Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 24
Á Suðurpólnum 24 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 LISTIR MORGUNB LAÐIÐ Sálarköfun ungmenms |W-' *** 1 -;4. Mg£ Nú gefst tækifæri til að skoða búnað þremenninganna sem gengu á Suðurpólinn, á sýningu sem sett hefur verið upp f anddyri Morgunblaðshússins f Kringlunni 1. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sonur hans Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og Ingþór Bjarnason sálfræðingur gengu á skíðum í 51 dag á Suðurskautslandinu og drógu á eftir sér þunga sleða með öllum búnaði og nauðsynjum. Göngugarparnir náðu takmarki sínu á nýársdag og voru þá búnir að leggja að baki 1.100 kílómetra í 20-30 gráðu frosti. Á sýningunni má sjá tjald þeirra félaga, sleða, fatnað, mataráhöld og ýmsa persónulega muni og á Ijósmyndum má skyggnast inn f baráttu suðurskautsfaranna við óblíða náttúru. Ráðstefna Framtíð prentsmíðar sem iðngreinar Prenttæknistofnun heldur ráðstefnu um framtíð prentsmíðar sem iðngreinar á Hótel Loftleiðum laugardaginn 14. mars kl. 13-16. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og öllum heimill en óskað er eftir að þátttakendur skrái sig i slma 562 0720 I síðasta lagi 11. mars. Fyrirlesarar verða Nils Enlund prófessor (fjölmiðlatækni og prentiðnaði við Konunglega tækniháskólann I Stokkhólmi og Peter Ollén ritstjóri og útgefandi Aktuell Grafisk Information. Ráðstefnan fer fram á ensku en mun verða túlkuð á íslensku. Prenttæknistofnun Hallveigarstlgur 1 • Sfmi 562 0720 KVIKMYJVÐIR Rcgnlioginn/Sambfó GOOD WILL HUNTING**‘/2 Leikstjóri: Gus Van Sant. Handrit: Ben Affleck og Matt Damon. Aðal- hlutverk: Matt Damon, Robin Willi- ams, Minnie Driver, Ben Affleck og Stellan Skarsgárd. Miramax Films 1997. ÞÁ er komið að myndinni sem er útnefnd til níu Óskarsverðlauna, en hætt er við að Titanic eigi eftir að sigla yfir allar aðrar útnefndar myndir. Ég fæ reyndar ekki séð hversu stórbrotin Good Will Hunt- ing er. Að mínu mati er hún lítil og hugguleg mynd en ekki mikið meira. Hún segir frá Will Hunting (Damon) munaðarlausum snillingi í stærðfræði sem vinnur sem ræsti- tæknir í einum stærsta tæknihá- skóla í New York. Helst vill hann eyða tima sínum á krá með félögun- um og lenda í slagsmálum. Eftir einn slaginn lendir Will í fangelsi en er leystur út af stærðfræðikennara (Skarsgárd) sem hefur uppgötvað hæfileika hans. Kennarinn setur þær kröfur að Will leysi með sér dæmi einu sinni í viku og hitti sál- fræðinginn Maguire (Williams). Saman eiga þeir eftir að takast á til- finningalega. Þungamiðja kvikmyndarinnar er samband unga mannsins við sál- fræðinginn og þær uppgötvanir sem hann gerir um sjálfan sig og sál- Opið laugordag og sunnudag áíakb TM - HÚSGÖGN Síoumúla 30 -Sími 568 6822 fræðingurinn reyndar líka. Þeir eru á sitthvorum enda lífsins og læra hvor af öðrum. Mér fannst strax augljóst hvers eðlis var með Will, og þótti því heldur langur lopi að þurfa fara í gegnum allt sálgreiningarferl- ið með þeim. Allir eldri en 20 ára ættu að þekkja einhvern sem hefur liðið álíka ef ekki þeim sjálfum. Það verður því að segjast að sálfræði- lega hliðin sem allt ríður á er frekar grunn og ekki matur í heila kvik- mynd, þótt oft sé gaman að atriðun- um sjálfum. Einnig deila stærð- fræðikennarinn og sálfræðingurinn um hvernig skuli verja lífinu og þeir slá heldur ekki á djúpstæða strengi. Hér taka gamlar og nýjar stjömur höndum saman. Elstur þeirra er Robin Williams sem mér finnst ynd- islegur leikari. Hann er hæfileikarík- ur og geislar alltaf af einhverjum mannkærleika sem setur hlýjan svip á þær myndir sem hann leikur í. Ég get eklri hrósað honum mikið fyrir þessa mynd, því þótt hann standi sig auðvitað vel þá er hann ekki að gera neitt nýtt. Hann er sambland af lækninum í „Awakenings“ og kenn- aranum í „Dead Poets Society". Minnie Driver hefur þegar leikið í nokkmm myndum, og er þessi írska stelpa bæði eðlileg, hress og tilgerð- arlaus. Stellan Skarsgárd er Svíi og ég hef bara séð hann leika í „Break- ing the Waves“ þar sem hann á stór- kostlegan samleik með Emmu Wat- son sem átti Óskarinn skilinn fyrir leik sinn í þeirri mynd. Hér leikur hann frekar leiðinlega týpu og það hentar honum ágætlega því hann er eiginlega leiðinlegur í útliti, þótt hann sé ágætis leikari. Matt Damon leikur aðalhlutverlrið og er ekki nógu sannfærandi. Það er ekki gott mál, því það gerir myndina alla ótrúverð- uga. Mér finnst einhvem veginn engin heild í því hvemig þessi karakter er skrifaður og leikaranum tekst ekki að bæta það upp. Besti vinur hans í alvöru, Ben Affieck, leikur vin hans Chuckie í myndinni og stendur sig ágætlega, en er ekk- ert sérlega sannfærandi heldur. Þeir vinirnir era álitnir með helstu upp- rennandi karlstjömum Hollywood og mér finnst þeir verða að sýna sig sterkari ef þeir ætla að ná því. Það er létt yfir myndinni, nokkur atriði hrífandi og endirinn skemmti- legur. Mér finnst hún ekki standa undir væntingum, sérstaklega frá leikstjóra „Drugstore Cowboy“ og „My Own Private Idaho“ sem era sterkar og hlutlausar frásagnir af öðravísi fólki. Myndin er sjálfsagt ágæt fyrir ungt fólk og gæti jafnvel leiðbeint þeim á krossgötum lífsins. Hildur Loftsdóttir UR eftír máii Tviifíild fj Sýningin er öllum opin og stendur til föstudagsins 27. mars. Sýningin er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8:00-18:00 virka daga og kl. 8:00-12:00 laugardaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.