Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGÁRDAGÚR lí JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Leikvöllur fyrir nýj ar hugmyndir UNDIRTÓNAR komu fyrst út fyrir einu ári og voru þá í litlu broti en síðustu blöð hafa verið í fullri dagblaðs- stærð. Upphaflega átti blaðið að vera kynningarbæklingur á hljóð- færa- og tónlistarsýningu sem Hitt húsið hugðist standa fyrir. í þeim bæklingi voru jafnframt upplýsingar um nýjar plötuútgáfur, viðtöl við poppara og fleira. Bæklingurinn mæltist það vel fyrir að þeir sem stóðu að gerð hans voru hvattir til að halda áfram. Nú er tímaritið ekki lengur gefið út af Hinu húsinu heldur hafa ritstjórar þess, þeir ísar Logi Amarsson og Snorri Jónsson, stofn- að um það fyrirtæki og hafa tekið á leigu húsnæði í Borgartúninu. „Þetta byrjaði með því að við fór- um á starfsþjálfunarnámskeið í Hinu húsinu. Við þekktumst þá ekkert en komumst fljótlega að því að báðir höfðum við áhuga á tónlist og í lok námskeiðsins lýstum við yfir áhuga á því að stofna tónlistardeild innan Hins hússins," segir ísar Logi. „Mjtt áhugasvið er tölvutónlist," heldur ís- ar áfram. „Eftfr stúdentspróf í MH fór ég í tölvutónlistarnám og nam við Royal Conservatory í Amsterdam. Áhugi minn á tölvutónlist vaknaði þegar ég fór á námskeið í MH hjá Tímaritið Undirtónar hefur vakið athygli fólks þar sem það hefur fengist ókeypis í skólum, verslunum og á tónlistartengdum stöðum sem ungt fólk sækir. Ritið, sem gefíð er út í fímmtán þúsund eintökum, er rifíð út jafnóðum og því er dreift að sögn útgefenda í spjalli við Hildi Einarsdóttur. Sýnir það að vantað hefur blað sem fjallar um það sem hæst ber í poppheiminum. Þórólfl Eiríkssyni, sem kenndi þessa tegund tónlistar. Meðan ég var í Hollandi gerði ég ýmsar tilraunir með tölvutónlist, meðal annars samdi ég lag sem ég kallaði Strobe Light Network og var það gefið út á vínýl og geisladiski. Lagið varð vinsælt í techno- klúbbum í Þýskalandi. Og það sem mér flnnst líka ágætt er að lagið var leikið í lok síðustu techno- hátíðarinnar í Berlín sem nefnist Love Parade og er stærsta hátíð sinnar tegundar í heiminum. Ég og vinur minn, Þórhallur Skúlason, gáf- um svo fyrir tveim árum út íslenskan safndisk með tæknitónlist sem heitir Icelandic Dance Sampler." Snorri er einnig tónlistarmaður, hann hefur að sögn spilað í hljóm- sveitum bæði hér á landi og í Banda- ríkjunum, en hann bjó í San Diego á unglingsárunum. „Ég hef líka verið að semja tónlist þótt enn hafi ekkert ver- ið gefið út eftír mig, en ég spila á gít- ar. Mér finnst skorta hér tækifæri fyrir þá sem semja frumsamda tón- list. Það er allt of algengt að menn séu bundnir í hljómsveitum sem ei-u að spila tónlist eftir aðra fyrir greiðslu. Smám saman missa þeir svo frum- ÍSAR og Snorri, útgefendur Undirtóna. Morgunblaðið/Golli kvæðið til að gera eitthvað sjálfir." „Með þessu tímariti viljum við einmitt ýta undfr þá sem eru að semja eigin tónlist í stað þess að vera alltaf að þóknast ballmarkaðin- um,“ segir ísar. „Við viljum líka opna augu íslenskra tón- ___________ listarmanna fyrir því að það er stór markaður þama fyrir utan, það þarf ekki að hugsa eingöngu um að semja fyrir íslend- inga.“ Það var í september síðastliðnum sem þeir félagar stækkuðu brot blaðsins um leið og upplagið var aukið úr fimm þúsund eintökum í fímmtán þúsund. Nú eru Undirtónar prentaðir á dagblaðspappír og eru að hluta til í lit. Því er einnig ætlað Þrefölduðu upplagið og fjórfölduðu stærðina að koma út reglulegar en áður eða einu sinni í mánuði. „Aðalástæðan fyrir því að við tók- um þetta stökk var að við fengum einkaviðtal við Björk þegar hún var hér heima í haust. Þá veitti hún að- ________ eins tvö viðtöl, hitt var út- varpsviðtal," segir ísar stoltur yfir að Undirtónar urðu fyrir valinu. „Auglýsendur voru líka ánægðir með breytinguna og lesendurnir ekki síst, því við breikkuðum efnisvalið og fjöllum núna um kvikmyndir og ým- islegt sniðugt sem er að gerast hjá ungu fólki þótt þungamiðjan sé tón- listin,“ segir Snorri. Nýlega tókum við svo þetta húsnæði í Borgartún- inu á leigu en áður höfðum við verið LIS-THU-NI R A LAUGA'.RDEG / inngreypt blómamynstri SEXTANDA öldin færði kaupsigling- um Niðurlendinga meiri umsvif en nokkurn hafði órað fyrir. Áttu landa- fundimir þar drýgstan þátt, en kaupmenn Niður- landa sóttu til Spán- ar nýlenduvörur sem þeir fengu í sldptum fyrir kniplinga og annan listiðnað, vefnaðarvaming og ýmis konar vörur frá löndunum við Eystrasalt og Rússland. Þannig varð verslun þeirra í sífellt ríkari mæli milliverslun. Á 17. öld voru það tvö öfl sem tók- ust á um stjórn Nið- urlanda, annars vegar vom það borgarar Hollands eða auðmennfrnir í Amsterdam, sem réðu yfir iðnaðinum og voldugri heims- verslun. Hins vegar var Óraníuættin, af- komendur Vilhjálms þögla. Hún stefnd; að konungsdæmi ac hætti annarra Evr- ópuríkja. Margs konar iðn- aður stóð á gömlum merg á Niðurlönd- Húsgagnastíll á Niðurlöndum á 17. og 18. öld er við- fangsefni Sigríðar Ingvarsddttur í þættinum í dag. HOLLENSK kúpt kommóða í rókokóstíl frá 18. öld. Bls. 107 Antiques. um. Einkum vora vefnaður þeirra og dúkar gamalkunnir. Síðar komu aðrar listgreinar til sög- unnar, og má þar minna á fræga gíer- ungspostulínsgerð þeirra í Delft. Þá voru demantaslípar- ar Niðurlanda snemma frægir og viðurkenndir af öðrum evrópskum starfsbræðram snjallari í sinni grein, en Hollendingai- réðu þá demanta- auðugustu löndum heims, Ceylon og Suður-Afríku. Fram á 18. öld átti blómleg versl- un eftir að vera ómissandi forsenda lífvænlegs iðnaðar. Síðar meir snerist þetta við, iðnaðurinn tók áð vaxa verslun- inni yfir höfuð og bera hana fram. Með versluninni var það sem Hollendingar hlóðu til sín miklu auðmagni sem var lengi langtum vold- agra en fólksfjöldi og landrými virtist gefa tilefiii til. Á 16. og 17. öld vora hollensk hús- gögn undir áhrifum frá Frakklandi, HOLLENSKUR stoll í rokokostíl ur hnotu frá miðri 18. öld. SKÁPUR í barokkstíl frá 17. öld úr hnotu og rósaviði, inn- greyptur blóma- mynstri, sem var einkennandi fyrir hollensk- an húsgagna- I stíl. STÓLL í „Anglo- Dutch“ stíl úr hnotu, frá byijun 18. aldar. iT-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.