Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 15
\A
\ I
i
u
VV
I UMHVERFISMALUM
OPIÐ hLJLLS__
UM HELGINA
Skolpmengun við strendur Reykjavíkur 1997.
Gangsetning Skolpu, hreinsi- og dælustöðvarinnar við
Ánanaust, markar eitt stærsta skref í umhverfis-
málum sem stigið hefurverið hérá landi. Skolpa mun
skila borgarbúum hreinni strandlengju en hlutverk
hennar er að hreinsa skolp frá Reykjavík og nágranna-
sveitarfélögunum og dæla því rúma 4 km á haf út.
Áður rann skolpið óhreinsað út í sjóinn við fjöruborð
og olli umtalsverðri mengun umhverfis borgina. Með
tilkomu Skolpu horfum við því fram á bjarta framtíð í
umhverfismálum borgarinnar!
Mengunin 1998. Skolpa við Ánanaust kemur í veg
fyrir skolpmengun á stórum hluta strandlengjunnar.
Skolpa við Ánanaust er tilkomumikil bygging, búin
nútímatækni. Henni erætlað að þjóna stórum hluta
höfuðborgarsvæðisins: Selás-, Breiðholts-, Árbæjar-
og Fossvogshverfi auk hluta vesturbæjar, en einnig
Kópavogi, Garðabæ og Seltjarnarnesi.
Borgarbúar eru hvattir til að sækja Skolpu heim um
helgina og kynna sér starfsemi hennar. Stöðin verður
opin bæði á laugardag og sunnudag milli kl. 13 og 16.
Sérfræðingar á vegum borgarverkfræðings
og gatnamálastjóra verða á staðnum og
svara spurningum gesta.
Sækið Skolpu heim,
hún vinnur þjóðþrifaverk!
Hreinar strendur árið 2000 með opnun nýrrar
hreinsistöðvarvið Héðinsgötu.
skQlpa
Reykjavíkurborg