Morgunblaðið - 24.02.1998, Blaðsíða 31
30 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 31
ÍWtrgmmlíMii!
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Hallgrímur B. Geirsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
SAMKOMULAG
VIÐ ÍRAKA
SADDAM Hussein íraksleiðtogi hefur allt frá lokum
Persaflóastríðsins ögrað Sameinuðu þjóðunum með
reglulegu millibili. Hann hefur farið út á ystu nöf en hörfað
á síðustu stundu og þannig komið í veg fyrir að árásir yrðu
gerðar á írak.
í vopnahléssamkomulaginu frá 1991 var að finna ákvæði
um að gjöreyðingarvopn íraka skyldu upprætt og fram-
leiðslu þeirra hætt. Talið er víst, að sú sé ekki raunin og að
Saddam hafi á undanförnum árum haldið áfram að þróa
efna- og sýklavopn. írakar hafa að auki torveldað störf eft-
irlitsmanna Sameinuðu þjóðanna með öllum tiltækum ráð-
um og meinað þeim að skpða staði þar sem hugsanlegt er
talið að gjöreyðingarvopn íraka séu geymd.
Á síðustu vikum höfðu líkurnar á, að gerðar yrðu
sprengjuárásir á Irak aukist til muna. Ríkisstjórnir Banda-
ríkjanna og Bretlands voru staðráðnar í að láta Saddam
ekki komast upp með ítrekuð brot á ályktunum öryggis-
ráðsins og á Persaflóa hefur verið safnað saman öflugum
herafla, sem hefði getað hafið árásir á írak innan nokkurra
daga. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar ekki tekist að afla
árásum nægilegs fylgis, hvorki heima fyrir né á alþjóða-
vettvangi. Pau rök, sem opinberlega hafa verið kynnt fyrir
árásum, hafa ekki verið nægilega sannfærandi.
Mikilvægi þess að stöðva vopnaframleiðslu Saddams er
augljóst. Komist hann upp með það óáreittur að hafa vilja
SÞ að engu í þessu máli verður erfiðara að koma í veg fyrir
svipuð áform hjá öðrum ríkjum, t.d. íran og Líbýu. í Ijósi
reynslunnar má hins vegar draga í efa að sprengjuárásir
hefðu skilað miklum árangri. Hernaðurinn gegn Irökum í
Persaflóastríðinu var umfangsmikill og var Iraksher í sár-
um að þeim átökum loknum. Viðskiptahindranir sem settar
voru hafa valdið írökum þungum búsifjum. Þrátt fyrir það
situr Saddam enn við völd í Bagdad og framleiðsla gjöreyð-
ingarvopna heldur áfram. Þær árásir sem undanfarið hafa
verið í undirbúningi hefðu vafalítið skilað töluverðum ár-
angri, þrátt fyrir að þær yrðu mun minni að umfangi en
sprengjuárásirnar sem gerðar voru árið 1991. Þær myndu
hins vegar tæpast gera annað en að tefja fyrir írökum og
áformum þeirra. Ekki er pólitískur vilji fyrir landhernaði
og því líklegt að innan nokkurra missera yrði allt komið
aftur í sama horf. Án vopnaeftirlits væru litlar líkur á að
hægt yrði að stöðva framleiðslu gjöreyðingarvopna.
För Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, til íraks um helgina var síðasta tækifærið til að koma
í veg fyrir átök. Svo virðist sem honum hafi tekist að fá
Iraka til að samþykkja viðunandi málamiðlun og að eftir-
litsmenn geti innan skamms hafið störf í Irak að nýju.
Þetta er mikill sigur fyrir Annan og Sameinuðu þjóðirnar
og vekur vonir um, að hægt verði að leysa deiluna án
vopnaviðskipta. Það dettur hins vegar fáum í hug, að fyrir
Saddam vaki að verða við öllum kröfum SÞ. Saddam telur
sig hafa rofíð þá samstöðu er einkenndi aðgerðirnar gegn
Irak á sínum tíma og hann mun vafalítið fara að reyna á
þanþol umheimsins á ný áður en langt um líður. Því er
nauðsynlegt að því samkomulagi sem nú virðist hafa náðst
verði framfylgt af fullri hörku.
SINN FEIN ÚR
VIÐRÆÐUM
RÍKISSTJÓRNIR Bretlands og írlands áttu varla ann-
arra kosta völ en að útiloka Sinn Fein, hinn pólitíska
arm írska lýðveldishersins, úr friðarviðræðum um Norður-
írland eftir að ljóst þótti að IRA stæði að baki nokkrum of-
beldisverkum. í síðasta mánuði hafði UDP, flokki sam-
bandssinna með tengsl við skæruliðahópa mótmælenda,
verið vísað frá samningaborðinu af svipuðum ástæðum. Sá
flokkur fékk aftur að hefja aðild að viðræðunum í gær.
Þótt útskúfun Sinn Fein til 9. mars hafí verið óhjá-
kvæmileg verður hún vart til að auðvelda samningamönn-
um að finna lausn á deilunni um Norður-írland. Án fulltrúa
Sinn Fein er varla við því að búast að viðræðurnar muni
þokast áfram að neinu ráði.
Það sem veldur þó mestum áhyggjum er að ekki hefur
tekist að stöðva ofbeldisverk og mannvíg á báða bóga. Það
boðar ekki gott fyrir friðsamlega lausn á Norður-írlandi.
Samkeppnisráð ógildir samruna Myllunnar og Samsölubakarís
Leiðir til
markaðs-
yfírráða og
dregur úr
samkeppni
Samkeppnisráð telur yfírtöku Myllunnar á
Samsölubakaríi vera af markaðslegum toga
og að hagræðing sé takmörkuð. Jóhannes
Tómasson skoðaði úrskurðinn og hleraði
viðbrögð forráðamanna Myllunnar sem
telja að með honum sé horft framhjá hags-
munum neytenda.
Morgunblaðið/Kristinn
STJÓRNARFORMAÐUR Myllunnar-Brauðs hf., Benedikt Jóhannesson, greinir frá aðdraganda sameiningar
Myllunnar og Samsölubakarís. í forgrunni má sjá Kolbein Kristinsson, framkvæmdastjóra Myllunnar.
VERÐI ekki af samruna
munu félögin halda áfram
að tapa peningum og
munu með óheilbrigðum
afsláttum til stórmarkaða gera öðr-
um aðilum ómögulegt að starfa
áfram, gjaldþrotum í greininni mun
fjölga og líklegt er að Samsölubak-
arí komist í þrot fljótlega. Þetta
segja forráðamenn Myllunnar-
Brauðs hf. vegna úrskurðar sam-
keppnisráðs um ógildingu kaup-
samnings fyrirtækisins á Samsölu-
bakaríi.
í ákvörðunarorðum samkeppnis-
ráðs segir að yfirtaka Myllunnar-
Brauðs hf. á Samsölu- -----------
bakaríi hf. leiði til mark-
aðsyfírráða Myllunnar-
Brauðs hf., hún dragi
verulega úr samkeppni
og sé andstæð markmiði
samkeppnislaga og því ógilt. í nið-
urstöðukafla greinargerðar sam-
keppnisráðs segir að yfirtaka geti
haft í för með sér alvarlega röskun á
samkeppni á viðkomandi markaði
og að í þessu máli sé um „lárétta yf-
irtöku að ræða þar sem fyrirtæki
Tekin afstaða
með stórmörk-
uðum
sem framleiðir brauð, kökur og
frystar brauðvörur og selur í heild-
sölu til endurseljenda eða annarra
fyrirtækja, kaupir framleiðslufyrii'-
tæki sem stundar samskonar fram-
leiðslu- og heildsölustarfsemi. Að
öllu jöfnu eru alvarlegustu sam-
keppnishömlumar fólgnar í slíkri
yfirtöku þar sem hún leiðir til þess
að keppinautar hætta að keppa eða
komið er í veg fyrir mögulega sam-
keppni.“
Leiðir til markaðs-
yfirráða Myllunnar
Mat samkeppnisráðs er að megin
-------- markaðurinn sem yfir-
taka Myllunnar á Sam-
sölubrauði hafi áhrif á sé
heildsala á brauðvörum
_________ til matvöruverslana.
Bent er á að af heildar-
brauðsölu Myllunnar 1997 til 19
stærstu viðskiptavinanna hafi 89%
verið til matvöraverslana og hjá
Samsölubrauði var þetta hlutfall til
matvöraverslana 96% til 17 stærstu
viðskiptavinanna. Um 97% af kök-
um Samsölubrauða fóra til matvöra-
verslana og 91% af kökum Myllunn-
ar. Samkeppnisráð metur yfirtök-
una svo að hún hafi leitt til markaðs-
yfirráða Myllunnar og draga muni
veralega úr samkeppni á mörkuðum
fyrir sölu á framangreindum fram-
leiðsluvöram í matvöraverslanir.
Þá bendir samkeppnisráð á að
verslanir og verslanakeðjur sem
Myllan og Samsölubrauð skipti við,
en markaðssvæðið er höfuðborgar-
svæðið og allt vestur í Búðardal og
austur að Kirkjubæjarklaustri, hafi
um 85% hlutdeild af markaðinum
fyrir almennar matvöraverslanir.
Hafi verslanir g rt formlega og
óformlega samninga við fyrirtækin
um að vörar fyrirtækjanna fái um
86% af því hillurými sem fer undir
umræddar vörar og er þar miðað
við árslok 1997.
Þá kemur fram í greinargerð
samkeppnisráðs að sameiginleg af-
kastageta Myllunnar og Samsölu-
bakarís sé 42 þúsund brauð á dag
miðað við 12 tíma starf á sólarhring.
Það bakarí sem næst þeim komist
framleiði 6 þúsund brauð en það
hefur ekki starfað á heildsölumark-
aði og mun ekki hyggja á það. Fjög-
ur fyrirtæki sem hafa verið á sama
markaði og Myllan og Samsölubak-
arí geta hvert um sig framleitt 1.800
til 2.000 brauð á dag með því að
bæta við sig skurðarvélum og
starfsmönnum. Afkastageta Myll-
unnar og Samsölubakarís sé 20-föld
afkastageta einstakra fyrirtækja
sem hafi verið í samkeppni við þau í
heildsölu til matvöraverslana.
Þá segir enn í greinargerð sam-
keppnisráðs að hagræðing virðist
takmörkuð af samrunanum, talið að
sparnaður verði um 39 milljónir á
þessu ári og er þá miðað við sparnað
frá sameiginlegum rekstrarkostnaði
fyrirtækjanna tveggja á síðasta ári.
Nemi hann einungis um 3% af áætl-
uðum sölutekjum. Því telur sam-
keppnisráð að markmið Myllunnar
með yfirtökunni hafi verið af mark-
aðslegum toga. Með yfirtökunni sé
verið að bregðast við samkeppni frá
Samsöiubrauðum og væntanlegii
aukningu á samkeppni frá innflutn-
ingi. „Með öðrum orðum má segja
að yfirtökunni sé ætlað að styrkja
samkeppnisstöðu Myllunnar með
því að draga úr samkeppni á við-
komandi markaði. Augljóslega fara
slíkar áætlanir gegn markmiði sam-
keppnislaga."
Tekin afstaða með
matvöruverslunum
Forráðamenn Myllunnar-Brauðs
hf. efndu til blaðamannafundar í
gærmorgun og kynntu
þar sjónarmið sín fyrir
samrananum. Kolbeinn
Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Myllunn-
ar, sagði stöðugan þrýst-
ing viðskiptavina bakaría krefjast
hagræðingar. Staða viðskiptavina
bakaría hefði eflst mjög undanfarin
ár og hefðu bakarí brugðist við með
því að veita sífellt meiri afslátt.
Staða bakaría hafi versnað og nokk-
ur orðið gjaldþrota. Því liggi beinast
Keppinautar
hætta að
keppa
við að ná fram hagræðingu með því
að stækka einingar. Leitað hafi ver-
ið eftir samstarfi við Samsölubakarí
sem ekki hafi haft áhuga á því en
frekar haft áhuga á að selja. Þá
sagði Benedikt Jóhannesson, stjórn-
arformaður Myllunnar, að stór-
markaðir væra að fá allt að 100
milliónir króna í afslátt og álagn-
ingu sem hann taldi skila sér illa í
vöraverði til neytenda. Þeir segja
afsláttinn til stórmarkaða hafa auk-
ist úr 10 í um 40%.
Kolbeinn sagði að miðað við fyrri
úrskurði samkeppnisráðs og Sam-
keppnisstofnunar hefðu þeir ekki
talið sig vera að brjóta neitt. Hann
sagði sameiginlega heildarmarkaðs-
hlutdeild Myllunnar og Samsölu-
brauða 25-30% og því væri undar-
legt af samkeppnisráði að gera at-
hugasemd við hana meðan hún léti
óátalda 70% hlutdeild hjá olíufélög-
um og 80-85% hjá gosdrykkjafram-
leiðendum.
„Þessi úrskurður veldur okkur
miklum vonbrigðum. Þarna er al-
gjörlega tekin afstaða
með matvöraverslunun-
um og raunveralega er
mörkuð ný stefna hjá
samkeppnisráði með því
að framleiðslufyrirtæki
sem era undir stöðugum þrýstingi
frá matvöruverslunum um aukna af-
slætti og lægra verð, mega ekki ná
því með því að hagræða og samein-
ast heldur eiga þau að gera það með
því að verða gjaldþrota svo að nýir
geti þá tekið við,“ sagði Kolbeinn.
Framkvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf. um tjón
af ógildingu samruna við Samsölubakarí
Seldum eignir upp
í kaupverðið og byrj-
uðum á hagræðingu
„VIÐ höfum þegar selt eignir og
aukið hlutafé í fyrirtækinu til að
standa undir hluta kaupverðsins og
byrjað á lítils háttar hagræðingarað-
gerðum en þó vildum við að mestu
halda að okkur höndum meðan við
biðum úrskurðar samkeppnisráðs,"
sagði Kolbeinn Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri Myllunnar-Brauðs hf.,
aðspurður um hversu langt samruni
Myllunnar og Samsölubakarís hefði
gengið en skrifað var undir samn-
inga þess efnis 19. desember síðast-
liðinn.
Kolbeinn sagði ekki hafa verið lagt
í mikinn kostnað, hann væri að
mestu fólginn í vinnu starfsmanna
fyrirtækisins við að útvega Sam-
keppnisstofnun upplýsingar og
greinargerðir vegna þessa máls.
Fyrirtækin hafa verið rekin aðskilið
og starfsmannafjöldinn verið svo til
óbreyttur en alls era um 300 stöðu-
gildi hjá fyrirtækjunum. Hann sagði
Mylluna hafa átt þrjár hæðir í hús-
næðinu við Skeifuna í Reykjavík sem
voru í útleigu og voru þær seldar fyr-
ir 105 milljónir króna. Þá voru áform
fyrirtækisins kynnt fimm stofnana-
fjárfestum og þeim boðið að gerast
hluthafar. Var selt hlutafé fyrir 90
milljónir króna. Afgangur kaupverðs
Samsölubrauða var settur á skulda-
bréf til nokkuira ára.
Þorði í Mylluna en ekki
flugfélög eða olíufélög
Kolbeinn og Benedikt Jóhannes-
son stjórnarformaður segjast reikna
með að úrskurði samkeppnisráðs
verði áfrýjað og telja að lítið gerist í
málinu meðan áfrýjunarfresturinn
líður samkvæmt áliti lögfræðings
fyrirtækisins. Reglur vanti um
hvernig framkvæma eigi ógildingu
sem þessa.
„Það væri heilmikið mál að skila
fyrirtækinu aftur og enn væri mikið
mál að taka þráðinn upp á ný ef
áfrýjunarnefnd samkeppnismála
verður svo skynsöm að úrskurða
samrunann í lagi,“ sagði Kolbeinn
ennfremur. „Það er mjög vandmeð-
farið að beita þessu ákvæði um ógild-
ingu og ég er gáttaður í ljósi fyrri úr-
skurða. Eg hef hreinlega á túfinning-
Guðmundur Sigurðsson forstöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar
GUÐMUNDUR Sigurðsson, for-
stöðumaður samkeppnissviðs Sam-
keppnisstofnunar, segir að með yfir-
töku Myllunnar á Samsölubakaríi
hefði Myllan öðlast afgerandi mark-
aðsyfirráð og enginn annar aðili hafi
sjáanlega geta ógnað veldi hennar á
þessum markaði. Það sé kjarni
málsins og því hafi samkeppnisráð
ekki átt annars kost en að ógilda yf-
irtökuna. Að auki hafi Myllan ekki
getað sýnt fram á með sannfærandi
hætti þá hagkvæmni sem fylgdi yf-
irtökunni og gerði hana nauðsyn-
lega.
Ekki sýnt fram á hagræðingu
Guðmundur sagði að miðað við
þau viðbrögð sem komið hefðu fram
frá Myllunni við ákvörðun sam-
keppnisráðs fyndist þeim að um út-
úrsnúninga væri að ræða, auk þess
sem verið væri að gera Samkeppnis-
ráði upp hugmyndir og skoðanir.
Kjami málsins væri einfaldlega sá
að fengi yfirtakan að ganga fram
óáreitt myndi það verða til þess að
hindra samkeppni á brauðsölumark-
aði og verða til þess að hækka verð
til neytenda. Með yfirtökunni hefði
Afgerandi markaðs-
yfirráð ef yfirtakan
hefði gengið eftir
Myllan öðlast markaðsyfirráð og að-
gangur annarra keppinauta að
markaðnum yrði mjög torveldur,
þar sem þeir væra allir svo smáir í
samanburði við Mylluna. Auk þess
hefði Myllan tryggt sér svo mikið
pláss í hillum verslana fyrir vörar
sínar, að samkeppnisaðilar ættu
mjög erfitt uppdráttar. Það væri
enginn annar aðili til staðar sem
gæti þjónað þessum stærri mat-
vöruverslunum. „Þessa markaðs-
stöðu þeirra og styrk teljum við
geta leitt til þess að verð á þessum
vöram hækki,“ sagði Guðmundur
ennfremur.
Hann sagði að þessu til viðbótar
hefði Myllan ekki getað sýnt fram á
þá hagræðingu sem fólgin væri í
sameiningu fyrirtækjanna. I upp-
haflegu gögnunum sem Samkeppn-
isstofnun hefði fengið vegna yfirtök-
unnar hefði einungis verið að finna
fullyi'ðingar um hagræðingu en eng-
in gögn því til stuðnings. Sam-
keppnisstofnun hafi í tvígang leitað
eftir gögnum um hagræðið og það
sem fram hafi komið sé ekki þess
eðlis að það leiði til þess að vega upp
þann skaða sem fylgi yirtökunni.
Guðmundur sagði einnig að
grundvallarmunur væri á þessum
brauðmarkaði og olíumarkaðnum til
dæmis. Eftir yfirtöku Myllunnar á
Samsölubakaríi væri fyrirtækið
einrátt á markaðnum og ekkert
annað fyrirtæki ætti möguleika á
eða hefði burði til þess að ná til alls
markaðarins með sama hætti,
þ.e.a.s. sinna brauðsölu til stór-
markaða á suðvesturhorni landsins.
Eitt og eitt bakarí gæti veitt sam-
keppni á hluta markaðarins eins og
til dæmis á Suðurnesjum, en ekkert
ætti möguleika á að vera í sam-
keppni við Mylluna á öllu mark-
aðassvæðinu.
Á olíumarkaðnum hins vegar
Hr
hefði verið um það að
ræða í fyrsta lagi að 01-
íufélagið hf. hefði ein-
ungis verið að kaupa
35% hlut í Olíuverslun
Islands hf. og annar að-
ili verið með jafnstóran
hlut. í öðru lagi væra
fleiri aðilar á markaðn-
um með dreifingarkerfi
sem næðu til landsins
alls og þar væri hann að
tala um olíufélagið
Skeljung. Þarna væri
því verið að jafna sam-
an mjög ólíkum hlutum
og það sama gilti einnig
um gosdrykkjavöra-
markaðinn þar sem
tveir stórir aðilar kepptu.
Guðmundur sagði að ástæðan fyr-
ir því að gripið var til íhlutunar þeg-
ar Flugfélag íslands var stofnað
hafi bæði verið að þeir voru að búa
til félag úr innanlandsfluginu og
sameina það að hluta til flugi annars
félags, en einnig hafi verið horft til
styrks Flugleiða á öðram mörkuð-
um. Þá hafi aðstaðan einnig verið
ólík að því leyti að þar hafi verið um
markað að ræða, sem
var verið að breyta úr
einokunarmarkaði í
samkeppnismarkað.
„Þessar aðgerðir sem
þá var gripið til vora
taldar nægja til þess að
tryggja samkeppni á
þeim markaði," sagði
Guðmundur.
Ræddu við
marga aðila
Hann sagði aðspurð-
ur að yfirtaka Myllunn-
ar á Samsölubakaríi
Guðmundur þýddi nærfellt einokun
Sigurðsson á þessum markaði.
Samkeppnisstofnun
hefði rætt við marga aðila í bakara-
stétt og á matvöramarkaði vegna
þessarar ákvörðunar og enginn
hefði séð raunhæfa möguleika á því
að einhver nýr aðili gæti veitt Myll-
unni virka samkeppni. Menn hefðu
litið svo á að þeir væra nauðbeygðir
til þess að eiga viðskipti við Myll-
una, bæði vegna afkastagetunnar í
samanburði við aðra og stöðu þeirra
á markaðnum.
unni að Samkeppnis-
stofnun hafi verið að
bíða eftir einhverju máli
til að sýna tennurnar,
hún hafi ekki þorað í ol-
íufélögin eða flugfélögin
en Myllan væri kannski
nógu veigalítil til að
slást við.“
Kolbeinn og Benedikt
segja að samkeppnisráð
skilgreini markaðinn
eins þröngt og frekast
sé unnt. „Það skiptir
öllu máli að skynja
markaðinn og hvemig
hann starfar," segja
þeir. „Við leggjum rök
okkar fram sem byggj-
ast á þekkingu okkar á
markaðnum, hvemig hann
Kolbeinn Kristinsson
er framkvæmdasljóri
Myllunnar.
bregst
við. Samkeppnin er fyrir hendi, fólk
getur keypt brauð í stórmarkaði eða
annars staðar og við erum líka að
keppa við ýmsar aðrar vörar, morg-
unkorn og fleira. Við teljum því
þessa þröngu skilgreiningu, þ.e. að
horfa aðeins á heildsöluna eða stór-
markaðinn, hafa verið setta í upphafi
til að þurrka út önnur rök. Við höfum
á tilfinningunni að þeir hafi byrjað að
gefa sér niðurstöðuna og unnið síðan
út frá því.“
KolSeinn segir að krafa stórmark-
aða um afslætti væri þannig að vildu
bakarar ekki selja á þeim kjöram
sem í boði væra segðust þeir kaupa
brauðin frá öðram. Forráðamenn
Myllunnar telja þessar afsláttarkröf-
ur stórmarkaðanna gengnar of langt
og að afsláttur frá bakaríum skili sér
ekki að fullu í lægra útsöluverði til
neytenda og segja erfitt að komast
undan þessari kröfu á _____________
annan hátt en að mæta
henni með sífelldri hag-
ræðingu. „Þeir hafa sagt
við okkur, nú eru lausir ___________
samningar og þið og
Samsölubrauð bjóðið í söluna hjá
okkur og sá fær sem býður meiri af-
slátt,“ segir Kolbeinn. „Þeir segja að
það sé þeirra að ákveða hvaða brauð
séu í boði og þeir hafa fæstir viljað
leyfa neytendum að velja á milli," en
samningar um brauðin hafa verið til
allt að tveggja ára.
Heilbrigður markaður
lætur neytandann velja
Kolbeinn segir að þessum starfs-
aðferðum sé eingöngu beitt á inn-
lenda framleiðendur. „Heilbrigður
markaður lætur neytandann velja.
Taki neytandi vel á móti vörunni er
hún inni og verslunin tilgreinir hvaða
álagningu hún þurfi og framleiðandi
stýrir síðan verðinu með tilliti til
þess. Þannig virka markaðir í ná-
grannalöndum okkar,“ segja þeir og
segja aðhald framleiðandans það að
halda sér á markaði með góða vöru
og lágt verð.
„Venjulegur markaðsþrýstingur
er þannig að báðir aðilar era að
hagnast hóflega. Auðvitað viljum við
að viðskiptavinir okkar hagnist líka,“
segir Benedikt, „en það er afar
ósanngjarnt að það séu bara þeir
sem hagnist en ekki framleiðandinn.
Þegar við erum með markað þar
sem taprekstur er í gangi þá blæðir
honum út. Verðið sem við höfum
keppt við er undir kostnaðarverði.
Við getum ekkert sagt við því ef ein-
hver er betri og getur boðið vöra á
lægra verði en það er ekki heilbrigt
að menn borgi með framleiðslunni,
það er alveg sama á hvaða sviði það
er.
Samsölubakarí bauð lægi-a verð en
Vandmeðfarið að
beita ákvæði um
ógiidingu
það hafði efni á vegna
eignaraðildarinnar og
þar áttum við í höggi við
aðila sem setti á okkur
óeðlilegan þrýsting.
Hugmynd okkar með
sameiningunni var að
skapa eðlilegan sam-
keppnismarkað þar sem
minni bakaríin hefðu þá
kost á því að koma
sterkar inn. Aðgengið
að markaðnum er mjög
opið.“
Á þessu ári gerðu for-
ráðamenn Myllunnar
ráð fyrir að ná tæplega
40 milljóna króna hag-
ræðingu. Ætlunin hefði
verið að ná því með
sameiningu á bakstri á ákveðnum
vörum, lægri kostnaði við yfirstjórn
og fleiru. Samanlagt tap fyrirtækj-
anna síðustu fimm árin var 20 millj-
ónir árlega að meðaltali en á síðasta
ári var rekstur þeirra í járnum. Þeir
staðhæfa að stefnt sé að 100 milljóna
króna hagnaði árlega fái sameining-
in að standa enda sé það nauðsyn-
legt til að standa undir eðlilegri þró-
unar- og markaðsstarfsemi til að
fyrirtækin geti á hverjum tíma lagað
sig að nýjum neyslu- og lífsháttum á
markaðnum.
Erlend samkeppni
innan tíðar
Þeir telja að erlend samkeppni
verði staðreynd hér innan tíðar. „Ég
get til dæmis nefnt að þýskt fyrir-
tæki er að undirbúa framleiðslu á
frosnum hefuðum brauðum og ný
ofnatækni gerir það kleift að þíða
__________ brauðin og baka þau
með tölvustýrðum bún-
aði. Menn þurfa því ekki
annað en ofn og frysti-
klefa. Þessi þróun mun
eflast og veita okkur
samkeppni í nánustu framtíð og gæð-
in era hin sömu og brauð sem bökuð
eru eftir hefðbundnum leiðum,“ segir
Kolbeinn og Benedikt minnir á að
þegar sé fyrir hendi innflutningur á
kökum og frosnu brauði. Telja þeir
þess vegna ekki fráleitt að til þess
komi að Myllan láti framleiða fyrir
sig ákveðnar vörategundir erlendis
þar sem það kunni að vera hag-
kvæmara en hér vegna smæðar
markaðarins. Segja þeir það reyndar
gert nú þegar þar sem danskt fyrir-
tæki framleiði tartalettur fyrir Myll-
una.
Þá staðhæfir Kolbeinn að fjárfest-
ing til að koma upp framleiðslulínu á
brauði sé ekki svo óskapleg en fyrir-
tækið sendi gögn til Samkeppnis-
stofnunar um það með greinargerð
sinni. „Brauðlína sem afkastar um
2.000 brauðum á klukkustund kostar
kringum 40 milljónir og má gera ráð
fyrir að fyrir 60-80 milljónir alls
megi koma slíkri framleiðslu í gang,“
segir Kolbeinn og segir það langt
undir þeim 150 til 300 milljónum sem
kemur fram í greinargerð sam-
keppnisráðs. Aðgangur að markaði
sé því ekki erfiður.
Benedikt minnir einnig á að mark-
aðsráðandi staða sé ekki bönnuð
heldur misbeiting hennar. „Maður
myndi kannski horfa á þetta öðrum
augum ef samkeppnisráð hefði rakið
dæmi um misbeitingu Myllunnar í
skjóli sterkrar stöðu sinnar undan-
farin ár og með enn stærri markaðs-
hlutdeild mætti ætla henni frekari
misbeitingu. Um það er hins vegar
ekki að ræða og ekki hægt að ætla
Myllunni neina misbeitingu."