeim og mættu vinsemd og
skilningi, aldrei dómhörku eða
hnjóði.
Auða frænka mín unni manni sín-
um hugástum og hann henni. Páll
sonur þeirra var þeim yndi og óska-
barn. Hún fékk líka takmarkalausa
ást á Ingibjörgu Gestsdóttur
tengdadóttur sinni, og það mætti
skrifa um það ævintýri hve heitt
hún unni bamabömum sínum
Kristófer Helga, Elsu, Páli Inga og
Auðuni og þau Kddi bæði, og sög-
umar sem okkur vora sagðar af
Kidda litla og þeim ölium vora
margar. Það mætti líka skrá á bók
allan þann kærleika og umhyggj-
una, sem gömlu hjónin nutu frá
Palla, Ingu og bömunum, því sögur
af sUkri ræktarsemi era fátíðar.
I júlí 1956 var veislutjald reist í
Hólabrekkutúni á fimmtugsaftnæii
húsbóndans. Þar var fjölmenni;
fagnað og sungið fram á nótt. I
hitteðfyrra heimsóttum við hann ní-
ræðan á rausnarheimili Ingu og
Palla. Hann var glaður og viðmóts-
þýður við vini og vandamenn, bar
eliina vel og enn var hofmannlegt
bros í augunum.
Kristófer Helgi Jónsson verður
jarðsunginn í Útskálarkirkju klukk-
an tvö í dag og lagður til hvíldar hjá
Auði konu sinni. Hún lést 1985. Mér
verður alltaf minnisstætt þegar hún
beið hans forðum við glugga hve
glöð hún varð þegar hún sá hann
koma.
Ragnheiður Ásta
Pétursdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjóm blaðsins í Kr-
inglunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri
lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu).
KRISTÓFER HELGI
JÓNSSON