Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 46

Morgunblaðið - 24.02.1998, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk |‘m MERE! pid hou CALLTHE ROLL?PO H0\) NEEP V0LUNTEER5? POT ME POWN! I'LL BRIN6 THE PE556RT' THE AN5WER isnwELVe" ^THAT S 50RT0F,N PR06ABLY, WHAT I UJA5 MAYBE 60IN6T0SAV. Já, ég er vakandi! Já, kennari! Kallaðirðu upp nafnið mitt? Ég er hér! Kallaðirðu upp nöfnin? Þarftu sjálboðaliða? Skrifaðu mig niður! Ég skal bera fram eftirrétt- inn! Svarið er tólf. Það er eiginlega lík- lega það sem ég ætlaði kannski að segja... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Marklaus lektor Frá Páli Emi Líndal: HINN 30. janúar sl. birtir Víkverji bréf frá Karli 0. Karlssyni, lektor, þar sem hann skammast út í FIB- auglýsingar þær sem einhverra hluta vegna fóru fyrir brjóstið á honum og sumum öðrum. Tilefni þess að Karl skrifar Víkverja er að Víkverji hafði réttilega gert athuga- semd við misnotkun frambjóðenda í prófkjöri R-listans á opinberum fjölmiðlum. Nefndi Víkverji sér- staklega þátt Helga Hjörvars og sundsprett hans í Nauthólsvík sem heill Dagsljóssþáttur var lagður undir. Blinda lektors Þórhallur Jósepsson, ritstjóri FÍB-blaðsins Ökuþórs, svarar bréfí Karls 11. febrúar sl. og undrast skiljanlega fúkyrðaflaum þann er kom írá virðulegum lektornum. Þórhallur rökstyður þátttöku Árna Sigfússonar, formanns FIB, í þess- um auglýsingum þannig að hún er hafín yfir allan vafa. Staðreynd er, eins og Þórhallur bendir á, að Arni er formaður félagsins og kemur fram sem slíkur, leikur sem slíkur endurgjaldslaust í auglýsingunni, hefur sem slíkur lækkað bifreiða- tryggingar landsmanna um vel rúmlega milljarð og hefur sem slík- ur fjölgað félagsmönnum FÍB um 12.000. Geri aðrir betur. I raun gerði Stefán Oddur Magnússon út um þetta mál í Morgunblaðinu 6. febrúar sl. Stefán situr í stjórn FÍB og skrifaði hann að stjórnin stæði saman að baki því að Árni Sigfús- son kæmi fram í þessum auglýsing- um. Stefán segir að vart verði talið að hann sé að verja Árna út frá pólitískum forsendum, enda sé hann alþýðubandalagsmaður, kommi. Um pólitík væri ekki að ræða í málinu, enda FÍB ópólitískt félag. Hið Ijúfa líf lektors, borgar- stjóra og R-lista Þórhallur Jósepsson kom í bréfi sínu inn á hvatir þær er drifu Karl Öm Karlsson áfram er hann skrifar bréf sitt. Segir Þórhallur orð Karls óvænt hafa fengið nýja merkingu í sjónvarpsþættinum Á elleftu stundu 3. febrúar sl. Þar sýndi borgarstjór- inn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, áhorfendum myndir úr fjöl- skyldusafninu. Kom þá í Ijós að með- al einkavina Ingibjargar borgar- stjóra, með henni á baðstrandaferða- lagi í Portúgal, er umræddur Karl Öm Karlsson. Að tama er vel tekið eftir hjá Þórhalli og nægi það ekki til að gera Karl lektor að ómerkingi og sýna íram á hvers málpípa hann er má enn tína til. Borgarráð sam- þykkti 10. febrúar sl. samning um leigu á Iðnó. Um menningarþáttinn skal Leikfélag Islands sjá en veit- ingahúsið Við Tjömina um veitingar. Iðnó er frá fomu virðulegt og merki- legt setur mikillar sögu og hefðar. Leikfélag íslands setti upp poppleik- inn Stone free sem vissulega ^ar vel sóttur en telst vart menningarvið- burður. Leigusamningur þessi var enda mjög umdeildur og þó að að- standendur Leikfélags Islands kunni að vera hæfíleikaríkir ungii- menn hjjóta þessi nýfengnu yfírráð þeirra yfir Iðnó að teljast tvfræð. Það skyldi þó varla hafa skemmt fyrir að framkvæmdastjóri Leikfélags ís- lands, Breki Karlsson, er sonur Karls Ö. Karlssonar, vinar og ferða- félaga Ingibjargar borgarstjóra? Það sýnir sig hér að þræðir liggja víða og að vissulega er mönnum mis- annt um mannorð sitt. Þáttur borg- arstjórans og R-listans þarf ekki að koma á óvart miðað við önnur vinnu- brögð þeirra. PÁLL ÖRN LÍNDAL, Laugarnesvegi 69 Reykjavík. Hvar liggur ábyrgð þing- manna Reykjavíkur? Frá Sigurbjörgu Ásgeirsdóttur: í GRAFARVOGINUM eru 13.817 íbúar sem em 5.183 íbúum fleiri en í Vestfjarðakjördæmi öllu. Mér kem- ur þessi samanburður í hug að þeir fyrmefndu eiga enga þingmenn að því að virðist en þeir síðarnefndu eiga fímm þingmenn. Að minnsta kosti heyrist vart í þingmönnum Reykjavfkur þótt brýn hagsmuna- mál kjördæmisins séu í húfí, saman- ber breikkun Gullinbrúar og það ófremdarástand sem ríkir í Grafar- vogi í umferðinni á annatímum. Borgarstjóri kveðst ítrekað hafa skrifað þingmönnum og óskað lið- sinnis þeirra í málunu en án árang- urs. Á Norðurlandi standa þingmenn saman þegar hagsmunir kjördæm- isins eru annars vegar. Nýlega fréttist af því að þingmenn fyrir norðan hefðu allir sem einn gefíð út þá yfirlýsingu að þeir myndu ekki samþykkja vegaáætlun nema tiltek- in framkvæmd fyrir norðan kæmist inn á áætlunina. Sannið til þeim verður að ósk sinni enda eiga norð- anmenn ráðherra á þingi sem gætir hagsmuna kjördæmisins. En þegar Reykjavík á í hlut heyrist hvorki hósti né stuna þótt þar sé fremstur í flokki þingmanna sjálfur forsætis- ráðherrann. Óneitanlega vekur þetta mál upp ýmsar efasemdir hjá manni. í fyrsta lagi um ágæti kjördæma- skipunar þar sem hagsmunir fjölda fólks vega ekki þyngi'a en raun ber vitni. í annan stað um hollustu þingmanna þeirra sem kjörnir eru á þing fyrir fjölmennasta kjördæmi landsins en virðast ekki hafa nein- um sérstökum skyldum við það að gegna. Hvers eiga Grafarvogsbúar og aðrir Reykvíkingar að gjalda? í þriðja lagi um það að ráðherrar skuli valdir úr hópi þingmanna og þar með sé undir hælinn lagt hvort þeir vinna áfram af krafti fyrir kjördæmi sín eða sinna þeim alls ekki. SIGURBJÖRG ÁSGEIRSDÓTTIR, Fjólugötu 25, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunbiaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.