Morgunblaðið - 08.03.1998, Side 43

Morgunblaðið - 08.03.1998, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 43 ----------------------X KRISTIN MA TTHÍASDÓTTIR + Kristín Matthías- dóttir fæddist á Siglufirði 23. janúar 1915. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 23. febrúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. mars. Eitt haustkvöld fyrir fjórum árum gekk ég út úr bíóhúsi með Gunnari syni _ hennar Stínu Matt. Ég man ekki hvaða mynd við sáum heldur hitt að það var kalt úti og hrollur í okkur. Gunni bauð mér heim í Barmahlíðina þar sem hann bjó með mömmu sinni, í sjónvarps- gláp undir köflóttu ullarteppi og heitt kakó. Ég var búin að koma mér vel fyrir og sötraði hlýjuna upp úr bollanum þegar hún birtist hljóð- lega í dyi-agættinni. Glæsileg og einsog tilhöfð þótt hún stæði þama berfætt á náttkjólnum. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti Stínu Matt. Við hittumst reyndar ekki oft áð- ur en hún flutti inn á Hrafnistu. En margan morgun þegar ég sat í strætisvagni nr. 7 á leið í vinnuna uppi á Bústaðavegi sá ég mæðginin ganga saman arm í arm yfir Miklu- brautina. Gunni teymdi hjólið sitt þar sem hann tölti með mömmu sinni upp í Hlíðarbæ þar sem hún dvaldi á daginn meðan Gunni sat við skrifborð inni í Skeifu. Það var alltaf skemmtilegt að sjá þau, Gunni stórstígur og dálítið að flýta sér en hún svona sallaróleg og yfirveguð og glæsileg. Alltaf glæsileg. Hún var alltaf ofarlega í huga Gunna. Oft heimsótti hann mig í litla húsið á Sólvallagötunni, en hann stoppaði aldrei mjög lengi í senn því honum var ekki rótt að vita af mömmu sinni einni heima. Kannski hafa þau að einhverju leyti skipt um hlutverk þennan tíma sem þau bjuggu saman í Barmahlíðinni; nú var það Gunni sem þurfti að huga að því að gefa þeim að borða og hafa fínt á hlýlega heimilinu þeirra og sjá til þess að mamma gamla færi í háttinn á skikkanlegum tíma. Og ég held að honum hafi þótt vænt um þetta nýja og ef til vill skringilega hlutverk. Stuttu eftir að Stína Matt flutti inn á Hrafnistu fór ég að dvelja meira og lengur í senn í Barmahlíðinni hjá Gunna. Þau áttu óskaplega fallegt heimili, fullt af dá- samlegum hlutum sem var gaman að hafa fyrir augunum. Fyrst í stað sótti Gunni mig og sólgula köttinn minn hann Plotinus á kvöldin og við eyddum nóttinni í Barmahlíðinni. Okum svo heim aftur í bítið næsta morgun. Plotinusi leið betur í Stínu húsi en á Sólvallagötunni og hann var óskaplega glaður þegar við á endanum pökkuðum dótinu okkar saman og fluttum það í svörtum plastpokum í Barmahlíðina. Manni leið vel í þessu húsi þar sem hún hafði búið í hartnær þrjátíu ár. Og þegar mamma heimsótti mig í fyrsta sinn varð henni að orði að ekki væri skrítið að mér liði vel þar, með alla þessa fallegu hluti í kring- um mig. Þegar við fluttum úr Bai-mahlíðinni tókum við nærveru Stínu með okkur; fallegu húsgögnin og allar dásamlegu brúðurnar sem hún var svo lagin við að sauma. Bömum þykir skemmtilegt að heimsækja okkur því hvergi annar- staðar komast þau í tæri við viðlíka brúður: Ti-úða með langa fætur, kóalabirni, jólasvein, engil. Og börnunum í Hlíðunum þótt líka vænt um Stínu Matt. Góðu konuna í ÞORUNN KATRIN BJÖRNSDÓTTIR + Þórunn Katrín Björnsdóttir var fædd á Fagurhóli, Aust- ur-Landeyjum, 17. júní 1913. Hún lést á Elliheimilinu Grund 23. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 2. mars. Jæja elsku amma mín, nú er komið að leiðarlokum hjá þér á þessari jörð og skiljumst við að sinni. Þegar ég lít til baka er svo margs að minnast. Þinn þáttur í uppeldi okkar systkina var stór, amma mín, þú saumaðir og prjónaðir á okkur föt, þú sagðir okkur frá lífínu í sveit- inni þinni og kenndir okkur ljóð og bænir sem þú hafðir svo gaman af. Alltaf man ég hve gott það var að koma til þín úr skólanum, þú varst á saumastofunni en í glugganum beið skál með góðgæti og þegar ég hafði gert því skil var alltaf jafngott að halla sér í rúminu þínu. Ekki vorum við alltaf sammála um tískuna, þú fórst agalega með mig þegar þú gerðir við flottu buxurnar mínar sem áttu að vera of síðar og slitnar en þér þótti auðvitað ófært að drengurinn drægi buxurnar eftir götunni svo þú tókst þig til og gerð- ir við þær. Oft hlógum við að þessu síðar. Manstu þegar ég fékk bílpróf- ið, þá fórum við saman í bíltúr út á Nes og fengum okkur ís. Æ síðan þegar við bræðumir fengum okkur nýjan bíl var komið til þín og farinn hinn sami íshringur um Nesið. Elsku amma mín, svona gæti ég haldið endalaust áfram eins og hvernig þú tókst á móti bömunum mínum en nú er komið að kveðju- stund, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur fyrir mig og mína gert. Þinn Kjartan. Amma Katrín, það er mjög leiðin- legt að þú sért farin frá okkur upp til himna. Ég vona að þér muni líða vel þar sem þú ert núna. Þetta er mildll missir fyrir okkur öll í fjölskyldunni en við verðum með þig í hjörtum okkar og munum aldrei gleyma þér, aldrei. Eg vona að þar sem þú ert núna bíði þín engin veikindi. Heimir Kjartansson. hverfínu. Hjá henni fengu þau að skoða fóndurdót og ærslast dálítið og drekka kakósopa í grænmálaða eldhúsinu. Löngu eftir að hún var flutt inn á Hrafnistu vom þau að banka upp á svaladyramegin og spyrja eftir góðu konunni. Ég kom oft til Stínu Matt eftir að hún flutti inn á Hrafnistu. Oftast með Gunna en í fáein skipti kom ég ein og það gladdi mig að hún þekkti mig og vissi upp á hár hvem ég var að heimsækja. Það var oft skemmti- legt að sitja í setustofunni á deild 3A á Hrafnistu. Stína alltaf tilhöfð eins og hún væri að fara í kaffiboð eða kannski á dansiball. Hrafnhild- ur sá til þess að hún væri alltaf fín og strokin og starfsfólkið á deildinni hjálpaði henni við að klæða sig og greiða og punta á hverjum morgni. Svo sátum við saman við ljós tré- borðin í setustofunni með útsýni yf- ir Viðey og Sundahöfnina í brakandi sólskini. Einhvem veginn finnst mér alltaf hafa verið sólskin. Ef við hittum vel á lumaði Stína á konfekti í náttborðsskúffunni og þá sátum við kannski á bleiku rúmteppi inni á stofunni hennar og mauluðum gott- erí. Stundum fómm við líka í göngutúra um Hrafnistu eða jafnvel í bíltúr. Síðustu stundimar hennar Stínu Matt, þær voru fallegar. Þau höfðu setið hjá henni til skiptis bömin hennar, Hrafnhildur og Gunni, og ömmubamið hún Anna Kristín. Síð- asta augnablikið í lífi hennar; það er engu líkara en einhver hafí límt ljósmynd af þessu andartaki á augnlok mín innanverð: Ég sit í bleikbólstruðum stól en Gunni og Anna Kristín standa við höfðalagið á rúminu hennar. Ounni strýkur henni um vangann en Anna heldur í hönd hennar. Svo líður andvarp fram af vöram og það færist himnesk ró yfir andlitið. Einkenni- legt en engu líkara en maðurinn með ljáinn kveiki birtu og bros í augunum. Hún var svo falleg og þegar við stóðum öll við rúmið hennar dálitlu seinna; Hrafnhildur, Gunni, Binni, Anna Kristín og ég, þá leið okkur þrátt fyrir allt vel. Þögnin í herberginu eins og gi’egor- íanskur söngur og við fundum hana hjá okkur. Og finnum enn. Elsku Stína Matt; hvíl í friði. Anna Lára Steindal. Kristín Matthíasdóttir var ein glæsilegasta kona sem ég man eftir. Reyndar vora allar tengdadætur ömmu og afa á Óðinsgötunni eftir- tektai-verðar, hver með sínum hætti. Óðinsgatan, húsin númer 8 og 8a og lóðin sem lá niður að Brennu var ævintýraheimur okkar bamabamanna í Suðurgötunni. Gunnar og Kristín bjuggu í Guðna- bæ, eða reyndar húsi sem reist var t Elskulegur eiginmaður minn, EYJÓLFUR SIGURÐSSON, Skipasundi 75, Reykjavfk, sem lést sunnudaginn 1. jarðsunginn frá Fríkirkjunni daginn 10. mars kl. 13.30. mars sl., verður Reykjavík þriðju- Inga Magnúsdóttir. t Innilegar þakkir færum við öllu því góða fólki, sem sýndi okkur hlýhug og velvild við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KARLS MAGNÚSSONAR vélstjóra, Rauðalæk 25. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks og þjálfara Grensásdeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir alla þeirra umhyggju. Jónína Lilja Waagfjörð, Kristín Dóra Karlsdóttir, Hallur Birgísson, Sólveig Ásta Karlsdóttir, Allan Ebert Deis og afabörn. á granni hans. Þama var ættaróð- alið. Heimili þeirra Gunnars var ein- stakt, búið fallegum húsgögnum og antíkmunum. Það er svolítið erfitt að raða saman minningabrotunum, en Kristín eða Dídí eins og við köll- uðum hana tengist allra fyrstu minningunum. Þau Gunnar giftu sig heima hjá okkur í Suðurgötunni. Kristín var einstaklega barngóð og hafði gaman af krökkum,lagði á minnið það sem við sögðum og rifj- aði upp löngu síðar. Hún kunni þá list að tala við krakka eins og viti- bornar manneskjur. Dídí flutti í Suðurgötuna og passaði okkur systkinin þegar foreldrar okkar fóra til Englands á stríðsáranum og frá þeim tíma héldust sérstök tengsl. Þegar móðir okkar veiktist 1947 var heimilið nánast leyst upp og ég lenti hjá Kristínu og Gunnari. Eg gerði mér litla grein fyrir því hve alvarleg veikindi mömmu vora og reyndar ekki fyrr en löngu síðar. Tíminn hjá Kristínu og Gunnari er í minningunni sælutíð. Ég fékk að láta hárið vaxa, ég las allt sem ég fann í íslenzku í bókaskápnum, ég saknaði systkinanna ekkert, var bara hæstánægð að vera „einbimi" þennan tíma. Ég vandist þá líka á að fara yfir til ömmu og spila við hana. Amma og Dídí voru miklir mátar, höfðu daglegt samband og töluðu saman á pé-máli þegar við krakkarnir áttum ekki að heyra. Nú veit ég ekki hvort nokkur veit leng- ur hvað pé-mál er, en það vorum við eldfljót að læra, en sögðum engum frá, því það var svo gaman að hlusta á fullorðná'fólkið. Þessi nánd riðlaðist nokkuð þegar þau Kristín og Gunnar fluttu upp í Hlíðar, sem þá vora langt fyrir inn- an bæ. Þar varð til einn merkasti hljómplötusalur landsins á þessum tíma, hljómflutningstækjunum var komið þannig fyrir að hljómgæðin nytu sín, og hljómplötusafnið óx^, þannig að það var á heimsmæli- kvarða. Kunningjar og vinir komu til að hlusta, margir helztu hljóm- listarmenn landsins vora heimilis- vinir. Kristín deildi að vísu ekki þessum ofuráhuga á tónlist með Gunnari, þótt hún væri auðvitað músíkölsk, og fannst oft nóg um alla klassíkina. Þetta er í stórum drátt- um sú mynd sem fyrst kemur upp í hugann um þessa fallegu og mynd- arlegu frænku mína. En Kristín átti sér aðra hlið. Unnur móðursystir mín var enginn aukvisi, stundaði hvers kyns íþróttUk og fjallaferðir, meðal annars með Guðmundi frá Miðdal. Reyndar var Gunnar einn af fjallamönnum hans líka. Unnur sagði mér að Kristín hefði verið svo mildll skíðagarpur að hún hefði sjálf ekki haft roð við henni. Kristín var alin upp á Siglufirði og var sá staður í hennar augum paradís. Hún kom þangað eitt sinn í snögga ferð og skildi ekkert í því hvað vantaði. Það leið drjúg stund áður en hún áttaði sig á því að það vantaði peningalyktina. Síldin hafði ekki látið sjá sig. Þessi stásskona, sem bar á sig dýrustu ilmvötn, greiddi gullið hárið upp úr hvers , kyns töfraefnum, lakkaði mílulang ' ar neglumar sterkrauðar, hún fann . ekld betri lykt en dauninn frá sfld- arbræðslunni. Guð blessi Kristínu Matthíasdótt- ur. Hildur Bjarnadóttir. t Ástvinir þakka innilega samúð, vinarþel og hlýhug fjölmargra vina, ættingja og velunnara vegna fráfalls ástkærrar ÁSLAUGAR KÁRADÓTTUR, Fremristekk 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins og kvenna- deild Landspítalans fyrir ómetanlegan stuðning og hjálp í baráttu okkar. * Erlendur Lárusson, Úlfhildur Dagsdóttir, Kári Tryggvason, Margrét Björnsdóttir, Hildur Káradóttir, Sigrún Káradóttir, Rannveig Káradóttir. t Innilegt þakklæti til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGURÐAR SNORRASONAR frá Stóru Gröf. Þorbjörg Þorbjarnardóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ágústa Eirfksdóttir, Hildur Sigrfður Sigurðardóttir, Jóhann Friðriksson, Kristrún Sigurðardóttir, Eva Sigurðardóttir, Haraldur Jón Arason, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, TRYGGVA PÉTURSSONAR fyrrv. útibússtjóra Búnaðarbankans I Hveragerði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4L, Landakotsspltala (áður Hvítabandiö), fyrir frábæra hjúkrun og umönnun. Guð blessi ykkur. Sigrfður E. Tryggvadóttir, Ólafía K. Tryggvadóttir, Kristinn Álfgeirsson, Ásta Tryggvadóttir, Erlingur Hallsson, Guðrún S. Tryggvadóttir, Árni Þórðarson, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.