Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 35 HÆTTUR AF VÖLDUM JARÐSKJÁLFTA - GREIN 4 Spennu- bylgjur 18. öldin var mjög óróleg hvað varðar jarðskjálfta og eldgos, segir Ragnar Stefánsson. Þetta var bæði sunnan lands og norðan. ISÖGU okkar eru til þó nokkur dæmi um það hvemig jarð- siqálftar og eldgos fylgjast að á stóra svæði á stuttum tíma. Skýrasta dæmið um þetta er eftirfarandi. í byrjun maí 1783 hófst gos, líklega í um 60 km fjarlægð vest- ur af Reykjanesi og þá myndaðist Ný- ey. Seint í júní sama ár hófust Skaft- áreldar 270 km austar, í Lakagígum, en það er mesta gos Islandssögunnar. Áiá síðar, 14. ágúst, varð svo stærsti þekkti Suðurlandsskjálftinn. Það er erfitt að trúa öðru en að þarna séu einhver tengsl á milli. Hugsanlegt er að mikil hi-ina jarð- hræringa og landbreytinga á svæði frá norðurenda Þingvallavatns og suður í Selvog árið 1789 hafi verið hluti af sömu hamfórum. Þá seig land við Þingvelli og við Nesjavelli um 1 - 2 metra og sums staðar flæddi Þing- vallavatn yfir gönguleiðir þingmanna til foma. Reyndar var öll 18. öldin mjög óróleg hvað varðar jarðskjálfta og eldgos, bæði sunnan lands og norðan. Árið 1910, að morgni 22. janúar, varð geysimikill jarðskjálfti fyrir austanverðu Norðurlandi. Staðsetn- ing hans er ekki nákvæmlega þekkt, en hann var metinn 7,1 á Richterkvarða. Þremur klukkustund- um síðar varð jarðskjálfti með upptök vestast á eða skammt vestur af Reykjanesi, og hefur stærð hans ver- ið metin rúmlega 5. Mesti jai’ðskjálfti hérlendis frá því 1912 vai'ð í lok mars 1963 fyiir mynni Skagafjarðar, 7 á Richterkvarða. í október 1963 hófst Surtseyjargosið, sem líklega má telja mesta gos á ís- landi á þessari öld. Aftur varð svo stormasamt í jarð- skorpunni hérlendis upp úr 1970. Eldgos í Heklu 1970 og í Heimaey 1973. Skjálftar fóra vaxandi á Reykjanesskaga, og náðu hámarki 1973. Mikið var um jarðskjálfta í Borgai-fn-ði, einkum 1974. Árið 1974 fór að bera á tiltölulega stóram skjálftum, u.þ.b. 5 á Richterkvarða með upptök nálægt Bárðarbungu. I árslok 1975 hófust svo landbreyting- ar, jarðskjálftar og eldsumbrot á svæðinu frá Kröflu og norður í Öxar- fjörð, eins og mörgum er í fersku minni. Nefna má mörg fleiri slík dæmi um að atburðir hafi fylgst að á stóra svæði á íslandi. Þótt erfitt sé að full- yi’ða að slík fylgni sé ekki tilviljun ein, er samt líklegast að einhver tengsl séu milli þessara atburða. Mestar lík- ur era á að atburðirnir séu af einni rót rannir, fremur en að hver atburð- ur valdi þeim sem á eftir kom. Án þess að við höfum fyllilega skilið hver hin sameiginlega orsök sé höfum við kallað þetta að þenslubylgjur gangi yfir landið (á ensku strain waves eða strain epizodes). Það er líklegt að hin sameiginlega orsök skapist af miklum kvikuinnskotum í neðri hluta skorpu yfir möttulstróknum. Þessi innskota- virkni getur verið á það miklu dýpi að hún veldur ekki miklum jai'ðskjáift- um, allavega ekki það miklum að for- feður okkar hafi orðið varir við þá. Við slíka innskotavirkni í jarðskopuna verður samt breyting á spennu- ástandi í henni sem breiðir svo úr sér eins og gárur út frá steini sem kastað er í vatn, bara margbreytilegri gárur. Slík breyting á spennuástandinu sem gengur yfir landið ýtir svo undir að jai'ðskjálftar og eldgos leysist úr læð- ingi, þai’ sem slíkar hamfarir vora búnar að vera að grafa um sig. Það er erfitt að mæla slíkar bylgjur eingöngu út frá stóram atburðum. Stórir atburðir verða sjaldan og þeir gætu verið búnir að grafa um sig lengi áður en þenslubylgjan kemur þeim af stað. Eins gætu þeir hafa leyst úr læðingi án hjálpar slíkrar þenslu- bylgju. Til að geta staðfest tilvist og gi'eint eðli slíki'a bylgna þaif að mæla nánast samfellt eða litla atburði, sem oft má búast við. Með nákvæmri úr- vinnslu úr mælingum erum við á síð- ustu áram byrjuð að sjá breytileika 2 Færsla til annarrar áttar sem í fyrstu er einn metri næst upptökunum breiðist út eftir skorpunni á löngum tima. Hraði, cm á ári 10-i - 3 Hraði færslunnar breiðist út með timanum eins og bylgja frá upptökunum, um leið og bylgjutopparnir lækka. 5 . 50 km 100 km 150 km 1 Skorpan brotnar og gliðnar um 2 metra vegna kvikuinnskots. Spennubreyting breiðist út með örskotshraða og dofnar hratt. i 2 m Ufi.'i-n Sýnir livernig mætti hugsa sér að spenna og þensla breiði úr sér í jarðskorpunni. Verði jarðskjálfti eða hratt kvikuinnskot breiðist spennu- breytingin út, fyrst með örskotshraða, kílómetrar á sekúndu eins og jarð- skjálftabylgja og veldur minni háttar varanlegri breytingu á spennuástandi á hveijum stað. Þetta mætti kalla spennubylgju. Þetta hefur þó ekki mikil bein áhrif til að leysa úr læðingi aðra atburði, nema þá í næsta nágrenni. Þetta væri líkast því, að maður ætlaði að ýta bíl með því að beija nógu þungu höggi aftan á stuðarann á honuin. Það næst miklu meiri árangur með því að ýta lengi og vel eins og allir þckkja. Þannig er þetta líka í jarðskorpunni, að það verða miklu meiri áhrif til að leysa út spennur að jarðskorpan hnikist til með hægum þunga. Jarðskjálfti eða innskot veldur því við upptökin að jarð- skorpan færist til á kviki'i en seigfljótandi undirstöðu. Þessi færsla berst miklu hægar út frá upptökunum en fyrstu spennubylgjurnar. Hversu hratt færslan berst er háð seigjunni í undirstöðu skorpunnar á hveijum stað. Hraðiun gæti verið eftir aðstæðum frá nokkrum kin á ári upp í nokkra kíló- metra á dag eftir þvf hvað undirstaðan er seig á hinum ýmsu svæðum. í myndinni er sýnt með dæmi hvernig mætti hugsa sér að færsla eða þensla breiðist út eftir jarðskorpunni vegna kvikuinnskots. ti1. Sýnir nokkur dæmi um atburði, jarðskjálfta eða eldgos og hvernig þau fylgdust að f tfma. Hringimir sýna atburði frá 1783-1789, 1910, 1963 og frá 1970-1975. sem skýi-a má með breytileika í hraða landreks, eða breytileika í þenslu eða þrýstingi út frá möttulstróknum eða gosbeltum. Þannig benda mælingar þenslumæla á Suðurlandi til þess að minni háttar þenslubylgja hafi hafist um 1990. Með nákvæmum mæliað- ferðum mældust reyndar breytingar á skorpuþrýstingi á Suðurlandi mörg- um mánuðum á undan gosinu í Vatna- jökli 1996. Þessi breyting á skorpu- þrýstingi gæti verið rannin af rót sams konar innskotavirkni og hinar sögulegu þenslubylgjur. Það er eins og heiti reiturinn andi rólega, að vísu svoiítið óreglulega og stundum hryglukennt. Stundum hreinsar hann úr sér þama í neðra með djúpum hósta. Með nútíma mælitækni er það hugsanlega orðið mögulegt að mæla þennan andar- drátt, ekki bara að fylgjast með hryglunum. Mælitæknin er t.d. smá- skjálftamælingar og ný tækni við úr- vinnslu þeirra, landmælingar með gervitunglatækni og samfelldar mæl- ingar með þenslumælum í borholum. Slíkar mælingar sem hér hafa verið nefndar era nú þegar framkvæmdar hérlendis í einhverjum mæli og tækn- in í hraðri framþróun Það er afskaplega mikilvægt upp á að geta áttað sig á breytileika í jarð- skjálfta- og eldvirkni, að geta áttað sig á hvers eðlis slíkar þenslubylgjur era og hvemig sé unnt að skynja þær tímanlega. Ef við getum greint slíkar þenslubylgjur, gætum við hugsanlega út frá því sagt til um hvort auknar lík- ur væra almennt á jarðskjálftum eða eldsumbrotum á næstunni. Þetta væri ekki ólíkt því þegar veðurfræð- ingar spá í hæðir og lægðir. Þetta þýðir ekki að þar með gætum við sagt fyrir um, t.d. að nú væri að bresta á stór jarðskjálfti á ákveðnum stað <T landinu. Þetta gæti hins vegar hvatt til aukinnar árvekni á stöðum þar sem líkur væra á slíkum atburðum. HEIMILDIR: •Hér er m.a. byggt á grein sem birtist í Bul- letin of the Seismological Society of America árið 1993, bls 696-716. Greinin nefnist Earthquake Prediction Research in the South lceland Seismic Zone and the SIL project Höfundar eru: Ragnar Stefánsson, Reynir Böðvarsson, Ragnar Slunga, Páll Einarsson, Steinunn Jakobsdóttir, Hilmar Bungum, Sören Gregersen, Jens Havskov, Jörgen Hjelme og Heikki Korhonen. Einnig er byggt á óbirtri greinargerð Páls Hall- dórssonar um sögulega skjálfta á íslandi. FORELDRAR SEGJA FRA Opin ráðstefna um vímuefnamál verður haldin fimmtudaginn 12. mars nk. kl. 13 - 17, í Borgartúni 6, Reykjavík. Ife A s «c Bí 4 13.00 Ráðstefnan sett 13.05 Hver er stefnan í meðferðarmálum ungra vímuefnaneytenda? - Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra 13.25 Hvað er Barnaverndarstofa að gera í meðferðarmálum? - Bryndís Guðmundsdóttir, deildarstjóri 13.45 Vímulaus æska og forvarnir - Aldís Yngvadóttir, afbrotafræðingur 14.00 Foreldrar segja frá 14.50 Foreldrahópurinn - Sigrún Hv Magnúsdóttir, félagsráðgjafi 15.05 KAFFIHLÉ 15.30 Bömíneyslu - Davíð Bergmann, starfsmaður Félagsmálastofhunar 15.45 Fjölskyldumál - Lára Margrét Ragnarsdóttir, alþingismaður 16.00 Fjölskyldumál - Margrét Frímannsdóttir, alþingismaður 16.15 Umræður 17.00 Ráðstefnulok Ekkert ráðstefnugjald - Allir velkomnir Ráðstefnustjóri: Þorgeir Ástvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.