Morgunblaðið - 08.03.1998, Page 44

Morgunblaðið - 08.03.1998, Page 44
44 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÁLKAGATA 36. Eldhúsglugginn er lengst til vinstri á myndinni, en út um hann sá múðir Eyjólfs upphaf her- námsins. FÖSTUDAGURINN 10. maí er mér enn í fersku minni. Þennan dag her- námu Bretar Island. Heimsstyrjöldin síðari hafði geisað frá 1. september 1939 og styrjaldar- átökin í Evrópu voru hörð. Þjóð- verjar höfðu ráðist inn í og hemumið Danmörku og Noreg hinn 9. apríl sama ár. Sama dag og Bret- ar hemámu ísland réðust Þjóðverj- ar inn í Lúxemborg, Holland, Belg- íu og Frakkland. Þjóðverjar höfðu einnig lagt bann við öllum sigling- um til Bretlands og margir íslenskir sjómenn höfðu látið lífið af völdum styrjaldarinnar á Atlantshafi. Unglingavinnan 1941 Ég var 14 ára gamall þegar þess- ir atburðir áttu sér stað og vann hjá Halldóri Sigurðssyni físksala. Hall- dór var giftur Jósefínu föðursystur minni, sem þekkt var sem Jósefína spákona á Nauthól. Þau hjón vom fyrirmyndir að þekktum persónum í skáldsögum Einars Kárasonar sem margir sáu í kvikmyndinni Djöfla- eyjan. Starf Halldórs fólst í því að aka með fisk á hestvagni í öll út- hverfi Reykjavíkur og Kópavog, HALLDÓR Jónsson ásamt eiginkonu sinni Jóseffnu, dóttur Jósefínu Steinþóru Eyjólfsínu (Lóló) og dætrum hennar Erlu Kamillu, sem lést 10 ára, og Anný Mary Dóru sem nú er búsett í Kópavogi. í fangi Halldórs er nafni hans, sem þjóðin þekkir nú sem Badda. EYJÓLFUR, 14 ára, með handvagninn sem hann notaði er hann Ljósinyndb/EMÓtoJónsson Eftirminnilegur dagur ' sem þá var sveit með nokkrum sum- arbústöðum og býlum, aðallega við Nýbýlaveg. Eg sinnti svipuðum störfum nema hvað ég var á heljar- miklu sendisveinshjóli með sæ- grænum kassa framan á sem tók fimmtíu kíló af físki. Kassinn var merktur Fiskhöllinni, enda var Halldór í vinnu þar. Við fórum í út- hverfín og voru verkaskipti okkur á&annig að ég tók físk í kassann á hjólinu og fór með hann út á bæina. Eg hafði meðferðis fjöl sem hægt var að leggja yfir kassann, flökun- arhníf og reislu sem ég fékk lánaða hjá föður mínum til að vigta fiskinn. Eg var oft beðinn um að flaka og roðfletta fyrir húsmæðumar, það var hluti af þjónustunni. Þá lagði ég fjölina yfir fískkassann og flakaði og roðfletti á henni. Flest húsin voru á berangri og var þetta því oft kalsa- samt starf. Mér var oft kalt á klón- um, en hafði séð gömlu mennina við höfnina berja sér til hita og kom sá lærdómur sér oft vel. Halldór var einstakt ljúfmenni og vel metinn af öllum sem hann •^ekktu. Sá ljóður var þó á ráði hans að hann var heldur hallur undir Bakkus, þó ekki svo að til vansa væri. Á „rútunni“ okkar voru tveir staðir þar sem honum var sérlega hætt. Oftast stóðst hann freisting- una en þó kom fyrir að hann beið lægri hlut. Þá tók ég við hestvagn- inum og skildi hjólið eftir til að Halldór hefði farartæki til að kom- ast heim. Hjólið og Halldór komust sjaldnast heim í heilu lagi, en vinnu- veitendur okkar hjá Fiskhöllinni vissu hvers kyns var og létu kyrrt Jggja. Lögbrot eru stundum undanfari löggæslu Þegar vinnunni hjá Halldóri var lokið fór ég iðulega með handvagn niður í miðbæ Reykjavíkur og seldi grásleppu fyrir föður minn. Lög voru sett á þessum tíma sem bönn- mðu alla götusölu. Ég verð að játa Eyjólfur Jónsson sundkappi var 14 ára þegar Bretar hernámu Island og eru atburðir dagsins honum enn í fersku minni eftir rösklega hálfa öld. HALLDÓR með hestvagninn og nokkra unga viðskiptavini. Fjölskylda Eyjólfs árið 1940. Efri röð frá vinstri: Magn- ús, Eyjólfúr og Þorbjörn. Neðri röð frá vinstri: Jón Eyjólfsson, Svavar Magnússon og Þórunn Pálsdóttir. að ég lét þau lög lönd og leið og hélt uppteknum hætti. Eitt sinn þegar ég var að selja í Pósthússtræti kall- aði Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn mig á sinn fund. Ég þóttist sjá sæng mína uppreidda og var ekki burðugur þegar ég gekk til fundarins. En ótti minn reyndist ástæðulaus. Yfírlögregluþjónninn keypti af mér nokkrar spyrður og sagði mér síðan að fara heim. Mörg- um árum seinna mælti Erlingur með mér í lögregluna og var yfir- maður minn árum saman. Við ræddum þó aldrei viðskipti um sjáv- arfang eftir þetta. Rugluð gamalmenni Ég bjó í foreldrahúsum á Fálka- götu 36 á Grímsstaðaholti, en þar er nú húsið Dunhagi 23. Út um eldhús- gluggann mátti sjá yfír alla Melana, Melavöllinn, Loftskeytastöðina og út að Elliheimilinu Grund. Það var ávallt farið á fætur fyrir allar aldir, því faðir minn, Jón Eyjólfsson, og Þorbjörn bróðir minn fóru snemma að vitja um hrognkelsanetin. Magn- ús elsti bróðir minn var til sjós á togaranum Hafsteini á þessum tíma. Móðir mín leyfði mér að „sofa út“ og vakti mig ekki fyrr en klukk- an hálfsex. Þennan morgun vakti hún mig með fréttum af tveimur mönnum sem hún hafði séð sunnan Melavall- arins. Hún sagði atferli þeirra held- ur undarlegt. Þeir voru með stafí reidda um öxl, gengu hvor að öðr- um, slógu stöfunum í jörðina, settu þá síðan aftur á axlir sér, sneru sér í hálfhring og gengu síðan um 100 til 200 metra hvor frá öðrum, sneru þá við og leikurinn hófst upp á nýtt. Þannig höfðu þeir hagað sér að minnsta kosti í hálftíma. Móðir mín sagði að þeir væru í brúnum vaðmálsfötum og taldi því HERSKIPIN gnæfðu yfir litlu íslensku fiskibátunum sem voru merktir hlutlausri þjóð. manni að þarna væri um breskan her að ræða. Ég verð að viður- kenna að ég varð dálítið forvitinn og ennfremur hafði ég lofað móður minni að vitja um gömlu mennina frá Grund og koma þeim tii síns heima. Ég hélt því áfram ferð minni, þrátt fyrir aðvaranir og fortölur fólksins. Breskt hernám Hjá Loftskeytastöðinni á Mel- unum (nú Suðurgata) var hópur um það bil 30 hermanna. Þeir stöðvuðu ferð mína, brosandi og vingjarnlegir og réttu mér miða þar sem skrifað stóð á íslensku að þetta væri breskur her sem kominn væri til að verja íslend- inga og myndi dvelja hér þar til styrjöldinni lyki. Þungu fargi var af mér létt og ekki þurfti ég að hafa frekari áhyggjur af „gömlu mönnunum frá Grund“ því þeir reyndust vera breskir hermenn og stafímir á öxlum þeirra voru riffiar; Eftir þetta hjólaði ég áfram. I miðbænum var allt fullt af hermönnum sem þrömmuðu frá höfninni og inn í bæinn. Tvær stórar herflugvélar hringsóluðu yfir bænum. Á ytri höfninni lágu sjö bresk herskip fyrir ankemm. Tvö beitiskip, Berwick og Sheffield, og fimm tundurspillar. Bretar voru að handtaka alla Þjóðverja sem þeir náðu til, þar á meðal þýska ræðis- manninn dr. Gerlach og starfsfólk hans. Hér voru einnig staddir 62 þýskir skipbrotsmenn sem höfðu bjargast þegar flutningaskipið Bahia Blanca fórst út af Látrabjargi 10. janúar 1940 þegar það rakst á ísjaka. Togarinn Hafsteinn bjargaði áhöfninni og tók Magnús bróðir minn þátt í þeim aðgerðum. Skip- verjar höfðu dvalist á Herkastalan- um allar götur síðan. Var farið með alla Þjóðverja niður að höfn þar sem þeir voru ferjaðir um borð í herskipin. Ég hitti Halldór í Fiskhöllinni. Menn voru greinilega í miklu upp- námi yfir því sem var að gerast við Reykjavíkurhöfn og mikið um það rætt. Einhvern veginn tókst okkur Haildóri að fylla hestvagninn af físki og slíta okkur frá vinnufélög- unum. Síðan héldum við vestur á Seltjarnarnes, því þetta var „Nes- dagur“, en á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum var farið um allt Seltjarnarnes fyrir hádegi. Boðberi gleðitíðinda Það fólk sem við hittum á leið okkar var almennt felmtri slegið því allir töldu vist að það væru Þjóðverjar sem hefðu hertekið ís- land og var fréttunum um að þetta væru Bretar vel tekið. Þegar við komum að Mýrarhúsaskóla var þar samankomið margt manna af næstu bæjum. Seltjarnarnes var að mestu sveit á þessum tíma. í brekkunni hjá Mýrarhúsaskóla var Brekka og þar fyrir vestan Páls- bær, Mýrarhús, Bollagarðar og Bygggarður. Þar fyrir sunnan voru Ráðagerði, Nýibær og Nesstofa og Grótta vestast. Við Skerjafjörð voru Bakkakot og Bakki og Hrólfs- skáli og litlu austar Melshús. I tún- jaðrinum austur af Nesstofu voru þrjú hús og búið að leggja götu- slóða að þeim frá Nesvegi (nú Lindarbraut). Eitt þessara húsa hafði upphaflega verið byggt sem sumarbústaður og hét Sólvangur. Það stendur enn við Lindarbraut. Þar bjuggu þýsk læknishjón, dr. Karl M. Kroner og Irmgard víst að þarna væri um að ræða vist- menn á Grund sem ellin væri farin að leika svo illa að þeir væru orðnir ruglaðir. Ástæða þessarar ályktun- ar var sú að allir vistmenn á Grund gengu í brúnum vaðmálsfötum á þessum tíma. Ég sá mennina og var sammála að hegðun þeirra gæti engan veginn talist eðlileg. Móðir mín tók af mér loforð um að ég færi til þeirra og fylgdi þeim heim á Grund. Þegar ég hjólaði austur Fálka- götu til vinnu minnar, höfðu flestir á Grímsstaðaholtinu safnast saman á mótum Fálkagötu og Smyrilsvegar. Fólkið ræddi mikið saman og var greinilega mikið niðri fyrir og kvíð- ið. Það kallaði til mín og bað mig lengstra orða að fara ekki í bæinn því Þjóðverjar væru búnir að her- nema ísland, þýsk herskip á höfn- inni og þýskir hermenn gengnir á land. Ekki hvarflaði að nokkrum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.