Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 1
88 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 13. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR17. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rannsóknarskýrsla um aðdraganda yfírtöku Færeyinga á Færeyjabanka birt Fuglaflensa Færeyingar vilja skaða- bætur og íhuga málssókn Skýrslan sögð áfellisdómur yfír Den Danske Bank en rikisstjórnin vísar ábyrgð á bug Kaupmannahöfn, Þórshðfn. Morgunblaðið. POUL Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Danmerkur, viðurkenn- ir að Færeyingar hafi verið hlunn- farnir í Færeyjabankamálinu svo- kallaða en fullyrðh- að orðrómur um samsæri dönsku stjórnarinnar og Den Danske Bank gegn Færey- ingum eigi ekki við nein rök að styðjast. 2.500 blaðsíðna skýrsla um aðdragandann að yfirtöku Færeyinga á Færeyjabanka frá Den Danske Bank, sem leiddi til efnahagskreppunnar á eyjunum árið 1993, var birt í Danmörku og Færeyjum í gær. Vakti hún þegar hörð viðbrögð í Danmörku þótt enn eigi menn eftir að fara ofan í saumana á henni en viðbrögð Færeyinga einkenndust af varfæmi. Edmund Joensen, lög- maður Færeyinga, sagði í samtali við danska sjónvarpið, að illa hefði verið með Færeyinga farið og að þeim hefðu verið veittar rangar upplýsingar. Sagði hann að sér fyndist eðlilegt að Færeyingar fengju um 2 milljarða dkr. í skaða- bætur vegna málsins. Þá sagði hann að eftir væri að ákveða hvort farið yrði í mál gegn Dönum og þá hvort málshöfðun yrði á hendur stjóminni eða Den Danske Bank. Skýrslunnar var beðið með mik- illi eftirvæntingu í gær. I Færeyj- Nordfoto EDMUND Joensen, lögmaður Færeyinga, ræðir niðurstöður bankaskýrslunnar í gær. um gætir léttis þar sem skýrslan sanni að Færeyingar hafi haft rétt fyrir sér. Bjami Djurholm, einn færeysku eftirlitsmannanna með gerð skýrslunnar, sagði niðurstöð- una mjög alvarlega en að skýrslan gæfi tilefni til að hreinsa andrúms- loftið á milli Færeyinga og Dana. Færeysku stjórnmálamennirnir sem tjáðu sig um skýrsluna vora sammála um að hún sannaði að Færeyingar hefðu verið hlunnfam- ir og lögðu mikla áherslu á að Lög- þingið og landstjórnin samræmdu viðbrögð við skýrslunni. Að sögn Joensens verður skipuð nefnd, sem á að skila áliti innan hálfs mánaðar um hvort Færeyingar fari í skaða- bótamál. Nyrup og Lykketoft vísa ábyrgð á bug Fullyrt var á fimmtudag að danska stjórnin og þá sérstaklega Mogens Lykketoft fjármálaráð- herra myndi fá hraklega útreið í skýrslunni. í henni kemur fram að hann hafí beitt sér mjög í málinu en þegar allt kemur til alls hlýtur ábyrgðin að liggja hjá forsætisráð- herra, þar sem hann ber endanlega ábyrgð á sambandinu við Færey- inga. Bæði Nyrup og Lykketoft vísa því á bug að þeir hafi aðhafst nokkuð rangt í málinu. Nyrap gaf í gær í skyn að Færeyingar hefðu ástæðu til að höfða mál gegn Den Danske Bank og beinir þvi fyrst og fremst at- hygli að embættismönnum og Den Danske Bank. Uffe Ellemann-Jen- sen formaður Venstre og leiðtogi stjómarandstöðunnar, sagði skýrsluna hins vegar styrkja þá skoðun sína að sök Nyraps lægi í aðgerðaleysi hans en sök Lykketofts hins vegar í því sem hann gerði. Lykketoft var spurður hvort hann sæi eftir gjörðum sínum. Hann svaraði því ekki en undir- strikaði að hann hefði ekki hagað málum eins og hann gerði ef hann hefði t.d. vitað af því, að andstætt því sem álitið var hefði bankinn verið mjög illa staddur. Pólitísk lausn en ekki lagaleg Skýrslan er áfellisdómur yfir Den Danske Bank, sem er sagður hafa gefið Færeyingum ónógar upplýsingar um stöðu Færeyja- banka. Um kvöldmatarleytið sendi Peter Straarap, bankastjóri Den Danske Bank, frá sér stutta til- kynningu þar sem hann sagði bankann hafa á sínum tíma gefið þær upplýsingar, sem hægt var að gefa. Bankinn hefði ekki séð fyrir þá þróun, sem orðið hefði síðar. Straarap vísaði því algerlega á bug að bankinn bæri lagalega ábyrgð og ítrekaði að sú lausn sem hefði verið fundin hefði verið pólitísk lausn. ■ Færeyingar hlunnfarnir/22 WHO telur upptökin ekki í Kína Peking, Genf. Reuters. EINN sérfræðinga Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO), sem era í Kína til kanna hvar fuglaflens- an á upptök sín, sagðist í gær telja að þeirra væri að leita í Hong Kong, en ekki Kína eins og yfirvöld í Hong Kong hafa talið. Þá tilkynnti WHO í gær að fuglaflensuveiran hefði fundist í öndum og gæsum í borg- inni. Yfirvöld í Hong Kong höfðu lýst því yfir fyrr í vikunni að þau teldu hættuna á fuglaflensufaraldri liðna hjá. Sex manns hafa látist úr henni en allir veiktust áður en yfirvöld létu slátra um 1,4 milljónum kjúklinga. Tekin voru sýni úr fiðm-fénaði í borginni og í gær tilkynnti WHO að veiran hefði fundist í tíu af 1.800 sýnum úr öndum og gæsum. Telur stofnunin það svo fá tilfelli að ekki sé ástæða til að slátra öllum öndum og gæsum í Hong Kong. Daniel Lavanchy, einn tíu sér- fræðinga WHO sem komu til Kína í gær til að kanna hvort flensan hefði átt upptök sín í suðurhluta landsins, kvaðst telja að hún hefði komið upp í Hong Kong. „Vera kann að ég skipti um skoðun á næstu viku en nú tel ég ekki að upptökin séu í Kína,“ sagði hann. Næstu vikuna munu sérfræðingarnir heimsækja kjúklingabú, markaði og sjúkrahús í Suður-Kína, vegna fullyrðinga stjórnvalda í Hong Kong um að sýktir kjúklingar í borginni hafi verið keyptir frá Kína. Starfsemi Velferðarflokksins bönnuð Vekur áhyggjur á Vesturlöndum Ankara, Reuters. NECMETTIN Erbakan, leiðtogi Velferðarflokksins í Tyrklandi, sagðist í gær myndi áfrýja til Mannréttindadómstóls Evrópu þeim úrskurði stjómlagadómstóls í Ankara sem lagði bann við starf- semi flokksins í gær. Dómstóllinn útilokaði jafnframt Erbakan og fimm aðra háttsetta þingmenn Velferðarflokksins frá því að gegna pólitísku forystuhlut- verki næstu fimm árin. Dómstóllinn úrskurðaði gegn Velferðarflokknum á þeirri for- sendu að samfélagsgerðinni hefði stafað ógn af þeim tilraunum Er- bakans, þáverandi forsætisráð- herra, til að auka mikilvægi gilda íslam í þjóðlífinu. Hefði hann starf- að gegn anda og fyrirmælum tyrk- nesku stjórnarskrárinnar. Bretar, sem fara með forystu- hlutverk í Evrópusambandinu, hafa áhyggjur af úrskm-ði tyrkneska stjómlagadómstólsins og sögðust myndu ráðfæra sig við bandamenn sína. Jon Benjamin, sendiherra Breta í Ankara, sagði þá óttast áhrif úrskurðarins á lýðræðislegt fjölræði og tjáningarfrelsi. Þá lýstu bandarísk stjómvöld einnig áhyggjum vegna málsins og sögðu það rýra traust þeirra á tyrknesku lýðræði. Forskot Schröders á Kohl Bonn. Reuters. GERHARD Schröder, leiðtogi þýskra jafnaðarmanna, nýtur tvö- falt meira trausts kjósenda en Helmut Kohl Þýskalandskanslari, samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gærkvöldi. Niðurstaðan sýnir að byrlega blæs fyrir Schröder, sem nýtur stuðnings 61% kjósenda í embætti kanslara, en 31% vill að Kohl sitji áfram. Schröder hefur ekki ákveð- ið hvort hann sækist eftir því að verða kanslaraefni flokks síns en segir að niðurstaða í kosningum til sambandsþingsins í Neðra- Saxlandi skeri úr um það. Nýleg skoðanakönnun bendir til stórsig- urs Schröders í þeim kosningum. Reuters Samstarfssamningur bandamanna FORSETAR Eistlands, Lett- lands og Litháens undirrituðu í gær samstarfssamning við Bandaríkin í Washington. „Öryggi Bandaríkjanna er tengt Evrópu og Evrópa verður aldrei að fullu örugg ef vafi leikur á öryggi Eystrasaltsríkj- anna,“ sagði Bill Clinton Banda- ríkjaforseti við undirritunina. Lagði hann áherslu á að dyr Atlantshafsbandalagsins væru opnar og að Bandaríkjamenn hygðust vinna að inngöngu Eystrasaltsríkjanna í bandalag- ið. Samningnum hefur verið vel tekið í Bandaríkjunum og Eystrasaltsríkjunum. „Hann gerir okkur að bandamönnum,“ sagði Guntis Ulmanis, forseti Lettlands, við undirritunina en hann situr til vinstri. Við hlið hans stendur Algirdas Braz- auskas, fráfarandi forseti Lit- háens, en Lennart Meri, forseti Eistlands, tekur í hönd Clintons Bandaríkjaforsete.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.