Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg BOKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda verður opnaður almenningi í dag en í gær var opið sér- staklega fyrir fulltrúa almennings- og skólabókasafna. ÁRLEGUR bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda verður opnaður í Perlunni í dag. Hátt í þrjátíu þúsund titla er þar að fínna að meðtöldum fombókum. Metsala var á markaðnum í fyrra og kveðst Ólafur Ragnarsson for- maður félagsins gera sér vonir um enn meiri sölu að þessu sinni - að minnsta kosti ekki minni. Ólafur segir að markaðurinn sé með svipuðu sniði og undanfarin ár enda hafi hann jafnan fallið í góðan jarðveg. Vinnureglan er sú að tvenn jól Iíði frá útgáfu. Yngstu bækurnar á markaðnum nú komu þannig út fyrir jólin 1995. „Annars er þarna að finna bækur frá síðustu Qörutíu til fimmtíu árum í einhverju upp- Hátt í þrjátíu þúsund titlar lagi, auk forabóka, sem margar hverjar eru mun eldri,“ segir Ólafur en í fornbókadeildinni er eintakafjöldi niður í eitt. Þá er á markaðnum talsvert af gömlum tímaritum, auk útlitsgallaðra bókmenntaverka. Sem fyrr er svo boðið upp á bókapakka á sérstök- um kjörum. Ólafur segir markaðinn reyna að koma til móts við þarfir sem flestra, enginn vilji sé til að tak- marka. „Þarna eru bókstaflega allar tegundir íslenskra bóka, íjöl- breytni efnisflokka er mikil.“ Að sögn Ólafs spannar bóka- markaðurinn allan verðskalann en algengt er að afslátturinn sé á bilinu 30-40% og allt upp í 80-90%. „Það er sem sagt hægt að gera góð kaup í Perlunni enda telja bókaútgefendur þetta eitt mikil- vægasta átakið til að viðhalda bókalestri og bókaeign í landinu." Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni verður opinn daglega frá kl. 10-19. Hon- um lýkur sunnudaginn 8. mars. ) Joan Backes sýnir I í Hafnarborg BANDARÍSKI listmálarinn Joan Backes opnar sýningu á verkum sínum í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar (kaffistofu), laugardaginn 28. febr- úar kl. 14. Á sýningunni eru myndir unnar með blandaðri tækni. Með collag- eaðferðinni byggir hún upp grunn- myndina og dýpkar hana síðan með penslinum og blandar jafnvel sandi í litinn til að gefa klettinum viðeigandi þyngd, segir í fréttatil- kynningu frá Hafnarborg. Joan Backes er fædd í Wiscon- sin. Hún lauk M.F.A. námi frá Northwestern University í Hlinois- fylki í Bandaríkjunum og hefur síð- an unnið að list sinni í Bandaríkj- unum og víða um heim. Hún hefur einnig kennt við listadeildir North- westem háskólans, Háskólans í Kansas, Kansas City Art Institute og nú við Brown háskólann á Rhode Island. Laðast að ströndum N-Atlantshafsins f Joan Backes hefur laðast að ströndum N-Atlantshafsins og er nú búsett í Massaehusetts en ferð- ast til Noregs, Skotlands og Is- lands til að mála. Hún hefur hlotið fjölda viður- kenninga fyrir list sína og verk eft- ir hana em í opinberum söfnum , víða í Bandaríkjunum, í Skotlandi og hér á landi, segir ennfremur í * fréttatilkynningunni. ) Sýningin stendur til 18. mars. Gítartónlist í Haukshúsum EINAR Kristján Einarsson held- ur gítartónleika í Haukshúsum föstudagskvöldið 27. febrúar kl. 20.30. A efnisskrá verða verk eftir Albeniz, Asturias, de Narvaez, Tarrege, Sor, Villa-Lobos, Yocoh og Barrios. Einar Kristján Einarsson nam gítarleik á íslandi og í Englandi. Hann hefur auk þess sótt námskeið hjá mörgum þekktum gítarleikur- um. Hann hefur víða haldið tón- leika m.a. leikið með Caput-hópn- um og Sinfóníuhljómsveit Islands auk þess að taka þátt í mörgum tónlistarviðburðum. Myndlistarsýning Lista- og menningarfélagið ) Dægradvöl á Álftanesi opnar myndlistarsýningu í Haukshúsum laugardaginn 28. febrúar kl. 14. Myndlistarklúbburinn hefur ver- ið rekinn í þrjá vetur og er þetta í annað sinn sem haldin er sýning á vinnu klúbbfélaga, áður var sýnt árið 1996. Að þessu sinni verður haldin sýning á vatnslitamyndum ) en hópurinn hefur notið leiðsagnar ^ vatnshtakennarans og -málarans Gunnlaugs St. Gíslasonar um ! nokkurt skeið. Allslierjar svikamylla Leikritið Svikamylla eftir Bretann Anthony Shaffer verður frumsýnt í Kaffíleikhúsinu í kvöld kl. 21. Þröstur Helgason fylgdist með æfíngu og var óafvit- andi orðinn þátttakandi í leikritinu. Morgunblaðið/Þorkell „WYKE hefur leikið margan gráan leik en nú hittir hann fyrir mann sem er ekki alveg tilbúinn að láta fara illa með sig og svarar fyrir sig, en fylgir bara ekki sömu leikreglum og Wyke. Þar með fer gamanið að kárna.“ Arnar Jónsson og Sigurþór A. Heimisson í hlutverkum sínum. ÞEGAR leikritið Svikamylla hefst veit áhorf- andinn ekki betur en hann sé ekkert annað og meira en einmitt það: áhorfandi á leiksýn- ingu. Smámsaman áttar hann sig á því að svo einfalt er það nú ekki; óafvitandi er hann nefnilega orðinn þátttakandi í leikritinu, hann er orðinn að eins konar leiksoppi þess og veit hvorki hvað snýr upp né niður, ekki frekar en persónur verksins. Leikritið virðist vera allsherjar svikamylla. Leikritið gerist á heimili Andrews Wykes (Amar Jónsson) sem er vinsæll morðsagna- höfundur, að minnsta kosti að eigin mati. Hann er farinn að lifa sig svo inn í heim skáldsagna sinna að svo virðist sem mörk skáldskaparins og raunveruleikans séu að verða honum æ óljósari. Hann er heltekinn af þykjustuleikjum sem hann setur á svið af mikilli snilld. Þegar leikritið hefst hefur Wyke boðað til sín ungan ástmann eiginkonu sinna, Milo Tindle (Sigurþór Heimisson). Tindle er alvara með ást sinni á eiginkonunni og hefur í hyggju að kvænast henni og allt útlit er fyrir að Wyke hafi ekkert á móti ráðahagnum, þvert á móti á hann sér enga ósk heitari en að „losna við hana“. Hann býð- ur Tindle að taka þátt í litlum leik með sér sem muni ef hann tekst verða mikill ávinn- ingur fyrir þá báða. Og þar með hefst spuninn á klækjavefnum sem sífellt verður þéttari. Og líkt og persón- ur verksins vita áhorfendur vart lengur hvort nú sé verið að leika á þá eða ekki. Leikir settir á svið Höfundur leikritsins SvikamyUu (e. Sleuth) er Bretinn, Anthony Shaffer. Það var frumsýnt í London árið 1970 og síðar sama ár í New York. Verkið vakti strax mikla at- hygli og hlaut Tony verðlaunin árið 1971. Ári síðar var gerð kvikmynd eftir leikritinu með Sir Lawrence Olivier og Michael Caine í að- alhlutverkum, voru þeir báðir tilnefndir til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn en hvorugur útnefndur. Shaffer hefur einkum fengist við að skrifa sjónvarpsþáttahandrit síðan en á næstunni verður fyrsta leikrit hans fyrir leiksvið frá því hann skrifaði Svikamyllu frumsýnt í London, The Thing in the Weelchair. Sigurþór segir að sér hefði á sínum tíma þótt kvikmyndin eftir leikritinu frábær en hún sé hins vegar bam síns tíma. „Það er ýmislegt í henni sem við gætum aldrei sam- þykkt í kvikmynd í dag. En svo gerum við líka hluti í uppsetningunni okkar sem ekki er hægt að gera í kvikmynd. Við náum ýmis- legu út úr leikritinu sem ekki er hægt að ná í kvikmynd. Nálægðin við áhorfendurna er til að mynda meiri hjá okkur hér í Kaffileikhús- inu en hún skiptir verulegu máli í þessu verki. Áhorfendur eru þátttakendur í sýning- unni og eru raunar inni í stofu heima hjá Andrew Wyke og taka þátt í þeim leikjum sem hann setur þar á svið.“ Wyke kallar Tindle „ítalaviðrini" og að sönnu er hann hálfaumur þegar hann lendir í klónum á hinum útsmogna og greinda spennusagnahöfundi. „Já, en það kemur í ljós að það er þónokkuð spunnið í hann,“ svarar Sigurþór, „hann hefur í sér nokkuð af . þessum ítölsku töffaragenum og lætur ekki hvem sem er vaða yfir sig. Hann kann að I svara í sömu mynt.“ ) Á veruleikamörkum Wyke virðist standa með fæturna í tveim- ur heimum, heimi sagnanna sem hann er alltaf að semja og svo raunveruleikanum. Og hann veit ekki alltaf í hvom fótinn hann stíg- ur. „Hann er kominn að ákveðnum veru- leikamörkum," segir Arnar, „hann er kannski kominn í dálitla einangmn og það er ) að fjara undan honum. Fólkið er hætt að lesa , sögurnar hans og hann hefur dregið sig inn í svolitla skel. Hann verður svolítið klikkaður ) fyrir vikið og stundar það að setja á svið leiki. Hann segist hafa tekið þátt í að skapa svo marga spennandi leiki að Jung og Ein- stein væm stoltir af því að vera boðin þátt- taka. Hann hefur skemmt sér konunglega við þessa iðju þótt oft hafi gamanið verið grátt. Hann hefur leikið margan gráan leik en nú hittir hann fyrir mann sem er ekki al- veg tilbúinn að láta fara illa með sig og svar- t ar fyrir sig, en fylgir bara ekki sömu leik- ) reglum og Wyke. Þar með fer gamanið að . káma.“ Snilldarlega spunninn svikaþráður Svikamylla er snilldarlega spunninn svika- þráður enda hefur því verið haldið fram að leikritið væri „meistaralegasta ráðgáta“ sem sett hafi verið á svið. Hið snjallasta í verkinu er þó það að um leið og persónumar leika á , hvor aðra leikur höfundurinn sér að áhorf- andanum. I Leikstjóri sýningarinnar er Sigríður Mar- ) grét Guðmundsdóttir. Með aðalhlutverk fara, eins og fram hefur komið, Arnar Jóns- son og Sigurþór A. Heimisson en með önnur hlutverk fara Albert Þórsson, Gísli Sigurðs- son og Magnús Bjamason. Leikmynd gerir Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, lýsingu Ævar Gunnarsson, hljóðmynd Margrét Ömólfs- dóttir og förðun annast Sigríður Rósa Bjamadóttir. ) Sýningin er samstarfsverkefni Kaffileik- . hússins og Reykjavíkurleikhússins. Þetta er fyrsta sviðsetning verksins hér á landi en I það hefur verið flutt í útvarpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.