Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 56

Morgunblaðið - 24.02.1998, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 24. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ HASKOLABIO jaMitCtMí ■frLmiiú’H;- S4M.ti'i:g»i aaÆtftgHti JMMBHgHHi S4MBlEiHti AQfeíaHl!i HLJÓMSVEITIRNAR Prodigy og Gravediggaz verða báðar með tónleika hérlendis í mars. Rappsveitin Gravediggaz verður með tónleika í Fylkishöllinni 7. mars og danssveitin Prodigy verður í Laugardalshöli 28. mars. Að sögn Þorsteins Kragh hljómleikahaldara, sem rekur fyrirtækið Motion Promotion, munu íslensku sveitimar Nod Ya ílead Crew og Subterranian hita upp fyrir Gravediggaz. Hann segir að miðaverð verði 2.300 krónur og að ekki verði seldir fleiri miðar en tvö þúsund. Þetta er í fyrsta skipti sem rappsveitin Gravediggaz heldur tónleika á íslandi, en meðlimir hennar eru Prince Paul, RZA; leiðtogi Wu-Tang Clan, Fruit- kwan og Too Poetic. Hljómsveit- in hefur sent frá sér tvær breið- skffur og kom sú seinni út siðasta haust. Prodigy, sem treður upp í Laugardalshöll 28. mars, hefur haldið tónleika hérlendis þrisvar sinnum áður. Hún fyllti Laugar- dalshöllina tvisvar og tróð einnig upp á útihátíðinni Uxa á Kirkju- bæjarklaustri. Miðasala hefst í næstu viku, en ekki fékkst upp- gefið hvað miðaverðið verður i:átt. Ingvar Þórðarson, sem áður hefur staðið fyrir komu Prodigy hingað til Iands, segir að vegna vinsælda hljómsveitarinnar hafi reynst mun torsóttara af fá hana hingað að þessu sinni og kostnað- ur því mun meiri. Hann segir ekki fara milli mála að vinsældir Prodigy í Bandaríkjunum undan- farna mánuði hafi skipað hljóm- sveitinni á stall með dýrustu tón- leikahljómsveitum sem hingað hafi komið. Gravediggaz Gravediggaz er rappkvartett sem Prince Paul, upptökustjóri De La Soul, stofnaði og fékk til liðs við sig leiðtoga Wu-Tang Clan, RZA, Too Poetic og Fruit- kwan, sem báðir koma úr rappsveitinni Stetasonic. Fyrstu breiðskífu Gravediggaz, Niggar- mortis/Six Feet Deep, var vel tekið en á plötunni er mikið vitnað í hryllingsmyndir. Skömmu eftir að sú plata kom út sló Wu-Tang Clan í gegn um heim allan og lítill tími varð fyr- ir Gravediggaz. Eftir að Wu- Tang Clan sendi frá sér sína aðra breiðskífu tók Gravediggaz upp þráðinn og sl. haust kom út platan The Pick, The Sicle and The Shovel, og ber meira á RZA en á fyrri plötunni. Prodigy og Grave- diggaz með tón- leika á Islandi Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir The Prodigy á tónleikum í Laugardalshöll í mars fyrir tveimur árum. Prodigy The Prodigy er kvartett stofnað- ur af Liam Howlett, en hann semur öll lög sveitarinnar, tekur þau upp og útsetur. Howlett fékk til liðs við sig dansarana Keith Flint og Leroy Thornhill, en síð- an slóst í hópinn rapparinn Max- imReality. Önnur smáskífa Prodigy, Charlie, naut mikilla vinsælda og fyrsta platan, The Prodigy Ex- perience, sem kom út haustið 1992, sat 25 vikur inni á breska breiðskífulistanum. Tveimur ár- um síðar kom út platan Music for the Jilted Generation sem naut enn meiri hylli en fyrri skífan og sat í marga mánuði á topp tíu í heimalandinu, Bretlandi. í tónleikaferð til að fylgja þeirri plötu eftir kom hljómsveit- in hingað á Listahátíð Hafnar- fjarðar og lék í troðfullu fþrótta- húsinu í Kaplakrika. Löng bið varð eftir næstu breiðskífu hljóm- sveitarinnar, því næstu árum eyddi hún í samfellt tónleikahald og kom meðal annars hingað til lands tvívegis, lék á Uxa-hátíð- inni á Kirkjubæjarklaustri og síð- an í Laugardalshöll í mars 1996. Síðan hafa komið út smáskífur, þar á meðal Firestarter sem sló sölumet í Bretlandi, og Breathe, sem seldist lítið minna. Seinni hluta síðasta árs kom svo út breiðskífan Fat of the Land. Sú hefur selst metsölu víða um heim, meðal annars í Banda- ríkjunum, en Prodigy er með- al vinsælustu hljómsveita þar í landi. Platan hefur einnig notið mikillar hylli hér á landi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.