Morgunblaðið - 26.02.1998, Page 26
26 FIMMTUDAGUR'26. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Valkyrjur,
völvur og fjöl-
kynngikonur
MYMILIST
Gerðarsafn, Listasafn
Kópavogs
MÁLVERK BALTASARS
Opið frá 12-18 alla daga nema mánu-
daga. Sýningin stendur til 1. mars.
ÍSLENSK goðafræði og íslend-
ingasögurnar ætla að verða
Baltasar drjúg uppspretta að
myndefni. Hann hefur áður sýnt
stórar og mikilúðlegar myndir úr
sköpunarsögunni eins og henni er
lýst í Völuspá og nú hefur hann
enn sett upp sýningu þar sem sótt
er aftur til norrænnar fomeskju.
Hér eru það fyrst og fremst kven-
persónurnar sem sækja á lista-
manninn, enda eru þær dulúð-
ugastar allra þeirra sem segir frá í
fornbókunum.
A sýningu Baltasars era valkyrj-
urnar Reginleif, Geirönul og Her-
fjötur, tröllkonurnar Fála og Hála,
hin göldrótta Þórveig sem sagt er
frá í Kormákssögu og völvan Gróa
sem kölluð var fram úr haugnum
til að gala syni sínum galdur og gaf
honum þau ráð sem mörgum þykja
best duga: „Sjálfur leið þú sjálfan
þig.“ Flestra er þeirra aðeins getið
í stuttu máli í bókum og oft ekki
fullljóst hvaða hlutverki kvenper-
sónur af þessu tagi hafa gegnt
meðal goða eða í þjóðtrú, en greini-
legt er þó að þær era oft örlaga-
valdar og búa yfir miklum krafti.
Þannig er það líka víða í íslend-
ingasögum, einkum þeim sem bera
merki um áhrif frá fomaldarsög-
um, og Baltasar velur sér einmitt í
eina mikilfenglegustu myndina á
sýningunni Esju sem sagt er frá í
Kjalnesingasögu. Hún kom út í
Leirvog á ofanverðum dögum
Konofogars, eins og sagt er í sög-
unni, og settist að á Esjubergi.
Ferðafélagar hennar vora skírðir
menn, en þó er sagt að Esja hafi
verið „fom í brögðum" og víst er að
það era hennar ráð og spár sem
valda mestu um framgang sögunn-
ar og örlög Búa, fóstursonar henn-
ar, sem er aðalpersóna frásagnar-
innar. Samt vitum við í raun furðu-
lega lítið um Esju.
Það er markmið Baltasars í
þessum myndum sínum að reyna
að sýna svo ekld verði um villst það
dularmagn sem persónumar búa
yfir. Islendingar hafa alltaf haft
frekar einfalda sýn á hið mynd-
ræna eins og það lýtur að draug-
um, tröllum og galdramönnum;
þeir birtast okkur fyrir hugskots-
sjónum sem nokkuð venjulegir
menn og í hversdagslegum bún-
ingi. Hjá Baltasar kynnumst við
hins vegar veröld þar sem myrk öfl
óreiðu og illsku leika lausum hala.
Rauð augu glóa í gjömingaveðri
lita og skugga, og alls staðar finnur
maður fyrir ógn. Til að draga upp
mynd af þessari veröld leitar
Baltasar langt út fyrir íslenska
myndskreytingarhefð og hér má til
dæmis sjá einhvers konar áhrif frá
groddamyndum Goya þótt útfærsla
LISTIR
——
ESJA hin fjölkunnuga eftir Baltasar.
Baltasars sé í rauninni all-persónu-
leg og sprottin fyrst og fremst úr
því myndmáli sem hann hefur
sjálfur verið að þróa undanfarin ár.
I sölunum á efri hæð Gerðarsafns
er að finna tuttugu og eina mynd,
unna í olíu og akrýl. Myndimar eru
flestar ekki stórar ef miðað er við
margt sem Baltasar hefur látið frá
sér, en útfærsla þeirra er stórgerð,
strikin breið og litimir ögrandi
þótt víðast ríki myrkur og skuggar.
I kjallara safnsins er aftur að finna
teikningar unnar með gouaehe-lit-
um og olíukrít. Sumar þessara
teikninga era beinlínis skissur að
ákveðnum málverkum á efri hæð-
inni en í öðram sjáum við almenn-
ari stúdíur af svipuðu myndefni,
ógnandi skessum og dulúðugum
galdrakonum. Þessar teikningar
era ekki síður áhugaverðar en mál-
verkin. Þar era fígúramar oft
dregnar skýrt fram og áhrifamátt-
urinn felst í líkamsstöðu og hreyf-
ingu sem stundum hverfur í óró-
legan bakgrann í málverkunum.
Líklegast hefur myndræn sýn
okkar á fortíðina og persónur á
borð við þær sem Baltasar dregur
fram á þessari sýningu mótast af
hugsun upplýsingarinnar, sem
enduruppgötvaði sögumar, fremur
en af anda þess tíma sem þær ger-
ast á. En á því leikur enginn vafi að
fyrir forfeðram okkar vora myrk
öfl, galdur og illska, raunverulegir
kraftar sem öllum stóð ógn af.
Þetta nær Baltasar að draga fram í
myndum sínum og færir okkur þar
með nær því sem fomt er og dulúð-
ugt í miðaldahefðinni. En á sýning-
unni er þó ekki allt hjúpað myrkri
og ekki allar konur tröll og völvur;
þar er líka, eins og til að hug-
hreysta áhorfandann, myndin Víð-
bláinn sem sýnir hinn þriðja himin,
himin ljósálfanna, þar sem skulu
„dyggvar dróttir byggja og of aldr-
daga yndis njóta“.
Jón Proppé
ABELARD
OG HELOÍSA
BÆKUR
II e i m s p e k i
HRAKFALLASAGA - BRÉF
eftir Abelard og Heloísu. Einar Már
Jónsson íslenskaði og ritaði eftir-
mála. Heimspekistofnun - Háskólaút-
gáfan 1997 - 276 bls.
AF einhverjum ástæðum þykir
sumum menning miðalda fátækleg.
Þótt menn undanskilji íslenska
menningu í þessu tilliti og viður-
kenni ýmsar menningareyjar
gleymist það þó ærið oft að miðald-
ir vora mikill gerjunarpottur í
menningarlegum efnum og um það
leyti sem Sæmundur fróði og Ari
fróði era að berja saman sín rit hér
á landi er lénsveldið að festast í
sessi í Mið- og Suður-Evrópu. I
þeim átakaheimi blossuðu kannski
ekki upp jafneftirminnilegar bók-
menntir og á Islandi einni til
tveimur öldum síðar. En á 12. öld
glittir í kímblöð háskólanna og rök-
fræðilega og heimspekilega um-
ræðu á það háu plani að ekki er
unnt að horfa fram hjá henni. Það
er því ekki að ófyrirsynju að augu
manna hér á landi hafa beinst meir
en áður hin seinni ár að tengslum
norrænnar og suðrænnar menn-
ingar enda ljóst að ýmsir höfðingj-
ar og geistlegir menn hérlendir
lærðu við erlenda skóla og fluttu
með sér fræðin heim.
Þótt ýmislegt sé til bókmennta-
kyns ft-á þessum tíma af suðrænum
toga, farandsöngvar, riddarasagnir
og ekki síst efni guðfræðilegs eðlis,
eru þó fá rit sem fangað hafa huga
manna sem rit Péturs Abelard.
Víðfrægast rita hans er vafalaust
Hrakfallasaga. Sá gluggi franskrar
miðaldamenningar hefur þó lengi
verið íslenskum almenningi lokað-
ur en nú hefur Einar Már Jónsson
opnað hann með þýðingu á bók
Abelards ásamt með bréfum hans
og ástkonu hans og eiginkonu,
Heloísu, og ritað um þau prýðilega
ritgerð. Auk þess þýðir hann nokk-
ur bréf Péturs ábóta í Cluny um
málefni Abelards og ævilok hans.
Hrakfallasaga fylgir ákveðinni
formúlu. Hún er skrifuð sem eins
konar huggunarbréf til vinar þar
sem í upphafi segir að þjáningar
vinarins séu smámunir miðað við
hrakningasögu Abelards. Síðan
rekur höfundurinn hrakfarir sínar
en dregur af þeim ályktanir í þá
vera að sumar þrengingar séu ým-
ist refsing fyrir syndir ellegar dul-
búin blessun.
Mörg áföllin í lífinu tengir
Abelard átökum sínum við kenn-
ara, deilum um rökfræði og guð-
fræði og samskipti við geistleg yf-
irvöld. En á þessum tímum snerist
mestöll andleg umræða á einhvern
hátt um guðfræðilegar kennisetn-
ingar. í forgranni er þó ástarsaga
hans og Heloísu og í bakgranni
glittir í samfélagið, átök aðalsætta
og konungs, menntamanna og
kirkjufeðra.
Meginsögusvið sögunnar er í
París og nágrenni. Þar gerist m. a.
ástarsagan sem Hrakfallasaga er
þekktust fyrir- Abelard kynnist
Heloísu, 15 ára stúlku, en sjálfur er
hann 20 áram eldri. Hún er nem-
andi hans og með þeim takast
geystar ástir sem ekki var gott fyr-
ir menntamann sem orðaður var
við hreinlífi og var aukinheldur
kennari stúlkunnar. Þar að auki fór
allt fram með mikilli leynd. Strax
einkenndist samband þeirra af
miklum ástarfuna. „Hendumar
leituðu tíðar á brjóstin en í bæk-
umar ... I ákafa okkar reyndum
við öll stig ástarinnar...“ Jafnvel
eftir að upp kemst fær ekkert
stöðvað þau og stúlkan verður
ófrísk. Þá nemur Abelard hana úr
heimahúsum og kvænist henni á
laun. Afleiðingarnar verða þó
skelfilegar því að frændi Heloísu
lætur gelda Abelard. Athyglivert
er að Abelard lítur seinna á geld-
ingu þessa sem blessun. Eftir þetta
gagnast hann ekki konum og þarf
ekki að beijast við óhreinlífar
hugsanir en getur snúið sér aftur
að fræðum sínum. Hrakfallasögu
hans lýkur þó engan veginn við
þetta enda er hann greinilega í
miðju átakasvæði, jafnt í andlegum
málefnum sem jarðbundnum.
Bréf þeirra Abelards og Heloísu
sem með fylgja fjalla opinskátt um
ást þeirra og gefa góða innsýn í
hugsunarhátt tímanna. Mikið rými
fer í umræður um óuppgerð tilfinn-
ingamál Heloísu gagnvart sam-
bandi þeirra og sambandsslitum
sem Abelard reynir aftur á móti að
fá hana til að sætta sig við. Mynda
bréfin því eins konar ramma utan
um dapurlega ástarsögu meginrits-
ins.
Stíll Hrakfallasögu og bréfanna
mótast mjög af formúlum um slík
ritverk og mælskulist miðalda.
Verkin era þannig hlaðin biblítil-
vitnunum og guðfræðilegum hug-
leiðingum. Eigi að síður fer ekki
hjá því að á bak við formúlukennd-
ar harmatölur eða úrdrætti og
réttlætingu á þeim örlögum sem
ásköpuð eru blasi við særð hjörtu
og miklar tilfinningar. Þannig dylst
ekki beiskja Abelards í Hrakfalla-
sögu. Eins og gefur að skilja era
umræðumar um þessar tilfinning-
ar opinskárri í bréfunum og sann-
ast sagna finnst mér að þau hefji
ástríðumar í hæstu hæðir. Mögnuð
er t.a.m. upprifjun Abelards á ást-
arlífi þeirra Heloísu þar sem hann
reynir að sýna fram á að gimd en
ekki ást hafí ráðið ferð - til að rétt-
læta afskiptaleysi sitt af henni eftir
geldinguna: „Þú veist í hvílíka
skömm taumlaus losti minn hafði
sökkt líkömum okkar, þannig að
engin virðing, hvorki fyrir velsæmi
né fyrir guði gat komið í veg fyrir
að ég velti mér upp úr þessu foraði,
jafnvel ekki yfír páskadagana né á
stórhátíðum kirkjunnar. Og þótt
þú vildir ekki og berðist í móti, eins
og þú gast, og reyndir að telja mig
af þessu, þá neyddi ég þig oftsinnis
með hótunum og barsmíðum til að
þýðast mig, þar sem þú varst veik-
burða i eðli þínu.“
Gagnstætt þessum fullyrðingum
blasir svo við sýn Heloísu á ást
þeirra. Hún kýs fremur að kalla sig
skækju hans en eiginkonu og upp-
lifir gimdina sem eðlisþátt ástar-
innar: „Hvemig er hægt að tala um
iðran syndara, hver sem meinlæti
líkamans era, þegar hugurinn býr
stöðugt yfir sama vilja til að
syndga og brennur af fyrri girnd-
um? . . . Sú sæla elskenda sem við
nutum bæði í sameiningu var mér
svo sæt, að ég get ekki haft neina
vanþóknun á henni og hún getur
varla horfið mér úr minni . . . í
sjálfri messunni, þegar bænirnar
ættu að vera hreinni, halda klúrar
ímyndanir vesælli sálinni svo fang-
inni að ég er uppteknari af nautn-
unum en bæninni.“
Þýðing Einars Más Jónssonar er
látlaus. Einar þræðir framhjá
freistingum fymskunnar en gerir
þó töluvert af því að þýða frönsk
nöfn að fomum sið. Mikilvægast tel
ég þó að stíll höfundar kemst að
töluverðu leyti til skila í þýðing-
unni. Á bak við þýðinguna býr mik-
il þekking á miðaldafræðum og
djúpur skilningur á textanum. Ein-
ar Már hefur unnið þetta verk af
fræðilegri ástríðu. Það sést á stór-
góðri ritgerð sem fylgir þýðingun-
um. Þar fjallar hann jafnt um text-
ann, baksvið bókarinnar og fræði-
legar deilur um hana af allt að því
smásmugulegri nákvæmni. Til að
gera verk sitt lifandi hnýsist hann í
hillur fombókasalanna á Signu-
bökkum til að fá nasasjón af bók-
menntum 19. og 20. aldar um þau
Abelard og Heloísu og fer í ferða-
lög út á annes þar sem Abelard
dvaldi í eins konar útlegð. Hér er
vel að verki staðið.
Abelard og Heloísa hafa mörg-
um orðið hugstæð gegnum tíðina,
ekki síst vegna ástarsögu þeirra.
Ekki þætti mér ólíklegt að örlaði
meir á áhuga á rökfræði og heim-
speki Abelards en áður. Hann var
einn af brautryðjendum skólaspeki
miðalda og meginviðfangsefni hans
heimspeki tungumálsins, hvemig
orðin geti haft merkingu og hver sé
afstaða þeirra til veraleikans. Það
vill svo til að svipaðar hugrenning-
ar era uppi í nútímaheimspeki,
túlkunarfræði og í þeim stefnum
sem tröllriðið hafa 20. öldinni, öld
sem gert hefur málfræðina að
heimspeki sinni. Hvað sem því líð-
ur þá er Hrakfallasaga - bréf -
mikilvæg viðbót við miðaldasýn
okkar íslendinga. Hún veitir okkur
innsýn inn í miðaldasamfélag í
sköpun og fjallar um þætti sem
tengjast með einum eða öðram
hætti íslensku menningarlífi á mið-
öldum. En umfram allt er saga
þeirra Abelards og Heloisu átaka-
full örjagasaga sem á erindi við
okkur öll.
Skafti Þ. Halldórsson
!
f
i
\
f
\
\
t
í
I
i
i
!
i
i
f
i
i
\
\
i