Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 17.01.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ rl LANDIÐ Heilsdagsvistun í nýrri álmu leikskólans Undralands í Hveragerði Fiskiðjan Freyja hf. á Suðureyri Stjórn Verkalýðsfélagsins Baldurs á Isafírði t e. LEIKSKÓLABÖRN tóku lagið við opnun nýju byggingarinnar. EFTIR breytingu rúmar Leikskólinn Undralaud þrjár deildir, þar af eina heilsdags sem er nýjung í Hveragerði Samvinna um bygg- ingu leikskóla Héraðsdomur staðfestir nauðasamning Isafirði - Héraðsdómur Vestfjarða staðfesti á fostudag nauðasamning Fiskiðjunnar Freyju hf. á Suðureyri •við lánardrottna á grundvelli frum- varps er samþykkt var á fundi at- kvæðismanna sem haldinn var 19. desember sl. Samkvæmt fi-umvarp- inu mun fyrirtækið greiða 15% samningskrafna og ki-öfur allt að 75.000 kr. verða greiddar til fulls. Greiðslumar munu fara fram með reiðufé innan 3ja mánaða frá stað- festingu nauðasamnings og verða þær án vaxta. Á framangreindum fundi þurfti samþykki 85% atkvæðis- manna eftir höfðatölu og fjárhæðum til að frumvarpjð fengist samþykkt. Samþykkh' frumvarpinu voru at- kvæðismenn sem fóru með 96,97% atkvæða eftir höfðatölu og 98,76% atkvæða eftir fjárhæðum. Heildarskuldir Fiskiðjunnar Freyju samkvæmt bókhaldi félags- ins, miðað við 30. september 1997, nema um 231,8 milljónum króna en eignir eru metnar á 95,4 milljónir króna. Stærstu skuldir fyrirtækisins eru langtímaskuldir að fjárhæð tæp- ar 102,3 milljónir króna, afurðalán að fjárhæð 38,8 milljónir, viðskipta- skuldir 35,6 milljónir, víkjandi lán frá Byggðastofnun 23,8 milljónir og yfirdráttui' á tékkareikningi 16,7 milljónir króna. Helstu eignir fyi-ir- tækisins eru fiskverkunarhús ásamt lausafé og viðbygging við frystihús og lausafé sem metnar eru á 44,6 mUljónir króna og vörubirgðir sem metnar eru á 34,5 milljónir króna. Fiskiðjunni Freyju hf. var veitt heimild til að leita nauðasamninga 4. nóvember á síðasta ári. Frá þeim tíma hefur Grái-ófa ehf. sem er félag í eigu heimamanna verið með rekst- ur frystihússins á leigu en sá leigu- samningur rennur út 4. febrúar nk. Motmæla launalækkun hjá Heilbrigðisstofnun « Ísafírði - Stjórn Verkalýðsfélgsins Baldurs á Isafirði hefur sent frá sér hörð mótmæli vegna þeirra aðferða og aðgerða sem stjórnendur Heil- brigðisstofnunar Isafjarðarbæjar hafa beitt almennt starfsfólk í ræst- ingu og eldhúsi með lækkun launa og meira vinnuálagi sem samkomulag hefur gilt um undanfarin ár eins og segir í frétt frá félaginu. Stjórn fé- lagsins hefur óskað eftir fundi með samninganefnd ríkisins vegna þessa máls þar sem reynt verði að fá fram nánari skilgreiningu á rétti starfs- manna. Að öðrum kosti muni félagið leita réttar á öðrum vettvangi. f samþykkt sljómar Baldurs segir ennfi-emur: ,Á sama tíma og laun betur settra starfsmanna era hækkuð er lág- launahópum í sto&uninni sagt upp störf- um og síðan boðin endurráðning í allt önnur erfiðari störf og jafnvel á lægri launum. Að öði-um kosti getí þeir leitað sér annan-a starfa." Stjórn Baldurs er þess fullviss að félagar í Baldri, sem starfa á sjúkra- húsum og heilsugæslustöð séu til- búnir að taka þátt í að finna sparnað- arleiðir í rekstri stofnunarinnar til jafns við aðra. Þá telur stjórn Bald- urs aðgerðir stjórnenda Heilbrigðis- stofnunar ísafjarðarbæjar siðlausar og í engu samræmi við þær vænting- ar sem síðustu kjarasamningar gáfu fólki. Stjórn félagsins hefur sam- þykkt að leita allra leiða til að koma í veg fyrir endurteknar árásir á laun og kjör starfsfólks stofnunarinnar. í bréfi sem stjóm Verkalýðsfé- lagsins Baldurs hefur sent Gunnari Björnssyni, formanni samninga- nefndar ríkisins, segir að hér sé um að ræða einhliða breytingu vinnu- veitenda á verkefnum starfsfólks sem felur í sér verulega meira álag á hvern starfsmann og um leið kjara- rýrnun vegna lækkunar starfshlut- falls og fækkun álagstíma. „Stai-fs- fólk og verkalýðsfélag reyndu í sam- einingu að ná samkomulagi um breytingar innan skynsamlegra marka en án árangurs. Stofnunin greip þá til þess ráðs að segja öllu starfsfólki í þessari grein upp störf- um og auglýsa störfin á ný til að g. komast hjá eðlilegu samráði við hinn samningsaðilann. Nú er haldið áfram þessari einhliða „hagræðingu". Ollu ^ starfsfólki í eldhúsi hefur verið sagt upp, þar sem það beygði sig ekki undir einhliðar tillögur yfirmanna," segir m.a. í bi'éfi Baldurs til for- manns samninganefndar ríkisins. .Jtðrir láglaunahópar sjúkrahúss- ins og félagar í Verkalýðsfélaginu Baldri, hljóta í framhaldi af því sem þegar hefur átt sér stað, að óttast , mjög um sinn hag. Því sparnaði þeim sem stjórn stofnunarinnar hefur sett l( sér virðist eiga að ná öllum með m auknu álagi á okkar fólk,“ segir í bréfi Verkalýðsfélagsins Baldurs. Hveragerði - Ný álma var nýlega tekin í notkun við leikskólann Undraland í Hveragerði. A nýju deildinni verður boðið upp á heils- dagsvistun og er það nýjung í bæj- arfélaginu. I ávarpi við opnun deildarinnar sagði Einar Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, að með tilkomu heilsdagsvistunar væri brotið blað í þjónustu við íbúa Hveragerðis- bæjar sem og við þá Ölfusinga sem hingað sækja þjónustuna. „Hver- gerðingar og Olfusingar hafa ekki farið varhluta af þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í þjóðfé- laginu. Ef við ætlum að standast samanburð við höfuðborgarsvæðið verðum við að geta boðið íbúum okkar sambærilega þjónustu og helst betri en þar er veitt. Opnun heilsdagsvistunar er liður í þeirri viðleitni að efla og treysta byggð- ina.“ Strax í upphafi leitað eftir samvinnu við Ölfushrepp um bygg- inguna enda mikil eftirspurn eftir leikskólaplássum hjá íbúum búsett- um i sveitinni kringum Hvera- gerði. Að sögn Einars var öll sam- vinna við Ölfushrepp til fyirmynd- ar en bæjarfélögin hafa starfað ná- ið saman að ýmsum verkefnum í gegnum tiðina, svo sem rekstri grunnskóla, bókasafns og slökkvi- Iiðs. Ennfremur var haft samband við nokkur fyrirtæki í og við Hveragerði og óskað eftir stofn- framlögum í bygginguna gegn for- gangsplássum. Að sögn Einars var það einungis eitt fyrirtæki sem sá sér fært að taka þátt í bygging- unni en það var Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi. Framkvæmdir við verkið hófust þann 5. júlí s.l. Jafnframt bygging- arframkvæmdum fóru fram um- fangsmiklar endurbætur á lóð leik- Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir BJARNI Jónsson, oddviti Ölfushrepps, Sesselja Ólafsdóttir, Ieikskóla- stjóri og Einar Mathiesen, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar voru að von- um ánægð við opnunina. skólans. Viðbyggingin er alls 178 fermetrar, þar af 63 fermetrar í kjallara. Verktaki var Stoðverk ehf., Hveragerði, en arkitekt húss- ins er Karl Erik Rochsen. Arkitekt- ar lóðar eru Reynir Vilhjálmsson og Þráinn Hauksson. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nemur raun- kostnaður við verkið 22,7 millj. eða um 96% af kostnaðaráætlun. Örk og Tröð Prenthús sameinast Húsavík - Á Húsavík hafa undanfarin ár starfað tvær prentsmiðjur, Tröð Prenthús og Örk Prentstofa, sem nú hafa verið sameinaðar og nefnist fyr- irtækið Örk-Tröð Prenthús. Brynjar Sigtryggsson hefur átt og rekið Tröð Prenthús í 18 ár við góð- an orðstír en hefur nú selt fyrirtæki sitt til Örk Prenthús sem þeir Sigur- jón Sigurðsson og Víðir Pétursson hafa rekið undanfarin ár. Eigendur fyrirtækjanna töldu lítið svigrúm til að byggja bæði fyrirtækin frekar upp og fylgjast með hraðri tækniþró- un prentiðnaðarins hvort í sínu lagi Morgunblaðið/Silh SIGURJÓN Sigurðsson og Víðir Pétursson eigendur Arkar-Traðar Prenthúss. en sameinuð gætu þau það. Fyrst um sinn reka þeir félagar nýja fyrirtækið í húsakynnum Ti’að- ar að Hjarðarhól, sem ekki fylgja í kaupunum, en framvegis verður fyr- irtækið rekið að Héðinsbraut 13 eftir að gerðar hafa verið nokkrar breyt- ingai' á húsnæði þar. Órk-Tröð verður áfram með þau umboð sem Tröð hafði áður svo sem fyrir Odda, Miðaprentun, Umbúða- miðstöðina og Múlalund. (»----------- " ........................— Safnaðarfélag Langholtskirkju Stofnfundi safnaðarfélags Langholtskirkju sem vera átti sunnudaginn 18. janúar er frestað fram í febrúar. Nánar auglýst síðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.