Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ rl LANDIÐ Heilsdagsvistun í nýrri álmu leikskólans Undralands í Hveragerði Fiskiðjan Freyja hf. á Suðureyri Stjórn Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafírði t e. LEIKSKÓLABÖRN tóku lagið við opnun nýju byggingarinnar. EFTIR breytingu rúmar Leikskólinn Undralaud þrjár deildir, þar af eina heilsdags sem er nýjung í Hveragerði Samvinna um bygg- ingu leikskóla Héraðsdomur staðfestir nauðasamning Isafirði - Héraðsdómur Vestfjarða staðfesti á fostudag nauðasamning Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri •við lánardrottna á grundvelli frum- varps er samþykkt var á fundi at- kvæðismanna sem haldinn var 19. desember sl. Samkvæmt fi-umvarp- inu mun fyrirtækið greiða 15% samningskrafna og ki-öfur allt að 75.000 kr. verða greiddar til fulls. Greiðslumar munu fara fram með reiðufé innan 3ja mánaða frá stað- festingu nauðasamnings og verða þær án vaxta. Á framangreindum fundi þurfti samþykki 85% atkvæðis- manna eftir höfðatölu og fjárhæðum til að frumvarpjð fengist samþykkt. Samþykkh' frumvarpinu voru at- kvæðismenn sem fóru með 96,97% atkvæða eftir höfðatölu og 98,76% atkvæða eftir fjárhæðum. Heildarskuldir Fiskiðjunnar Freyju samkvæmt bókhaldi félags- ins, miðað við 30. september 1997, nema um 231,8 milljónum króna en eignir eru metnar á 95,4 milljónir króna. Stærstu skuldir fyrirtækisins eru langtímaskuldir að fjárhæð tæp- ar 102,3 milljónir króna, afurðalán að fjárhæð 38,8 milljónir, viðskipta- skuldir 35,6 milljónir, víkjandi lán frá Byggðastofnun 23,8 milljónir og yfirdráttui' á tékkareikningi 16,7 milljónir króna. Helstu eignir fyi-ir- tækisins eru fiskverkunarhús ásamt lausafé og viðbygging við frystihús og lausafé sem metnar eru á 44,6 mUljónir króna og vörubirgðir sem metnar eru á 34,5 milljónir króna. Fiskiðjunni Freyju hf. var veitt heimild til að leita nauðasamninga 4. nóvember á síðasta ári. Frá þeim tíma hefur Grái-ófa ehf. sem er félag í eigu heimamanna verið með rekst- ur frystihússins á leigu en sá leigu- samningur rennur út 4. febrúar nk. Motmæla launalækkun hjá Heilbrigðisstofnun « Ísafírði - Stjórn Verkalýðsfélgsins Baldurs á Isafirði hefur sent frá sér hörð mótmæli vegna þeirra aðferða og aðgerða sem stjórnendur Heil- brigðisstofnunar Isafjarðarbæjar hafa beitt almennt starfsfólk í ræst- ingu og eldhúsi með lækkun launa og meira vinnuálagi sem samkomulag hefur gilt um undanfarin ár eins og segir í frétt frá félaginu. Stjórn fé- lagsins hefur óskað eftir fundi með samninganefnd ríkisins vegna þessa máls þar sem reynt verði að fá fram nánari skilgreiningu á rétti starfs- manna. Að öðrum kosti muni félagið leita réttar á öðrum vettvangi. f samþykkt sljómar Baldurs segir ennfi-emur: ,Á sama tíma og laun betur settra starfsmanna era hækkuð er lág- launahópum í sto&uninni sagt upp störf- um og síðan boðin endurráðning í allt önnur erfiðari störf og jafnvel á lægri launum. Að öði-um kosti getí þeir leitað sér annan-a starfa." Stjórn Baldurs er þess fullviss að félagar í Baldri, sem starfa á sjúkra- húsum og heilsugæslustöð séu til- búnir að taka þátt í að finna sparnað- arleiðir í rekstri stofnunarinnar til jafns við aðra. Þá telur stjórn Bald- urs aðgerðir stjórnenda Heilbrigðis- stofnunar ísafjarðarbæjar siðlausar og í engu samræmi við þær vænting- ar sem síðustu kjarasamningar gáfu fólki. Stjórn félagsins hefur sam- þykkt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir endurteknar árásir á laun og kjör starfsfólks stofnunarinnar. í bréfi sem stjóm Verkalýðsfé- lagsins Baldurs hefur sent Gunnari Björnssyni, formanni samninga- nefndar ríkisins, segir að hér sé um að ræða einhliða breytingu vinnu- veitenda á verkefnum starfsfólks sem felur í sér verulega meira álag á hvern starfsmann og um leið kjara- rýrnun vegna lækkunar starfshlut- falls og fækkun álagstíma. „Stai-fs- fólk og verkalýðsfélag reyndu í sam- einingu að ná samkomulagi um breytingar innan skynsamlegra marka en án árangurs. Stofnunin greip þá til þess ráðs að segja öllu starfsfólki í þessari grein upp störf- um og auglýsa störfin á ný til að g. komast hjá eðlilegu samráði við hinn samningsaðilann. Nú er haldið áfram þessari einhliða „hagræðingu". Ollu ^ starfsfólki í eldhúsi hefur verið sagt upp, þar sem það beygði sig ekki undir einhliðar tillögur yfirmanna," segir m.a. í bi'éfi Baldurs til for- manns samninganefndar ríkisins. .Jtðrir láglaunahópar sjúkrahúss- ins og félagar í Verkalýðsfélaginu Baldri, hljóta í framhaldi af því sem þegar hefur átt sér stað, að óttast , mjög um sinn hag. Því sparnaði þeim sem stjórn stofnunarinnar hefur sett l( sér virðist eiga að ná öllum með m auknu álagi á okkar fólk,“ segir í bréfi Verkalýðsfélagsins Baldurs. Hveragerði - Ný álma var nýlega tekin í notkun við leikskólann Undraland í Hveragerði. A nýju deildinni verður boðið upp á heils- dagsvistun og er það nýjung í bæj- arfélaginu. I ávarpi við opnun deildarinnar sagði Einar Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að með tilkomu heilsdagsvistunar væri brotið blað í þjónustu við íbúa Hveragerðis- bæjar sem og við þá Ölfusinga sem hingað sækja þjónustuna. „Hver- gerðingar og Olfusingar hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í þjóðfé- laginu. Ef við ætlum að standast samanburð við höfuðborgarsvæðið verðum við að geta boðið íbúum okkar sambærilega þjónustu og helst betri en þar er veitt. Opnun heilsdagsvistunar er liður í þeirri viðleitni að efla og treysta byggð- ina.“ Strax í upphafi leitað eftir samvinnu við Ölfushrepp um bygg- inguna enda mikil eftirspurn eftir leikskólaplássum hjá íbúum búsett- um i sveitinni kringum Hvera- gerði. Að sögn Einars var öll sam- vinna við Ölfushrepp til fyirmynd- ar en bæjarfélögin hafa starfað ná- ið saman að ýmsum verkefnum í gegnum tiðina, svo sem rekstri grunnskóla, bókasafns og slökkvi- Iiðs. Ennfremur var haft samband við nokkur fyrirtæki í og við Hveragerði og óskað eftir stofn- framlögum í bygginguna gegn for- gangsplássum. Að sögn Einars var það einungis eitt fyrirtæki sem sá sér fært að taka þátt í bygging- unni en það var Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi. Framkvæmdir við verkið hófust þann 5. júlí s.l. Jafnframt bygging- arframkvæmdum fóru fram um- fangsmiklar endurbætur á lóð leik- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir BJARNI Jónsson, oddviti Ölfushrepps, Sesselja Ólafsdóttir, Ieikskóla- stjóri og Einar Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar voru að von- um ánægð við opnunina. skólans. Viðbyggingin er alls 178 fermetrar, þar af 63 fermetrar í kjallara. Verktaki var Stoðverk ehf., Hveragerði, en arkitekt húss- ins er Karl Erik Rochsen. Arkitekt- ar lóðar eru Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nemur raun- kostnaður við verkið 22,7 millj. eða um 96% af kostnaðaráætlun. Örk og Tröð Prenthús sameinast Húsavík - Á Húsavík hafa undanfarin ár starfað tvær prentsmiðjur, Tröð Prenthús og Örk Prentstofa, sem nú hafa verið sameinaðar og nefnist fyr- irtækið Örk-Tröð Prenthús. Brynjar Sigtryggsson hefur átt og rekið Tröð Prenthús í 18 ár við góð- an orðstír en hefur nú selt fyrirtæki sitt til Örk Prenthús sem þeir Sigur- jón Sigurðsson og Víðir Pétursson hafa rekið undanfarin ár. Eigendur fyrirtækjanna töldu lítið svigrúm til að byggja bæði fyrirtækin frekar upp og fylgjast með hraðri tækniþró- un prentiðnaðarins hvort í sínu lagi Morgunblaðið/Silh SIGURJÓN Sigurðsson og Víðir Pétursson eigendur Arkar-Traðar Prenthúss. en sameinuð gætu þau það. Fyrst um sinn reka þeir félagar nýja fyrirtækið í húsakynnum Ti’að- ar að Hjarðarhól, sem ekki fylgja í kaupunum, en framvegis verður fyr- irtækið rekið að Héðinsbraut 13 eftir að gerðar hafa verið nokkrar breyt- ingai' á húsnæði þar. Órk-Tröð verður áfram með þau umboð sem Tröð hafði áður svo sem fyrir Odda, Miðaprentun, Umbúða- miðstöðina og Múlalund. (»----------- " ........................— Safnaðarfélag Langholtskirkju Stofnfundi safnaðarfélags Langholtskirkju sem vera átti sunnudaginn 18. janúar er frestað fram í febrúar. Nánar auglýst síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.