Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Tekjur H.B. 5,2 milljarðar króna í fyrra Veiðar og vinnsla á síld, loðnu og maknl hefur aldrei verið meiri HEILDARTEKJUR Haraldar Böðvarssonar hf. voru um 5,2 millj- arðar króna á síðasta ári. Fiski- mjölsverksmiðja fyrirtækisins tók á móti meira hráefni en nokkru sinni áður eða um 110.000 tonnum og voru tekjur af rekstri hennar tæplega 1,3 milljarðar króna. Skip fyrirtækisins öfluðu meðal annars 150.000 tonna af uppsjávarfiski og hefur sá afli aldrei verið meiri. Heildarafli skipa Haraldar Böðvarssonar hf. var um 170.000 tonn að verðmæti 2,3 milljarðar króna. Tekjur fískimjölsverksmiðj- unnar voru tæpir 1,3 milljarðar og tekjur af landvinnslu á Akranesi og í Sandgerði voru um 1,6 milljarðar króna. Samanlagt eru þetta um 5,2 milljarðar. Síðasta ár var fyrsta heila árið sem sameinuð fyrirtæki, H.B. á Akranesi og Miðnes í Sand- gerði voru rekin saman og einnig fyrsta heila árið í rekstri nýrrar fiskimjölsverksmiðju. Tekjur fyrir- tækjanna tveggja fyrir sameiningu árið 1996 voru samtals 4,9 milljarð- ar. H.B. var með 3,5 milljarða tekj- ur og Miðnes 1,4 milljarða. Frystitogararnir fiskuðu fyrir 800 milljónir Fi-ystitogarar fyrirtækisins öfl- uðu fyrir nærri 800 milljónir króna. Höfrungur III aflaði 4.458 tonna að verðmæti 521,4 milljónir króna og Ólafur Jónsson var með 2.928 tonn að verðmæti 275,2 milljónir króna. ísfisktogai’amir fiskuðu fyrir rúmar 300 miOjónir. Sturlaugur H. Böðvarsson var með 4.342 tonn að verðmæti 209,5 milljónir, Haraldur Böðvarsson með 3.743 tonn að verðmæti 184,2 mOljónir og Sveinn Jónsson 2.544 tonn að verðmæti 123.6 milljónir en hann var aðeins gerður út frá áramótum til októ- berloka. Nótaskipin öflug Nótaskipin fiskuðu nú meira en nokkru sinni áður, eða nærri 150.000 tonn að verðmæti rúmlega 950 miOjónir króna. Víkingur var með 57.273 tonn að verðmæti 361,4 miOjónir, Höfrungur með 46.962 tonn að verðmæti 293,7 milljónir og EOiði 45.586 tonn að verðmæti 298.7 mdljónir króna. Sfld- og loðnuveiði fyrir austan „Nákvæmlega ekkert að frétta“ Hafa fengið blandaða síld við Eldeyna „ÞAÐ er nákvæmlega ekkert að frétta,“ sagði Hjálmar ViOijálms- son, fiskifræðingur og leiðangurs- stjóri á Bjama Friðrikssyni, sem nú leitar loðnu úti fyrir suðaustur- homi landsins, en rannsóknaskipið hefur ekkert getað athafnað sig á miðunum undanfama daga vegna veðurs. Síldin hefur hins vegar veiðst við Eldeyna og hafa nokkur skip landað blandaðri sfld, sem þar fékkst. „Við fómm af stað 2. janúar og höfðum ágætt leiði austur fyrir land. Þá fór að vinda og við þvæld- umst norður landgrunnskantinn þar sem venjulega em loðnugöng- ur á ferðinni á þessum árstíma og komumst norðaustur af Langanesi án þess að sjá neitt nema á dáUtlu svæði austur úr Gerpi, en þar var blönduð loðna og var því svæði lok- að. Síðan hvessti og búin er að vera bræla aOar götur síðan með þeim afleiðingum að við höfum ekkert getað verið að nema kannski fyrst núna. Það er nú komið fram á þann tíma að fyrsta loðnugangan fari að láta sjá sig á svæðinu út af Lóns- víkinni þó engin ákveðin mynd sé komin á loðnugöngumar ennþá,“ sagði Hjálmar. Tveir trolla saman Rannsóknaskipið Ami Friðriks- son Oggur við festar á Reyðarfirði og bíður veðurs tU þess að leita að síld fyrir austan land. „Það er nú leiðindastrekkingur út af Aust- fjörðunum ennþá, en það standa vonir til þess að það lægi með kvöldinu," sagði Hjáhnar í samtali við Verið í gær. Fyrir austan biðu nokkur sfld- veiðiskip sömuleiðis færis í gær, öll með flottroll, en banni við flottrollsveiðum, sem sett var um áramótin, m.a. til þess að styggja ekki sfldina á meðan á leit stæði, var aflétt á miðnætti í fyrrakvöld. Vestmannaeyjaskipin Kap og Anteres ætluðu að freista þess að trolla saman fyrir austan í gær og í nótt, en að sögn Hjalta Einarsson- ar, stýrimanns á Kap, er ekki vitað til þess að það hafi verið reynt áður við sfldarleitina. „Antares er með stórt troll sem það lætur út. Svo tökum við í hinn endann á því og troOum með það á milli okkar. Svo keyrum við á sama hraða í sömu stefnu, en það ræður bara annar toginu. Ef annar þarf að snúa eitt- hvað eða beygja, þarf hinn að gera það sama. Eg veit ekki til þess að þetta hafi verið reynt áður með flottroll, en það hefur verið gert með botntrolli," sagði Hjalti, en skipin voru þá stödd í Litladýpinu. „Það hefur ekkert fundist þar þannig að við förum eitthvað norð- ur eftir. Við verðum ekkert bjart- sýnir fyrr en veður lægir.“ Blönduð sfld við Eldey Hábergið GK landaði 600 tonn- um af sfld í Grindavík í gærmorgun sem fékkst í Jökuldýpinu vestur af Eldey. Húnaröst, Gígja, Höfrung- ur og Jóna Eðvalds voru á svipuð- um slóðum og voru þau öll að fá slatta. Að sögn Þorsteins Símonar- sonar, skipstjóra á Háberginu, er síldin mjög blönduð. „Það var ekki mikið að sjá af sfld á svæðinu. Svo er líka búið að vera leiðinlegt veður þarna svo ég á ekkert von á því að það verði einhver veiði þama áfram.“ Hábergið hélt í gærkvöld í sOpp í viðgerð og óvíst er hvenær hægt verður að halda á miðin að nýju. Reynt að afstýra frekari óeirðum í Svartfjallalandi Lögreglan lokar landamærunum Reuters MILO Djukanovics (t.h.) sór í gæð eið sem forseti SvarifjaOalands og hér óskar stuðningsmaður honum til hamingju en milli þeirra stendur lífvörður forsetans. Cetinje í Svart ijallalandi. Reuters. LÖGREGLAN í Svartfjallalandi lokaði í gær landamærum landsins og handtók nokkra stuðningsmenn Momirs Bulatovic, fyrrverandi for- seta, til að koma í veg fyrir frekari óeirðir eftir valdatöku andstæðings hans. Ungur umbótasinni, Milo Djuka- novic, tók við forsetaembættinu í fyrradag og kvöldið áður gerðu stuðningsmenn Bulatovic lokatil- raun til að koma í veg fyrir að hann tæki við völdunum. Um 45 manns særðust í óeirðunum. Ekki kom til átaka í gær en talið er að upp úr geti soðið hvenær sem er. Einn af stuðningsmönnum Bulatovic sagði að þeir væru vel vopnaðir og byðu aðeins eftir fyrir- mælum um að láta til skarar skríða gegn nýja forsetanum. Sendimaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, Robert Gel- bard, sagði að Bulatovic hefði hvatt stuðningsmenn sína til óeirða og taldi Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, sambandsrflds Serbíu og Svartfjallalands, bera ábyrgð á átökunum. Áfall fyrir Milosevic Valdataka Djukanovic er áhtin mikið áfall fyrir Milosevic, sem reyndi að halda bandamanni sín- um, Bulatovic, við völd í Svart- fjallalandi. Sú tilraun hefur komið Milosevic sjálfum í koll og skaðað samskipti hans við Vesturlönd, sem voru ekki beysin fyrir. Djukanovic lýsti þó yfir hollustu við júgóslavneska sambandsríkið þegar hann sór embættiseiðinn og neitaði ásökunum um að hann hygðist beita sér fyrir því að Svart- fjallaland segði skilið við Jú- góslavíu. „Ég vil leggja áherslu á að í allri sögu serbnesku þjóðarinn- ar og Serbíu hefur hún ekki átt ein- lægari og tryggari vin en Svartfell- inga. Þannig hefur það alltaf verið og verður áfram meðan ég verð við völd í Svartfjallalandi.“ Milosevic sendi Radoje Kontic, forsætisráðherra Júgóslavíu, á inn- setningarathöfnina og stjómarer- indrekar töldu það til marks um að júgóslavneski forsetinn hefði neyðst til að viðurkenna kosninga- sigur Djukanovic í haust eftir að hafa beitt sér gegn honum í marga mánuði. Kontic gaf út yfirlýsingu þar sem hann kvaðst vilja „taka sjáífur þátt í að binda enda á stjórn- málakreppuna í Svartfjallalandi" og lagði áherslu á að leysa þyrfti vandamálin með friðsamlegum og lýðræðislegum hætti. Réttindi Svartfjallalands, sem hefur sama rétt og Serbía í sambandsríkinu, yrðu virt. Forsætisráðherrann sagði að samkomulag hefði náðst um að þingkosningar yrðu haldnar í Svartfjallalandi fyiir lok maí. Milosevic hefur hingað til haft frjálsar hendur í Svartfjallalandi og fréttaskýrendur segja að hann standi nú frammi fyi-ir erfiðu vali: annaðhvort verði hann að gefa Svartfellingum lausan tauminn eða hætta á að efnahagsleg og pólitísk einangrun Júgóslavíu verði ekki rofin meðan hann er þar við völd. Stríðsglæpadóm- stöllinn í Haag Efnahagserfiðleikarnir í Suðaustur-Asíu Camdessus spáir kreppulokum Kuala Lumpur, Seoul. Reuters. MICHEL Camdessus, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, IMF, spáði því í gær, að kreppan í Indónesíu og Tælandi yrði liðin hjá eftir tvö ár. Sagði hann, að Malasía þyrfti ekki á aðstoð að halda en hvatti tíl, að stjómvöld þar hækk- uðu vexti. Bandarískur embættismað- ur hrósaði í gær stjómvöldum í Suð- ur-Kóreu fyrir einlægan umbótavilja. Camdessus sagði á blaðamanna- fundi í Kuala Lumpur í Malasíu, að hann væri viss um, að nýtt hagvaxt- arskeið myndi hefjast í Indónesíu og Tælandi eftir tvö eða hálft þriðja ár. Kvaðst hann ekki efast um, að Su- harto, forseti Indónesíu, myndi fylgja eftir þeim umbótum, sem um var samið við IMF, og Goh Chok Tong, forsætisráðherra Singapore, sagði eftir viðræður við Suharto, að indónesísk stjómvöld gerðu sér grein fyrir því, að annaðhvort væri að hrökkva eða stökkva. Camdessus sagði, að Tælands- stjóm hefði ekki farið fram á nýja skilmála fyrir IMF-aðstoðinni og Malasíustjórn hefði gripið til ýmissa nauðsynlegra ráðstafana, einkum í fjármálum ríkisins. Þó væri þörf á meira aðhaldi í peningamálum og vaxtahækkun til að draga úr verð- bólguþrýstingi. Lawrence Summers, aðstoðarfjár- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði í Seoul í gær, að fráfarandi forseti, Kim Young-sam, og væntanlegur forseti, Kim Dae-jung, væru sam- mála um að gera þær umbætur á efnahagslífinu, sem IMF-aðstoðin, 4.250 milljarðar ísl. kr., hefði kveðið á um. Sagði hann, að nú væri mikil- vægast að Ijúka viðræðum við helstu lánardrottna Suður-Kóreumanna um nýja skilmála á útistandandi skuldum. Óttast er, að viðreisnin í suður- kóresku efnahagslífi geti tafist nokk- uð vegna verkfalla en verkalýðsfé- lögin hóta að grípa til aðgerða verði mikið um uppsagnir. Hefur það einnig kynt undir ólgu meðal þeirra, að haft er eftir einum aðstoðarmanni væntanlegs forseta, að sett verði neyðarlög í landinu komist verka- lýðsfélögin, stjórnvöld og vinnuveit- endur ekki að samkomulagi fyrir 21. janúar. „Umbætur eða algjört hrun“ Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ræddi við Suharto Indónesíu- forseta í fyrrakvöld og fagnaði þá áætlun Indónesíustjómar um um- bætur í efnahagslífinu. Indónesískir fjölmiðlar sögðu einnig í gær, að ekki væri um neitt annað að ræða en taka til hendinni í efnahagsmálunum. „Umbætur eða algjört hrun“ var að- alfyrirsögnin í einu þeirra og þar sagði, að erfiðleikarnir myndu eins og jafnan áður bitna mest á óbreyttri alþýðunni. Renato Ruggiero, yfirmaður Heimsviðskiptastofnunarinnar, sagði í London í gær, að þróuð ríki mættu ekki undir neinum kringumstæðum bregðast við erfiðleikunum í Asíu með því að grípa til verndaraðgerða vegna ódýrrar vöru þaðan. Sagði hann, að slík viðbrögð hefðu verið ein meginástæða heimskreppunnar um 1930. Króatinn kveðst saklaus Ilaag. Reuters. BOSNÍU-Króatinn Vlatko Ku- preskic kom fyrir stríðsglæpadóm- stólinn í Haag í gær og kvaðst vera saklaus af ákærum um að hafa myrt múshmska konu árið 1993 þegar hún reyndi að flýja frá heimabæ sínum í Bosníu til að bjarga lífi sínu. „Eg er algjörlega saklaus vegna þess að ég er ekki fær um slíkt,“ sagði Kupreskic þegar hann kom fyrir dómstólinn í fyrsta sinn. Sakborningurinn virtist hafa náð sér af skotsárum sem hann fékk á hönd, fæti og brjósti eftir að hann hóf skothríð á hollenska friðar- gæsluliða, sem handtóku hann í Bosníu í síðasta mánuði. Myrti konu á flótta Saksóknarar segja að Kupreskic hafi tekið þátt í árás króatískra hermanna á múslima í Ahmici og fleiri þorpum í miðhluta Bosníu í aprfl 1993. Að minnsta kosti 103 músMmar hafi verið myrtir í árásinni, þar af 33 konur og börn, auk þess sem hús múslima í þorp- unum og moska hafi verið eyðilögð. Kupreskic hefur verið ákærður sérstaklega fyi'ir að hafa tekið þátt í morði á konu, sem reyndi að flýja undan hermönnunum, er særðu einnig tvær dætur hennar í árásinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.