Morgunblaðið - 24.02.1998, Síða 51

Morgunblaðið - 24.02.1998, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 51 FOLK I FRETTUM JOHN Goodman mætti með Coen-bræðrunum á kvikmyndahátíðina í Berlín til að kynna myndina en hún keppir um GuIIbjörnin. vegna hnémeiðsla. Hann er í miklu uppáhaldi hjá bræðrunum og hefm- áður leikið í tveimur myndum þeirra, Raising Ai-izona og Barton Fink. Hinn seinheppni og bráðláti Walt- er er enn með hugann við Ví^tnam- stríðið. Hann er pólskur kaþólikki sem snerist til gyðingatrúar þegar hann kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni. Coen-bræðrunum, sem sjálfir eru gyðingar, er ekkert heilagt og þeir gera óspart gi-ín að eigin menn- ingu, t.d. með því að láta Walter neita að setjast undir stýri á hvíldar- deginum þó svo að mikið sé í húfi. Þegar minnst er á þetta segir Ethan: ,,Við erum gyðingar og tilheyrum þeirra menningu þó svo að við séum ekki trúaðir. Afi var strangtrúaður og neitaði að setjast upp í bíl á laug- ardögum. Okkur fannst einfaldlega fyndið að Walter, sem er byssuóður uppgjafahermaður, væri jafnframt strangtrúaður gyðingur." Félagamir Jeff og Walter eru fastagestir í keiluhöllinni ásamt þriðja félaganum Donny sem leikinn er af Steve Buscemi. Líkt og hlutverk Goodmans vai' hlutverk Buscemis ski-ifað sérstaklega með hann í huga. Donny, fyrrverandi brimbrettahetja, er vinalegui' en sljór og aldrei alveg með á nótunum. Buscemi, sem leikið hefur í flestum myndum þeirra bræðra, hefur verið einn af eftirsótt> ustu leikurum óháða kvikmyndaiðn- aðarins vestanhafs síðast- liðin ár og leikið m.a. undir leikstjóm Tarantinos og Jarmuschs. Keilusalm'inn er mið- punkturinn í lífi félaganna. Töluverð röskun verður á lífi „the Dude“ þegar tveir handmkkarar ryðjast inn í íbúð hans í þeirri trú að þar búi milljónamæringurinn Jeff Lebowski. Þegar þeim verður ljóst að þeir hafa farið mannavillt, míga þeir á persneska teppið hans og yfir- gefa staðinn. Jeff er þeirrar skoðun- ar að teppið hafi verið miðpunktur- inn í innréttingu íbúðarinnar og eftir að hafa ráðfært sig við vin sinn Walt- er ákveður Jeff að reyna að fá skaða- bætur hjá hinum auðuga nafna sín- um (The Big Lebowski). Sú heim- sókn verður til þess að þeir félagarn- h' lenda í ýmsum ævintýram og þurfa m.a. að leysa mannránsmál. Aukaatriðin gerð að aðalatriðum En söguþráðurinn er ekki hið end- anlega markmið Coen-bræðranna. Hann er nær því að vera leiksvið þar sem bræðranum gefst tækifæri til þess að skjóta inn fáránlegum draumi eða kynna til sögunnar ýms- ar skrautlegar persónur sem hafa litla þýðingu fyrh' myndina í heild. Joel nefnir þessi atriði „Kafka-rof‘. í slíkum aukahlutverkum birtast m.a. tveir fastagestir Coen-bræðranna, John Turturro og sænski leikarinn Peter Stormare (Fargo). Turtun-o leikur mexíkanska keilu- meistarann Jesus Quintana sem not- ar hámet, fjólublátt naglalakk og klæðist níðþröngum fjólubláum sam- festingi í stíl. Stormare leikur þýska tómhyggjumanninn Uli sem hefur árásai'gjarnt múrmeldýr sér til að- stoðai’ við handrukkun. Einnig má nefna feminískan framúrstefnumál- ara (Julianne Moore) sem skvettir málningu á léreft þegar hún flýgur nakin yfir vinnustofuna í svifbraut. Um þá persónu segir Joel: „Líkt og hinar persónurnar er hún hluti af liðnum tíma. Flux-listahópurinn spratt fram í upphafi sjöunda ára- tugarins og var blanda af gjörning- um og list. Yoko-Ono var ein af spíram þessa hóps. Á sínum tíma var þetta djarft en í dag er þetta ekkert annað en íyndið.“ I lokin voru bræðurnir spurðir að því hvort þeir væru með eitthvað á prjónunum og Joel varð fyrir svörum: „Það standa engar upptökur yfir eins og er. Við eram með ýmsar hugmyndir í gangi. Erum að vinna að handriti um rak- ara í N-Kalifomíu á fimmta áratugn- um sem ákveður að opna efnalaug." Ethan hlær. Og þar sem hugmyndin virðist fjarstæðukennd veit maður ekki hvort taka eigi þessu sem gríni eða alvöru. En fjarstæðan er nú einu sinni vörumerki bræðranna - þannig að hver veit? „Afi var strangtrúaður og neitaði að setjast upp í bíl á laugar- dögum“ Föstudaginn 27. febtúar i Ásbyrgi A Verð ívrir ~ *» söngskemmlvn í** Ktflm|| fe, * v meomalkr. 3.900. k •fiff**' Vferð fyrir söng- skemmlun án malar kr. 1.800. BfíŒcmm Kynnir Ömar Ragnarsson. _______________________ Hljómsveit Hjördísar Geirs HÓTEL ÍSLANDI Gullbjörn- inn til Brasilíu ► BRASILISKA kvikmyndin „Central Do Brasil“ hreppti hiim eftirsótta Gullbjörn á kvikmynda- hátiðiimi í Berlín sem lauk á sunnu- daginn. Myndin fjallar um ungan brasilískan dreng sem leitar föður síns og þykir hún lýsa sambandi drengsins og konu sem tekur hann að sér á einstaklega næman og raunsannan hátt. Leikstjóri mynd- arinnar er Walter Salles og var hann að vonum glaður með sigur- inn. „Ég var injög ánægður með viðtökur almennings en ég trúi því varla að þetta sé niðurstaða dóm- nefndarinnar," sagði Salles. Hann sagði myndina vera táknræna fyrir þá samúð sem hann vonaði að færi vaxandi í brasilísku samfélagi. Það var formaður dómnefndar- innar, Ben Kingsley, sem tilkynnti hver sigurvegari hátíðarinnar væri og urðu mikil fagnaðarlæti meðal blaðamanna á staðnum. Þess má geta að Evrópufrumsýningu myndarinnar í Berlín í síðustu viku var fagnað með tíu minútna lófataki að henni lokinni. Aðalleikkona „Central Do Brasil“ Fernanda Montenegro hreppti Silfurbjörninn fyrir leik sinn í myndinni. Samuel L. Jackson var valinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í mynd Quentins WALTER Salles, leikstjóri brasilísku myndarinnar „Central Do Brasil", hampar hér Gullbirninum ásamt leikkonunni Fernanda Montenegro. Tarantinos „Jackie Brown“ og pólitíska ádeilumyndin „Wag the Dog“ fékk sérstök dómnefndar- verðlaun. Irinn Neil Jordan fékk Silfurbjörninn sem leikstjóri myndarinnar „The Butchers Boy.“ Kvikmyndahátíðin í Berlín nýtur vaxandi vinsælda og kemur fast á hæla hátíðarinnar í Cannes sem er sú vinsælasta í Evrópu. Ilandhafi Gullbjörnsins hefur til mikils að vinna því í kjölfar sigursins trygg- ir myndin sér mun víðtækari dreif- ingu og auglýsingu. Brúðhjón Allur boróbiindóur - Glæsilcg gjafavara Briíðarhjóna lislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Pað er ekki að ástæðulausu að KOMATSll er með flestar beltagröfur í notkun á íslandi í dag -—Ríkulega búnar íyrir íslenskar aðstæður -—> Auðveldar og þægilegar í stjórnun L -—-* í fararbroddi með nýjungar \ -—> Traustur umboðsaðili -—-* Hagkvæmar í rekstri /T\v V -—> Hátt endursöluverð ’ f \ -—-* Áreiðanlegar x\ 'x\ ■■—> Afkastamiklar ÍÉMÉCBH Funahöföa 6 • Simi 577 3500 - Fax 577 3501 ■ Netfang gunnarb® kraftvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.