Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Týndur í
mni
Bandaríski leikarinn William Hurt sneri á tíma-
bili baki við Hollywoodkerfínu og frægðinni sem
fylgdi því að vera kvikmyndastjarna. Arnaldur
Indriðason skoðaði hvað hann hefur verið að
bralla upp á síðkastið en svo virðist sem hann
sé að snúa aftur til Hollywoodmyndanna og
fer m.a. með aðalhlutverkið í sumarmyndinni
Týnd í geimnum eða „Lost in Space“.
NOKKUÐ er um liðið frá því
William Hurt tók að sér að-
alhlutverk í milljarðakróna
Hollywoodmynd en næsta sumar
mun hann sjást í hlutverki prófess-
ors Johns Robinsons í myndinni
Týnd í geimnum eða „Lost in
Space“, sem byggð er á samnefnd-
um sjónvarpsþáttum er margir
muna eflaust eftir úr kanasjónvarp-
inu á sjöunda áratugnum. Myndin á
að kosta um 70 milljónir dollara en
JHurt hefur einmitt varast slíkar
myndir mestan part þessa áratug-
ar, miklu fremur lagt áherslu á litl-
ar, listrænar persónulegar myndir
eins og meistaraverkið Reyk eða
„Srnoke" eftir Wayne Wang, sem
hefði átt að tryggja honum Oskar.
Leitaði nýrra leiða
Hurt var talinn efnilegasti og at-
hyglisverðasti nýi leikarinn sem
fram kom á níunda áratugnum eftir
að menn eins og Robert De Niro,
Jack Nicholson og A1 Pacino höfðu
j-áðið þeim áttunda. Hurt lék í sinni
lyrstu bíómynd, ,Altered States“,
árið 1980 og varð strax mjög eftir-
sóttur, lék í mjög ólíkum myndum
og gætti þess að festast ekki í sömu
rullunni. Hann lék í „The Janitor",
sem líka hét „Eyewitness", á móti
Kathleen Tumer í „Body Heat“ og
í annarri mynd eftir Lawrence Kas-
dan, „The Big Chill“. Argentíski
leikstjórinn Hector Babenco stýrði
honum í Kossi kóngulóarkonunnar
með þeim árangri að Hurt hreppti
Óskarinn, þá kom „Children of a
Lesser God“, „Broadcast News“ og
„The Accidental Tourist“; allt
prýðilegar myndir sem tryggði
Hurt sess meðal flinkustu kvik-
myndaleikara Bandaríkjanna. Og
þær gerðu úr honum kvikmynda-
stjömu. Nema það var ekki það
sem Hurt var að leita eftir og þegar
honum fannst nóg komið sagði
hann skilið við Hollywood og allt
það sem Hollywood stendur fyrir
og leitaði annarra leiða íyrir sig til
þess að uppfylla sínar óskir.
Hann tók að birtast í öllu hljóð-
látari myndum sem fóm kannski
ekki mjög hátt og vom heldur ekki
með öllu gallalausar en uppfylltu
óskir Hurts. Ein af þeim var Á
enda veraldar eða „Until the End
of the World“, broguð tilraun Wim
Wenders til þess að fjalla um
manneskjuna í nútíð og framtíð.
Plágan var önnur, sem gerð var eft-
ir sögu Alberts Camus, en fékk að
því er virðist afar takmarkaða
dreifingu; var t.d. aldrei sýnd hér á
landi. Um miðjan þennan áratug
var hann farinn frá Bandaríkjunum
og fluttur til Parísar. „Hann fann
fyrir ákveðnu frelsi með því,“ er
haft eftir umboðsmanni hans til 15
ára. „Hann vildi aldrei verða kvik-
myndastjarna."
Síðan þá hefur hann leikið í
Hollywoodmyndum en helst vakið
athygli fyrir fullkomið áhugaleysi á
því sem hann hefur verið að gera.
Eins og í mynd sem heitir Læknir-
inn og kom hér í bíó og annarri sem
heitir „Trial By Jury“. Hann var
dauflegur og jafnvel leiðinlegur,
sem hann hafði aldrei verið áður.
Þegar hann lék fyrir óháða kvik-
myndagerðarmenn var annað uppi
á teningunum. Reykur er stórkost-
lega vel gerð bíómynd, leikin og
samin og stýrt af djúpu innsæi í
mannleg samskipti, gleði og sorg
og vináttu og samhygð. Þar vann
Hurt sinn mesta leiksigur í mörg ár
sem rithöfundur sem var ennþá að
ná sér eftir missi ástvinar og vissi
ekki hvort hann átti að lifa eða
deyja þar til hann fann aftur ein-
hverskonar tilgang með tilvist
sinni; allt gert frá hendi Hurts með
takmarkalausri hófstillingu og lág-
stemmdum leik, sem hann kann á
manna best.
Týnd í geimnum
Nú virðist sem hann sé á ný til-
búinn að takast á við Hollywood.
Það sýna nokkrar myndir sem
hann hefur leikið í að undanförnu
og aðrar nýjar, sem væntanlegar
eru í kvikmyndahúsin á næstunni.
Hann lék á móti John Travolta í
englasögunni Mikael og tókst að
ræna senunni frá hinu endurupp-
götvaða diskótrölli. Týnd í geimn-
um verður tilbúin fyrir sumarslag-
inn 1998. New Line Cinema fram-
leiðir og í fyrstu var reynt að fá
Tom Selleck í hlutverkið og átti að
hafa myndina á gamansömum nót-
um. Þegar Gary Oldman samþykkti
AFTUR í Hollywoodmyndir; Robinsonfjölskyldan í „Lost in Space'
MEÐ argentfska leikstjöranum Hector Babenco við tökur á Kossi
kóngulóarkonunnar.
að leika i henni breyttist það við-
horf og Hurt var talinn álitlegur
kostur í hlutverk Robinsons, fjöl-
skyldufóður fyrstu kjarnafjölskyld-
unnar sem verða landnemar í
geimnum.
Aðrar væntanlegar myndir með
honum eru vísindatryllirinn „Dark
Empire“ með breska leikaranum
Rufus Sewell, „Tempting Faith“
sem gerist í fortíðinni og „Loved“,
gerð af óháðum kvik-
myndagerðarmönnum
og á leikarinn Sean
Penn þátt í henni. Því
hefur löngum fylgt Hurt
að hann sé erfiður á
tökustað og geti farið
mjög í taugarnar á leik-
stjórunum sínum. Leikarinn svarar
því á þann veg: „Stundum koma
dagar þar sem allt gengur á aftur-
fótunum hjá mér. Og svo koma
dagar þegar ég er í góðu formi og
ætlast til þess að ég og aðrir geri
sitt besta. Það þarf ekki endilega að
henta öðrum. En í stað þess að
bakka með það sem ég ætla mér
reyni ég að þrýsta á það enn frekar.
Það skiptir mig meira máli að skila
góðri vinnu en að fá vont umtal.“
Hector Babenco gekk vel að starfa
með honum. „Hann má gera at-
hugasemdir eins og honum sýnist í
tvo klukkutíma á tökustað ef það
skilar sér í fimm mínútum af frá-
bærum leik,“ er haft eftir honum.
Hurt kvartar undan því að leik-
urinn hafi versnað á hvíta tjaldinu á
undangengnum árum. „Maður sér
orðið mjög lítið af góðum leik,“ seg-
ir hann í samtali við kvikmynda-
tímarit. „Við þurfum líka
að vinna í svo miklum
ílýti. Við fáum tvær vik-
ur til þess að æfa hlut-
verldð. Hvað hefur mað-
ur að gera við það? Þú
átt eftir að vinna með
karakterinn í þrjá eða
fjóra mánuði í ólíkustu kringum-
stæðum ... ég mundi fórna tals-
verðu af laununum fyrir meiri æf-
ingatíma.“
Annað, sem Hurt lætur ónefnt,
er að hlutverkin eru ekki eins góð
og áðjir með örfáum undantekning-
um. Á því tímabili frá þvi fyrst fór
að bera á Hurt í kvikmyndunum
hefur áhersla kvikmyndaframleið-
endanna vestra sífellt verið að
aukast á gerð risavaxinna B-
mynda, rándýrra flugeldasýninga
fyrir aldurinn 12 til 25 ára sem eiga
að raka inn gróðanum fyrstu tvær
og þijár sýningarhelgarnar; slíkar
myndir hafa hingað til ekki verið
fyrir Hurt og aðra skapgerðarleik-
ai’a í kvikmyndaborginni. En þeir
leika í þessum myndum þegar ekki
virðist annað að hafa. Dæmi um
það er Hurt sjálfur í Týnd í geimn-
um og Dustin Hoffrnan í
vísindatryllinum „Sp-
here“, sem gerður er
eftir spennusögu Mich-
ael Crichtons.
Leikstýrir
Nú hefur Hurt sjálfur
gerst leikstjóri því hann stýrir
mynd sem heitir „The Last of Joe“
og fer auk þess með aðalhlutverkið
ásamt Gena Rowlands. „Ég óttast
það mest að sýna leikurunum óþol-
inmæði,“ segir hann, „vegna þess
að ég ætlast til mikils af þeim. Ég
reyni ekki að fínna út hvernig hægt
er að gera hlutina á sem auð-
veldastan hátt, sem ég held að
margir leikleikstjórar geri. Ég held
ekki að með því fáist það besta úr
leikurunum, þeir slappa of mikið
af.“ Myndin hans kostar ekki mikið,
„vasapeningar“ segir hann sjálfur.
Én hann kvartar ekki. „Ég vildi
fremur horfa á fimm mínútur af
Brimbroti („Breaking the Waves“)
en 50 mínútur af Júragarðinum.“
Þegar hann er spurður af því
hversu mikinn tíma leikararnir
hans fái til æfinga, segir hann:
„Nægan. Við Gena erum þegar far-
in að æfa hlutverkin,
þremur mánuðum áður
en kemur að tökum.“
En aðrir leikarar? „Þeir
fá ekki nema tvær vikur
eða svo, því miður.“
Hurt ætti að hafa
orðið sér úti um næga
þekkingu á kvikmyndaleikstjórn til
þess að ráða við myndina. Hann
hefur starfað með mörgum góðum í
gegnum tíðina eins og Kasdan
(þrjár myndir), Peter Yates, Mich-
ael Apted, James L. Brooks, sem
nú síðast sendi frá sér Það gerist
ekki betra með Jack Nicholson,
Wenders, Wayne Wang og Ant-
hony Minghella, sem síðar gerði
Enska sjúklinginn.
Hurtlékí „Alt-
ered States“
1980 og varð
strax mjög
eftirsóttur
Ég vildi fremur
horfa á 5 mínút-
ur af Brimbroti
en 50 mínútur af
Júragaröinum