Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 27 Morgunblaðið/Sigurbjörg Ólafsdóttir ÞANNIG leit Torfi Lárus út eftir fyrstu aðgerðina og áður en æxlið var fjariægt af hálsinum sem var farið að þrengja að barkanum. TORFI er hér í öndunarvél eftir aðra aðgerðina. Búið er að taka af hálsinum og öndun orðin léttari. SVONA lítur Torfi út í dag. Búið er að fjarlægja æxli af vinstra brjósti, en það var um eitt kíló. „Hún ætlaði ekki að vilja fara, fannst svo erfitt að fara burt og fá bara endrum og eins fréttir af Torfa litla og baráttu hans, en ég hvatti hana til að halda áætlun,“ segir Sigurbjörg. Þau segja mér brosandi að samdráttur þeirra hafi þótt nokkrum tíðindum sæta í heimabyggðinni. „Karl er þrettán árum yngri en ég, það þótti sum- um talsverður aldursmunur og varð víst tíðrætt um,“ segir Sigur- björg og hlær. Þau eru sammála um að varla hefði fólki þótt taka því að ræða þennan aldursmun mikið hefði hann verið á hinn veg- inn. „En svo fæddist barnið og þá kom fram í okkar garð mikil hjálp- semi og hlýja hjá fólkinu í kring- um okkur. Við vorum nýlega búin að kaupa hús, við hefðum ekki get- að haldið því hefði ekki komið til höfðingskapur sveitunganna, sem söfnuðu fyrir okkur og hjálpuðu okkur á alla lund. Ekki síst tók söfnunin kipp þegar við fórum út með Torfa fimm mánaða í aðgerð- ina. Ymislegt annað hefur okkur verið gott gert, t.d. buðu starfsfé- lagar tengdamóður og tengda- pabba þeim að fara til Boston til þess að aðstoða okkur,“ bætir hún við. Þau Karl eru sammála um að fjölskyldur þeirra hafi reynst þeim frábærlega í þessum erfið- leikum. Þau eru nú nýlega komin heim með drenginn eftir fimm mánaða dvöl í Boston þar sem dr. Fishman gerði fyrrnefndar að- gerðir á Torfa litla. Þessir atburðir allir hafa valdið miklum breytingum á kjörum þeirra Sigurbjargar og Karls, hún hætti að vinna fyrir rösku ári að læknisráði, hafði áður unnið við afgreiðslustörf í Hyrnunni í Borg- arnesi og einnig starfað á sumrin í Holti þar sem hefur verið sumai-- dvöl fyrir þroskahefta, en Karl, sem vann við flökun og vinnslu á laxi hjá Eðalfiski í Borgarnesi, hætti störfum þegar hann fylgdi Sigurbjörgu til Reykjavíkur fyrir fæðingu Torfa. „Ég vann við gangavörslu hjá Langholtsskóla eftir að ég kom suður og það starf bíður eftb- mér,“ segir hann, en áréttar að ekki hefði ástandið ver- ið beysið í efnahagsmálunum ef ekki hefði komið til hjálpsemi fólks, sem fyrr gat um. Sigurbjörg segir það undarlega ráðstöfun hjá Tryggingastofnun að lækka greiðslur dagpeninga ef fólk er lengur en þrjá mánuði er- lendis vegna læknisaðgerða. „Greiðslurnar lækkuðu þá hjá okkur um hundrað þúsund ki-ónur á mánuði, það er eins og stofnunin geri ráð fyrir að efnahagurinn batni við að þurfa að vera svona lengi erlendis," segir hún. Fyrst var þeim Sigurbjörgu og Karli sagt að þau þyrftu ekki að fara með drenginn út í aðgerð, talið var að hægt væri að skera hann hér og læknar sögðu að tím- inn ynni með honum. Þegar frá leið fór æxlið að vaxa meira inn í brjóstholið og þá varð ljóst að hann yrði að fara utan í aðgerð. „Á föstudegi eftir að drengurinn hafði farið í segulómskoðun var okkur sagt að við yrðum að fara með hann út og á mánudegi var okkur sagt að við ættum að fljúga daginn eftir til Boston. Við komum þang- að 30. september, Torfi fékk að jafna sig í nokkra daga, ákveðið var að taka æxlið í brjóstholinu fyrst og svo var hann skorinn. Að- gerðin var 9. október og tók 27 klukkustundir. Við biðum á bið- stofu fyrstu klukkustundirnar en um kvöldið var okkur sagt að það væru a.m.k. 6 til 8 tímar eftir. Við ákváðum að reyna að sofa, um klukkan þrjú kom læknirinn fram til að fara á salerni, þá var hann búinn að vera að störfum frá klukkan ellefu um morguninn. Þá var hann búinn að taka æxlið vinstra megin og í miðjunni en sagðist eiga eftir hægra megin í brjóstholinu og það yrði ekki búið fyrr en um morguninn. Aðgerðinni lauk klukkan eitt daginn eftir. Við fengum ekki að sjá Torfa fyrr en um fimmleytið, það var mikið „sjokk“ að sjá hann, svona óskaplega veikan. Hann var margfaldur af bjúg, varirnar voru nánast úthverfar. Hann var í ein- hvers konar öndunarvél og einn læknirinn hafði á orði að hann hefði aldrei séð svo hátt stillta svona vél fyrir ungbarn. Um nóttina vorum við kölluð upp á spítala, þá var drengurinn að deyja. Það hafði þurft að opna hann aftur og svo var hann settur í hjarta- og lungnavél. Læknirinn sagðist allt vilja gera fyrir okkur en hann gæti ekki neitt gert nema setja hann í þessa vél, og það dugði til að bjarga honum. Honum var haldið sofandi og hann fékk mjög stóran morfínskammt. Þessi uppskurður var mikil handavinna, æxlið var vaxið í kringum allar taugar. Það tók Torfa langan tíma að jafna sig og hann var mjög slæmur af frá- hvarfseinkennum þegar verið var að venja hann af morfíninu, en hann þraukaði, þótt hann fengi sýkingu í skurðinn og ætti mjög erfitt með að anda. Gunnlaugur Sigfússon, læknirinn okkar, sem hefur reynst okkur mjög vel, kom út til okkar um jólin, hann átti að fylgja okkur heim, en þá var Torfi með hita og átti enn erfitt með að anda og æxlið á hálsinum var farið að stækka mjög þannig að það var Steven J. Fishman og við gátum til að koma í veg fyrir að barkinn stíflaðist. I annarri og þriðju aðgerðinni skárum við í hægri hluta hálsins og fjarlægðum þá einnig vef sem þrýsti á barkann. Hann mun þurfa nokkrar að- gerðir í viðbót. Næst ætlum við að taka á brott hluta af ofvextinum á vinstri hluta hálsins, vinstri hluta brjóstsins og holhandarinnar. Þá ætti hann að geta hreyft vinstri handlegg með eðlilegum hætti. Aðgerðum á hálsi og brjósti ætti þá að vera lokið og við getum far- ið að lagfæra hendurnar. Það mun ég ekki gera heldur annar læknir sem hefur sérhæft sig í handaaðgerðum.“ Óvenju alvarlegt tilfelli Fishman segir aðspurður að mein af þessu tagi séu ekki bein- línis sjaldgæf en fremur óvei\ju- leg. „Það sem er óveiyulegt er hve alvarlegur og umfangsmikill vandinn er hjá Torfa. Umfangið er eitt hið mesta sem sérfræðing- ar hafa kynnst, meðal alvarleg- ustu tilfella í heiminum. Sjálfur hef ég aldrei skorið upp við jafn miklum og útbreiddum ofvexti á hálsi. Ég meðhöndla tilfelli í and- liti sem eru jafn slæm en það er ekki hægt að skera þau, allt and- litið er þá í reynd hluti af ofvext- inum. Rannsóknir eru gerðar á þessu meini en mjög lítið hefur áunnist í skilningi á orsökunum eða leiðum til að meðhöndla þau. Við höfum reynt aðrar aðferðir en uppskurð. Meðal annars sprautum við ýms- um efnum, alkólióli og sýklídyfj- um í vefínn til að reyna að láta hann hjaðna. Vefurinn hverfur á hinn bóginn ekki alveg. Lyf sem búið hefur verið til í Japan heitir OK-432 og það er unnið úr strept- okokka-sýkli. Lyfíð virðist hafa nokkru meiri áhrif en önnur efni sem notuð hafa verið til að mmnka ofvöxtinn. Það sem við viljum finna er or- sök ofvaxtarins. Rannsóknarmað- ur þjá okkur kannar nú hvaða munur sé á frumum sem mynda sogæðar og hinum sem mynda aðrar gerðir æða. Hún hefur nú uppgötvað ákveðna vaxtarþætti sem virðast hafa meiri áhrif á sogæðarnar en blóðæðarnar en þetta er á algeru frumstigi enn þá. Mjög fáar stofnanir í heiminum kanna þessa hluti, sogæðamynd- unina og það er slæmt. Við erum eð reyna að breyta því en þar sem meinið er yfirleitt ekki lífshættu- legt beinist athyglin meira að krabbameini og öðrum sjúkdóm- um og þar með fjárveitingarnar. Krabbameinsrannsóknir og Nóbelsverðlaun Dr. Judah Folkman stjórnar starfinu á rannsóknarstofunni, aðrir þekktir sérfræðingar í hópnum eru dr. John Mullican og dr. Patricia Burrows. Folkman vann brautryðjendastarf á þessu sviði sem nefnt er angiogenesis. í þessum rannsóknum er verið að kanna hvað valdi vexti blóðæða og nú er Folkman að kanna hvað valdi því að þær hætta að vaxa, einkum með tilliti til meðhöndlun- ar á krabbameinsæxlum. Kenning hans er sú að blóð- flæði sé forsenda þess að æxli myndist, ella fái það ekki súrefni til að vaxa. Ef hægt yrði að stöðva viðgang blóðæðanna í æxlinu myndi vera hægt að stöðva æxlis- vöxtinn. Við erum að vona að meðhöndl- un á þessum forsendum geti læknað krabbamein eða dregið úr vexti þess og gerum okkur vonir um að Folkman vinni Nóbelsverð- launin í læknisfræði á næsta ári. Honum tókst fyrstum manna að sýna að hægt væri að draga úr vexti blóðæða með sterum og interferoni. Torfi fékk interferon áður en hann kom hingað í aðgerð vegna þess að talið var að hann væri með blóðæðaæxli, vandinn væri vegna blóðæðamyndunar. Það kom í ljós að svo var ekki, þess vegna virkaði interferon ekki á hann. Engin lyf virka á þá tegund ákveðið að láta hann bíða úti og fara í aðra aðgerð til þess að taka æxlið á hálsinum. Þegar hann átti að fara í aðgerðina fékk hann mik- inn hita og þá var hætt við allt saman um morguninn og aðgerðin gerð nokkru síðar. Brottnám æxlisins á hálsinum tók níu tíma og honum leið vel eft- ir það og átti auðveldara með að anda. Röskri viku síðar fór hann í enn aðra aðgerð til þess að fjar- lægja æxli framan á brjóstinu hægra megin og undir hendi, hún tók 13 tíma. Þegar hann hafði jafnað sig eftir þá aðgerð fórum við heim og nú erum við komin hingað." Eftir er að taka æxli á hægri hönd Torfa og af hálsinum vinstra megin. Þetta eru miklar aðgerðir einkum er erfitt að fjarlægja æxlið úr höndinni, það þarf að skera að endilöngu og skafa æxlið burt. Hann á því efir að fara í a.m.k.tvær aðgerðir í viðbót. Það versta er að öll þessi æxli geta vaxið aftur þangað til drengurinn nær kynþroskaaldri, en áhættan minnkar þó eftir því sem hann eld- ist. En skyldi vera von til þess að Torfi nái eðlilegum vexti? „Það hefur ekki verið talað um annað,“ segir Sigurbjörg. Þau segja hann fullkomlega eðlilegan andlega. „Hann er auðvitað langt á eftir öðrum bömum eins og er en hann mun ná því upp seinna. Hann á að geta orðið eins og aðrir menn, nema hvað hendumar á honum verða líklega aldrei alveg eðlilegar, mikið lán er að andlitið hefur alveg sloppið," segir Karl. En hvernig kemst fólk í gegn- um eldraun sem þessa? „Við höf- um tekið þetta eins og hverja aðra vinnu, við höfum ekki verið að velta fyrir okkur af hverju þetta kom fyrir, það getur enginn sagt til um það,“ segir Sigurbjörg. „Þetta hefur hins vegar verið mjög erfitt fyrir hin börnin heima, við höfum verið svo lengi í burtu og þau hafa ekki fengið að kynn- ast drengnum neitt sem heitið getur. Nú liggur bara fyrir að Torfi dafni og borði, hann hefur lítið borðað síðustu mánuði, en er að verða lystargóður. Við höfum von um að komast heim með hann í Borgames í vor, helgi og helgi, en það er langt í land með að við komumst alveg heim.“ Foreldrar Karls munu því halda heimili fyrir eldri börnin í Borgarnesi enn um hríð og þegar sumarið kemur munu drengimir þrír fara í sveit til afa og ömmu, foreldra Sigur- bjargar, en þar hafa þeir oft verið. Þannig mun þetta vonandi bless- ast allt - með mikilli samhjálp og fórnfysi. æxlismyndunar í sogæðunum sem hann er með. Dr. Folkman hefur skoðað Torfa enda vinnum við í sameiningu að meðhöndlun allra sjúklinga með æðamyndunarsjúk- dóma. Fyrsta aðgerðin tók um 27 stundir. Þetta er auðvitað nyög erfitt en ekki verður hjá því kom- ist að þetta taki langan tíma. Ástæðan er sú að við tökum fyrir eitt afmarkað svæði í senn og ljúk- um við það. Þegar við erum byij- uð verður ekki aftur snúið vegna þess að skurðurinn skilur eftir sig ör og vegna þeirra er erfiðara að skera aftur í sama svæðið. Nógu erfitt er nú að greina að ofvöxt og heilbrigðan vef, við reynum að komast hjá því að þurfa að skera aftur á sama svæði. Við erum tveir skurðlæknar sem vinna saman að hverri að- gerð. Við bregðum okkur frá ör- skotsstund til að fara á salemið eða gleypa í okkur matarbita. En maður horfir ekki á klukkuna meðan aðgerðin stendur yfir held- ur vefina sem verið er að skera í. Þess vegna finn ég ekki fyrr en að iokinni aðgerð hvað ég er þreytt- ur en auðvitað er þetta rnjög erfitt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 56. tölublað (08.03.1998)
https://timarit.is/issue/130364

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

56. tölublað (08.03.1998)

Aðgerðir: