Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 29

Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 29 Foreldrar mæla þroska barna sinna Morgunblaðið/Ásdís SIGURÐUR J. Grétarsson og Einar Guðmundsson telja að treysta megi þroskamati foreldra enda eru spurningarnar sérstaklega hannaðar handa þeim. Islenski þroskalistinn er frumsaminn. íslenskur þroskalisti er nýjung í mælingum á þroskafrávikum barna. Hann er hann- aður með foreldra í huga og svara þeir 208 spurningum um ýmis- konar þroska barna sinna. Þetta gerir hann hagkvæman og ódýran í notkun. ROSKALISTINN getur til dæmis nýst í rannsókn- um þar sem kemba þarf stóran hóp leikskólabarna til að finna tiltekinn markhóp með einhver sérkenni eða þroskafrávik. Hægt er líka að leggja listann fyrir stóran hóp foreldra og finna börn með frávik í málþroska. Þessi leið við að finna börn í handahófsúrtaki er ódýrari og tekur styttri tíma en að prófa hvern einstakling. Þetta segja Einar Guðmundsson hjá Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála og Sigurður J. Grétarsson dósent í sálfræði við Háskóla Islands sem hafa samið og fullgert íslenskan þroskalista sem nú hefur verið gefinn út. „Hmm er sérstakur að því leyti að hann er ekki þýðing heldur frum- saminn hér,“ segir Einar Guð- mundsson en hann og Sigurður halda nú námskeið til að kenna fagfólki að nota listann. Listinn er hannaður handa for- eldrum 3-6 ára barna og byggður á tveimur stórum 1000 manna úr- tökum og nokkrum minni til still- ingar og staðfæringar. Einar og Sigurður hafa unnið jafnt og þétt að gerð listans í 9 ár. Þeir hafa safnað upplýsingum, samið stað- hæfingar til að svara og valið úr 208 slíkar sem foreldrar svara um samtímahegðun bama sinna. Treysta má þroskamati foreldra Þroskalistinn mælir grófhreyf- ingar, fínhreyfingar, sjálfsbjörg, hlustun, tal og nám bama og nið- urstaðan verður þroskatala sem segir til um stöðu bamsins og hvort ástæða er að það fari í önnur þroskapróf, einstaklingspróf eða skoðun og mat hjá sérfræðingi. „Listinn á að vera hentugt hjálpar- tæki en það má ekki byggja af- drifaríkar ákvarðanir um framtíð barns einvörðungu á honum,“ seg- ir Einar en þroskatalan gefur til kynna hvort tilteknir þættir í þroska barns víki frá því sem gild- ir um jafnaldra þess eða ekki. Höfundarnir telja að treysta megi þroskamati foreldra og spurningamar era sérstaklega hannaðar handa þeim. Dæmi: „Telur villulaust upp að 10.“ „Þræðir litlar perlur á band.“ For- eldrar velja úr þremur kostum það svar sem þeim þykir helst viðeig- andi. Þeir þurfa ekki að treysta á brigðult minni sitt um þroska barnsins heldur svara því hvort börnin geti þetta eða hitt núna. íslenski þroskalistinn er staðlað þroskamat en „góð stöðluð þroskapróf em skilyrði þess að hægt sé að meta þroskafrávik ná- kvæmlega," segir Sigurður, „og af próffræðilegum eiginleikum þessa þroskalista er ljóst að foreldrar geta veitt hlutlægar og nothæfar upplýsingar við greiningu hegðun- arfrávika hjá börnum sínum.“ Þroskalisti Einars og Sigurðar samanstendur af handbók, bæk- lingi með 208 spumingum, matsörk og heftum með aldursvið- miðum og þyngdarstigum atriða. Dæmi um hvernig hann nýtist gæti verið eftirfarandi. Foreldri bams á leikskóla segist hafa áhyggjur af þroska barns síns og leikskólakennarinn stingur upp á því að það svari spurningalistanum en það tekur um hálfa klukku- stund að svara honum. Leikskóla- kennarinn fer svo yfir hann á matsblöðum, reikar út þroskatöl- una og gerir línurit sem sýnir hvort um einhver þroskafrávik er að ræða. Ef svo er myndi leik- skólakennarinn mæla með að bamið færi í þroskaskoðun hjá sérfræðingi. Hjálpar við að taka rétta ákvörðun „Svona mælitæki hefur vantað hér á landi,“ segir Einar, „bæði innan mennta- og heilbrigðiskerf- is. Markmiðið er að taka svo rétta ákvörðun um framtíð barnsins." Islenski þroskalistinn er að mörgu leyti æskilegra matstæki en þýtt þroskapróf sem felst óhjá- kvæmilega í því að íslensk böm em borin saman við erlend börn, en það gæti orsakað skekkju til dæmis á sviði tungumálsins. Höf- undarnir minna þó á að allar mæl- ingar era háðar óvissu. Framundan er námskeiðahald vegna listans með fagfólki sem starfar með börnum. að höfundar þessa námsefnis hlutu viðurkenningu Hagþenkis 1997 en Hagþenkir er félag höfunda fræði- rita og kennslugagna. I sérkennslu Listin að lesa og skrifa: Lestar- kennsluefni sem byggir fyrst og fremst á hljóðaaðferð og er einkum ætlað börnum sem þarfnast mjög hægrar og kerfisbundnar innlagnar á hljóðum og bókstöfum, auk mark- vissrar þjálfunar í tengingu hljóða. Höfundar efnisins era Rannveig Löve og Arnheiður Borg. DISCO- kennsluforrit: Forritið er ætlað unglingum eða fullorðinum sem era mjög hreyfihamlaðir og/eða mjög þroskaheftir. Því er ætlað að þjálfa notkun rofa og skilning á or- sök og afleiðingu. Tölvumiðstöð fatl- aðra aðstoðar þá sem þurfa sérstak- an búnað til að rofastýra forritinum. Pictogram - Handbók: Þetta er fyrsta bókin á íslensku um Piet- ogram táknmyndir. Pictogram tákn- myndir era notaðar til boðskipta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér al- mennar boðskiptaleiðir t.d. vegna þroskaskerðingar. Þær nýtast einnig vel nemendum sem ekki era orðnir læsir. I bókinni er gefnar margvíslegar hugmyndir um notkun táknmyndanna til boðskipta. Höf- undur er Ásgerður Ólafsdóttir. í tónmennt Það er gaman að hlusta - á kvik- myndatónlist: Námseftiið er einkum ætlað miðstigi en getur líka nýst á unglingastigi. I nemendabók er m.a. fjallað um áhrif tónlistar í kvikmynd- um, tilgang hennar og einkenni. Á geisladisk eru hlustunardæmi um kvikmyndatónlist, bæði innlenda og erlenda. Á myndbandi er að finna stutt brot úr íslenskum og erlendum kvikmyndum ásamt öðra efni sem tengist vinnu við námsefnið. Þá íylgja efninu kennsluleiðbeiningar. Höfúndur er Soffia Vagnsdóttir. Ævintýraóperan Sónata eftir Hjáhnar H. Ragnarsson og Messfónu Tómasdóttur: Óperan var á sínum tíma sýnd ungum bömum í íslensku óperunni við miklar vin- sældir. Hún er nú komin út á myndbandi og tónlistin að auki á sér geisladiski. Nótur og textar Sónötu fylgja með í sérhefti ásamt almennum upplýsingum um verkið. í dönsku Superdansk: Nýtt námsefni í dönsku sem ætlað er 10. bekk. Efn- ið tekur á ýmsu sem er unglingum hugleikið svo sem hreyfingu og lífs- stíl, samskiptum og vináttu, vali á framhaldsnámi o.s.frv. Höfundar efnisins eru Arnbjörg Eiðsdóttir, Bergþóra S. Kristjánsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir. (Suelle m KIVD sér|nnflutt 11 Y n FRÁ ÞÝSKALANDI! FATAMARKADUR í xáhœrt verð á gœðafatnaði Peysur í miklu úrvali frá Þykkar, þunnar, stuttar og sfðar kr. 990, Buxur kr. 990, Blússur kr. 990, Vfirhafnir kr. 1490, Allar stærðir - mikið úrval Giuelle RAFTÆKI NR. 1 í ÞÝSKALANDI Srauðgerðcirvél . kr. 9.900,- Örbvlgjuofn .... kr. 13.900,- Saumavél ....... kr. 14.900,- Suðukanna l.ðltr. kr.1.890,- Herra rakvél .. kr. 2.490,- ...og þetta eru bara fá verðdæmi fiuelle 3ja hluta ferðatöskusett ... kr. 7.490,- Ferðahandtaska .......... kr. 2.490,- 8 hluta stálpottasett ... kr. 3.990,- Baðspeglaskápur 3jahurða.... kr.2.900,- ...og ótal önnur tilboð! Komið í verslunarhús Ouelle og gerið góð kaup! NÝI SUMARLISTINN FRÁ QUELLE ER KOMINN OG FJÖLDI SÉRLISTA ALLT SEM FJÖLSKVLDAN ÞARF Quelle VERSLUNARHÚS DALVEGI 2 • KÓPAVOGUR SÍMI 564 2000 F

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.