Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 13 FRETTIR ákvörðunar skatta næði til síðustu sex ára á undan því ári, sem endur- ákvörðun færi fram. Samkvæmt lögum væri hins vegar aðeins hægt að krefjast endurgreiðslu oftekinna skatta fjögur ár aftur í tímann. Að því loknu fymist endurkröfuréttur- inn: „Þetta er enn eitt ákvæðið um ójafnræðið og valdbeitingu ríkis- valdsins." Deilt á yfírskattanefnd Arni Tómasson endurskoðandi fjallaði um yfirskattanefnd og gagn- rýndi störf hennar harðlega. Hann vísaði til laga um að ágrein- ingsmál um ákvörðun skatta, gjalda og skattstofna skuli úrskurðuð af sérstakri óháðri nefnd og spurði hvort yfirskattanefnd væri í raun óháð og hvort jafnræði væri með þeim aðilum, sem ættu aðild að nefndinni. I þessu máli væri rétt að velta fyrir sér lögunum og hvernig til hefði tekist með framkvæmd þeiira. Þá þyrfti að athuga hverjir væru hagsmunaðilar. Þeir væru annars vegar ríkisskattstjóri fyrir hönd fjármálaráðherra og ríkissjóðs og hins vegar einstaklingar og lögaðil- ar. Árni tók fyrst fyrir kærufrest og gagnaöflun í umfjöllun sinni um yf- irskattanefnd. Hann gerði enga at- hugasemd við lögin, en hins vegar væri framkvæmdin ekki í neinu samræmi við þau. Skattborgarar hafi samkvæmt lögunum 30 daga frá úrskurði skattstjóra til að kæra og ríkisskattstjóri hafi 45 daga til að koma með rökstuðning eftir að hafa hafa fengið afrit frá nefndinni. Þurfa ekki að virða fresti „Ég get nefnt sem dæmi um framkvæmdina að kvartað var yfir seinagangi ríkisskattstjóra þegar 11 mánuðir voru liðnir frá því að hann átti að hafa skilað inn gögnum til nefndarinnar," sagði Árni. „Nefndin hafnaði hins vegar kærunni. Sú hugsun vaknar stundum hjá manni hvort sterkasti leikur ríkisskatt- stjóra sé að skila alls ekki rökstuðn- ingi. Yfirskattanefnd virðist lítið mark taka á kvörtunum um seina- gang og eftir nokkur ár er skatt- greiðandinn örmagna ef ekki látinn og þá er málið látið niður falla.“ Hann sagði að það væri sem yfir- skattanefnd gerði sér ekki grein fyrir því að einstaklingar og lögaðil- ar hefðu þegar þurft að greiða álögð gjöld samkvæmt úrskurði skatt- stjóra og öll töf á niðurstöðu nefnd- arinnar gæti haft verulegar afleið- ingar. Árni benti einnig á það að nefndin tæki mál ekki til úrskurðar eftir að báðum aðilum hefði verið veittur nægilegur frestur veikti tiltrú ein- staklinga og fyrirtækja á að jafn- ræði væri með aðilum. Bið eftir úrskurðum Hann sagði að í lögum kvæði á um að nefndin ætti að úrskurða í málum þremur mánuðum eftir að henni hefðu borist umsögn og greinargerð ríkisskattstjóra. Engin athugasemd væri við lagagreinina, en enn skorti verulega á fram- kvæmdina. I yfirskattanefnd skulu sitja sex menn skipaðir til sex ára í senn af fjármálaráðherra og skulu fjórir þeirra hafa starfið að aðalstarfí. Segir jafnframt að fjármálaráð- herra skuli fylgjast með því að nefndin sinni skyldum sínum og skuli nefndin senda ráðherra árlegt yfirlit yfir störf sín. Árni sagði að ákvæði um að nefndin ætti að vera óháð yrði bros- legt þegar þetta fyrirkomulag væri skoðað. „Það myndi opna augu einhverra ef í stað fjármálaráðherra væri full- trúi hinna aðilanna, til dæmis Versl- unarráð," sagði hann. ,Að Verslun- arráð skuli skipa nefndina, nefndar- menn skuli gera Verslunarráði grein fyrir störfum sínum og sækja þar um starf að sex árum liðnum." Árni benti á að fjármálaráðherra réði nefndina til starfa og vildu nefndarmenn fá endurráðningu yrðu þeir að leita til hans. Þá væri eins gott að hafa ekki verið ráðu- neytinu óþægur ljár í þúfu. Einnig væri hvergi sagt að nefndarmenn þyrftu að vera kunnugir rekstri. Hann kvaðst ekki vera að gagn- rýna nefndarmenn heldur þá um- gjörð, sem þeim hefði verið búin og að ekki skuli betur tryggt að nefnd- in hefði fjölbreyttan bakgrunn. Reyndin væri að nefndin væri að mestu skipuð mönnum með bak- grunn úr skattakerfinu. Enginn úrskurður birtur frá stofnun nefndar Útgáfa úrskurða nefndarinnar er einnig í ólestri að sögn Áma. í lög- um segði að nefndin skyldi gefa út helstu úrskurði árlega. Heimilt væri að stytta úrskurði, en tryggja yrði að úrskurðir með fordæmisgildi birtust þar. Hér væri enn á ný ekk- ert að lögunum að finna, en vandinn væri sá að ekkert væri eftir þeim farið. „Síðustu úrskurðirnir, sem gefnir hafa verið út, eru úrskurðir ríkis- skattanefndar á árunum 1990 til 1992 og kom sú útgáfa út á fyrri hluta árs 1995,“ sagði hann. „Niður- staðan er því sú að allt frá stofnun yfirskattanefndar 1. júh 1992 hefur enginn úrskurður hennar verið gef- inn út með formlegum hætti. Á þeim nær sex árum, sem yfirskatta- nefnd hefur starfað, veit einungis annar deiluaðila hvaða úrskurðir hafa fallið. Ríkisskattstjóri, sem annar aðili málsins, fær afrit af öll- um úrskurðum og heldur þeim að sjálfsögðu til haga. Þegar leitað er upplýsinga hjá yfirskattanefnd er bent á að leita upplýsinga hjá gagn- aðilanum, ríkisskattstjóranum. Lögmenn hafa upplýst að í mál- flutningi fyrir dómstólum hafi ríkis- lögmaður Iagt fram lista með nýleg- um úrskurðum, sem viðkomandi mál varða, á meðan skattborgararn- ir, lögmenn þeirra og endurskoð- endur hafa ekki aðgang að sömu upplýsingum þegar málatilbúnaður þeirra er undirbúinn." Hann sagði að ein afleiðing þess að úrskurðir væru ekki birtir væri sú að menn þekktu ekki fordæmin og því bærist urmull mála til yfir- skattanefndar. Ámi benti á nokkrar leiðir til úr- bóta. Fyrst og fremst bæri að færa yfirskattanefnd frá fjármálaráðu- neyti til dómsmálaráðuneytis, en einnig að veita jafnan frest til að koma að rökstuðningi. Ef aðilar virtu ekki tímamörk ætti að taka mál til úrskurðar án rökstuðnings. Á hvers bandi er Hæstiréttur? Jón Steinar Gunnlaugsson hæstraréttarlögmaður talaði síðast- ur. Hann sagði að stjórnarskráin veitti borgurunum sérstaka vemd fyrir misbeitingu skattlagningar: „Að mínum dómi reynir á fáum sviðum jafn oft og mikið á verndina, sem stjórnarskránni er ætlað að veita borgurum, einstaklingum og fyrirtækjum fyrir misbeitingu rílds- valdsins, og við meðferð þessa valds.“ Hann sagði að formkröfur varð- andi skattlagningarvaldið væru injög þýðingarmiklar og fælust einkum í banni við framsali valdsins frá löggjafanum. í mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar væri meira að segja tekið fram að ekki mætti fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skyldi á skatt, breyta honum, eða afnema. Jón Steinar gagnrýndi sérstak- lega úrskurði Hæstaréttar í skatta- málum og sagði að svo virtist sem æðsti dómstóll þjóðarinnar væri miklu fúsari til að dæma mönnum rétt gegn ranglátum sköttum þeg- ar það skipti litlu máli fjárhags- lega. í tilvikum þar sem fleiri krón- ur kæmu við sögu væri hins vegar illmögulegt að fá réttinn til að dæma gegn ríkisvaldinu, jafnvel þótt brotin gegn meginreglum um skattlagningu kynnu að vera aug- ljósari en í litlu málunum. Hann kvaðst hafa fjallað um þetta mál fyrir áratug og sýndist þetta ástand enn ríkja við Hæstarétt. Hann tók ýmis dæmi og bætti við: „Það er engu líkara en dómararnir hætti að vera hlutlausir dómarar og taki til við einhvers konar erind- rekstur í þágu ríkisvalds þegar um skattamál ræðir.“ Andlát MATTHÍAS GUÐMUNDSSON MATTHÍAS Guð- mundsson, fyrrver- andi póstmeistari í Reykjavík, lézt á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, Landakoti, síðast- liðinn fimmtudag. Hann var 84 ára að aldri. Matthías fæddist 15. júlí 1913 í Reykja- vík, sonur hjónanna Guðmundar Krist- mundssonar sjómanns og Guðríðar Davíðs- dóttur. Hann stundaði verzlunar- og skrif- stofustörf frá árinu 1930, þar til hann réðst til Póststofunnar í Reykjavík í ársbyrj- un 1938. Þar var Matthías skipaður fulltrúi fyrsta stigs 1956, deildarstjóri tollpóststofunnar síðar á því ári og póstmeist- ari árið 1960. Því starfi gegndi hann til ársloka 1983, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Matthías tók virkan þátt í starfi Alþýðuflokksins. Hann var í stjórn Félags ungra jafnaðar- manna í Reykjavík í nokkur ár og formaður félagsins um hríð. Hann sat í stjórn SUJ um árabil og í miðstjórn Alþýðuflokksins. Hann var í stjóm Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur og í stjórn fulltrúa- ráðs alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Þá var Matthías vara- bæjarfulltrúi í Reykjavík 1942-46. Hann var formaður Póstmanna- félags íslands 1945-50 og 1953-56 og sat í stjórn Póstmannasjóðs 1955-61. Þá var hann í varastjórn BSRB 1948-49 og fulltrúi á mörg- um þingum bandalagsins. Matthí- as var í stjórn Félags forstjóra Pósts og síma frá 1961 og formað- ur þess síðustu árin, til 1983. Eftirlifandi eiginkona Matthí- asar er Gunnþórunn Einarsdóttir. Þau áttu þrjú börn. R-listinn opnar prdfkjörsmiðstöð PRÓFKJÖRSMIÐSTÖÐ Reykja- víkurlistins við Pósthússtræti verð- ur opnuð í dag. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, kynnti miðstöðina í gær ásamt frambjóð- endum. Þar geta frambjóðendur listans haft aðsetur en þar verður einnig hægt að kjósa utankjörstað- ar. Tvíþætt prófkjör Samkvæmt reglum Reykjavíkur- listans eiga allir kost á því að kjósa í prófkjörinu, en það fer fram 31. jan- úar. Áð sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur eru engin skilyrði sett um aðild fólks að stjórnmálaflokk- um. Hún sagði að þorri fólks væri utan flokka en hefði án efa áhuga á að taka afstöðu. Aðspurð sagðist hún fagna því ef flokksbundnir sjálfstæðismenn kysu í prófkjörinu. Alls eru 28 frambjóðendur í kjöri, bæði flokksbundnir og óflokksbund- ir. Sjö fyrstu fá bindandi kosningu. Ingibjörg Sólrún skipar áttunda sætið en hún tekur ekki þátt í próf- kjörinu. Skapar óvænt úrslit Sem kunnugt er verður prófkjör Reykjavíkurlistans tvíþætt. í fyrsta lagi er kjósendum gefinn kostur á að velja einn af fjórum samstarfs- flokkum Reykjavíkurlistans. í öðru lagi gefst kjósendum kostur á að velja frambjóðanda óháð flokkum. Kjósandi getur skilað auðu á öðrum hvorum seðlinum án þess að hann ógildist. I raun verður kosningabaráttan tvíþætt. Annars vegar verður keppt á milli flokka og hins vegar munu frambjóðendur eigast við sín á milli. Guðrún Ágústsdóttir, forseti borg- arstjórnar og frambjóðandi Alþýðu- bandalags, sagðist ekki óttast að prófkjörið mundi valda óeiningu meðal frambjóðenda. Hún kvaðst vera sátt við fyrirkomulagið og það gæti skapað óvænt úrslit. ÍFIUGFÍIXOVSCÁNDSI BROADTO HÓTEL ÍSLANDI Miða- og borðapantanir í síma 533 1100, athugið nýtt símanúmer! Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur. fl 4 manna hIjómsyeit undir stjórn Þóris Baldurssonar. Sérstakur gestur kvöldsins er Geirmundur Valtýsson. Kynnir er Jón Axel Ólafsson. k Stilltu á 7 BROADWAY! I KVOLD - Á Vinsælasta danshljómsveit \ landsins, hljómsveit Geirmundar leikur fyrir dansi ADAlStODlN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.