Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 49 BRÉF TIL BLAÐSINS Menning'armál á Djúpavogi Frá Má Karlssyni: LÖG um almenningsbókasöfn voru samþykkt á Alþingi árið 1976. Reglugerð þar að lútandi var gefin út af menntamálaráðuneytinu í ráð- herratíð Vilhjálms Hjálmarssonar árið 1978. I þeirri reglugerð var landinu skipt í þrjú umdæmi. í íyrsta umdæmi starfa bæjarbóka- söfn, í öðru umdæmi starfa borgar- bókasöfn og í hinu þriðja starfa héraðssöfn sem öðru nafni eru nefnd miðsöfn. Austurlandi var samkvæmt reglugerðinni skipt upp í fimm miðsöfn sem starfrækt eru á Vopnafirði, Egilsstöðum, Reyðar- firði, Djúpavogi og Homafirði. Um- dæmið á Djúpavogi spannaði á sín- um tíma yfir fjóra syðstu hreppa Múlasýslu, það er frá Lónsheiði til Breiðdalsvíkur. Hlutverk safnanna er m.a. 1. Að veita almenningi möguleika á ævimenntun með því að hafa til af- nota fræðirit og annað efni sem fræðslugildi hefur og láta jafnframt í té leiðbeiningar um slíkt. 2. Að gefa almenningi kost á að verja tómstundum sér til menning- arauka og afþreyingar með heima- láni bóka og annarra gagna við bókmenntakynningar, sýningar og fyrirlestra o.fl. 3. Að annast útvegum bóka og ann- arra gagna að láni frá öðrum söfn- um og veita hreppssöfnum, skóla- söfnum og stofnunum í umdæminu aðstoð og þjónustu og efla sam- vinnu þeirra. 4. Að vera upplýsinga- og gagna- miðstöð þar sem haldið er sérstak- lega til haga efni sém varðar um- dæmið sem í hlut á, að því leyti sem slík varðveisla er ekki sérstaklega öðrum falin. Það var hátíðleg stund hér á Djúpavogi þann 20. nóvember árið 1982 þegar Héraðsbókasafnið var vígt við hátíðlega athöfn að við- stöddu fjölmenni. Við þá athöfn lýsti Kristín K. Pétursdóttir, bóka- fulltrúi ríkisins, yfir því að húsnæði safnsins á Djúpavogi, sem er 160 fermetrar að stærð að meðtöldu skólasafni, væri í glæsilegustu húsakynnum sem slíkt safn hefði til umráða hér á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Þessi söfn hafa sannað gildi sitt á landsbyggðinni í gegnum tíðina og hefur bókakostur þeirra jafnt og þétt aukist frá upp- hafi. Menningarlegt gildi þeirra hefur trúlega aldrei verið meira en um þessar mundir, þegar verð á bókum er jafn hátt og raun ber vitni ásamt því að áskrift að fjöl- miðlum tekur í budduna. Þessi upprifjun er gerð í tilefni yfirlýsingar forráðamanna Djúpa- vogshrepps í fjölmiðlum að undan- fórnu þess efnis, að nú eigi að flytja starfsemi Héraðssafnsins í steypta hluta gamla kaupfélagsins sem eigi svo innan skamms að hverfa. Þetta þykja mér fremur váleg tíðindi í menningarmálum byggðarlagsins og ég er ekki tilbúinn að trúa að satt sé. Endurbygging gamla fakt- orshússins, þar sem umræddur steinkumbaldi stendur framan við, hlýtur að vera langtímamarkmið Djúpavogsbúa ásamt endurbygg- ingu aldamótahússins Geysis. Langabúð, elsta hús staðarins og stolt íbúanna þar sem gamli og nýi tíminn mætast, var kostnaðarsöm framkvæmd fátæku hreppsfélagi þrátt fyrir 50% framlags frá ríkinu. Húsfriðunarsjóður ríkisins, sem hefru- á fjárlögum ársins 1998 15,5 milljónir til ráðstöfunar, hefur í mörg ár að líta og verða þar af leið- andi smáar upphæðir til einstakra verka af hans hálfu. Ég geri því hér með það að til- lögu minni að hreppsnefnd Djúpa- vogshrepps dragi til baka hugmynd sína um flutning Héraðsbókasafns- ins og hvíli sig í bili á endurbygg- ingu gamalla húsa, safni peningum og kröftum til nýrra átaka í þeim efnum seinna meir. Þess í stað verði verkefnum hreppsins for- gangsraðað næstu árin og leyst m.a. úr málefnum skólans á farsæl- an hátt. En í guðanna bænum forð- ið því menningarslysi að bókasafnið okkar lendi á vergangi með starf- semi sína. MÁR KARLSSON, Hrauni 3, Djúpavogi. EinfaK dæmi með SP-F|ármögnun - þegar þú hefur réttu tækin til verksins . Staftgrciösluafsláttur . Tæjdöerhelstatryggingin , Skattalegt hagrseöi . Sveigjanleg grciöslubyröi . Allt aö 100% fjármögnun n SP-Fjármðgnun hf. er hlutafélag i eigu auk þess sem ekki SP-Fjármögnun. SP-Fjármögnun býður rekstraraðilum cignar- leigusamninga til að auðvelda kaup á atvinnu- tækjum. Eignarleigusamningar hafa margvíslegt rekstrarhagræði í för með sér. Tryggðu þér stað- greiðsluafslátt sem getur sparað háar fjárhasðir, sveigjanlega greiðslubyrði innan hvers árs, skattalegt hagræði með styttri afskriftartíma er gengið á dýrmætt rekstrarfé. Leystu dæmið með SP SP-FJÁRMÖGNUN HF Vegmúla 3 108 Reykjavlk • Slml 588 7200 • Fax 588 7250 £ Skoðaöu vefinn okkar www.sp.is Eitt blað fyrir alla! - kjarni málsins! NA BLUE LAGOON ÚRAN VEIT HVAÐM NÆRIRM moísturising creum íeuchtigkeil ueme creme hydrotonle yeolhwrma! skin cace Hugsaðu hlýtt ttt hrtðartnnar og notaöu Bluc Uguon höðwmrtafxénmuir, Góð áhrit Bláa Lónsins eru vel þekkt. Hin einstaka blanda af söltum, þörungum og öðrum náttúrulegum efnum stuðlar að verndun og uppbyggingu húöarinnar. Blue Lagoon rakakremið geymir náttúrulega samsetningu af söltum úr Bláa lóninu. Það nærir húðina, gefur andlitinu nauðsynlegan raka og hentar vel undir farða. Blue Lagoon rakakremið er án ilmefna, það er sérstaklega gott tyrir viðkvæma og þurra húð og á exem og psoriasis. Blue Lagoon vörurnar fást í apótekinu. <r BLUELAGÖON ICELAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.