Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ F; : pYRIR skömmu gat að lesa 'bréf í lesendadálki danska blaðsins Politiken um vand- ræði vegna húshjálpar. Er- indið var að undanfarin ár hafa hjón nokkur haft unglingsstúlku úr næsta húsi, dóttur vinafólks, til að gera hreint fyrir sig fyrir góð laun. Stelpan hefur lykil að húsinu og 4ikemur og tekur til meðan hjónin eru í vinnunni. Upp á síðkastið hafa þau tekið eftir að stelpan kemur, hreiðrar um sig við sjónvarpið, les blöðin og fær sér að borða, sem allt er sjálfsagt, en verra er að hún sinnir hreingemingunum ekki ýkja vel. Nú þykir hjónunum úr vöndu að ráða: Eiga þau að láta eins og ekkert sé, af því þau þekkja stelpuna svo vel - eða eiga þau að segja henni til syndanna og krefjast betri vinnu fyrir launin? Og þar sem hjónunum þótti úr svo vöndu að jáða sneru þau sér til lesendadálks áðumefnds blaðs. Það er þekkt fyrirbæri í læknis- fræði að sársaukaþröskuldur fólks er mjög mismunandi, eða með öðr- um orðum þá er sárt og sárt ekki það sama fyrir mismunandi einstak- linga. Og vísast er það einnig mis- munandi hvaða vanda fólki finnst að það ráði ekki við og þurfi að fá ráð annarra til að ráða fram úr, svo vandræðaþröskuldurinn er vísast mismunandi hár. En það virðist ær- ið hjálparleysið þjónanna að geta ekki ráðið það sín á milli yfir kvöld- kaffinu hvemig taka beri á stelpu- rófunni. Ofangreint bréf og annað Kaupmannahafnarbréf Er ráðgjöf leið- in til ráðleysis? Forsjá er eitt af einkennum velferðarkerfísins og hið danska einkennist af alls kyns ráðgjöfam og leiðbeinendum. Sigrún Davíðsddttir veltir fyrir sér hvort ráðleysi geti verið ein af afurðum ráðgjafakerfisins. ámóta hjálparleysi, sem stundum stingur upp hausnum leiðir því hug- ann að hvort velferðarkerfið sjálft hafi átti þátt í að lækka vanda- þröskuld landsmanna og hver áhrif- in séu af þeirri forsjárhyggju sem felst í ráðgjafaþætti kerfisins. Kerfið: Einföld hugmynd - fiókin framkvæmd Grandvallarhugmyndin í dönsku þjóðfélagi er jöfnuður og allt þjóðfé- lagskerfið er byggt upp í því skyni að auka hann. Hvemig til tekst í raun er önnur saga, en þetta er við- miðunin. Samræmd próf í stað prófa sem hver skóli útbýr og geng- ur frá er einn liður í þessari við- leitni. Prófin skapa ekki aðeins grundvöll til að velja úr nemendur, sem er treyst til að halda áfram í menntaskóla, heldur tryggja þau líka að einstakir skólar og einstakir kennarar hygli ekld útvöldum nem- endum. Þar kemur jöfnuðurinn til sögunnar. Og þegar kemur að því að nemendur sækja um framhalds- skóla, hvort sem er menntaskóli, háskóli eða aðrir skólar utan skóla- skyldunnar, fara allar umsóknir í gegnum eina þar til gerða skrif- stofu. Það era því ekki skólamir IMGAR dagur auglýsinga- pantana er 9.mars Laugardaginn 14. mars nk. gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka Fermingar, en um fjögur þúsund ung- menni verða fermd i ár. ( blaðaukanum er að finna á einum stað upplýsingar um það sem við kemur undirbúningi fermingardagsins, viðtöl við fermingarbörn og spjallað við þau um undirbúninginn, áhugamál ogfleira. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu, veisluna ásamt uppskriftum að mat og kökum og skreytingum á fermingarborð- ið. Þekktir (slendingar draga fermingar- myndirnar upp úr pússi sfnu, litið verður á sögu fermingarmyndarinnar o.m.fl. Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12.00 mánudaginn 9. mars. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á söludeild sérauglýsinga ísfma 569 1139. AUGLÝSINGADEILD Sfmi 569 1111 • Bréfasfmi 569 1110 • Netfang augl@mbl.is sjálfir, sem velja og hafna, heldur sér miðstýrt afl um það. Kerfið er einfalt, en hins vegar eru leiðimar mýmargar innan þess, hvort sem um er að ræða mennta- kerfið, félagskerfið eða önnur kerfi. Og til að rata þykir sjálfsagt að leita sér ráða. Ráðgjöfina er víða að fá. f famhaldsskólum eru námsráðgjaf- ar, sem er líka eins gott, því það er úr mörgum leiðum að velja, en það era líka margar ástæður fyrir að námsráðgjafar blanda sér í mál nemenda. Námsráðgjafamir kalla nemendur til viðtals, ef kennuram sýnist nemendurna skorte námsá- huga og vera utanveltu. í mennta- skólum er sérstaklega haft auga á hvort nemendur, sem hefja nám, séu kannski of óþroskaðir fyrir menntaskólanám. Það tíðkast ekki að reka krakka úr menntaskóla, heldur era notaðar aðrar og mýkri aðferðir. Krökkunum er ráðlagt að fara annað, því það sé þeim fyrir bestu og þá reynt að finna þá leið, sem þeim henti best. Sumsé er þeim ýtt út með brosi og góðum ráðum. Ráðgjöf í hverju horni Á vegum félagsmálayfirvalda er rekin umfangsmikil og yfirgrips- mikil ráðgjöf á öllum sviðum og þá líka fyrir atvinnulausa og þá sem hafa framfæri sitt af félagsgreiðsl- um, sem heitir að lifa á „bistand". Samkvæmt nýjum tölum era tæp- lega 360 þúsund Danir á vinnualdri atvinnulausir og á viðvarandi fram- færi hins opinbera. Stór hluti þessa hóps er í stöðugu sambandi við ráð- gjafa kerfisins til að fá að vita hvað þeir megi og hvað þeir megi ekki til að halda bótum - og nú í vaxandi mæli hvað þeir eigi og eigi ekki að gera til þess ama, þar sem kröfur kerfisins fara vaxandi til að ýta fólki af bótum yfir í vinnu. Skattkerfið er í meginatriðum einfalt, en í smáatriðum flókið, svo það er víða hægt að reka sig á þar. Nýlega bannaði verkalýðsfélag nokkurt félagsmanni á eftirlaunum, sem líka er rithöfundur, að gefa út bók, því ella missti hann eftirlaunin. Reglumar era nefnilega að meðlim- ir á eftirlaunum mega ekki vinna meira en 200 klukkustundir á ári og bókarskriftimar voru álitnar yfir- stíga þau mörk. Um þetta hafði gleymst að ráðgefa viðkomandi. Onnur umfangsmikil ráðgjafa- starfsemi er einkavædd, en það er ráðgjöf bankakerfisins. Fastir við- skiptavinir þar era stöðugt að fá til- boð um ráð þaðan. En bankakerfið gefur ekki aðeins ráð, heldur hefur lika vit íyrir meðaljónunum á þann hátt að venjulegir launþegar eru undir vökulu eftirliti bankánna og geta ekki tekið upp á neinum kjána- skap og óráðsíu eins og því að taka lán út og suður. Við lántöku rýnir bankaráðgjafinn í skattaframtal, launaseðla, heimilisbókhaldið og bankareikninginn til að reikna út hvað viðkomandi þoli af lánum. Einkaneyslan er því undir vakandi ráðgjöf bankakerfisins. Ábyrgð kerfisins - ábyrgð einstaklinga Megineinkenni danskrar þjóðfé- lagsbyggingar er því að kerfið, sem á yfirborðinu virðist einfalt, er i raun svo flókið að það gengur ekki öðruvísi en með herskara ráðgjafa svo hinn almenni borgari geti kom- ist leiðar sinnar í kerfisvölundar- húsinu. Áhrifin virðast oft á tíðum vera að fólk treystir blint á ráðgjaf- ana fremur en sjálft sig og ráðleysið verður þá algjört, þegar enginn er til að leita ráða hjá, samanber hjón- in sem sagt er frá í upphafi. Og þar sem fjölskylduböndin eru að mestu leyst þá era böndin við hina alls kyns ráðgjafa oft sterkari en fjöl- skylduböndin. í stað þess að treysta á sína nánustu er treyst á þá fjærstu, ráðgjafa kerfisins. En kerfið er ekki miðað við að ráðgjafarnir geti haft rangt fyrir sér eða gefið slæm ráð. Kerfið hefur ekkert svigrúm til að taka á slíku. Krakkar stranda í skólakerfinu og verða kannski að gera hlé á námi sínu í nokkra mánuði af því að námsráðgjafinn, sem þau treystu á, sagði þeim vitlaust til. Ög bótaþeg- amir geta misst spón úr aski sínum vegna rangra ráða. Þegar slíkt svo uppgötvast þýðir ekkert að koma og halda að úr því ráð kerfisins vora vitlaus þá verði bara öllu kippt í lag með handafli og það hið snarasta. Nei, góurinn... Þá er bara að bíða þar til næst er lag. En sökin liggur hvorki hjá þér né ráðgjöfunum, heldur bara einhvern veginn hjá öll- um og engum, svo það er enginn til að tuska til fyrir vikið. Það era auðvitað misjafnar skoð- anir á því hvort og þá hvaða eigin- leika þjóðfélagið eigi að rækta með- al þegnanna. í velferðarþjóðfélagi eins og því danska, sem er jafn þrælskipulagt og raun ber vitni, sem ekki byggist á fjölskyldum heldur einstaklingum og sem bygg- ist á leiðbeiningum og ráðgjöf era eiginleikar eins og framtakssemi og áræði þegnanna greinilega ekki metnir mikils. Spurningin er hvort velferðarkerfið skapar ekki á þenn- an hátt fíeiri skjólstæðinga ráðgjaf- anna - og það getur varla verið ætl- unin. Listi sjálfstæðis- manna á Arborgarsvæði Selfossi - Nú er ljóst hverjir verða fulltrúar sjálfstæðismanna á Ár- borgarsvæðinu í sveitarstjórnar- kosningum í vor. Fulltrúar flokks- ins munu taka þátt í prófkjöri sem fram fer 14. mars. Kosningarétt hafa allir sem eiga lögheimili á Ár- borgarsvæðinu, era 18 ára og undir- rita stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn, séu þeir ekki flokksbundnir. Fiokksbundnir félagar 16 ára og eldri hafa einnig þátttökurétt í próf- kjörinu. Frambjóðendur í prófkjörinu era eftirfarandi: Bjöm Ingi Gíslason, hárskerameistari og bæjarfulltrúi frá Selfossi, Guðrún Erla Gísladótt- ir, íþróttakennari, Selfossi, Gísli Gíslason, fiskverkunarmaður, Stokkseyri, Ingunn Guðmundsdótt- ir, bankastarfsmaður og bæjarfull- trúi, Selfossi, Jón Sigurðsson, deild- arstjóri og sveitarstjómarfulltrúi, Eyrarbakka, Magnús Hlynur Hreiðarsson, endurmenntunarstjóri og blaðamaður, Selfossi, Samúel Smári Hreggviðsson, umdæmis- stjóri, Sandvíkurhreppi, Sigrún Anný Jónasdóttir, gæðastjóri og sveitarstjórnarfulltrúi, Stokkseyri, Sigurður Þór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri, Selfossi, Sigurjón Vídalín, fangavörður, Eyrarbakka, Sædís Osk Harðardóttir, húsmóðir, Eyrarbakka, Þorsteinn G. Þor- steinsson, kennari, Selfossi, Þór- hallur Ólafsson, aðstoðarmaður ráð- herra, Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.