Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Messur AKUREYRARKIRKJA: Fyrsti sunnudagaskólinn á nýju ári í Safn- aðarheimilinu kl. 11 á morgun. Munið kirkjubflana. Guðsþjónusta kl. 14. Molasopi í Safnaðarheimili eftir messu þar sem rætt verður um prédikunartexta dagsins sem er úr Matteusarguðspjalli, fjallað verður um merkingu textans og gildi hans í samtíðinni og fengist við spurningar sem hann kveikir. Aðalfundur æskulýðsfélagsins kl. 17 á morgun í kapellu. Starfið fram á vor skipu- lagt. Bibh'ulestur í Safnaðarheimili kl. 20.30 á mánudagskvöld. Mömmumorgunn frá 10 til 12 á mið- vikudag, fyrirbænaguðsþjónusta kl. 17.15 á fimmtudag. Bænarefnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Kirkjuskóli barnanna hefst að nýju eftir áramót í dag, laugardag, kl. 13, litríkt og skemmtilegt efni, foreldrar hvattir til að mæta með bömum sínum. Guðsþjónusta kl. 14. Fundur æsku- lýðsfélagsins kl. 17, ath. breyttan tíma. KyiTðar- og tilbeiðslustund kl. 18.10 á þriðjudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, almenn samkoma kl. 17 og unglingasam- koma kl. 20. Heimilasambandið kl. 15 á mánudag, hjálpai-flokkur kl. 20.30 um kvöldið og krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag. HRÍSEYJARPRESTAKALL: Sunnudagaskóli kl. 11 i Hríseyjar- kirkju. Sunnudagaskóli verður í Stærri-Árskógskirkju kl. 11 á morgun og guðsþjónusta kl. 14. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Safnað- arsamkoma, brauðsbrotning, kl. 11 á sunnudag, G. Theodór Birgisson prédikar. Fjölskyldusamkoma kl. 14 sama dag, Jóhannes Hinriksson prédikar. Mikill og fjölbreyttur söngur. Vonarlínan, 462 1210, sím- svari allan sólarhringinn með upp- örvunarorð úr ritningunni. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laugardag, kl. 18 og á sunnu- dag kl. 11 í kirkjunni við Eyrar- landsveg. KFUM og K: Bænastund kl. 20 á morgun, sunnudag. Fundur í yngri deild, fyrir 8-12 ára fyrir drengi og stúlkur kl. 17.30 á mánudag. SJÓNARHÆÐ: Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, öll böm velkomnin. Ástjarnarfundur fyrir 6-12 ára börn ki. 18. Fulltrúar foreldrafélaga í tíu leikskólum Morgunblaðið/Kristján BÖRNIN á leikskólanum Holtakoti fóru áhyggjulaus í gönguferð í gærmorgun, en foreldrar margra barna á Ieikskólum bæjarins hafa hins vegar áhyggjur af hækkun leikskólagjalda um næstu mánaðamót. Hæstu leikskóla- gjöldin á Akureyri FULLTRÚAR foreldrafélaga á tíu leikskólum á Akureyri hafa lagt fram bréf til bæjarráðs og bæjarstjómar þar sem m.a. kemur fram að á Akur- eyri verði greidd hæstu leikskóla- gjöld á öllu landinu þegar samþykkt 10% hækkun á leikskólagjöldum tek- ur gildi um næstu mánaðamót. Fram kemur í bréfí frá foreldrafé- lögunum að eftir hækkun verður gjaldið á Akureyri 22.020 krónur fyrir 9 tíma dvöl og fullt fæði, en fæðis- gjald hækkar um 5% um komandi mánaðamót, úr 4000 krónum á mán- uði í 4.200 krónur. í Kópavogi er gjaldið 20.800 krónur fyrir 9 tíma dvöl en sami tími er verðlagður á 18.750 krónur á leikskólum í Reykja- vík. Samkvæmt Árbók sveitarfélag- anna frá 1996 er hlutur foreldra í rekstarkostnaði leikskóla á Akureyri 41,6% en 35% i Reykjavík að því er fram kemur í bréfí foreldrafélaganna. Ætlum að verða sýnilegri Elín Hanna Jónsdóttir, formaður Hólmasólar, foreldrafélagsins á leik- skólanum Klöppum segist vita um þrjú pör sem fluttu frá Akureyri einkum vegna hárra leikskólagjalda, um væri að ræða pör þar sem annar makinn var í háskólanámi en hinum hafi ekki gengið vel að fá vinnu í bænum. „Þegar leikskólagjöldin eru þetta há er þetta hreint peninga- spursmál," sagði Elín Hanna, en eft- ir hækkun greiða foreldrar sem eru með bam á leikskóla allan daginn tæplega 36 þúsund krónum meira á ári en foreldrar í Reykjavík og er sumarfrí tekið með í dæmið. „Þetta auðveldar barnafólki ekki að búa í þessu sveitarfélagi,“ sagði Elín Hanna. „Tvö síðustú ár þegar gjöldin hafa hækkað höfum við sent bæjaryfir- völdum undúskriftalista og mót- mælt, en nú ætlum við að vera sýni- legri. Fólk er reitt,“ sagði Elín Hanna. Samanburður verður gerður á gjaldskrám Ingólfur Ármannsson, fræðslu- málastjóri Akureyrarbæjar, sagði að samanburðurinn væri Akureyri óhagstæður eins og er miðað við samþykkta hækkun, en hún hafí tek- ið mið af kjarasamningum á síðasta ári og verðlagsbreytingum. Önnur sveitarfélög hafi enn ekki tilkynnt um hækkun á leikskólagjöldum. Bæjarráð fól fræðslumálastjóra að útfæra samanburð á gjaldskrám leikskóla í nokkrum sveitarfélögum. og sagði Ingólfur að verið væri að safna saman upplýsingum. Þegar unnið hefði verið úr þeim yrðí málið kynnt. Vélsleðamenn valda ónæði LÖGREGLAN á Akureyri hafði afskipti af vélsleðamönum vegna aksturs innanbæjar í fyrrakvöld og var skýrsla tekin af nokkrum þeirra. í kjölfar þessa atviks sendi stjóm Félags vélsleðamanna í Eyjafirði frá sér fréttatilkynn- ingu, þar sem slíkur akstur er for- dæmdur og eigendur vélsleða jafnframt hvattir til að halda sett- ar reglur. Nokkuð hefur borið á kvörtun- um frá bæjarbúum vegna aksturs vélsleðamanna í þéttbýli en slíkt er óheimilt í flestum tilfellum. Jó- hannes Sigfússon, varðstjóri í lög- reglunni, segir að alltaf sé eitt- hvað um að menn séu ósvífnir á þessum tækjum og fari þá jafnvel yfir garða hjá fólki. Samkvæmt lögreglusamþykkt Akureyrar er eigendum slíkra ökutækja í undantekningartilfell- um og þegar aðstæður leyfa heim- ilt að aka frá heimili sínu út úr bænum stystu leið og til baka aft- ur að lokinni ferð. Sama á við um eldneytistöku. Vélsleðar réttlausir Stjóm Félags vélsleðamanna minnir á að óskráðir eða ótryggð- ir vélsleðar eigi engan rétt í um- ferðinni, hvorki innan bæjar- markanna né utan. Eigendur óskráðra tækja beri alfarið ábyrgð á notkun þeirra. Félagið er í samstarfi við umhverfisdeild bæjarins og lögregluyfirvöld um að beina umferð vélsleða úr bæn- um og á svæði utan bæjarins þar sem hún á betur heima. Á síðasta ári vora settar reglur um umferð vélsleða í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar, og á allra næstu dögum verða breytingar kynntar en umferð á skíðasvæðunum er algerlega bönnuð. Blað allra landsmanna! - kjarni niálsins! Mýflug sýnir áhuga á sjúkraflugi en ekki áætlunarflugi LEIFUR Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri flugfélagsins Mýflugs í Mývatnssveit, segir ekki ólíklegt að félagið geri tilboð í sjúkraflug, annað hvort frá Egilsstöðum eða ísafirði þegar það verður boðið út. Hann sagði hins vegar ekki áhuga- verðan kost að standa að áætlunar- flugi til Raufarhafnar, Grímseyjar eða Gjögurs, þrátt fyrir rfldsstyrk. Umræðan hefur að undanfömu að mestu snúist um Flugfélag ís- lands og íslandsflug. Mýflug á tvær Piper-vélar, 7 og 9 manna, og Leif- ur bendir á að það sé vél frá Mýflugi sem standi undjr sjúkra- flugsvakt íslandsflugs á ísafirði og einnig á Egilsstöðum þegar vél frá Flugfélagi Austurlands hefur verið biluð eða í skoðun. „Eg reikna því með að við mun- um taka þátt í þeim útboðum sem snúa að sjúkrafluginu og þá frekar frá Egilsstöðum, þótt margt sé enn óljóst varðandi þessi útboðsmál." Leifur sagði Mýflug vera í góðu samstarfi við íslandsflug og þá ekki síður Flugfélag íslands og ekki stæði til að fara að keppa við þau fé- lög í áætlunarfluginu. „Við eram svo litlir og eigum mikið undir því að eiga gott samstarf við stóra aðilana." Farþegnm fjölgaði um 25% Mýflug hefur haft með höndum flug á milli Mývatnssveitar og Reykjavíkur yfir sumartímann og voru farþegar í sumar um 25% fleiri en sumarið 1996. Einnig býður fé- lagið upp á leiguflug og útsýnisflug í sveitinni. „Við höfum aldrei verið með heils árs útgerð og kannski þess vegna sloppið við það að vera í taprekstri." Bæjarmálafundur Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 19. janúar kl. 20.30 í Kaupangi. Bœjarmálafutidir eru öllum optiir. Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins. Dregið í Akraleiknum DREGIÐ hefur verið í Akraleik Smjörlíkisgerðar KEA sem efnt var til fyrir jólin. I boði voru 5 tölvuvogir frá Tefal og 10 sett af Ekko bökunarformum. AIls tóku um 400 manns þátt í leikn- um. Þeir sem hlutu tölvuvogir era Ólöf Sigurvinsdóttir, Keflavík, Sigrún Pálsdóttir, Reykjavík, Ólafia G. Steingrímsdóttir, Akureyri, Guðbjörg Karlsdóttir, Eskifirði, og Arnheiður Krist- insdóttir, Akureyiá. Þeir sem fengu bökunarfoi-min eru Sigur- laug Þ. Gunnarsdóttir, Akur- eyri, Sigríður Magnúsdóttir, Hvammstanga, Jóhanna Ragn- arsdóttir, Finnastöðum, Egils- stöðum, Margrét Þóra Sveins- dóttir, Seltjarnarnesi, Anna H. Jónsdóttir, Hnjúki, Húsavík, Sigríður Hálfdánsdótttir, Bol- ungai-vík, Þórunn Ósk Helga- dóttir, Akureyri, Guðfinna Thorlacius, Akureyri, Guðx-ún Elín Gunnarsdóttir, Akureyri og Sísi Steindórsdóttir, Sauðár- króki. Verðlaunin verða send vinn- ingshöfum á næstu dögum. Á myndinni er Sigurlaug Björns- dóttir, starfsmaður Smjörlíkis- gerðar KEA, að draga í Ieikn- um. * Iþrótta- maður Þórs útnefndur ÍÞRÓTTAMAÐUR Þórs árið 1997 verður útnefndur í hófí í Hamri næstkomandi sunnudag, 18. janúar kl. 15. Jafnframt verður tilkynnt um val á besta Ieikmanni einstakra deilda, þ.e. knattspyrnu-, handknattleiks-, körfuknattleiks- og skíðadeilda. Alls bárast nöfn átta íþrótta- manna í kjörinu, tveir frá hverri deild. Þeir era knattspyrnu- mennirnir Guðmundur Hákon- arson og Örlygur Helgason, handknattleiksmennirnir Axel Stefánsson og Þorvaldur Sig- urðsson, körfuknattleiksmenn- irnir Sigurður Grétai' Sigurðs- son og Hafsteinn Lúðvíksson og skíðamennirnir Rúnar Friðriks- son og Hildur Jana Júlíusdóttir. Þórsarar og aðrir velunnarar félagsins á öllum aldri eru hvattir til að mæta í Hamar á sunnudag, fylgjast með útsend- ingunni og þiggja veitingar. Aldursmörk gjaldtöku hjá Akureyrarbæ BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur samþykkt tillögu frá fræðslu- málastjóra um aldursmörk gjaldtöku hjá þeim stofnunum Ákureyi'arbæjar, þar sem greiða þarf aðgangseyri og er um að ræða samræmdar tillög- ur sem gilda hjá strætisvögn- um, skíðastöðum, sundlaugúm bæjarins og söfnum, Davíðs- húsi, Sigurhæðum og Náttúru- gripasafni. Miðað er við að börn sem ekki eru komin í grunnskóla greiði engin gjöld, börn á grannskóla- aldri greiða barnagjöld og er þá miðað við tímabilið frá 1. sept- ember árið sem börnin verða 6 ára og 31. ágúst árið sem þau verða 16 ára. Nemar í fram- haldsskólum og háskóla greiða skólagjöld, lífeyrisþegar, frá og með 67 ára aldri, og öryrkjar greiða ekki fyrir þessa þjónustu, nema hvað greitt er fullt far- gjald með strætisvögnum fyrir einstakt fargjald en fá afslátt ef keyptir era 20 miðar. Allir aðrir greiða fullt gjald miðað við þær gjaldskrár sem eru í gildi hverju sinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.