Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Reuters NOKKRIR þeirra sem féllu í átökum við öryggissveitir Serba um liðna helgi voru bornir til grafar á þriðjudag nærri þorpinu Likosane, um 40 kfló- metra frá Pristina, höfuðstað Kosovo-héraðs. Kosovo-Albanir hafa hótað að hefna hinna fóllnu grimmilega. Tundurþráðurinn styttist í Kosovo Þjóðernisátökin í Kosovo-héraði í Serbíu ógna þeim viðkvæma stöðugleika sem tek- ist hefur að skapa eftir blóðsúthellingarnar sem fylgdu upplausn Júgóslavíu. Asgeir Sverrisson segir frá spennunni sem ríkir í Kosovo og telur flest benda til þess að átökin muni stigmagnast komi ekki til al- þjóðleg afskipti af deilunni. ATTA ár eru nú liðin frá því að sérfræðingar um al- þjóðamál tóku að vara við því að harðvítug þjóðern- isátök kynnu að blossa upp í Kosovo-héraði í Serbíu. Slíkar spásagnir hafa fram tii þessa reynst einkennast af óhóflegri svartsýni. Ástandið hefur hins veg- ar farið ört versnandi á undan- gengnum misserum og nú er al- þjóðasamfélagið tekið að óttast að „sprengingin" sem margir þóttust sjá fyrir í Kosovo sé á næsta leiti. Þetta svæði er að sönnu eldfimt og fullyrða má að hættan á átökum hefur aldrei verið meiri frá því að sambandsríkið Júgóslavía leystist upp með tilheyrandi hryllingi og blóðsúthellingum. Enn á ný kann erlend íhlutun að reynast nauðsyn- leg, að þessu sinni í Kosovo þar sem albanskir aðskilnaðarsinnar hafa tekið upp vopnaða baráttu gegn öryggissveitum Slobodans Milosevie, forseta Júgóslavíu. Mikil spenna hefur ríkt í Kosovo síðustu vikuna eftir að öryggissveit- ir serbneska innanríkisráðuneytis- ins myrtu um fyrri helgi 25 manns í Srbica en svo nefnist landsvæði eitt í héraðinu miðju. Milosevic forseti Júgóslavíu (þ.e. Serbíu og Svartfjallalands) gaf fyr- irskipun um aðgerðir þessar, sem voru mjög umfangsmiklar, eftir að albanskir skæruliðar höfðu, að sögn, myrt , fjóra serbneska lögreglumenn. Spenna fór heldur vaxandi en hitt eftir því sem leið á vikuna. j „Púðurtunna" þjóðernishyggjunnar Kosovo er réttnefhd „púður- tunna“ þar sem samán fara þjóð- frelsisþrá albanska meirihlutans sem héraðið byggir og serbnesk þjóðernishyggja, sem grundvölluð er á sögulegri arfleifð og fórnum þeim sem þjóðin hefur þurft að færa. Við þetta bætist síðan hörmu- legt efnhagsástand í Serbíu, sem eykur á örvæntinguna og verður til þess að raddir sem kalla á hófstill- ingu og viðræður um friðsamlega lausn deilumálanna eiga sífellt erf; iðara með að láta til sín heyrast. í mótmælunum í Pristina á mánudag í liðinni viku sem um 30.000 Albanir tóku þátt í hrópaði fólkið í kór: „Við munum fóma lífí okkar en Kosovo látum við aldrei af hendi.“ Átökin í Kosovo má rekja aftur til ársins 1989 er Slobodon Milosevic ákvað að nýta sér ört vaxandi þjóð- ernishyggju í röðum Serba og afnam sjálfsstjórn þá sem héraðið hafði notið innan Júgóslavíu. Um 90% íbúa Kosovo eru Albanir eða um 1.800.000 manns en afgangurinn er Serbar. Albanimir eru flestir múhameðstrúarmenn og tala al- bönsku en Serbar tilheyra rétttrún- aðarkirkjunni. Ólík viðhoi-f til al- mættisins hafa því orðið til að kynda undir því báli sem þjóðernis- hyggjan hefur kveikt í Kosovo. Saga þessa héraðs er flókin og þjóðernisværingar hafa jafnan sett mark sitt á hana. Kosovo varð hluti Júgóslavíu árið 1926 en lenti um skeið undir stjóm ítala á árum síðari heimsstyrjaldar- innar. Héraðið komst á ný undir stjórn Serba eftir að ófriðnum lauk en var um skeið, skömmu fyrir fyrri heimsstyrjöld, hluti af Albaníu. Þar liggja rætur þjóðeraishreyfíngarinnar í Kosovo sem og í kenningum sem fram komu fyrir um 120 árum um að sameina bæri albönsku þjóðina í eitt ríki. Þegar Slobodan Milosevic varð leiðtogi kommúnistaflokks Serbíu árið 1987, tók spennan sem lengi hafði kraumað undir að brjótast upp á yfirborðið. Milosevic tók þá að mæla fyrir hugmyndum sínum um „Stór-Serbíu“ sem áttu síðar eftir að kaila fram mestu átök í Evrópu frá lokum seinni heims- styrjaldarinnar er Júgóslavía liðað- ist í sundur eftir hrun kommúnism- ans í álfunni austanverðri. Milos- evic afnam sjálfsstjóm albanska meirihlutans og kom undirsátum sínum fyrir í helstu valdaembætt- um í Kosovo. Pólitískar kúganir héldust í hendur við vaxandi þjóð- ernishyggju í Serbíu eftir að sam- bandsríkið Júgóslavía hafði liðið undir lok. Ágreiningur í röðum Albana En öfgarnar hafa ekki einvörð- ungu aukist á meðal Serba. Flest bendir til þess að fylgi fari vaxandi við róttækustu þjóðernissinnana í röðum Albana. Kosovo-Albanir hófu friðsamleg mótmæli gegn yfirráðum Serba árið 1992. Frá þeim tíma hefur þar farið fremstur Ibrahim nokkur Rugova, sem er „þjóðkjörinn" forseti Kosovo. Hann hefur jafnan hvatt fylgismenn sína til að beita ekki of- beldi og reynt að afla fylgis á al- þjóðavettvangi við þá kröfu sína að. efnt verði til viðræðna við stjórn- völd í Serbíu um framtíðarstöðu al- banska meirihlutans. Á undanförnum tveimur árum hefur vaxandi efasemda gætt um ágæti þessarar stefnu , jbrsetans". Andstæðingar hans benda á að Serb- ar undir stjóm Milosevic, sem nú hefur tekið við embætti forseta Júgó- slavíu, þ.e. Serbíu og Svartfjalla- lands, hafi hundsað allar kröfugerð- ir og áköll um viðræður. Astandið í Kosovo komst síðan á nýtt og mun hættulegra stig árið 1996 er fram á sjónarsviðið kom vopnuð hreyfing albanskra þjóðern- issinna er nefnist „Frelsisfylking Kosovo" (UCK er hin albanska skammstöfun). Hreyfingin var raunar skipulögð árið 1992 og börð- ust margir skæraliðanna við hlið trúbræðra sinna gegn Serbum í Bosníu-stríðinu frá 1992-1995. Þessi hópur, sem virðist mjög þokkalega skipulagður og er vel vopnum bú- inn, hefur látið til skarar skríða gegn öryggissveitum Serba og fellt fjölda manna auk þess sem Albanir sem vændir hafa verið um „sam- starf ‘ við „kúgunaröflin“ hafa verið Iátnir gjalda fyrir það með lífí sínu. í fyrra er talið að um 100 manns hafi fallið í bardögum í þessu van- þróaða landbúnaðarhéraði. Stjórnvöld í Albaníu hafa ítrekað hvatt Serba til að sýna stillingu i Kosovo og mótmælt kröftuglega þeim mannréttindabrotum sem sögð era eiga sér stað þar. Því fer á hinn bóginn fjarri að albanskir ráðamenn hafi ævinlega orðið til þess að slá á spennuna með yfirlýs- ingum sínum. Oðra nær. Þannig hafa stjórnvöld í Tirana, höfuðborg Albaníu, lýst yfir að Albanir kunni að sjá sig tilneydda „til að bregðast við sem ein þjóð“ blossi upp vopnuð átök í Kosovo. Hætta á útbreiðslu átaka Slík viðbrögð myndu að öllum lík- indum kosta átök af umtalsverðri stærðargráðu og það er með tilliti til þessarar hugsanlegu þróunar sem skýra verður þær miklu áhyggjur sem teknar eru að ein- kenna afstöðu ráðamanna í Evrópu og Bandaríkjunum. Kenningin um „púðurtunnuna í Kosovo" er tilkomin af þessum sök- um. Menn óttast að átökin þar geti hleypt af stað ófriði sambærilegum við stríðið í fyrrum Júgóslavíu, sem kostaði um 100.000 manns lífið og varð þess valdandi að meira en tvær milljónir manna misstu heim- ili sín. Raunar má með ágætum rökum halda því fram að þjóðernisólgan í Kosovo gæti haft enn hrikalegri af- leiðingar í för með sér færi allt á versta veg. Afskipti af hálfu stjórn- valda í Albaníu gætu leitt til þess að múslimar í Bosníu kæmu trú- bræðrum sínum í Kosovo einnig til varnar. Líklegt er að átökin gætu einnig breiðst út til Makedóníu, sem forðum var eitt sex lýðvelda Júgóslavíu en um þriðjungur íbú- anna þar er af albönsku bergi brot- inn. Það gæti aftur kallað á íhlutun af hálfu Grikkja, sem þráast hafa við að viður- kenna sjálfstæði Mak- edóníu. Erkifjendur Grikkja, nágrannar þeirra í Tyrklandi, gætu þá séð sig tilneydda til að bregðast við „grískri útþenslustefnu“. Átökin myndu þá óhjákvæmilega komast á borð ráðamanna innan Atlantshafs- bandalagsins (NATO) þar eð bæði Grikkir og Tyrkir eiga aðild að samtökunum. Loks er ógetið þeirr- ar hættu sem skapast myndi ef Milosevic Júgóslavíuforseti ákvæði að kalla eftir aðstoð Serba í Bosníu og Króatíu. Serbfa að hruni komin Einkennist þessi lýsing af óþarf- lega myrkri sýn til ráðamanna í þessum heimshluta og lítt beisluðu hugarflugi? Þjóðemishyggjan er sterkasta aflið í stjómmálum Serbíu nú um stundir. Slyngasti stjórn- málamaðurinn þar, Milosevic for- seti, hefur óspart fært sér hana í nyt til að tryggja völd sín og sósí- alistastjórnarinnar gjörspilltu sem hann fer fyrir. Gefi hann eftir kunna dagar hans á valdastóli að vera taldir. Efnahagsástandið í Serbíu er skelfilegt og fer versnandi. Fátækt er mjög almenn, verkamenn og elli- lífeyrisþegar fá laun sín ekki greidd mánuðum saman. Þjóðarframleiðsl- an hefur minnkað um helming frá 1987. Bankar eru flestir gjaldþrota. Verksmiðjurnar hafa stöðvast. Heil- brigðiskerfíð er hrunið. Serbar skulda um átta milljarða Banda- ríkjadollara í útlöndum og erlend fjárfesting er engin í landi þeirra. Þegar slíkt ástand ríkir hafa valdamenn gjaman bragðið á það ráð að sameina þjóðina gegn óvini, ímynduðum, reynist hann ekki til staðar. Þetta hefur Milosevic gert með góðum árangri í Kosovo. Jafn- framt hefur forsetinn nýtt sér þá sterku stöðu sem hann þó hefur á alþjóðavettvangi vegna Dayton-frið- arsamkomulagsins svonefnda, er varð til þess að binda enda á átökin í Bosníu. Afstaða Bandaríkjamanna, sem knúðu fram samkomulagið, hefur verið sú að Milosevic sé í raun ómissandi eigi það að halda. Þróun- in í Bosníu hefur einnig verið já- kvæð á síðustu mánuðum og vonir hafa vaknað um að takast muni að tryggja friðinn á þessu stríðshrjáða landsvæði. Skriðþungi Milosevic hefur aukist í réttu hlutfalli við þann stöðugleika sem tekist hefur að skapa í Bosníu. Þetta færi virðist Milosevic ákveðinn í að nýta til fullnustu. Stöðumat hans virðist aukinheldur segja honum að hann megi engan veginn við tilslökunum í Kosovo. Erlendri íhlutun hafnað Bandaríkjastjórn og Öryggis- stofnun Evrópu hafa sent fulltrúa til að freista þess að bera klæði á vopnin í Kosovo. Evrópusambandið (ESB) ítrekaði áhyggjur sínar á þriðjudag og krafðist þess að sjálfs- stjóm albanska meirihlutans yrði endurreist. Sambandið styður á hinn bóginn ekki sjálfstæðiskröfur íbúanna. Albanir hafa fyrir sitt leyti fagn- að afskiptum erlendra ríkja af Kosovo-deilunni en Milosevic hefur á hinn bóginn sagt að hann muni aldrei líða slíka íhlutun í serbnesk innanríkismál. Haldi forsetinn fast við þessa afstöðu sína gefast fá til- efni til bjartsýni um þróun mála þar í nánustu framtíð. Líklegt er að erlend afskipti og þá undir forustu Bandaríkjamanna verði að koma til eigi að takast að slá á spennuna í Kosovo. Líkt og í ljós kom í Bosníu-stríðinu virðist Evrópusambandið öldungis ófært um að stilla til friðar í eigin túnfæti þrátt fyrir háleit markmið um sam- eiginlega utanríkis- og varnarstefnu aðildarríkjanna. Serbar munu aldrei gefa yfirráð sín yfir Kosovo-héraði eftir. Þeir líta á héraðið sem vöggu menningar Serba því þar biðu serbneskir ridd- arar ósigur fyrir Tyrkjum í júní- mánuði 1383. Þetta hafa Serbar til marks um þær fórnir sem þeir hafa fært fyrir Evrópumenn; þeir hafí komið í veg fyrir að trúarbrögð Mú- hameðs spámanns breiddust út um álfuna alla og mátt þola yfírráð Tyrkja í fímm aldir fyrir bragðið. Þess- ar fórnir þjóðarinnar hafi Vesturlandamenn jafnan leitt hjá sér og geri enn. Albanski meirihlutinn virðist ákveðinn í að segja sig úr lögum við Serba og renna saman við bræðra- þjóðina í Albaníu. Allar forsendur era til staðar fyrir því að sú mikla spenna sem nú ríkir á þessum slóð- um fari enn vaxandi. Kveikurinn sem liggur að púðurtunnunni stytt- ist ört og ekki verður séð að frekari átökum verði afstýrt án skipulegrar erlendrar íhlutunar. Milosevic má ekki við eftirgjöf Árangur í Bosníu í hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.