Morgunblaðið - 08.03.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 08.03.1998, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ EVA Þengilsdtíttir, framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar. Morgunblaðið/Golli AFALUÐ OG ALVÖRU eftir Guðna Einarsson ARITUÐ mynd af Helen Keller fangar augað þegar komið er inn á skrifstofu Evu Þengilsdóttur, fram- kvæmdastjóra Blindravinnustof- unnar ehf. A myndina eru rituð kveðju- og þakkarorð frá Helen Keller til afa Evu, Odds Ólafssonar yfirlæknis og eins stofnenda Reykjalundar. Sem kunnugt er var Helen Keller lifandi táknmynd um hvemig yfirstíga má líkamlega fotl- un með þrotlausri vinnu og einbeitt- um vilja. Hún varð blind og heyra- arlaus á öðru ári en lærði að tala og lesa blindraletur og komst til mennta. Á unglingsárum átti Eva heima í túnfætinum á Reykjalundi og vann þar á sumrin. Hún kynntist því end- urhæfingarstarfinu og andanum á Reykjalundi, en skyldi það hafa haft áhrif á að hún fór að starfa hjá Blindrafélaginu? „Það átti án efa þátt í því að vekja áhuga minn á því að sækja hér um starf,“ sagði Eva. „Það er mikils virði að fá tækifæri til að nýta menntun sína í þágu góðs málefnis." í þágu blindra og sjónskertra Blindravinnustofan i Reykjavík var stofnuð 1941 og er markmiðið með starfrækslu hennar að veita blindum og sjónskertum atvinnu og þjálfun til starfa. Fyrirtækið er í eigu Blindrafélagsins og var rekst- urinn á ábyrgð félagsins allt til síð- ustu áramóta. Þá var Blindravinnu- stofan gerð að einkahlutafélagi í eigu Blindrafélagsins. Fyrirtækið fékk eigin skrifstofu, því var kosin sérstök stjóm og Eva Þengilsdóttir tók formlega við starfi fram- kvæmdastjóra. Eva var þá búin að starfa sem skrifstofustjóri hjá Blindrafélaginu og Blindravinnu- VIDSKIFn aivinnuUf Á SUNNUDEGI EVA Þengilsdóttir, framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar ehf., er fædd í Reykjavík 1966. Hún ólst upp á Vopnafirði, í Svíþjóð og Mosfellsbæ. Eva varð stúdent frá MA 1985 og fór þá til eins árs náms í ferðamálafræði í Sviss. Hún lauk próll í við- skiptafræði frá Háskóla íslands 1990. Eva starfaði sem flug- freyja hjá Flugleiðum í átta sumur. Hún vann hjá Háskóla Is- lands í sérverkefnum 1992-94, fyrir íslensk fyrirtæki í Japan 1994-95 og kenndi íslensku við Tokai-háskóla. Hún gerðist skrifstofustjóri Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar í árslok 1995 og varð framkvæmdastjóri Blindravinnustofunnar ehf. um síðustu áramót. stofunni frá árslokum 1995. í starf- inu fólst meðal annars umsjón með rekstri Blindravinnustofunnar svo hún var vel kunnug rekstrinum. Blindravinnustofan er til húsa á jarðhæð húss Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 í Reykjavík. Nokkrir starfsmanna búa í húsinu og flestir eru í Blindrafélaginu. Hjá Blindra- vinnustofunni vinna 30 manns, þar af 21 blindur eða alvarlega sjón- skertur. Verndaður vinnustaður Eva segir að Blindravinnustofan sé skilgreind sem verndaður vinnu- staður og þar starfa bæði starfsráð- gjafi og starfsleiðbeinandi. „Þessi vinnustaður er rekinn í þágu fólks- ins sem hér vinnur,“ sagði Eva. „Hagsmunir starfsmanna eru í fyr- irrúmi og mannlegi þátturinn skipt- ir miklu.“ í ráðningarsamningum starfsmanna með fötiun er kveðið á um að þeim sem vilja standi til boða þjálfun til annarra starfa en bjóðast hjá fyrirtækinu. Það skiptir miklu að eiga möguleika á að geta skipt um vinnu á lífsleiðinni. Blindravinnustofan greiðir starfs- mönnum sínum full laun samkvæmt taxta Iðju, félags verksmiðjufólks, og greitt er í lífeyrissjóð fyrir alla starfsmenn. Vinnutíminn er ein- staklingsbundinn, allt frá tveimur tímum á dag upp í 8 stunda vinnu- dag. Við framleiðslu og pökkun eru 12 full stöðugildi sem skiptast á 21 starfsmann. Oft heyrist að hið opinbera beri mikinn kostnað af vemduðum vinnustöðum. Eva er ósammála því og segir að á vernduðum vinnustöð- um séu sköpuð verðmæti í mörgum skilningi. Ekki einungis efnisleg heldur einnig þau sem felast í auknu sjálfstæði, sjálfstrausti og heilbrigði þeirra sem þar starfa. Hvað varðar Blindravinnustofuna segir Eva að í fyrra hafi hið opin- bera haft um 9 milljóna króna tekj- ur af rekstri Blindravinnustofunnar einnar í formi virðisaukaskatts, tryggingagjalds og staðgreiðslu. Töluvert félagslíf er á meðal starfsmanna Blindravinnustofunn- ar. Tvisvar á ári er farið í starfs- mannaferðir ásamt Blindrafélaginu og hefur verið farið á slóðir Skalla- giúms á Borg, á Þingvelli og í gönguferð um Reykjanes. Fengnir eru leiðsögumenn sem fræða ferða- langana. Þá er farið á jólahlaðborð fyrir jólin, haldið jólabingó og farið á þorrablót. „Hér er ein starfs- mannastefna fyrir alla og hér eiga allir að njóta virðingar," sagði Eva. Eina innlenda burstagerðin Eva segir að Blindravinnustofan sé eina innlenda burstagerðin. Á hverju ári eru framleiddir 160-180 þúsund burstar af 40-60 tegundum, langmest af uppþvottaburstum. Einnig eru framleiddir hitaþolnir burstar, kústar, skrúbbar og bíla- þvottakústar. Sumt af þessum vara- ingi er sérstaklega framleitt í ákveðnum litum og stærðum fyrir einstaka viðskiptavini. „Við höfum sérhæft okkur í áhöldum og búnaði til ræstinga og hreingeminga, bjóðum allt nema sápuna," sagði Eva. Auk þess að framleiða bursta flytur Blindra- vinnustofan inn margs konar áhöld sem sett eru saman og pakkað. Þar má nefna ræstingarvagna, moppur og annan búnað til ræstinga, auk klúta, gúmmíhanska, stálullar og margs fleira. Þá eru fluttar inn þvottaklemmur sem settar eru á spjöld og pakkað. Einnig annast Blindravinnustofan sölu á hrein- gemingaklútum sem framleiddir eru hjá Ási, vinnustofu Styrktaifé- lags vangefinna í Reykjavík. Umskipti í rekstrinum Mikil veltuaukning hefur verið hjá Blindravinnustofunni undanfar- in 10 ár en reksturinn verið á sama tíma erfiður, að sögn Evu. Fyrir tveimur árum var hafist handa við gagngera endurskipulagningu og allir rekstrarliðir gaumgæfðir. „Það mátti víða taka til hendinni," sagði Eva. „Við fórum í gegnum fjármál- in, tókum langtímalán og skuld- breyttum. Salan var greind með til- liti til framlegðar og veltu og í kjöl- farið losuðum við okkur við um 100 vörutegundir sem ekki voru hag- kvæmar. Við skiptum um birgja og gerðum nýja samninga við þá sem við héldum áfi'am viðskiptum við. Gerðir voru nýir samningar um flutninga, magntölum breytt og veltuhraði birgða aukinn til muna.“ Helstu birgjar Blindravinnustof- unnar erlendis eru í Þýskalandi, Ítalíu og Danmörku. Á árum áður rak Blindravinnu- stofan körfugerð en ákveðið var að leggja hana niður. „Við töldum að það væri ekki lengur pláss fyrir nema eitt fyrirtæki af því tagi hér á landi og gáfum því efni og áhöld til Blindravinafélagsins, sem rekur körfugerð,“ sagði Eva. Eva segir að hagræðingin hafi ekki komið niður á þjónustu, vöru- gæðum né launum. Lágmarkslaun hafi raunar hækkað um 30-40% á sama tíma og mest var hagrætt. „Þessi góði árangur hefur náðst með samstilltu átaki starfsmanna," sagði Eva. I fyrra velti Blindravinnustofan ríflega 90 milljónum króna og hefur iyrirtækið verið rekið með hagnaði undanfarin tvö ár, þrátt fyrir að vörur fyrirtækisins hafi ekki hækk- að í verði á sama tíma. Eva sagðist gera ráð fyrir að veltan yrði svipuð í ár. Samkeppni og vöruþróun ,Af alúð og alvöru - það eru okk- ar einkunnarorð," sagði Eva. „Við erum háð því að fólk kaupi vörur okkar og tökum hlutverk okkar sem ræstingavörufyrirtæki alvarlega.“ Viðskiptavinum Blindravinnustof- unnar má skipta í tvo hópa, annars vegar verslanir sem selja til al- mennra neytenda og hins vegar fag- aðila í ræstingum, stofnanir og fyr- irtæki. Þessir hópar gera ólíkar kröfur og það kallar á breiðara vöruúrval en ef einungis væri miðað við annan hópinn. Eva segir að samkeppnin hafi harðnað mjög á undanförnum árum. Nýir aðilar, sem einnig selja tæki til hreingeminga, hafa komið til sög- unnar. „Framleiðsludeildin er að keppa við sívaxandi innflutning,“ sagði Eva. „Hjá okkur hefur 21 blindur og sjónskertur atvinnu af framleiðslu og pökkun. Sú velvild sem starfsemi Blindravinnustofunn- ar nýtur meðal almennings og fyrir- tækja er okkur mikils virði, en við teljum þó að sveigjanleiki vinnustof- unnar, góð þjónusta og gæðavara á sanngjömu verði skipti höfuðmáli." Hjá Blindravinnustofunni er unnið að vöruþróun og vel fylgst með nýj- ungum á sviði hreingemingatækni. „Við reynum að koma til móts við þarfir einstakra viðskiptavina og út- vega það sem þeir óska,“ sagði Eva. Blindravinnustofan hyggst reka burstagerðina áfram og efla fram- leiðsluna enn frekar. Meðal annars er í athugun útflutningur á burst- um, en Eva vill ekki greina nánar frá þeim áfonnum á þessu stigi málsins. Kveður með söknuði Eva hefur ákveðið að láta af störfum hjá Blindravinnustofunni 1. ágúst næstkomandi. Maður hennar, Martin Eyjólfsson lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, verður send- ur til starfa í Brussel síðar á árinu og hyggst Eva nota tækifærið til frekara náms. Hún segist muni kveðja Blindravinnustofuna og starfsfólkið þar með söknuði. „Hér hefur verið gott að starfa og mjög góð samvinna," sagði Eva. Hún seg- ir að starfið hafi kennt sér margt og verið mjög gefandi. Eva segist muni kveðja með orðunum „sjáumst aft- ur“, en hún hafi bitið í tunguna á sér eftir að hafa kvatt blinda mann- eskju með þessum orðum í fyrsta sinn. Síðar komst hún að því að þessi kveðja þykir ekkert tiltöku- mál - og er meira að segja algeng á meðal blindra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.