Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
LM
LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 29
C í máladeild veturinn 1973-’74
„glæponinn með barnsandlitið".
Fjórði frá vinstri í næstefstu röð
er Snorri Sigfús Birgisson tónskáld
og í næstefstu röð lengst til vinstri
er Olafur Bjarni Guðnason, sem hef-
ur stjórnað spurningaþáttum í Sjón-
varpinu og er þýðandi. Annar til
vinstri í efstu röð er Magnús Guð-
jónsson. Hann er hámenntaður dýra-
læknir en starfar sem framkvæmda-
stjóri Heilbrigðiseftirlits Suðumesja
og hrellir þar framleiðendur og
verslunarmenn. Við hlið Magnúsar
er Guðmundur J. Guðmundsson
sagnfræðingur sem var kallaður
Guðmundur „litli Jaki“. Hann er
vonandi ekki eins mikill Fylkingar-
maður og sósíalisti og hann var, en
hann er enn jafnmikill húmoristi og
hann var á menntaskólaárunum.
Pá er hér annar frá hægri í þriðju
röð að ofan Gísli Ai-ni Eggertsson.
Hann er aðstoðarframkvæmdastjóri
íþrótta- og tómstundaráðs. Næstur
honum hægra megin er Helgi Ei-
ríksson er lést fyrir rúmu ári og er
sá eini úr hópnum sem er látinn. Við
hliðina á Gísla Arna er María Ingi-
marsdóttir, kona hans. Þau voru far-
in að búa saman strax á mennta-
skólaárunum og áttu tvö böm þegar
þessi mynd var tekin.
Kennararnir eru auðvitað minnis-
stæðir og sérstaklega man ég eftir
Sverri Hólmarssyni, Brynjúlfi ís-
lenskukennara, Þorbjörgu latínu-
kennara, Eyjólfi Emilssyni sem
kenndi okkur frönsku og Hrafni
heitnum Haraldssyni sem kenndi
okkur stærðfræði."
Uppgangstími
vinstrimanna
„Á þessum árum var samfelldur
uppgangstími vinstrimanna. Rót-
tæka félagið í Menntaskólanum við
Tjörnina hafði sig mjög í frammi og
var eiginlega allsráðandi. Það voru
ekki margir sem mótmæltu þessari
vinstri sjálfumgleði sem þarna gekk
á og gekk út á það að láta sem flesta
vita af sínum stjórnmálaskoðunum.
Það var mjög vinstrisinnað and-
rúmsloft í skólanum og menn vildu
helst ganga undir rauðum fánum. Eg
og mínir félagar gerðum það ekki.
Við fórum og náðum í okkar fána og
fylktum fremur liði undir bláum fána
eða íslenskum fána og vorum stoltir
uppi í Krossi og sit aftarlega,
hægra megin í sætisröð. Predikun-
in var ekki byrjuð svo ég tók upp
Morgunblaðið og fór að lesa. Eg
vissi að allir hinir voru búnir að
taka upp Biblíuna. Þá fínnst mér
Gunnar Þorsteinsson forstöðumað-
ur standa hjá mér. Hann fer að
fletta Morgunblaðinu og ég fmn að
hann er ekki sáttur við að ég lesi
blaðið í húsi Guðs. Svo fer hann að
tala við konu á bekknum fyrir aftan
mig um eitthvert Biblíuverkefni
sem hún á að vinna. Mér var alveg
sama þótt Gunnar væri óhress með
lestur minn á Mogganum og
kláraði að lesa blaðið. Svo beið ég
eftir að predikunin byrjaði.
Ráðning
Fyrri: Draumurinn lýsir upp-
teknum huga þínum (blátt umslag
sett þéttskrifuðum kolsvörtum
táknum) við annarra hag (ástar-
játning til annarrar) og er sem slík-
ur viðvörunardraumur.
Seinni draumurinn er á vissan
hátt á sömu nótum og sá fyrri, það
er að segja, hann lýsir áhugaleysi
þínu á þátttöku (þú last Moggann
en áttir að glugga i Biblíuna) í trú-
félagi þótt þú sért þátttakandi og
er hann einnig aðvörun.
• Þeir /esendur sem viljn fá
(Irnuma sína birta og rnðna sendi
þá með fullu nafni, fædingnrdegi
og ári ásamt heimilisfangi og dul-
nefni til birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 ReyUjavf
af. Við sættum okkur ekki við að
ganga undir slitnum rauðum fánum.
Eg var formaður málfundafélagsins í
skólanum og hafði með mér í stjórn
Má Guðmundsson, yfirhagfræðing
Seðlabankans, og Sigurð Valgeirs-
son, dagskrárstjóra hjá Sjónvarpinu.
Það voru oft fjörugir fundir hjá mál-
fundafélaginu um mál sem voru ofar-
lega á baugi í þá daga.“
Bekkurinn skiptist í
tvo hópa - Óla Guðna
og hina
I fyrrnefndri bók, sem getið er um
hér að framan, ritar Sverrir
Hólmarsson, umsjónarkennari við
Menntaskólann við Tjörnina, hug-
leiðingar sínar um nemendur í fjórða
bekk C veturinn 1973-’74:
„Bekkurinn skiptist eiginlega í tvo
hópa, Ola Guðna og hina, og tala þeir
hópar álíka mikið. Skal þó algerlega
látið ósagt hér, hvor talar af meira
viti. Annars er margt merkilegra
sauða í þessari hjörð, bekkurinn á til
dæmis sinn frístundaöreiga (Guð-
mund J.), sinn broddborgara (Helga
Eiríks), sína hippa (Dunu, Magga
Gumm, Reyni), sinn handboltamann
(Klaka), sínar gáfukonur (Helgurnar
og Þóru), sína kvæðamenn (Ola og
Snorra), sinn listunnanda (Benna),
sín hjón (Gísla og Maríu), sína
glæpona með barnsandlitin (Markús,
Brynjólf, Magga Guðjóns), sínar ró-
legu og traustu sómakonur (Vippu,
Sollu, Rönku, Siggu, Guðrúnu, Unni)
og sinn óskar Magnússon (Óskar
Magnússon).
Mega allir sjá, að úrvalið er nóg,
enda er ekki vitað til þess, að kenn-
ara hafi leiðst í tíma hjá Fjórða Sé,
enda þó fyrir hafi komið, að þeir hafi
orðið hræddir."
-Hvað tók svo við hjá Óskari að
loknu stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum við Tjörnina vorið 1974?
„Að loknu stúdentsprófi var ég í
byggingarvinnu og sjómennsku í eitt
ár og var þá jafnframt að byggja og
koma mér upp heimili. Ég fór að fást
við innflutning og flutti inn kvenfatn-
að. Ég innritaði mig ekki í Háskól-
ann fyrr en tveimur árum eftir stúd-
entspróf og þá í lögfræðina en var
jafnframt í innflutningi. Þá fékkst ég
líka við blaðamennsku og var með
útvarpsþátt hjá Ríkisútvarpinu. Þeg-
ar ég átti eitt ár eftir í laganámi tók
ég að mér að vera fréttastjóri á DV
og var í því í fimm ár eða þar til ég
fór í framhaldsnám í lögfræði í
Bandaríkjunum. Ég hef verið for-
stjóri Hagkaups síðastliðin fjögur ár
og hafði áður rekið lögmannsstofu í
sex ár í samvinnu við Ásgeir Þór
Ágústsson. Kona mín er Hrafnhildur
Sigurðardóttir listhönnuður og við
eigum einn son, Magnús.“
V. Reykjavík
Sævarhöfða 2, Reykjavík
laugardaginn 17. og
sunnudaginn 18. janúar 1998
Opið frá k\. 10 - 18 laugardag
12 - 18 sunnudag.
Allt það nýjasta á
vélsíeðamarkaðinum
ýmsum aukabúnaði.
.
ÚTILÍFSSÝNING
AÐGANGUR ÓKEYPIS!
Sýning á vélsleðum, varahlutum,
ýmsum aukabúnaði,
öryggisbúnaði, leiðsögutækjum,
fatnaði í miklu úrvali og mörgu
fleiru tengdu vélsleðamennsku og
almennri útivist. Glæsileg aðstaða
fyrir sýnendur og gesti. Næg
bílastæði, góð aðkoma.
ARSHATIÐ
Ingvar Helgason ehf
SmwMgða 2 «4 KeMmik »«i*. i?X*>
imW«X»iin*al»w»Wð577
POLRRIS ski-tíoo D/MX& YAMAHA ARCTIC CAT
Árshátíð verður haldin í Hlégarði
Mosfellsbæ laugardaginn
17. janúar 1998. Þríréttaður kvöldverður,
skemmtiatriði. Hljómsveit Eyjólfs
Kristjánssonar leikur fyrir dansi.
Borðhald hefst kl. 20:00
Skeljungur hf.
Einkaumboð fyrir Shell-vörur á islandi