Morgunblaðið - 26.02.1998, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Tryggvi Guð-
mannsson fædd-
ist í Hafnarfirði 6.
mars 1919. Hann
lést í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 17.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Guðmann Hró-
bjartsson vélstjóri
og Þórunn Ólafs-
-H dóttir verkakona.
Tryggvi kvæntist
Ragnheiði Guðrúnu
Hjaltalín 1964 en
hún lést 1977.
Stjúpsynir hans eru
Hilmar, f. 1948, Gunnar, f. 1950,
og Ragnar Þór, f. 1956 en hann
iést 1987.
Tryggvi kvæntist eftirlifandi
Sorg fyllti hugann þegar okkur
hjónum barst fregnin um að vinur
okkar, Tryggvi Guðmannsson, væri
allur. Reyndar höfðum við fylgst
með heilsu hans að undanförnu og
gerðum okkur fyllilega grein fyrir
að ekki var langt eftir af veru
hans á þessu tilverustigi.
Við hjónin höfðum haft kynni af
Tryggva sl. 19 ár, en á þeim tíma,
sem við höfðum samskipti urðum
við þess fullviss að Tryggvi var ein-
stakur maður. Kynni okkar hófust
árið 1979 þegar við vorum svo
lánsöm að sjá litla auglýsingu í dag-
blaði þar sem auglýstur var sumar-
bústaður til sölu í Eilífsdal í Kjósar-
hreppi. Þennan sumarbústað
byggði Tryggvi og seldi okkur og
upp frá því hófust vinatengsl, sem
,'*Wstu mjög djúpt. Tryggvi hafði áður
byggt sér sumarhús á næstu lóð við
þá, sem okkar bústaður var á og
urðum við því nágrannar í Eilífsdal.
Tryggvi var á margan hátt sér-
stakur. Hann var ákaflega duglegur
maður. Hann var laghentur, mjög
greindur og vissi skil á flestum hlut-
um. Oft var maður hissa á því hvað
hann var vel að sér í öllu og það var
sama hvað rætt var um, hann hafði
skoðanir og skil á öllu og átti á ein-
eiginkonu sinni,
Stefamu K. Bjania-
dóttur, 23.11.1991.
Tryggvi lauk vél-
stjóraprófi frá Vél-
skólanum í Reykja-
vík 1941, auk raf-
magnsdeildar árið
1944. Tryggvi fór
ungur að vinna til
sjós og lengst af
sem vélstjóri. Hann
vann í vélsmiðjunni
Kletti um áratug og
síðan í Hampiðj-
unm til starfsloka
eða í rúman aldar-
fjórðung.
Útfór Tryggva verður gerð
frá Kópavogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
stakan hátt auðvelt með að gera
öðrum grein fyrir því sem verið var
að tala um í það og það skiptið.
Hann hafði sérstakan persónuleika,
sem gerði það að verkum að hann
skaraði fram úr á mörgum sviðum
og bar maður sérstaka virðingu fyr-
ir skoðunum hans, sem hann færði
aldrei fram á annan hátt en þann að
færa fyrir þeim skilmerkileg rök.
Tryggvi var mjög skemmtilegur í
viðræðum, glettinn og spaugsamur
og fann alltaf skemmtilegu hliðarn-
ar á málunum. Samverustundir
okkar í Eilífsdal voru mjög eftir-
minnilegar. Við gerðum svo margt í
sameiningu og fylgdumst ávallt með
þyí hvað hinn var að gera. Við hjálp-
uðumst að ef verkéfnin gáfu tilefni
til slíks og glöddumst ætíð saman
yfir því, sem vel tókst. Tryggvi var
góður ræktunarmaður og það var
með ólíkindum hverju hann áorkaði
í ræktun í reitunum sínum í Eilífs-
dal.
Þegar við hjónin kynntumst
Tryggva var hann einstæður; hafði
misst eiginkonu sína. Það var svo
fyrir sex árum, að Tryggvi kvæntist
eftirlifandi eiginkonu sinni, Stefaníu
Bjarnadóttur. Þau áttu yndislegt
heimili í Skólagerði 65 í Kópavogi
og þangað var ávallt gott að koma í
heimsókn eins og að Eyrarseli í
Eilífsdal. Það var mikið gæfuspor
fyrir Tryggva þegar hann giftist
Stefaníu. Hún var ættuð og uppalin
í Kjósinni og naut þess, ekki síður
en Tryggvi, að vera þar og saman
unnu þau af mikilli atorku að hugð-
arefni sínu í Eilífsdalnum. Hann
sagði mér það að einhvern tíma,
þegar hann var ungur drengur og
var í sveit í Kjósinni í Blöndholti, en
þar ólst hann upp að nokkru leyti,
hafi hann kynnst Stefaníu og eftir
það hafi hann, alla tíð, vitað af
henni. I Eilífsdalnum var þeirra
sælureitur og þar voru þau öllum
stundum sem þau gátu og ávallt
voru þau að vinna að því að rækta
og snyrta reitinn sinn. Það var mjög
lærdómsríkt að fylgjast með því,
sem þau voru að gera og mannbæt-
andi að vera í návist þeirra.
Með Tryggva er genginn góður
maður, sem af leikni og alúð sinnti
hverju því, sem hann tók sér fyrir
hendur. Eftir lifum við ríkari, að
hafa kynnst manni, sem bar virð-
ingu fyrir lífinu og sinnti öllu því,
sem hann kom að með kostgæfni.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við hjónin kveðja þennan góða
vin okkar, sem reyndist okkur svo
vel, að um eilífð munum við minnast
hans með hlýhug og virðingu.
Kæra Stefanía. Megi guð styrkja
þig og fjölskyldu þína í sorginni
vegna fráfalls Tryggva. Minningin
um góðan dreng mun lifa með okk-
ur öllum.
Eðvar Ólafsson,
Guðbjörg Guðjónsdóttir.
Okkur, sem komin erum á efri ár-
in, finnst lífsklukkan tifa hratt. Góð-
vinir og samferðamenn hverfa hver
af öðrum yfir móðuna miklu.
Eg kynntist Tryggva Guðmanns-
syni fyrst vorið 1955, þegar við
ásamt fleirum hófum byggingu hús-
anna nr. 32 og 34 við Hagamel,
hann á 1. hæð nr. 32 og ég á 1. hæð
nr. 34 og sameiginleg innkeyrsla
varð þess valdandi að við gátum tal-
ast við á tröppunum. Okkar góðu
kynni hafa staðið æ síðan, þótt hann
flytti fyrir nokkrum árum í Kópa-
voginn. I sumarbústaðalandinu í
Eilífsdal í Kjós hefur líka verið stutt
á milli okkar.
Tryggvi starfaði lengst í Hamp-
iðjunni, en fyrir slíkan athafnamann
var átta tíma vinna ekki mikið, enda
vanari lengri vöktum sem vélstjóri á
sjó. Hann byggði sér fljótlega bfl-
skúr á Hagamelnum og þar var
hann öllum stundum í frítímum sín-
um að gera við, smíða tjaldvagna
eða báta og síðast en ekki síst að
smíða sumarbústaði. Ég fékk tjald-
vagn hjá honum á sínum tíma, sem
reyndist vel í ferðalögum og kom
hann að góðum notum síðar, þegar
ég fór að byggja sumarbústaðinn í
Kjósinni að áeggjan Tryggva, sem
var boðinn og búinn að hjálpa mér
við smíðina. Eg hafði áður komið í
bústaðinn hans, Eyrarsel, sem hann
teiknaði sjálfur og vildi ég hafa
minn bústað á svipuðum nótum með
mörgum gluggum svo hægt væri að
njóta útsýnisins. Við vorum ekkert
að flýta okkur, létum tímann vinna
með okkur og upp komst fallegur
bústaður, þökk sé Tiyggva og vin-
um og vandamönnum. Það var sama
á hverju gekk; Tryggvi sá alltaf ráð
við hlutunum. Ef eitthvað fékkst
ekki þá smíðaði hann það bara sjálf-
ur, enda var hann jafn hagur á tré
ogjárn.
Tryggvi var um skeið einn af for-
mönnum Valshamars, félags sumar-
bústaðaeigenda í Eilífsdal í Kjós.
Þar vann hann óeigingjarnt starf,
sem einkenndist af hagsýni og
dugnaði hans sjálfs við að gera hlut-
ina sem best úr garði án mikils
kostnaðar fyrir félagsmenn.
r 3lómabúðin >
öarðskom
. v/ Fossvogski^Ujwgarð .
X^Sími. 554 0500 /
Það er mikill sjónarsviptir að
Tryggva úr Dalnum. Hann var upp-
alinn í Kjósinni og átti á þessum
slóðum sín æskuspor. Hann var
áhugamaður um skógrækt og það
er frábært hversu miklu hann hefur
fengið áorkað í að fegra landið í
kringum bústaðinn, enda einhver
alduglegasti maður sem ég hef
þekkt. Hann var alltaf hress og með
spaugsyrði á vörum og reytti af sér
brandara á góðum stundum.
Það er margs að minnast á langri
vegferð sem eigi verður hér talið, en
það er mest um vert að eiga góðar
minningar um mætan mann sem
mætti veikindum sínum með ótrú-
lega jákvæðu hugarfari og lét aldrei
bugast. Slík reisn er fáum gefin.
Að leiðarlokum þökkum við
Ragna áralanga vináttu og góðar
samverustundir. Stefaníu og öðrum
aðstandendum vottum við okkar
dýpstu samúð.
Víglundur Sigutjónsson.
Þrátt fyrir að Tryggvi hefði átt
við erfið veikindi að stríða í nokkur
ár kom lát hans engu að síður á
óvart. Hann bar sig alltaf vel þrátt
fyrir veikindin og var ég því ætíð
bjartsýnn fyrir hans hönd eftir að
fundum okkar hafði borið saman.
Jákvætt hugarfar og þrautseigja
var einkennandi fyrir Tryggva og
mótaði allt viðhorf hans til lífsins.
Tryggvi var sonur Guðmanns
Hróbjartssonar járnsmiðs, en hann
var einn af stofnendum Hampiðj-
unnar árið 1934. Það ár var Tryggvi
15 ára og var að byrja nám í jám-
smíði hjá föðurbróður sínum í Hafn-
arfirði. Meðfram námi, um jól og á
sumrin, vann hann sem vélstjóri á
togara. Að námi loknu og allt fram
til 1955 starfaði hann sem fyrsti vél-
stjóri á togara sem sigldi með afl-
ann til Englands. Alls sigldi hann
yfir 100 sinnum yfir Atlantshafíð og
þar af oftsinnis í stríðinu. Tryggvi
hætti á sjónum eftir 16 ár eða árið
1955 og dreif þá í því að byggja átta
íbúða hús á Hagamel 32 ásamt
þrem öðrum vélstjómm. Byggingin
tók stuttan tíma eða frá maí fram í
desember. Þeir félagarnir gerðu
nánast allt sjálfir, slógu upp,
hrærðu steypu, steyptu og rifu utan
af. Eina aðkeypta vinnan var múr-
húðun. Þegar byggingunni var lokið
hóf Tryggvi störf hjá Vélsmiðjunni
Kletti í Hafnarfirði og vann að
mestu við uppsetningu vé!a í frysti-
hús næstu árin.
I smiðju Hampiðjunnar byrjaði
hann síðan i ágúst 1969. Þar unnu
þá sex menn við viðhald og nýsmíði.
Tryggvi var afar góður og útsjónar-
samur smiður og alltaf fann hann
leiðir til að leysa smíðaverkefni sem
vafist hefðu fyrir öðrum. Þar hjálp-
aði það mikið hve léttur hann var í
skapi og átti auðvelt með að sjá
björtu hliðarnar á málunum. Hann
var sérlega greiðvikinn við þá sem
leituðu til hans og gerði það sem
hann gat til að liðsinna þeim. Til
þess var tekið hve fljótur hann var
ætíð að koma sér að verki og ljúka
því. Tryggvi starfaði óslitið í smiðj-
unni i 25 ár og þar af var hann
smiðjuformaður frá 1973 til 1980.
Þrátt fyrir langan vinnudag varð
Tryggva alltaf mikið úr verki í frí-
tíma sínum. Seinni árin varði hann
þeim tíma í Eilífsdal við Meðalfells-
vatn, en þar byggði hann sumarhús.
Ekki lét hann þar við sitja heldur
byggði þrjú hús til viðbótar og þar
að auki fjölmarga báta sem notaðir
voru á vatninu og í Hvalfirði. Áhugi
hans á bátum var ætíð mikill og fyr-
ir nokkrum árum eignaðist hann
trillu sem hann hafði mikla ánægju
af að gera upp og sigla á.
Fyrir rúmum áratug kynntist
Tryggvi eftirlifandi eiginkonu sinni,
Stefaníu Bjarnadóttur, og var það
samband honum afar mikilvægt.
Þegar Tryggvi hætti störfum hjá
Hampiðjunni fyrir aldurs sakir þá
sagði hann síður en svo skilið við
fyrirtækið. Þó nokkur ár kom hann
til starfa i fáeinar vikur í senn til að
vinna ákveðin verkefni sem hann
einn hafði náð góðu lagi á. Þar að
auki vann hann önnur verk fyrir
okkur heimavið í aðstöðunni sem
hann hafði komið upp í Holtagerð-
inu.
t
Konan mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA BJÖRGVINSDÓTTIR
fyrrum prestskona
á Raufarhöfn og Skinnastað,
andaðist að morgni þriðjudagsins 24. þessa mánaðar.
Sigurvin Elíasson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
■JG
Ástkær móðir mín, dóttir okkar og systir,
UNNUR HILMARSDÓTTIR
skrifstofustjóri,
Ástúni 14,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 22. febrúar.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstu-
daginn 27. febrúar kl. 15.00.
Hilmar Jökull Stefánsson,
Hilmar Guðbjörnsson, Sveinbjörg Einarsdóttir,
Sigrún Heiða Hilmarsdóttir,
Elín Hilmarsdóttir.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ANNA KR. JÓNSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli þriðjudaginn
24. febrúar sl.
Gyða Hansen, Úlfar Guðmundsson,
Jón Kr. Hansen, Ingibjörg Júlíusdóttir,
og barnabörn.
TRYGGVI
“ GUÐMANNSSON
Hampiðjan og samstarfsmenn
vilja hér með koma á framfæri
þakklæti fyrir störf Tryggva Guð-
mannssonar og við vottum fjöl-
skyldu hans og aðstandendum
dýpstu samúð okkar.
Hjörtur Erlendsson,
framleiðslustjóri.
Kallið er komið. Látinn er
Tryggvi Guðmannsson vélstjóri,
stúpfaðir minn. Tryggvi og móðir
mín, Ragnheiður Hjaltalín Gunn-
arsdóttir, hófu búskap á Hagamel
árið 1962. Hann gekk okkur bræðr-
unum þremur í föðurstað á sínum
tíma, með aga og gildum, sem ég
hafði ekki kynnst fyrr. Hann hafði
lært til vélstjóra og verið til sjós
lengst af, bæði á togurum og fragt-
skipum, en var þá kominn í land og
vann í Vélsmiðjunni Kletti í Hafn-
arfirði. Seinna hóf hann störf í
Hampiðjunni og vann þar við góð-
an orðstír þar til hann hætti störf-
um fyrir fáeinum misserum.
Tryggva var margt til lista lagt og
var ótrúlega iðjusamur og féll
aldrei verk úr hendi. Hann var
vandvirkur og sannkallaður þús-
undþjalasmiður, jafnvígur bæði á
járn og tré.
Ég man þegar hann var að smíða
sinn fyrsta bát, það var aluminium-
bátur, sem festur var á toppgrind á
bfl hans. A þessum bát fórum við oft
til veiða, oftast á Kleifarvatn. Árið
eftir smíðaði hann krossviðarbát,
þann fyrsta af mörgum, og eftir það
oftast einn bát á ári um árabil. Ég
tók þátt í þeirri smíði með honum
við að skrúfa og líma krossviðinn á
grindina. Það var mikill hamagang-
ur meðan á því stóð. Þetta var það
eina sem hann bað um aðstoð við,
allt annað gerði hann sjálfui'. Það
var alltaf gaman þegar nýr bátur
var sjósettur, sem ýmist var gert
niðri á höfn eða á Kleifarvatni, og
ótaldar veiði- og skemmtiferðir
voru farnar á þessum bátum hans,
bæði á sjó og á vötnum. Sérstaklega
er mér minnisstæð ferð sem farin
var seinnipart sumars á Kleifar-
vatn, þar sem sameinuð var veiði-
og skemmtiferð. Dóttir mín, sem þá
var á þriðja ári, var með í þeirri ferð
ásamt móður minni. Voru þær
ferjaðar yfir vatnið þar sem þær
nutu sín í góðu veðri við að tína ber,
en við Tryggvi vorum að veiða.
Skemmtileg ferð og ljúf minning.
Tryggvi var sannkallað náttúru-
barn og á ég og fjölskylda mín
margar góðar minningar frá þess-
um árum, ekki síst meðan móðir
mín var enn á lífi.
Tryggva dugði ekki eingöngu að
smíða báta heldur hóf hann að
smíða sumarbústaði. Þann fyrsta
byggði hann við Þingvallavatn, síð-
an tvo í Eilífsdal í Kjós. Þar hefur
Tryggvi átt sinn sælureit, ræktað
þar reitinn sinn; gróðursett fjölda
trjáa ásamt seinni konu sinni, Stef-
aníu Bjarnadóttur, og veit ég að þar
áttu þau margar góðar stundir.
Ég aðstoðaði Tryggva við smiði
þessara bústaða og eins vann ég
með honum við að smíða bátanaust í
Laxárvogi, og lýsir sú bygging vel
virðingu Tryggva fyrir náttúrunni.
Bátaskýlið skyldi falla vel inn í um-
hverfi sitt og mátti helst ekki sjást
frá þjóðveginum, þó að það væri í
góðu sjónfæri. Þetta tókst vel
Naustið er þarna enn og varla sést
fráveginum.
Ég gleymi ekki þeirri umhyggju
sem Tryggvi bar fyrir móður sinni,
Þórunni, sem hann hugsaði einstak-
lega vel um. Þórunn bjó í íbúð
Tryggva á Barónsstíg. Hann fór
með mat til hennar nær daglega og
bar hag hennar mjög fyrir brjósti.
Samband þeirra var mjög sérstakt.
Ég þakka Tryggva fyrir árin okk-
ar saman og þó að samband okkar
hafi ekki verið eins mikið nú síðustu
árin og áður, þá er minningin um
þau ljúf.
Einnig vil ég þakka honum vel-
vild og hlýju í garð bamanna minna,
ekki síst til Tryggva Þórs, sem nú
sér á bak afa sínum og nafna með
miklum söknuði. Ég sendi Stefaníu
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Minningin um Tryggva Guðmanns-
son mun lifa.
Hilmar Jónsson.