Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 1
112 SÍÐUR B/C/D/E
STOFNAÐ 1913
56. TBL. 86. ÁRG.
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Segir Bandaríkj amenn
ekki munu umbera átök
Róm, Belgrad. Reuters.
MADELEINE Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, var í gær harðorð í garð
serbneskra stjómvalda vegna átakanna í
Kosovo-héraði, sem er að mestu byggt Alb-
önum. Sagði Albright að Bandaríkin
myndu ekki sætta sig við að átök brytust út
að nýju á Balkanskaga. Stjórnvöld í Banda-
ríkjunum teldu að Slobodan Milosevic Jú-
góslavíuforseti væri ábyrgur fyrir því að
þjóðernisátök hefðu blossað upp í Kosovo
og hvatti Albright bandamenn Bandaríkj-
anna til að grípa til refsiaðgerða gegn Ser-
bum.
Albright átti í gær fund með Lamberto
Dini, utanríkisráðherra Italíu, vegna
ástandsins í Kosovo og á mánudag munu
þau funda með rússneskum, breskum,
frönskum og þýskum starfsbræðrum sínum
í London vegna átakanna í Kosovo.
„Við munum ekki þola að stefna aðskiln-
aðar ... komi nokkurs staðar upp í ríkjum
gömlu Júgóslavíu að nýju. Við munum ekki
standa hjá og fylgjast með serbneskum yfir-
völdum gera það í Kosovo, sem þau geta
ekki lengur gert í Bosníu,“ sagði Albright.
Serbar banna frétta-
flutning af átökum
Fundur ríkjanna sex í London á mánudag
er sá fyrsti sem þau halda frá því að friður
komst á í Bosníu með Dayton-samkomulag-
inu árið 1995. Sagði Albright að efni fundar-
ins yrði fyrst og fremst hvernig mætti koma
á friðsamlegri lausn á milli serbneskra
stjómvalda og albanskra íbúa Kosovo, sem
krefjast sjálfsstjórnar, en þeir voru sviptir
henni árið 1989.
Serbneska lögreglan segist hafa eyðilagt
kjamann í Frelsisher Kosovo, sem berst
fyrir sjálfstæði héraðsins. Segja talsmenn
lögreglunnar að leiðtogi samtakanna, Adem
Jasari, hafi látið lífið í árás lögreglu á aðset-
ur þeirra og að þrjátíu liðsmenn hans hafi
verið handteknir.
Serbnesk yfirvöld segja að tuttugu Alban-
ir og tveir serbneskir lögreglumenn hafi
fallið í átökunum í vikunni en Albanir full-
yrða að um fimmtíu manns hafi látið lífið.
Hafa serbnesk stjómvöld bannað fjölmiðl-
um að flytja fréttir af árásum á samtök Al-
bana.
Albright harðorð í garð Milosevic vegna ástandsins í Kosovo
Reuters
FLÖTTAMENN frá þorpinu Prekaz í Kosovo bíða átekta á akri skammt frá átakasvæðum serbneskra öryggissveita og albanskra þjóð-
ernissinna. Fullyrða Albanir að Serbar hafi lagt nokkur þorp í rúst í átökunum og að mannfall sé mikið.
Barnsmorð-
ingjar áfrýja
TVEIR breskir unglingspiltar, sem dæmd-
ir voru árið 1993 fyrir morðið á hinum
tveggja ára James Butger, unnu í gær
áfangasigur, er Mannréttindadómstóllinn í
Strasbourg féllst á taka fyrir mál þeirra.
Piltamir, sem era nú fimmtán ára, hafa
vikið máli sínu til dómsstólsins þar sem
þeir telja að bresk stjórnvöld hafi brotið
mannréttindi þeirra er þeir voru dæmdir
til fangavistar, aðeins ellefu ára gamlir.
Siðareglur
einfaldaðar
FASTLEGA er búist við að breska kon-
ungsfjölskyldan muni á næstunni tilkynna
að dregið verði úr íburði við hirðina. Færri
muni bera konunglega titla, athafnir ein-
faldaðar, hirðsiðum fækkað, dregið úr út-
gjöldum og að hneigingar við hirðina verði
ekki lengur skylda, heldur valfrjálsar. Sagt
er að með þessu vilji konungsfjölskyldan
svara gagnrýni um að hún sé ekki í neinum
tengslum við almenning í Bretlandi. Hafa
Elísabet drottning, Karl prins og fleiri
fundað um stöðu fjölskyldunnar í kjölfar
láts Díönu prinsessu á si'ðasta ári.
Spáir breyttu
mannkyni
EÐLISFRÆÐINGURINN Stephen Hawk-
ing dró á föstudagskvöld upp ævintýralega
mynd af framtíðinni, þar sem visindamenn
hefðu leyst öll helstu leyndarmál alheims-
ins og að erfðaverkfræðingar hefðu gert
róttækar breytingar á mannskepnunni.
Hawking hélt fyrirlestur fyrir BiII Clinton
Bandaríkjaforseta, þar sem hann kymiti
framtíðarsýn sína. Kvaðst Hawking ekki
trúa á þá mynd sem dregin væri upp í
„Star Trek“-myndunum, sem sýndu menn
nær óbreytta eftir fjórar aldir. Hann teldi
að miklar breytingar yrðu á erfðaefni
manna, að fjölbreytileikinn yrði meiri og
að gera yrði miklar umbætur á andlegu og
líkamlegu atgervi manna ef þeir ættu að
geta tekist á við ný verkefni.
Annað fórnarlamb
elgsprófs
ELGSPRÓFIÐ svokallaða hefur gert enn
einum bílaframleiðandanum gramt í geði.
Stjóraendur Volkswagen-verksmiðjanna
eru æfir eftir að nýjasta útgáfa Golf-bif-
reiðar þeirra valt í prófi, þar sem tekin er
kröpp beygja á miklum hraða, eins og til
að forðast dýr sem birtist skyndilega á
veginum. Ástæðan fyrir reiði Volkswagen
er sú að það voru keppinautarnir hjá Opel
sem framkvæmdu prófið. Valt Golfinn eft-
ir 1.800 tilraunir við erfiðar aðstæður, að
sögn sljórnenda Volkswagen, sem hyggj-
ast láta óháða aðila prófa bifreiðina.
Saiijilp og ííitýsi
AF ALUÐ
OG
ALVÖRU
Frá sex ára að
stúdentsprófi