Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 12

Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Framboðslistar framsóknar á Reykjanesi Sig’urður Geirdal efstur í Kópavogi Skúli Skúlason efstur í Reykjanesbæ FRAMSÓKNARMENN í Kópa- vogi og Reykjanesbæ gengust um helgina fyrir skoðanakönnun með- al félagsmanna um val á lista fyrir næstu bæjarstjómarkosningar. I Kópavogi varð Sigurður Geir- dal bæjarstjóri í fyrsta sæti með 72% og 92% atkvæða alls, í öðru sæti varð Hansína Björgvinsdóttir sem fékk 51% í það sæti og 74% alls, Ómar Stefánsson fékk 47% í þriðja sæti og 69% alls, Sigur- björg Vilmundardóttir fékk 41% í fjórða sæti og 61% alls, Gestur Valgarðsson fékk 53% í fimmta sæti og 61% alls, Una María Óskarsdóttir fékk 63% í sjötta sæti og 63% alls. Niðurstöður könnunarinnar voru bindandi fyr- ir þá sem fengu yfir 50% atkvæða í fimm efstu sætin. I Reykjanesbæ varð Skúli Skúlason efstur með 83 atkvæði í fyrsta sæti og 105 atkvæði alls, Kjartan Már Kjartansson varð í öðru sæti, fékk 78 atkvæði í 1. og 2. sæti og 103 atkvæði alls, Þor- steinn Ámason varð í þriðja sæti, fékk 50 atkvæði í iyrstu þrjú sætin og 87 atkvæði alls, Guðný Krist- jánsdóttir varð í fjórða sæti, fékk 62 atkvæði í það sæti og 97 alls, Guðbjörg Ingimundardóttir varð í fimmta sæti, fékk 60 atkvæði í það sæti og 93 alls, Steinþór Sigurðs- son varð í sjötta sæti með 64 at- kvæði, 69 alls, og Gísli Jóhannsson í sjöunda sæti með 72 atkvæði. Alls tóku 137 manns þátt í könnun- inni sem er 85,6% félagsmanna. Drífa Sigfúsdóttir, sem leiddi listann síðast, gaf ekki kost á sér. Hún situr nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn ásamt Steinþóri Sigurðs- syni, sem varð í 6. sæti að þessu sinni. . ' . Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ISLANDUS gnæfir hér yfir jafnaldra sinn og hálfbróður seni einnig er frá Skálpastöðum. Sá minni þykir í vænna lagi en virkar smár við hliðina á Islandusi. Risi í röðum folalda Boðið í smíði þurrkviar ELDAFL ehf. í Reykjanesbæ átti lægsta tilboð í smíði þurrkví- ar sem notuð verður við lagfær- ingar á stöplum Borgarfjarðar- brúar. Tilboð fyrirtækisins hljóð- aði upp á 12,4 milljónir sem er 84% af kostnaðaráætlun. Vegagerðin reiknaði með að þurrkvíin myndi kosta 14,7 millj- ónir kr. Aðeins þrjú af þeim átta tilboðum sem bárust í verkið voru undir kostnaðaráætlun. Hæstu tilboðin voru tæpar 22 milljónir kr. MEÐALHÆÐ íslenskra hrossa eykst með hverju ári, á því leikur enginn vafi. í hesthúsahverfinu í Hafnarfirði er að finna verðugan fulltrúa hins ört hækkandi hrossastofns þar sem er folald fætt í júlí á sfðasta ári óvenju stórt svo ekki sé meira sagt. Mælist það 142 sentimetrar á bandmáli á herðakamb (134 sm á stangarmál.) Til samanburðar má nefna að Sértilboð til Kanari Irá 17. mars 49.895 Við höfum nú tryggt okkur viðbótargistingu á Vista Dorada, einum vinsælustu smáhýsum okkar á Kanarí á hreint frábæru verði. Öll með einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi, baði, síma og verönd fyrir framan hvert hús. Mjög fallegur garður, sundlaug, veitingastaður, móttaka, íþróttaaðstaða og vagn gengur yfir daginn frá hótelinu niður á strönd. Beint flug með nýjum Boeing 757 vélum án millilendingar og þú nýtur öruggrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 49.895 Verð kr. 54.760 2 vikur, hjón með 1 barn, 2-12 ára, Vista Dorada smáhýsi,17. mars. 2 vikur, 17. mars, m.v. 3 í smáhýsi, Vista Dorada. VerSkr. 66.960 Viðbótarvika: Kr. 12.000. 2 vikur, 17. mars, m.v. 2 í smáhýsi, - p. mann m.v. 2 í smáhýsi. Vista Dorada. Innifalið í verði, flug, gisting, ferðir dl og frá flugvelli, íslensk fararstjórn. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 samkvæmt upplýsingum Ingi- mars Sveinssonar á Hvanneyri reyndist meðalhæð 70 folalda fæddum í maí og júní um áramót vera 122 sentimetrar. Hæsta fol- aldið í þessum hópi reyndist vera 131 sentimetri á hæð. Frá ára- mótum og fram í maí bættu folöldin að meðaltali 4,5 senti- metrum við sig í hæð og þau hæstu voru þá 134 sentimetrar. Sagði Ingimar að þessi hæð á fol- aldi væri með ólikindum, því það væru aðeins stærstu trippin á öðrum vetri sem næðu þessari hæð á þessum árstíma. Benti hann á að til væri reiknistuðull sem nota mætti til að fínna hæð folalda á fullorðinsaldri. Vetur- gömul hefðu þau náð 82,4% af fullvaxtarhæð og mætti því deila 0,82 í hæð folaldsins. Ef það er gert kemur út 173 sentimetrar og ef það stenst verður þá um að ræða risa í röðum íslenskra hesta. fslandus vegna upprunans Eigandi folaldsins, Magnús Guðmundsson hestamaður í Hafnarfirði, sygist hafa gefið fol- anum nafnið Islandus til að und- irstrika að hér væri um að ræða hreinræktaðan íslenskan hest. Magnús kvaðst gera ráð fyrir því að ef þessi hestur yrði seldur úr landi síðar meir kæmi vafalaust upp sá kvittur að hér væri ekki um hreinræktaðan íslending að ræða. Því hentaði nafnið vel til að undirstrika upprunann. íslandus er fæddur á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal og er undan Þyrni frá Langholti II, en sá hestur er í eigu Magnúsar og keypti hann tvö folöld undan honum frá Skálpastöðum í haust. Þyrnir er undan Hrafni frá Holtsmúla og Jörp frá Efri Gegn- ishólum. Hann er meðalhestur á hæð að sjá og kvaðst Magnús ekki sjá að hann gefí neitt sér- staklega stór afkvæmi. I móður- ætt er Islandus kominn út af Ofeigi 818 frá Hvanneyri. Þess má geta að hrossin á Skálpastöð- um eru í hærri kantinum og hafa komið þaðan stórir hestar. Stærstur íslenskra hesta Hestamenn telja fróðlegt að fylgjast með þroska íslandusar í framtíðinni. Ætla má að hann sé stærstur í röðum íslenskra fol- alda og líklegt að hann verði stærsti íslenski hesturinn fyrr og síðar þegar hann hefur náð full- um þroska þótt ekki sé víst að hann nái þessum 173 sentimetr- um sem áðurnefnd reikniformúla gefur til kynna. Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Ellert Eiríksson varð efstur Keflavík. Morgunblaðið. ELLERT Eiríksson bæjarstjóri varð efstur í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjanesbæ sem fram fór á laugardaginn. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur 4 bæjarfulltrúa og skipar meirihluta í bæjarstjórn ásamt tveim fulltrúum Framsóknarflokks- ins. 12 frambjóðendur tóku þátt í prófkjörinu og voru allir bæjarfull- trúar flokksins þar á meðal. Þeir hlutu allir kosningu í fjögur efstu sætin. Úrslit prófkjörsins urðu þessi: 1. Ellert Eiríksson bæjarstóri hlaut 962 atkvæði í fyrsta sætið, 2. Jónína Sanders hlaut 853 atkvæði í 1.-2. sæti, 3. Þorsteinn Erlingsson 774 atkvæði í 1.-3. sæti. 4. Björk Guð- jónsdóttir 718 atkvæði í 1.-4. sæti. 5. Böðvar Jónsson 633 atvæði í 1.-5. sæti, 6. Steinþór Jónsson 636 at- kvæði í 1.-6. sæti, 7. Gunnar Odds- son 721 atkvæði í 1.-7. sæti, 8. íris Jónsdóttir 608 atkvæði í 1.-8. sæti, 9. Anna María Sveinsdóttir 527 at- kvæði í 1.-9. sæti, 10. Ríkharður íb- sen 459 atkvæði í 1.—10. sæti, 11. Helgi Þ. Kristjánsson 457 atkvæði í 1.—11. sæti, 12. Thelma B. Jóhann- esdóttir 362 atkvæði í 1.-12. sæti. Atkvæði greiddu 1.332, 22 seðlar voru ógildir. Ellert Eiríksson bæjarstóri sagð- ist vera sáttur við niðurstöður próf- kjörsins sem sýndi mikið traust kjósenda við bæjarfulltrúa flokks- ins. Þeir sem hefðu verið í fyrsta til þriðja sæti hefðu fengið 91% at- kvæða og fjórði maður hefði fengið 80% atkvæða. Næstu sæti væru skipað öflugum ungum mönnum sem ættu áreiðanlega eftir að láta til sín taka í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.