Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ‘ <50<3áA HAM' BoPGAZfá. [ÉGÆTLA A& ™ BOfttAŒÆ ' aabb sjómm s^%yjrl Grettir Ferdinand Smáfólk NO, MAAM..I PIPN'T 6ET m HOMEWORK PONE UIELU HAPTO FEEPMY P06,ANP TAKE HIM FOK A U)ALK,ANP THEN REAPTOHIM- ZC TES, MA'AM, I REAPTOMY POG EVERT NIOHT.. ..AND I NEVER A5K HIM TO WRITE A 0OOK REPORT \2í sorrv.ma'am.. THAT JUST SORT OF 5LIPPEP OUT.. Nei, kennari... ég Nú, ég varð að gefa las ekki heima. hundinum mínum og fara út að ganga með hann og síðan að lesa fyrir hann.. Já, kennari, ég ... og ég bið les fyrir hundinn hann aldrei um að minn á hverju skrifa ritgerð um kvöldi... efnið. Afsakaðu, kennari ... þetta eiginlega slapp út úr mér... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hafa skal það er sannara reynist Frá Heiðbjörtu Björnsdóttur: TILEFNI þessara skrifa eru þau að rithöfundarnir Thor Vilhjálmsson og Vigfús Björnsson hafa báðir í bókum sínum, Raddir í garðinum sem kom út 1992 og Huldulandið sem kom út 1997, getið um atburð sem átti sér stað á Brettingsstöðum á Flateyjar- dal árið 1931, en það var þegar mág- ur minn Oli Brettingur Gunnarsson týndist. Frásagnir beggja höfunda eru rangar og vil ég í þessari grein leiðrétta þær. í bók Thors er Óli sagður 4-5 ára þegar hann hvarf og orðrétt er frá- sögn hans þannig, „fannst ekki og var talinn af. Þrem dögum síðar var Gunnar bóndi að svipast um eftir kindum og kemur í afvikna laut eða hvamm og finnur þar bam sitt heilt á húfi“. (Raddir í garðinum, bls. 133.) Samkvæmt þessari frásögn var Gunn- ar bóndi alls ekki að leita að baminu sínu heldur huga að kindum! Þama er veist að mannorði látins manns og reyndar fjölskyldunnar allrar. I frásögn Vigfúsar í bókinni Huldulandið, bls. 233, er drengurinn sagður hafa týnst um haust og faðir hans látinn finna hann eftir 3 daga suður og niður í mýri í kolniða- myrkri. Það eina sem er rétt í þeirri frásögn er að Óli var 2 ára og að leit að honum var aldrei hætt. Þessir tveir rithöfundar hefðu bet- ur talað við böm Emelíu og Gunnars frá Brettingsstöðum, sem þeir þekkja, og leitað réttra heimilda af þessum atburði áður en þeir settu þessa þvælu í bækur sínar. Þeir eru að tala um mann sem lifir og starfar á meðal okkar og á heimtingu á að rétt sé farið með atvik í lífi hans og fjölskyldunnar. Rétt er þessi landkönnunarsaga lítils drengs þannig: Fyrri hluta júnímánaðar 1931 týndist Óli Brett- ingur, sem var fæddur 24. apríl 1929 og því aðeins 2 ára gamall. Hann hvarf frá bænum um kaffi- leytið og hófst þá mikil leit af öllu fólkinu á Dalnum. Beindist öll leit í fyrstu að hættum í tjörnum, mýr- um, lækjum og skurðum, sem nóg var af. Það var áliðið nætur er Gunnar faðir hans fann lítil fótspor í moldarflagi úti í svokölluðu Brekku- horni og eftir erfiða leit, þar sem sporin ýmist týndust eða komu í ljós í móunum, fann hann drenginn norðan og ofan við Völugilshólinn á svokölluðum Efri-Mýrarsundum. Þá var klukkan orðin 5 að morgni og þarna lá drengurinn sofandi og úrvinda af þreytu milli þúfna, var þá búinn að vera týndur í 14 tíma en ekki 3 daga. A þessum stað var hann úr sjónmáli frá bænum en Völugilshóllinn er hár hóll norðvest- ur frá bænum. Ekki var hvarf hans talið dularfullt, né af völdum álfa eða huldufólks eins og gefið er í skyn hjá nefndum rithöfundum. Þar sem Thor Vilhjálmsson er nú að lesa bók sína Raddir í garðinum í útvarpinu, finnst mér rétt að þetta komi fram og vænti þess að hann leiðrétti sig þegar að þessum kafla kemur. I annan stað langar mig til að leið- rétta meinlega villu í bók Vigfúsar; Huldulandið. Þar stendur orðrétt: I kirkjugarðinum á Brettingsstöðum má víða sjá álefranir eins og þessar: „Fórst með hákarlaskipi", „Hvílir hér einn manna af hákarlaskipinu ... sem týndist með allri áhöfn“ (tilv. lýkur). Engar slíkar áletranir eru í garðinum, aðeins krossar á leiðum fólks frá Brettingsstöðum, Jökulsá og úr Flatey. Sem tengdadóttir sæmdarhjón- anna Emelíu Sigurðardóttur d. 1960 og Gunnars Tryggvasonar d. 1973 sem bjuggu á Brettingsstöðum til ársins 1953, get ég ekki látið hjá líða að leiðrétta þessar leiðu missagnir og vil geta þess að þetta er ritað með vilja og vitund barna þeirra, Óla Brettings, Öddu, Ingveldar og Tryggva, sem vilja að hið rétta komi fram. Með vinsemd og virðingu kveð ég þessa tvo heiðursmenn og vona að þeir taki þessu skrifi með opnum huga. HEIÐBJÖRT BJÖRNSDÓTTIR, Miðbraut 7, Vopnafirði. Dagblaðakaup og lágkúra þingflokksformanna Frá Lofti Magnússyni: ÉG VIL vekja athygli landsmanna á tilkynningu frá fjármálaráðuneyt- inu í Morgunblaðinu laugardaginn 10. janúar 1998, á bls. 6, þar sem segir að sagt hafi verið upp áskrift að Morgunblaðinu, DV og Degi, um er að ræða 100 eintök af hverju blaði sem dreift hafi verið til sjúkra- húsa, sendiráða og ráðuneyta o.fl. Haraldur Sveinbjarnarson, deildar- stjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði þetta gert í samræmi við breyting- artillögu sem formenn allra þing- flokka hefðu lagt fram við fjárlaga- frumvarp þessa árs. í greinargerð með breytingartillögunni er lagt til að liður um heimild ríkisins til að kaupa dagblöð eða aðalmálgögn þingflokkanna íyrir stofnanir ríkis- ins falli brott og bætt við að áætlað- ur kostnaðm- af þessu sé um 10 milljónir króna. í tillögunni segir að á móti skuli hækka liðinn „sérfræðileg aðstoð íyrir þingílokka", um jafnháa fjár- hæð og lagt til að fé til útgáfumála þingflokka hækki um 5,5% eftir að upphæðin hafi verið óbreytt í tvö ár. Hvílík lágkúra af þingmönnum að ná til sín fé á þennan hátt. Það má deila um hvort kaupa ætti þessi blöð til sjúkrahúsa og sendiráða, betur hefði mátt verja þessum 10 milljónum t.d. að ditta að hriplekum gluggum sjúkrahús- anna. En svona starfa þeir á Alþingi ís- lendinga og skyldi nokkurn undra þótt maður hafi skömmu þar á. LOFTUR MAGNÚSSON, Kambaseli 30, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fyigir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.