Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
véi TX turn
Orgjörvi 233 MMX
Minni 32 MB
Dlskur 3200 MB
Skjár 17"
Skjákort Tseng Labs ET6000 4MB
24 hraða
Hljóðkort Soundblaster 64
Htolarar 180 WÖtt
uóiaid 33.6 bás fax & símsvari
Netáskrift 2 mánaða
stýdkaiii Windows 95b & bók
Win 95 lyklaborð
Netmús
Lon og Don -
17 tomman er frábær í þunga
vinnslu ss. myndvinnslu vegna
miklls vinnsluminnis hennar,
4mb skjákorts, öflugs örgjörva,
mikils diskpláss og síöast en
ekki síst vegna 17 tommu
skjásinssem er hreint út
sagt frábær.
WingCommander
4.190
Prophecy
OPÍ-Ð
Virka daga 10-19
Laugardaga 10-16
Sunnudaga 13-17
*c
Ivur
Grensásvegur 3 - Sími 588 5900 Fax 588 5905
9{œrfatnaSui
LífstyffyoSúðin,
Laugavcgi 4, s. 551 4473
Þrívíddargrafík
skiptir æ meira máli og þá
ekki bara til þess að gera
leiki raunverulegri. Hing-
að til hefur tölvan verið látin líkja
eftir þrívíðu umhverfi á tvívíðum
skjá með gluggaumhverfi meðal
annars, en framundan er stökk inn
í þrívíðan tölvuheim þar sem menn
nýta þriðju víddina til að flýta fyrir
greiningu gagna og allskyns teikni-
vinnu, aukinheldur sem þrívídd
gerir samskipti í gegnum tölvu
ólíkt skemmtilegri.
Upphaflega voru tölvur ætlaðar
fyrir vísindavinnu og síðar við-
skipti og höfuðáhersla lögð á texta-
og talnavinnslu. Snemma urðu þó
til sérstakir vinnuhestar til að
vinna þrívíðar teikningar fyrir
verkfræðinga og arkitekta. Braut-
ryðjandi í þeim málum var fyrir-
tækið bandaríska Silicon Graphics
sem átti markaðinn fyrii' slíkar
vinnustöðvar í mörg ár. Heldur
hefur hallað undan fæti hjá fyrir-
tækinu síðustu misseri, ekki síst
vegna þess hve þrívíddartækni hef-
ur fleygt fram og einkatölvur orðið
öflugri, en enn skiptir framlag Sil-
icon Graphics miklu máli á þessu
sviði.
Eftir því sem gluggaumhverfi
hefur sótt í sig veðrið í einkatölvu-
heiminum, fyrst með Macintosh-
notendaskilunum, og síðan með
Windows-notendaskilum Micro-
soft, hafa menn reynt að auka afl
tölvunnar meðal annars með því
að færa ýmsar flóknar teikniað-
gerðir út úr örgjörvanum, ef svo
má segja, og inn í sérstaka ör-
gjörva sem smíðaðir eru fyrir
slíka vinnu. Það er svokölluð tvívíð
grafík og lengi vel var besta leiðin
til að auka hraða tölvunnar að
auka innra minni hennar og síðan
að bæta við sérstöku skjákorti til
að fjölga litum sem skjárinn getur
sýnt og flýta fyrir gluggamyndun
og endurteikningu skjáborðs.
Næsta skref var svo að setja í
tölvuna þrívíddarkort til að taka
við þrívíddaraðgerðum tölvunnar,
en eins og er er það aðallega til að
spila tölvuleiki, þó þeim hugbún-
aði fjölgi óðfluga sem nýtir slíkt
og skammt í að viðskiptahugbún-
Windows 95
- á eigin
spýtur
WINDOWS 95 - á eigin spýtur
heitir handbók sem PC World ís-
land, útgefandi Tölvuheims, hefur
gefið út í samvinnu við
International Data Group. Bókin
er hin fyrsta í rit-
röð Tölvuheims
- PC World ís-
land sem bera
mun heitið Á eig-
in spýtur.
Windows 95 -
á eigin spýtur
segir frá stýri-
kerfinu Windows
95 sem er það algengasta á einka-
tölvum nú um stundir. Höfundur
bókarinnar, Michael B. Karbo, hef-
ur bókina á að lýsa grunnatriðum
stýrikerfisins og fylgiforritunum
Paint og WordPad, fjallar um
möppur og skrár, lýsir skjáborðinu
og möguleikum þess svo fátt eitt sé
talið. Einnig fjallar hann um al-
gengustu aðgerðir eins og að afrita
skrár og eyða þeim, gefur ráð um
viðhald tölvunnar og fer ýtarlega í
atriði eins og DOS-ham og kerfis-
eftirlit. í lokin eru síðan ýmis verk-
efni og sagt frá Plus-pakkanum,
sem kaupa má sem viðbót við
Windows 95.
Að sögn útgefanda seldist bókin
metsölu í Danmörku og víðar á
Norðurlöndunum, en áhersla sé
lögð á að hafa útgáfuna sem
ódýrasta. Pétur Ingi Guðmundsson
þýddi bókina, Pétur Bjömsson sá
um umbrot og myndvinnslu og
Styrmir Guðlaugsson stýrði útgáf-
unni.
MARGMIÐLUN
Tvö fyrirtaks skjákort, á efri myndinni er PowerVR kort
og það neðra er Monster 3Dfx kort.
Stökk inn í
þrívíðan
tölvuheim
Þrívíddargrafík er á allra vörum en erfítt
getur verið að átta sig á tækninni og hvert
stefnir. Arni Matthíasson spáir í helstu
þrívíddarstaðla og -kort.
aður nýti þrívíddina til gagna-
greiningar.
Á sjötta tug staðla
Fjölmargir staðlar eða tillögur
að stöðlum hafa komið fram um
þrívíddargrafík, líklega á sjötta
tuginn, en varla skipta nema þrír
máli fyrir almenna tölvunotendur,
OpenGL, Direct3D og QuickDraw
3D. Allir eru þeir til þess fallnir að
auðvelda forriturum þrívíddarfor-
ritun, því þeir skilgreina ákveðnar
grunnskipanir sem forritari getur
treyst að séu til staðar í skjákorti
sem styður viðkomandi staðal. Því
er algengt að forrit séu aðeins mið-
uð við einhvem einn þessara
staðla, sem flýtii' fyrir vinnslu hug-
búnaðarins og gerir hann ódýrari,
þó vissulega séu dæmi um hugbún-
að þar sem útgáfur fyrir fleiri en
einn staðal fylgja í pakkanum.
OpenGL er gamall staðall Silicon
Graphics og um margt fmmstæð-
ur. Hann hefur þó þann kost fram
yfir hina tvo sem nefndir em að
vera traustur og margreyndur og
hefur enda notið hylli. Um tíma
virtist þó sem Direct3D Microsoft
myndi hafa vinninginn í slag þess-
ara staðla tveggja, en þá gerðist
það að vinsælasti þrívíddarleikur
heims, Quake, varð til í OpenGl út-
gáfu og ekki að sökum að spyrja,
velflestir leikjafarmleiðendur tóku
upp OpenGl.
Markaðshlutdeild ræður
stöðlum... oftast
Microsoft hafði þau gömlu sann-
indi að markaðshlutdeild ræður
stöðlum sín megin þegar slagurinn
stóð sem hæst, þó Direct3D hefði
þann ókost að vera aðeins fyrir 32
bita Windows umhverfi. Þegar Qu-
ake-höfundar snerast hinsvegar til
liðs við OpenGl brást fyrirtækið
þannig við að það samdi við Silicon
Graphis um að fella stuðning við
OpenGl inn í DirectX skjástaðla
sína og því stefnir allt í að þessir
staðlar renni saman að mestu leyti.
QuickDraw 3D staðallinn er frá
Apple og hefur notið verðskuldaðr-
ar hylli í Makkaheiminum. Hann
var og framan af mun fullkomnari
en það sem bauðst í PC-heimum og
því töldu ýmsir gefa augaleið að
han yrði fyrir valinu, líkt og Qu-
ickDraw hefur náð yfirburðastöðu í
skjákvikmyndum. Segja má að
QickDraw 3D sé fremstur þessara
þriggja staðla hvað tækni varðar
með OpenGl á botninum, en þrátt
fyrir það er ekki líklegt að hann nái
að halda yfirburðum sínum. Skjá-
tækni hefur fleygt svo fram í PC-
heiminum að nær ömggt verður að
telja að Microsoft muni standa þar
með pálmann í höndunum er fram
líður með DirectX staðla sína fyrir
VEFFÖNG
■BÆKUR em víða vistaðar á netinu, til að
mynda á slóð Netútgáfunnar,
http://www.snerpa.is/net, sem gaf fyrir
skemmstu út á netinu bókina Nostradamus og
spádómamir um Island, Pilt og stúlku, Grettlu
og níu fslenskar þjóðsögur en fyrir er fjöldi ann-
arra bóka á vef Netútgáfunnar, þar á meðal Bi-
blfan, nokkrar Fornaldasagna Norðurlanda, tals-
vert Islendingasagna, grúi af fslenskum þjóðsög-
um, ýmsar smásögur og greinasöfn og Sfjórnar-
skrá Lýðveldisins Islands.
b i bliömani/z
■ Af erlendum bókaslóðum má nefna
http://www.bibliomania.com/ sem hýsir vef Bi-
bliomania. Þar er ótölulegur fjöldi bóka, fræði-
bóka, þar á meðal bandarísk bókmenntasaga,
skáldsagna og Ijóða.
U>
amazon.com*
ttt'f fisntít tooán
2.5 miltion títles. savings up to í,
■ Fyrsta bókabúðin á vefnum er að margra mati
líka sú besta og víst er nóg um að vera þar á bæ.
Sú heitir Amazon og er á slóðinni
http://www.amazon.com/, en samkvæmtþví
sem kemur fram þar er hálf þriðja milljóna bóka
á „lager“ fyrirtækisins.
■f <■ r. t {■ L A ý. : i •- r * tt o * í. i_ i 1 t r. t, 1! 1 t ti t.
■ Barnes & Noble auglýsir sig sem stærstu
bókaverslun heims og má til sanns vegar færa
sé litið til fjölda verslana í Bandaríkjunum og
stærðar þeirra. Þar Iitu menn öfundaraugum
til Amazon og settu á stofn eigin netverslun
sem er með þeim allra bestu. Slóðin er
http://www.barnesandnoble.com/ og sjálfsagt
að lita þar inn.
BLACKWELL’S
■ Bretar geta líka selt bækur og fáir betur en
Blackwell’s, sem rekur kennslu- og fræðslubóka-
búðir víða á Bretlandseyjuin eins og gestir þang-
að þekkja. Á slóðinni
http://www.blackwell.co.uk/bookshops/ er net-
verslun Blackwell’s og fastagestir fá sér snemma
reikning.
BEteaín.8 m Internet bockrtore
■ Bresk netbókabúð sem stærir sig af því að
vera með á „lager“ mesta úrval bóka sem gefnar
eru út á Bretlandseyjum, 1,2 milljónir eintaka, er
Bookpages á slóðinni http://www.bookpa-
ges.co.uk/.
wttjuom to ar. & c mm.
lli'niM AIAflfM- Oftfll/fifinirn £iU ffi
■ Netbókasalar eins og Amazon hefur tekið upp
þá prýðisþjónustu að leita uppi fáséðar bækur og
notaðar. Betra er þó að byija á slóðinni
http://members.aol.com/KAZZY700/homepa-
ge.htm sem er slóð fornbókavefs R.F. & C. Ward,
en þar í má leita að bókum hjá ýmsum fornbóka-
sölum sem svara svo hver fyrir sig. Samkvæmt
upplýsingum á slóðinni em 20.000 fornbækur á
lagernum.