Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Messur AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskólinn á nýju ári í Safn- aðarheimilinu kl. 11 á morgun. Munið kirkjubflana. Guðsþjónusta kl. 14. Molasopi í Safnaðarheimili eftir messu þar sem rætt verður um prédikunartexta dagsins sem er úr Matteusarguðspjalli, fjallað verður um merkingu textans og gildi hans í samtíðinni og fengist við spurningar sem hann kveikir. Aðalfundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á morgun í kapellu. Starfið fram á vor skipu- lagt. Bibh'ulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmumorgunn frá 10 til 12 á mið- vikudag, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskóli barnanna hefst að nýju eftir áramót í dag, laugardag, kl. 13, litríkt og skemmtilegt efni, foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17, ath. breyttan tíma. KyiTðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasambandið kl. 15 á mánudag, hjálpai-flokkur kl. 20.30 um kvöldið og krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 i Hríseyjar- kirkju. Sunnudagaskóli verður í Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á morgun og guðsþjónusta kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnað- arsamkoma, brauðsbrotning, kl. 11 á sunnudag, G. Theodór Birgisson prédikar. Fjölskyldusamkoma kl. 14 sama dag, Jóhannes Hinriksson prédikar. Mikill og fjölbreyttur söngur. Vonarlínan, 462 1210, sím- svari allan sólarhringinn með upp- örvunarorð úr ritningunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á sunnu- dag kl. 11 í kirkjunni við Eyrar- landsveg. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á morgun, sunnudag. Fundur í yngri deild, fyrir 8-12 ára fyrir drengi og stúlkur kl. 17.30 á mánudag. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, öll böm velkomnin. Ástjarnarfundur fyrir 6-12 ára börn ki. 18. Fulltrúar foreldrafélaga í tíu leikskólum Morgunblaðið/Kristján BÖRNIN á leikskólanum Holtakoti fóru áhyggjulaus í gönguferð í gærmorgun, en foreldrar margra barna á Ieikskólum bæjarins hafa hins vegar áhyggjur af hækkun leikskólagjalda um næstu mánaðamót. Hæstu leikskóla- gjöldin á Akureyri FULLTRÚAR foreldrafélaga á tíu leikskólum á Akureyri hafa lagt fram bréf til bæjarráðs og bæjarstjómar þar sem m.a. kemur fram að á Akur- eyri verði greidd hæstu leikskóla- gjöld á öllu landinu þegar samþykkt 10% hækkun á leikskólagjöldum tek- ur gildi um næstu mánaðamót. Fram kemur í bréfí frá foreldrafé- lögunum að eftir hækkun verður gjaldið á Akureyri 22.020 krónur fyrir 9 tíma dvöl og fullt fæði, en fæðis- gjald hækkar um 5% um komandi mánaðamót, úr 4000 krónum á mán- uði í 4.200 krónur. í Kópavogi er gjaldið 20.800 krónur fyrir 9 tíma dvöl en sami tími er verðlagður á 18.750 krónur á leikskólum í Reykja- vík. Samkvæmt Árbók sveitarfélag- anna frá 1996 er hlutur foreldra í rekstarkostnaði leikskóla á Akureyri 41,6% en 35% i Reykjavík að því er fram kemur í bréfí foreldrafélaganna. Ætlum að verða sýnilegri Elín Hanna Jónsdóttir, formaður Hólmasólar, foreldrafélagsins á leik- skólanum Klöppum segist vita um þrjú pör sem fluttu frá Akureyri einkum vegna hárra leikskólagjalda, um væri að ræða pör þar sem annar makinn var í háskólanámi en hinum hafi ekki gengið vel að fá vinnu í bænum. „Þegar leikskólagjöldin eru þetta há er þetta hreint peninga- spursmál," sagði Elín Hanna, en eft- ir hækkun greiða foreldrar sem eru með bam á leikskóla allan daginn tæplega 36 þúsund krónum meira á ári en foreldrar í Reykjavík og er sumarfrí tekið með í dæmið. „Þetta auðveldar barnafólki ekki að búa í þessu sveitarfélagi,“ sagði Elín Hanna. „Tvö síðustú ár þegar gjöldin hafa hækkað höfum við sent bæjaryfir- völdum undúskriftalista og mót- mælt, en nú ætlum við að vera sýni- legri. Fólk er reitt,“ sagði Elín Hanna. Samanburður verður gerður á gjaldskrám Ingólfur Ármannsson, fræðslu- málastjóri Akureyrarbæjar, sagði að samanburðurinn væri Akureyri óhagstæður eins og er miðað við samþykkta hækkun, en hún hafí tek- ið mið af kjarasamningum á síðasta ári og verðlagsbreytingum. Önnur sveitarfélög hafi enn ekki tilkynnt um hækkun á leikskólagjöldum. Bæjarráð fól fræðslumálastjóra að útfæra samanburð á gjaldskrám leikskóla í nokkrum sveitarfélögum. og sagði Ingólfur að verið væri að safna saman upplýsingum. Þegar unnið hefði verið úr þeim yrðí málið kynnt. Vélsleðamenn valda ónæði LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af vélsleðamönum vegna aksturs innanbæjar í fyrrakvöld og var skýrsla tekin af nokkrum þeirra. í kjölfar þessa atviks sendi stjóm Félags vélsleðamanna í Eyjafirði frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem slíkur akstur er for- dæmdur og eigendur vélsleða jafnframt hvattir til að halda sett- ar reglur. Nokkuð hefur borið á kvörtun- um frá bæjarbúum vegna aksturs vélsleðamanna í þéttbýli en slíkt er óheimilt í flestum tilfellum. Jó- hannes Sigfússon, varðstjóri í lög- reglunni, segir að alltaf sé eitt- hvað um að menn séu ósvífnir á þessum tækjum og fari þá jafnvel yfir garða hjá fólki. Samkvæmt lögreglusamþykkt Akureyrar er eigendum slíkra ökutækja í undantekningartilfell- um og þegar aðstæður leyfa heim- ilt að aka frá heimili sínu út úr bænum stystu leið og til baka aft- ur að lokinni ferð. Sama á við um eldneytistöku. Vélsleðar réttlausir Stjóm Félags vélsleðamanna minnir á að óskráðir eða ótryggð- ir vélsleðar eigi engan rétt í um- ferðinni, hvorki innan bæjar- markanna né utan. Eigendur óskráðra tækja beri alfarið ábyrgð á notkun þeirra. Félagið er í samstarfi við umhverfisdeild bæjarins og lögregluyfirvöld um að beina umferð vélsleða úr bæn- um og á svæði utan bæjarins þar sem hún á betur heima. Á síðasta ári vora settar reglur um umferð vélsleða í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar, og á allra næstu dögum verða breytingar kynntar en umferð á skíðasvæðunum er algerlega bönnuð. Blað allra landsmanna! - kjarni niálsins! Mýflug sýnir áhuga á sjúkraflugi en ekki áætlunarflugi LEIFUR Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Mýflugs í Mývatnssveit, segir ekki ólíklegt að félagið geri tilboð í sjúkraflug, annað hvort frá Egilsstöðum eða ísafirði þegar það verður boðið út. Hann sagði hins vegar ekki áhuga- verðan kost að standa að áætlunar- flugi til Raufarhafnar, Grímseyjar eða Gjögurs, þrátt fyrir rfldsstyrk. Umræðan hefur að undanfömu að mestu snúist um Flugfélag ís- lands og íslandsflug. Mýflug á tvær Piper-vélar, 7 og 9 manna, og Leif- ur bendir á að það sé vél frá Mýflugi sem standi undjr sjúkra- flugsvakt íslandsflugs á ísafirði og einnig á Egilsstöðum þegar vél frá Flugfélagi Austurlands hefur verið biluð eða í skoðun. „Eg reikna því með að við mun- um taka þátt í þeim útboðum sem snúa að sjúkrafluginu og þá frekar frá Egilsstöðum, þótt margt sé enn óljóst varðandi þessi útboðsmál." Leifur sagði Mýflug vera í góðu samstarfi við íslandsflug og þá ekki síður Flugfélag íslands og ekki stæði til að fara að keppa við þau fé- lög í áætlunarfluginu. „Við eram svo litlir og eigum mikið undir því að eiga gott samstarf við stóra aðilana." Farþegnm fjölgaði um 25% Mýflug hefur haft með höndum flug á milli Mývatnssveitar og Reykjavíkur yfir sumartímann og voru farþegar í sumar um 25% fleiri en sumarið 1996. Einnig býður fé- lagið upp á leiguflug og útsýnisflug í sveitinni. „Við höfum aldrei verið með heils árs útgerð og kannski þess vegna sloppið við það að vera í taprekstri." Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 19. janúar kl. 20.30 í Kaupangi. Bœjarmálafutidir eru öllum optiir. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins. Dregið í Akraleiknum DREGIÐ hefur verið í Akraleik Smjörlíkisgerðar KEA sem efnt var til fyrir jólin. I boði voru 5 tölvuvogir frá Tefal og 10 sett af Ekko bökunarformum. AIls tóku um 400 manns þátt í leikn- um. Þeir sem hlutu tölvuvogir era Ólöf Sigurvinsdóttir, Keflavík, Sigrún Pálsdóttir, Reykjavík, Ólafia G. Steingrímsdóttir, Akureyri, Guðbjörg Karlsdóttir, Eskifirði, og Arnheiður Krist- insdóttir, Akureyiá. Þeir sem fengu bökunarfoi-min eru Sigur- laug Þ. Gunnarsdóttir, Akur- eyri, Sigríður Magnúsdóttir, Hvammstanga, Jóhanna Ragn- arsdóttir, Finnastöðum, Egils- stöðum, Margrét Þóra Sveins- dóttir, Seltjarnarnesi, Anna H. Jónsdóttir, Hnjúki, Húsavík, Sigríður Hálfdánsdótttir, Bol- ungai-vík, Þórunn Ósk Helga- dóttir, Akureyri, Guðfinna Thorlacius, Akureyri, Guðx-ún Elín Gunnarsdóttir, Akureyri og Sísi Steindórsdóttir, Sauðár- króki. Verðlaunin verða send vinn- ingshöfum á næstu dögum. Á myndinni er Sigurlaug Björns- dóttir, starfsmaður Smjörlíkis- gerðar KEA, að draga í Ieikn- um. * Iþrótta- maður Þórs útnefndur ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs árið 1997 verður útnefndur í hófí í Hamri næstkomandi sunnudag, 18. janúar kl. 15. Jafnframt verður tilkynnt um val á besta Ieikmanni einstakra deilda, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks-, körfuknattleiks- og skíðadeilda. Alls bárast nöfn átta íþrótta- manna í kjörinu, tveir frá hverri deild. Þeir era knattspyrnu- mennirnir Guðmundur Hákon- arson og Örlygur Helgason, handknattleiksmennirnir Axel Stefánsson og Þorvaldur Sig- urðsson, körfuknattleiksmenn- irnir Sigurður Grétai' Sigurðs- son og Hafsteinn Lúðvíksson og skíðamennirnir Rúnar Friðriks- son og Hildur Jana Júlíusdóttir. Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins á öllum aldri eru hvattir til að mæta í Hamar á sunnudag, fylgjast með útsend- ingunni og þiggja veitingar. Aldursmörk gjaldtöku hjá Akureyrarbæ BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt tillögu frá fræðslu- málastjóra um aldursmörk gjaldtöku hjá þeim stofnunum Ákureyi'arbæjar, þar sem greiða þarf aðgangseyri og er um að ræða samræmdar tillög- ur sem gilda hjá strætisvögn- um, skíðastöðum, sundlaugúm bæjarins og söfnum, Davíðs- húsi, Sigurhæðum og Náttúru- gripasafni. Miðað er við að börn sem ekki eru komin í grunnskóla greiði engin gjöld, börn á grannskóla- aldri greiða barnagjöld og er þá miðað við tímabilið frá 1. sept- ember árið sem börnin verða 6 ára og 31. ágúst árið sem þau verða 16 ára. Nemar í fram- haldsskólum og háskóla greiða skólagjöld, lífeyrisþegar, frá og með 67 ára aldri, og öryrkjar greiða ekki fyrir þessa þjónustu, nema hvað greitt er fullt far- gjald með strætisvögnum fyrir einstakt fargjald en fá afslátt ef keyptir era 20 miðar. Allir aðrir greiða fullt gjald miðað við þær gjaldskrár sem eru í gildi hverju sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.