Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Skýrsla dönsku lögfræðinganefndarinnar um Færeyjabankamálið birt í gær Færeyingar hlunnfarnir UFFE Ellemann-Jensen flettir bankaskýrslunni en hann hefur haldið uppi harðri gagnrýni á ríkisstjórnina. Forsætisráðherra Dana viðurkenndi í gær að þrýst hefði verið á Færeyinga til að taka á sig skuldir Færeyja- banka. Sigrún Davíðs- dóttir rekur viðbrögðin við Færeyjabanka- skýrslunni, en málið hefur dregið úr trausti Færeyinga til Dana og stj órnarandstaðan reynir af kappi að koma höggi á stjórnina með skýrslunni. IKJÖLFAR skýrslu lögfræð- inganefndar um Færeyja- bankamálið, sem birt var í Kaupmannahöfn í gær, segir Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra að Færeyingar hafi ástæðu til að vænta bóta á ein- hvem hátt þar sem þeir hafi yfir- tekið mun stærri bagga en ætlað var, er þeir tóku yfir Færeyja- banka í mars 1993. Einnig gaf hann í skyn að Færeyingar hefðu hugs- anlega ástæðu til að höfða mál gegn Den Danske Bank og beinir því fyrst og fremst athygli að emb- ættismönnum og Den Danske Bank. Hann segir skýrsluna stað- festa að allur orðrómur um sam- særi dönsku stjórnarinnar og bankans gegn Færeyingum eigi ekki við nein rök að styðjast. Uffe Ellemann-Jensen, formaður Ven- stre og leiðtogi stjómarandstöð- unnar, segir hins vegar skýrsluna styrkja þá skoðun sína að Nymp Rasmussen hafi vitað til fulls hver staðan var á Færeyjum í byrjun febrúar 1993, án þess að láta Færeyinga vita og síðan gefið þinginu villandi upplýsingar 1995 um þátt sinn á málinu. Slík staða hafi fellt Poul Schliiter 1993, en það sé nú undir stuðningsflokkum stjómarinnar komið hvort sama ályktun verði dregin nú. Biðraðir eftir skýrslunni „Það er skýrslan, ekki satt?“ sagði skilningsríkur vörður við hlið- ið að dómsmálaráðuneytinu danska, þar sem Færeyjaskýrslan var afhent fjölmiðlum í gær kl. 16. Vörðurinn var löngu hættur að huga að skilríkjum mannfjöldans, sem dreif að. Jorgen Gronborg, lögfræðingur og aðalhöfundur skýrslunnar, náði því sem flesta rit- höfunda dreymir um: Það vom biðraðir við alla þá staði, sem fimm binda verkið hans, alls 2.500 blað- síður, var afhent á. Fyrst beið for- sætisráðherra eftir sínu eintaki í gærmorgun, síðan var biðröð í þinginu kl. 15 þegar þingmönnum var afhent skýrslan og loks var bið- röð upp alla stiga í dóms- málaráðuneytinu, þar sem blaðamenn, embætt- ismenn og starfsmenn stj ómmálaflokkanna gátu sótt hana. „Þetta er það skemmtilegasta sem hefur gerst síðan Tamílaskýrlan kom út,“ sagði einn blaðamaður með galsa og það vom reyndar fleiri í gær sem létu hugann reika 5 ár og tvo daga aftur í tímann að birtingar- degi Tamílaskýrslunnar og afsagn- ardegi Pouls Schlúters forsætisráð- herra, þegar Nyrup Rasmussen komst til valda án kosninga. Einn þeirra sem mætti í dóms- málaráðuneytið til að ræða við blaðamenn var Frank Aaen, þing- maður Einingalistans, sem er lengst til vinstri í þinginu. Aaen hefur verið einn harðorðasti gagn- rýnandi stjómarinnar og sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir klukkustundarlestur áliti hann skýrsluna staðfesta þá hugmynd sína að það hefðu verið til þeir Færeyingar, sem höfðu innsæi inn í stöðu mála 1992-1993. Sumir hefðu vitað meira en aðrir, en þeg- ar færeyskir fréttamenn inntu hann nánar eftir þessu vildi hann ekki nefna nein nöfn. Af skýrslunni væri einnig ljóst að Peter Straar- up, núverandi bankastjóri Den Danske Bank, hefði talað tveimur tungum. Hann hefði gert banka- stjórninni ljóst hve illa Færeyja- banki stóð, á sama tíma og hann sannfærði Maritu Petersen lög- mann um að allt væri í stakasta lagi með stöðu bankans. Aaen vildi ekki segja neitt um hlut forsætis- ráðherra, en sagðist enn ekki hafa séð neitt í skýrslunni, sem benti til að hann hefði vísvitandi villt um fyrir Færeying- um 1993, eða danska þinginu 1995. Þama bar einnig að starfsmann Jafnaðarmannaflokksins, sem í samtali við Morgunblaðið sagðist hafa séð hrafl úr skýrslunni í vik- unni og það hefði sannfært sig um að ekki væri rétt að beina aðeins athyglinni að dönsku stjóminni og færeysku landstjóminni eins og hingað til, heldur væri hlutur Den Danske Bank hinn versti. Sökin hjá embættismönnum og Den Danske Bank Eftir því sem leið á daginn og viðbrögðunum fjölgaði, fóra línum- ar að skýrast. Stjómarandstaðan og þá einkum hægriflokkamir álitu skýrsluna ekki geta annað en dreg- ið úr trausti til stjórnarinnar, með- an jafnaðarmenn og stuðnings- flokkar stjómarinnar drógu úr gagnrýni á stjómina, en beindu fyrst og fremst athyglinni að emb- ættismönnum og Den Danske Bank og fremstur í flokki var sjálf- ur forsætisráðherrann. Forsætisráðherra fékk skýrsl- una í gærmorgun. Frameftir degi var óljóst hvort hann ætlaði sér að ræða við fjölmiðla, en það gerði hann loks undir kvöldið. Hann und- irstrikaði að þótt bankamálið hefði ekki æxlast vel fyrir Færeyinga, þá mætti ekki gleyma að nú væra þeir komnir yfir kreppuna og það með góðri hjálp Dana, sem hefðu gert sitt besta. Nú mætti þó sjá að það hefði ekki verið rétt að halda því fram við Færeyinga í mars 1993 að Færeyjabanki stæði vel, það væri ergilegt, en nú gengi mun betur á eyjunum en þá. Nú mætti sjá að forsendur fyrir þeirri ákvörðun að Færeyingar tækju bankann yfir hefðu ekki verið réttar. Þeir sem báru að sögn Nyraps ábyrgð á því að forsendumar vora ekki réttar vora Den Danske Bank, Fjármálaeftirlitið og Fin- ansieringsfonden, sjóður sem sett- ur var á stofn til að aðstoða Færey- inga undir stjórn Richard MikkeL sens, fyrram seðlabankastjóra. I ljósi þessa gaf Nyrup sterklega til kynna að Færeyingum yrði á ein- hvem hátt bættur skaðinn. Það liggur ekki ljóst fyrir hvort hann hefur í huga að Den Danske Bank verði sóttur til saka og látinn greiða skaðabætur, að danska stjómin leggi fram fé, eða að ein- hver önnur leið verði farin. Mogens Lykketoft fjármálaráð- herra vildi ekki gefa upp neinar tölur um hvaða upphæðum Færeyingar mættu eiga von á, en af orðum hans mátti skilja að Færeyingar mættu bæði eiga von á bótum frá dönsku stjórninni og frá Den Danske Bank. Hann bar einnig af sér að hann hefði haft áhrif á Fjármálaeftirlitið í þá átt að seinka athugun þess á aðstæð- um færeysku bankanna, eins og Uffe Ellemann-Jensen hefur hald- ið fram. Per Stig Moller, formaður Ihaldsflokksins, staðnæmdist í um- mælum sínum við hlut Lykketofts og taldi hann bera höfuðábyrgð, ekki síður en Nyrap. Kirsten Jac- obsen, þingmaður Framfaraflokks- ins, hefur látið málið mikið til sín taka og sagði að ef stjóminni væri einhver alvara með tali sínu um siðgæði ætti hún ekki að sitja fimm mínútum lengur. Fleiri minntu á stór orð stjómarinnar um siðgæði í stjómmálum. Nú stæðist hún ekki sínar eigin kröfur. Lágkúrulegt að kenna embættismönnum um Eftir því sem leið á daginn varð Uffe Ellemann-Jensen ómyrkari í máli. Hann sagði það lágkúrulegt af Nyrap að ætla að koma ósóman- um á embættismennina þar sem ljóst væri að stjómin bæri ábyrgð- ina og þá auðvitað forsætisráð- herra þegar allt kæmi til alls. Skýrslan hefði styrkt sig í þeirri trú að Nyrap hefði í raun að fullu verið kunnugt um ástand færeysku bankanna. I skýrslunni væru nefnd nokkur skjöl, sem síðan væru ekki tek- in með og nú ætlaði hann að fara fram á að þau yrðu birt. Það sem Ellemann-Jensen ýjar að er að þegar Nyrap kom til valda í lok janúar 1993 var hann fljótlega settur inn í ástand mála í Færeyj- um enda var það eitt af stóra mál- unum sem beið hans. Eins og Ellemann-Jensen benti ítrekað á í gær er það vægast sagt ótrúlegt að Nyrap hafi þá ekki fengið fulla inn- sýn í ástand bankanna tveggja, Færeyjabanka og Sjóvinnubank- ans, og þá hve illa Færeyjabanki stóð. Við valdatöku nýs forsætis- ráðherra háttar svo til að hann er settur inn í málin af embættis- mönnum en fær ekki að sjá emb- ættisskjöl fráfarandi stjómar strax. Þegar Nyrup segist ekki hafa séð tiltekin skjöl um til dæmis ástandið á Færeyjum þá samræm- ist það þeim venjum sem gilda við ráðherraskipti. Hins vegar eiga Ellemann-Jensen og fleiri erfítt með að trúa að Nyrup hafi ekki fengið neinar upplýsingar um bankamáhn og að hann hafi ekki haft hugmynd um hversu fjárþurfi Færeyjabanki var í raun. Þess vegna á Ellemann-Jensen erfitt með að sætta sig við þær ásakanir Nyraps á hendur embættismanna og Den Danske Bank að þeir hafi ekki upplýst hann rétt og þá held- ur ekki Færeyinga. Traust til Dana skroppið saman Stjómarherbergi Den Danske Bank vora uppljómuð fram eftir kvöldi í gær og enginn efi á að þar kepptust menn við lestur. Um kvöldmatarleytið sendi Staarap bankastjóri frá sér stutta tilkynn- ingu þar sem hann sagði bankann hafa á sínum tíma gefið þær upp- lýsingar, sem hægt var að gefa. Bankinn hefði ekki séð fynr þá þróun, sem orðið hefði síðar. I sam- tali við TV2 sagðist Lise Lyck, lektor við danska Verslunarháskól- ann, álíta að bankinn hefði beðið álitshnekki. Hún sagðist aldrei hafa séð að sambærilegri stofnun væri veitt önnur eins útreið og að af skýrslunni mætti draga þá ályktun að danska stjórnin myndi eiga kröfu á bankann um skaða- bætur. Einnig mætti búast við að það þyrfti að stokka upp starfsemi Fjármálaeftirlitsins fyrst eftirlitið með færeysku bönkunum hefði verið jafn slappt og skýrslan bæri vitni um. Jafnframt því sem danskir fjöl- miðlar sendu út ummæli danskra stjómmálamanna, vora beinar út- sendingar frá Færeyjum. Edmund Jóensen lögmaður sagðist ekki treysta sér til að koma með endan- lega ályktun, því hann og sam- starfsmenn hans hefðu aðeins haft nokkrar klukkustundir til lesturs. Af lestrinum markaði hann þó helst að Færeyingar hefðu fengið hrapallega meðhöndlun í Dan- mörku. Þeir hefðu fengið ónógar upplýsingar frá dönsku stjóminni og rangar upplýsingar frá Den Danske Bank og því ekki getað tekið réttar ákvarðanir. Hver við- brögðin yrðu væri enn of snemmt að segja um. Hann lét þó í það skína að hugmyndir Dana um að danska stjómin og færeyska land- stjómin höfðuðu í sameiningu mál gegn Den Danske Bank ættu ekki endilega fylgi að fagna í Færeyj- um. Nú vildu Færeyingar sjálfir hugsa sinn gang og hugsanlega leita til erlendra lögfræðinga um ráð. Það lá í orðum hans og fleiri Færeyinga að traustið til Dana hefði mjög skroppið saman. Kafli í Færeyjasögunni, en ekki lokakafli Það er ljóst að enn er margt ósagt um Færeyjamálið og margt getur leynst á 2.500 blaðsíðum skýrslunnar. Þeir sem hafa fjallað um skýrsluna í dönskum fjölmiðl- um hafa tekið fram að valdahroki og áhugaleysi á velferð Færeyinga hafi einkennt umfjöllun um færeysk málefni í embættiskerf- inu. Á Færeyingum er að skilja að þeir séu bæði reiðir dönsku stjórninni og hafi misst traust til hennar. Hægri- flokkunum verður tæplega að ósk sinni um að málið verði stjórninni að falli, en það gæti dregið úr trausti á henni og Nyrup og Lykketoft eiga margt eftir óskýrt. Til þess fá þeir tækifæri í fyrir- spurnartíma í þinginu 27. janúar þegar skýrslan verður tekin til um- ræðu. Komnir yfir kreppuna með hjálp Dana Fengu hrapallega meðhöndlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.