Morgunblaðið - 26.02.1998, Page 22

Morgunblaðið - 26.02.1998, Page 22
22 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ NELSON Mandela heilsar Haraldi Noregskonungi Konung- legar mót- tökur MIKIÐ var um dýrðir í Suður- Afríku þegar Haraldur Nor- egskonungur og Sonja, drottn- ing hans, komu þangað í opin- bera heimsókn í gær. Tók Nel- son Mandela, forseti landsins, á móti þeim og lofaði mjög Norðmenn fyrir stuðning þeirra við baráttuna gegn að- skilnaðarstefnunni á árum áð- ur. Þróunaraðstoð Norðmanna við ríki í sunnanverðri Afríku er nú um fimm milljarðar ísl. kr. á ári og mest til Mósambík og Tansaníu. S-Afríka fær enn nokkurt framlag en því lýkur um aldamót. í fylgd með kon- ungshjónunum var fjölmenn viðskiptasendinefnd og var til þess tekið í s-afrískum fjöl- miðlum, að hinir norsku gestir komu allir með almennu áætl- unai-flugi. Lítil trú á stjórnmála- flokkunum AÐEINS rúmur þriðjungur Japana telur, að Ryutaro Hashimoto forsætisráðherra standi sig vel í embætti en mesta athygli vekur þó, að meirihlutinn, 54,6%, segist ekki styðja neinn japönsku stjórnmálaflokkanna. Hefur það aldrei komið fram fyrr í skoðanakönnun í Japan. Eru Japanir almennt fremur svart- sýnir á framtíðina og ástæðan er viðvarandi uppdráttarsýki í efnahagslífinu og hátt verð á flestum nauðsynjum. Margrét á batavegi MARGRÉT prinsessa, í eina tíð svarti sauðurinn í bresku konungsfjölskyldunni, ætlaði að fara heim til Englands í gær frá Barbados í Karíbahafi þar sem hún hefur verið að jafna sig eftir vægt heilablóð- fall. Hafa þessi veikindi vakið at- hygli fjölmiðla á henni á nýjan leik en lífshlaup og lífemi prinsessunnar var mikill fréttamatur um langt skeið. Ástamál hennar enduðu yfir- leitt með ósköpum og sorg- imar sefaði hún með áfengi og tóbaki, reykti lengi tvo pakka á dag. Hún hefur þó ekkert reykt frá 1985 þegar hluti ann- ars lungans var fjarlægður vegna krabbameins og aðeins dreypt á veiku viskíi að kvöldi dags. Bandaríkjamenn efastenn um samkomulagið við Iraka Hafa áhyggjur af ákvæði um nýja vopnaeftirlitssveit Ný símaþjónusta í undirbúningi Geta fylgst með ferð- um barn- anna London. The DaiJy Telegraph. FORELDRAR barna sem ganga nieð farsíma geta fljótlega fylgst með ferðum þeirra og fengið kort af því hvar þau eru send heim á faxi. Japanska símfyrir- tækið NTT gerir nú tilraunir með búnað af þessu tagi. Breska fyrirtækið Cellent boð- ar jafnvel skilvirkari þjónustu af þessu tagi þrátt fyrir að Bretar hafi almennt áhyggjur af því að tækni af þessu tagi stangist á við friðhelgi einkalifsins. Cellent sagðist því einungis bjóða upp á þjónustu af þessu tagi ef eftirspurn reyndist vera eftir henni, en símfyrirtækið seg- ist geta staðsett síma í borgum svo ekki skeikaði nema í mesta lagi nokkrum metrum. Farsímar eru í stöðugu sam- bandi við móðurstöð þegar kveikt er á þeim. Ha'gt er að miða þá út frá því hvaða endur- varpsstöð í kerfínu siminn tengir sig við. I stórborgum er hægt að staðsetja síma með innan við 200 metra nákvæmni en í dreifbýli er nákvæmnin ekki eins mikil. Talsmaður NTT sagði að frið- helgi einkalífs stæði ekki ógn af kerfl þess því gefa yrði upp sér- stakt einkennisnúmer símnotand- ans áður en staðsetning símans yrði gefin upp. SÍÐAN Kofi Annan kom frá Bagdad á mánudag eftir að hafa náð samkomulagi við Iraksstjórn um að sett verði á laggimar nýtt kerfi til vopnaeftirlits í Irak hefur Bandaríkjastjórn lagt sig fram um að verða ekki til leiðinda með því að gagnrýna samkomulag sem kom í veg fyrir að til hemaðaraðgerða kæmi. Bandarískir embættismenn segjast þó enn hafa nokkrar áhyggjur af því hvað í samningnum felist og hvernig hann geti haft áhrif á eftirlit í framtíðinni, að því er Washington Post greinir frá. Bandaríkjamenn hafa helst áhyggjur af ákvæði í samkomulag- inu um að sett verði á stofn ný sveit sem muni sjá um vopnaeftirlit á sérlega viðkvæmum stöðum, en þetta verk hefur sérverkefnasveit Sameinuðu þjóðanna í írak (UNSCOM) haft með höndum frá því eftir Persaflóastríðið 1991. Bandaríkjamenn segja að ef nýja sveitin geti haldið uppi öflugu eftir- Kti og verði heimill aðgangur að þeim án skilyrða sé ekkert því til fyrirstöðu að Bandaríkjastjórn samþykki forráð sveitarinnar og ekki þurfi að óttast frekar um samninginn sem Annan gerði. Áhrifaminni en UNSCOM? Aðrir embættismenn segja þó að þeir hafi umtalsverðar áhyggjur af því að þessi nýja eftirlitssveit kunni jafnvel að verða áhrifaminni en UNSCOM-sveitin, eða verði við- kvæmari fyrir pólitískum þrýstingi frá Irökum og styðningsmönnum þeirra. Fari svo, hafi samkomulag- ið sem Annan náði í raun og veru grafið undan möguleikunum sem Sameinuðu þjóðimar (SÞ) eigi á að koma höndum yfir þau gereyðing- arvopn sem Irakar kunni að eiga í fómm sínum. Auk þeirrar óvissu sem virðist ríkja um það hversu fljótt eftirlits- menn á vegum SÞ skuli láta reyna á sáttarvilja Iraka og hvemig eftir- litinu skuli haldið uppi hefur fjöldi þeirra staða sem hin nýja eftirlits- sveit mun hafa á sinni könnu valdið deilum. Talað er um 1.000 til 1.500 byggingar. Annan hefur heldur ekki útskýrt hvernig nýja sveitin á að tengjast UNSCOM. Þá telja bandarísku embættis- mennirnir, sem Washington Post hefur rætt við, að nú sé orðið ljóst að við gerð samningsins hafi Ann- an vikið sér undan að minnsta kosti einu ákvæði leiðbeininga öryggis- ráðsins. Þar sagði að ný eftirlits- sveit ætti einungis að hafa umsjón með forsetabústöðum í Bagdad, en ekki nærliggjandi byggingum. Hugmyndin var sú að sem minnst yrði tekið af umboði UNSCOM. Annan tjáði öryggisráðinu að hann hefði vikið sér undan þessu ákvæði leiðbeininganna vegna þess KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpar öryggisráðið og kynnir samkomulagið við íraka um vopnaeftirlitið. að sérstök athugun á vegum SÞ hefði leitt í ljós að einungis sé einn forsetabústaður í írak, staðsettur í Bagdad, og að írakar líti svo á að fjöldi annarra staða og bygginga víðs vegar um landið sé rétt eins viðkvæmt mál er varðar eftirlit og forsetabústaðurinn. „Óábyrgir kúrekar" Það kom ýmsum á óvart, jafnvel einhverjum úr jafnvægi, að þegar Annan ávarpaði öryggisráðið á mánudag lýsti hann eftirlitsmönn- um UNSCOM sem „kúrekum“ sem hefðu farið mikinn og hagað sér af ábyrgðarleysi. Nefndi Annan, án útskýringa, þá umkvörtun Iraka, að sumir eftirlitsmannanna hefðu reynt að hafa hendur í hári Sadd- ams Hússeins Iraksforseta og ráða hann af dögum. UNSCOM hefur ætíð hafnað þessu og sagt þetta of- sóknarkennda ímyndun Iraka. Leiðbeiningarnar frá SÞ, sem kallaðar voru „rauðu leiðbeining- arnar“, bárust Annan í hendur um hádegisbil 15. febrúar þegar Mad- eleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, færði honum þær á fundi sem stóð í um tvær klukku- stundir, að því er New York Times greinir frá. Þá hafi þau rætt vand- lega væntanlegt samkomulag SÞ við Irak. Þannig hafi Bandaríkin tekið mun stærri þátt í undirbún- ingi farar Annans en látið hafi ver- ið í veðri vaka. Reuters Rússneski herinn opnar heimasíðu Fátæk mæðgin í Dhaka MIKIL fátækt er í Bangladesh og talið er, að af níu milljónum manna í höfuðborginni, Dhaka, hafi fjórðungurinn ekkert ör- uggt húsaskjól né lífsviðurværi. Hér er ungur drengur að ýta bæklaðri móður sinni á heima- smíðuðum vagni um götur borg- arinnar en þau draga fram lífið á betli. Moskvu. Reuters. EFTIR fimm ára valdabaráttu inn- an rússneska hersins hafa fulltrúar gamla tímans orðið undir í átökum við þá sem segjast í takt við tímann og vilja veita almenningi innsýn í starf hersins. Af því tilefni hefur verið opnuð heimasíða hersins á veraldarvefnum. „Stefnan er nú að vinna fyrir opn- um tjöldum," sagði talsmaður varn- armálaráðuneytisins. „Við kjósum að birta almenningi upplýsingar beint í stað þess að einhverjir milli- liðir afbaki þær,“ bætti hann við. Á heimasíðunni, sem er að finna á slóðinni http://rian.ru/mo/mo.htm, birtist fyrst skjaldarmerki rúss- neska hersins en upplýsingamar, sem þar verður að finna í fyrstu, verða allar á rússnesku. Verður enskri síðu komið upp sem fýrst, en áður en það getur orðið þarf bæði að bæta úr tölvukosti hersins og fjölga færu starfsliði. Er unnið að þvi að þjálfa hermenn í því að vinna við vefinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.