Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 P 8 1 MORGUNBLAÐIÐ 1 „ÞESSI mynd var tekin á tröppum gamla Miðbæjar- barnaskólans árið 1974. Við útskrifuð- umst þá um vorið. Það hafði einn bekk- ur útskrifast á und- an okkur. Þetta er fyrsti árgangurinn sem var alla fjóra bekkina í Mennta- skólanum við Tjörn- ina. Á þeim árum hafði menntaskólinn aðsetur í þessu gamla skólahúsi. Bekkurinn á undan okkur kom úr MR,“ segir Óskar Magn- ússon, forstjóri Hagkaups, og horfir með velþóknun á bekkjarmyndina af 4. bekk C í máladeild. Það er ávallt stutt í húmorinn og brosið hjá Óskari Magnússyni og hann hefur ánægju af að rifja upp löngu liðna daga á skrifstofu sinni í verslunarhúsnæði Hagkaups í Skeifunni. Góðar minningar Óskar er fæddur á Sauðárkróki árið 1954. Þegar hann var tveggja ára fluttist fjölskyldan suður til Reykjavíkur og hann ólst upp í Vogahverfinu. Foreldrar Óskars eru Ólína Ragnheiður Jónsdóttir og Magnús Óskarsson, fyrrverandi borgarlögmaður. „Eg fór þessa venjulegu skóla- göngu og síðan yfir í menntaskól- ann. Þegar ég horfi núna á myndina Veturinn 1973 til 1974 var Óskar Magnússon í fjórða bekk C í Mennta- skólanum við Tjörn- ina. Með gömlu bekkjarmyndinni rifjar hann upp minningar frá menntaskóla- arunum. af fjórða bekk C í Menntaskólanum við Tjömina er margs að minnast og ég á góðar minn- ingar frá mennta- skólaáranum," seg- ir Óskar og virðir fyrir sér bekkjar- myndina. „Hér í fremstu röð til vinstri er Guðný Halldórs- dóttir, kölluð Duna. Hún er kommún- istaleiðtogi í Mos- fellsbæ og býr til kvikmyndir. Við ______________ hliðina á Dunu er Þóra Guðmunds- dóttir sem er hugmyndasmiður og hótelstýra á Seyðisfirði. Við hlið hennar er Magnús Guðmundsson sem var kallaður „Maggi sæti“. Ég er hér í annarri röð lengst til hægri og við hlið mér eru tveir lögfræðimenntaðir menn, Benedikt Sig- urðsson og Brynjólfur Eyvindsson, og svo er hér annar til hægri í öftustu röð fjórði lög- fræðingurinn, Markús Sigurbjömsson hæsta- réttardómari, sem Sverrir Hólmarsson, kennari okkar í mennta- skólanum, kallaði í bók sem gefin var út um nemendur í 4. bekk „ÞEGAR ég horfi núna á myndina af fjórða bekk C í Menntaskólanum við Tjörn- ina er margs að minnast og ég á góðar minningar frá menntaskólaárunum,“ segir Óskar Magnússon og virðir fyrir sér bekkjarmyndina. Morgunblaðið/Þorkelí Fjórði bekkurC 1973 -1974 Röð að ofan frá vinstri: Hörður Þór Hafsteinsson, Magnús Guðjónsson, Guð- mundur J. Guðmundsson, Helga Sigurjðnsdóttir. Önnur röð f.v: Ólafur Bjarni Guðnason, Snorri Sigfús Birgisson, Oddrún Jónasdóttir, Mark- ús Sigurbjörnsson. Þriðja röð f.v: Unnur Bjarnadóttir, Vilborg Aðalsteinsdóttir, María Ingimarsdóttir, Gísli Árni Eggertsson, Helgi Eirfks- son. Fjórða röð f.v: Sígríður Matthíasdóttir, Helga Jónsdóttir, Sólveig Bjamheiður Steingrims- dóttir, Ragnhildur Thorodd- sen, Brynjólfur Eyvindsson, Benedikt Sigurðsson, Ósk- ar Magnússon. Heðsta röð f.v: Guðný Halldórsdóttir, Reynir Engilbertsson, Þóra Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson. Margt merkilegra sauða Haf draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns ÁRIÐ í ár er tileinkað hafinu, upp- hafsreit okkar og forðabúri í víðum skilningi. Tilvera okkar er tilkomin vegna hafsins, við lifum fyrir hafið, í hafinu og á því. Þessi mikla vitund jarðar bíður með gnægtahom sitt fullt af möguleikum til stórstígra framfara í vísindum og matvælaiðn- aði, þar eru draumalönd nýrrar tækni og skilnings á lífinu, lífi hafsins. Draumahaf svefnsins er ekki ólíkt vökuhafinu sem orkubúr; það nærir sálina, eflir vitundina og geymir upplýsingar fomrar visku sem ókominnar. Hafið hefur kynngikraft sem fáir geta staðist. Það er lyngt, djúpt og blá/grænt sem spegill þroskaðrar sálar, hófsamarar vit- undar sem birtist í hafslíki. Hinn lygni lögur er ef til vill tákngerving- ur „meistara“ sem vitjar þín í svar- bláu hafi sem leiðbeinandi, það er grænt þegar sendiboðinn ber þér skilaboð varðandi þroska þinn og það er skærblátt þegar þú ert að upplifa sjálfa/n þig og vitund þína. Hafið er spegill á samband þitt við móður þína á öllum tímum, upphaf þitt og þann sálargrunn sem þér var gefinn í vöggugjöf. Það ummyndar eðlisþætti sem stýra hegðun okkar í sjávarmyndir draumanna og sýnir okkur leiðir til skilnings á þeim. Sjórinn úfnar þegar úlfúð milli manna er í farvatninu og öldumar verða hvítfyssandi þegar mikið til- finningarót er að leggja úr höfn. Öldumar rísa hátt þegar innra líf þitt er í háska og þær skella á ströndinni þegar eitthvað magn- þmngið er yfirvofandi. Svo dettur á hvítalogn þegar þú hefur náð áttum og sérð tíl fyriheitna landsins. Draumur „Göggu“ Mér fannst ég vera að leita að náttstað. Mér bauðst að sofa hjá bræðmm mínum í húsi sem ég veit ekki hver átti en í vora nokkur her- bergi. En mér fannst þetta heldur óhrjálegur staður, allt í óreiðu og óhreinindum. Ég vissi af öðru húsi sem ég gæti sofið í og væri öraggt. En það hús var ekki auðvelt að kom- ast í, það stóð eitt og sér mjög ein- angrað og langt uppi í fjalli. Enginn hafði komið þangað í aldaraðir. Mér fannst samt tilvinnandi að leggja í þetta ferðalag. Með mér var frænka mín (S), en þetta var æskuheimili hennar, æskuvinur minn (J) og manneskja sem ég þurfti að hjálpa upp. Mjög erfitt var að komast upp að húsinu, erfítt að fóta sig því það var þýft og stundum hálka. Eitt skiptið þurfti að fara yfir gljúfur. Ég þurfti að setjast klofvega yfir eitt- hvert forláta jámstykki, eldgamalt. Fyrir framan mig var manneskjan sem ég þurfti að hjálpa upp. (J) leið- beindi mér yfir á járnstykkinu en manneskjan tafði fyrir, þó hugsaði ég mér aldrei að skilja við hana. Þegar að húsinu kom (það var hvítt) varð að fara upp á háaloft gegnum lúgu sem ég opnaði og fórum við öll upp. Komum við inn í herbergi þar sem móðir (S), (Á) hafði átt. Þar vora margir kistlar og ótrúlega fal- legir útsaumaðir hlutir, s.s. snyrtitaska og hlutir sem tilheyra konum, allir hvítir. (S) kom með ein- hvers konar snyrtivasa á stærð við púða og rétti mér. Ég opnaði veskið og í því var hvítt púður og ilmur sem var þeirrar náttúra gæddur að vera aldrei eins. Mér fannst (S) frekar stutt í spuna og þykja lítið til þessa alls koma en ég var heilluð af handavinnunni. Síðan fer (S) út úr herberginu. Ég hugsa að ég hefði átt að koma með myndbandstæld því þetta var slíkur viðburður. Ég leit út um gluggann og niður því húsið var hátt. Ég sá engan gróður, bara möl og einstaka strá, allt slétt. Ráðning í upphafi og við lok draumsins eru tákn um að þú sért fjarri sjálfri þér nú um mundir (þér baust nátt- staður annars staðar en heima) og sá staður er „heldur óhrjálegur", það var napurlegt kringum húsið á fjallinu. En svo tekur við ferli þar sem þú heldur í fór inn í sjálfa þig Mynd/Kristján Kristjánsson ÚR djúpi draums rís vitund hafs. (þú vissir af húsi sem væri öraggt). Sú ferð verður spennandi því þú munt nálgast þinn innsta kjarna (húsið á fjallinu sem enginn hafi komið til í aldaraðir) og þar, öðlast aukinn skilning á sjálfri þér og mannlegu eðli sem mun vega þungt (jámstykkið) í lífinu. Þessi ferð verður þér erfið framan af (erfitt að fóta sig og hált) en hún er þroska- ferð svo þér er óhætt. Þeir sem fylgja þér eru tákngervingar: (S) sem þú lítur upp til og er þér á vissan hátt fyrirmynd, er merki orku. (J) er tákn trausts, en hann og (S) saman merkja tímann (sum- ar) sem ferðin tekur. Manneskjan sem er með er gervingur einhvers þér nákomins sem er horfinn héð- an. Þessi ferð er þér til frama og þú munt uppskera, ekki bara aukinn þroska, heldur næmt innsæi á fínni blæbrigði tilverannar (útsaumur- inn), sem mun nýtast þér vel í starfi (myndbandstækið gefur eitt- hvað í skyn tengt fjölmiðlun) og leik á lífsins braut. Tveir draumar „Sullu“ Fyrri: Mér fannst ég fá bréf frá fyrrverandi eiginmanni, umslagið var blátt en örkin hvít og þéttskrif- uð kolsvörtum táknum. Eg lít á um- slagið og sé skrifað með bláu bleki í eitt homið „Ég elska þig Erna.“ Seinni: Mig dreymdi að ég er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.