Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Sam- hjálp og fórnfýsi Fljótlega eftir fæðingu Torfa Lárusar Karlssonar var ljóst að hann yrði að heyja harðvítuga baráttu fyrir lífí sínu. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við foreldra — hans, Sigurbjörgu Olafsdóttur og Karl Torfason, um brottnám æxlanna sem hann fæddist með og batahorfur hans. „ Morgunblaðið/Þorkell SIGURBJORG og Karl með Torfa son sinn á ungbarnadeild Landspítalans. AU sitja saman í sófanum þegar ég kem inn. Síð- degissólin varpar lágum geislum inn um stóran gluggann, yfír barnarúm, barna- leikföng, barnaföt og loks barnið sjálft sem situr í fangi móður sinnar og horfír á mig stórum augum þegar ég sest gegnt þeim í sófann og lítur síðan á föður sinn - eins og til þess að fullvissa sig um að það sé í lagi að ég sé þarna. Það er ekki einkennilegt þótt þetta barn sé orðið tortryggið, það er búið að ganga í gegnum ótrúlegar þrautir á sinni stuttu ævi, á að baki þrjár miklar að- gerðir, ein þeirra var 27 klukku- stunda löng. Við erum stödd á ungbarnadeild Landspítalans til þess að ræða við Sigurbjörgu Ólafsdóttur og Karl Torfason um meðfæddan sjúkdóm Torfa Lárusar sonar þeirra. Hann er nú tíu mánaða gamall með frítt and- lit, skírleg augu, ósköp mjóa fæt- ur og afar digra hægri hönd. Hann var miklu fyrirferðarmeiri að ofanverðu, áður en læknar í Boston fjarlægðu ótrúlega stór æxli undan húð hans, bæði fram- an af brjóstinu, úr brjóstholinu og af hálsinum. Seinna verður hægri hönd hans löguð og líka sú vinstri sem einnig er með nokkra fyrir- ferðaraukningu á upphandlegg. Það var í byrjun apríl fyrir tæpu ári sem þau Sigurbjörg og Karl fengu grun um að eitthvað væri að. Ekki var vitað hvernig barnið lægi, það kom í Ijós að drengurinn var í sitjandi stöðu og að einhver vökvamyndun eða æxli væri á baki hans. „Við þurftum að bíða í nærri viku eftir að ég fengi sónarskoðun í Reykjavík. Fyrst fór ég í hjartasónar til þess að at- huga hvernig hjartað í barninu væri, það var allt í lagi með það, svo fór ég í sónar. Þá sást ekki vinstri höndin en það var sýnt að hægri höndin væri eitthvað flækt í þetta, en ekki vitað hvernig,“ segir Sigurbjörg. Hún sagðist hafa verið mjög fyrirferðarmikil síðari hluta með- göngunnar og sumir haft við orð að hún hlyti að ganga með tví- bura. „Þegar ég vissi að eitthvað var að fannst mér næstum óþægi- legt að fínna hreyfingar hjá barn- inu, ég vissi að það var með eitt- hvað blöðrukennt og ég var hrædd um að eitthvað gerðist ef það hreyfði sig mikið. A sumar- daginn fyrsta komum við suður af því að ég átti að fara í sónar aftur og þá komum við til að vera fram yfir fæðinguna. Ég átti að fara í keisaraskurð 5. maí, en aðfaranótt 29. apríl veiktist ég. Oft hafði ég fengið verki sem löguðust ef ég fór út að keyra og við fórum út að keyra klukkan hálfsex um morg- uninn en verkirnir vildu ekki hverfa svo við fórum upp á spítala og ég ákvað að vera sofandi með- an aðgerðin færi fram. Gerður var T-skurður á legið af því að ekki var hægt að ná drengnum gegn- um venjulegan skurð. Æxlið var stærra en höfuðið svo vonlaust hefði verið að fæða. Hann grét hátt og mikið þegar hann kom í heiminn, æxlið var stórt og mikið og læknarnir vissu ekki hvað þeir ættu að gera, ótt- uðust að æxlið gæti sprungið eða farið að blæða. Drengurinn var skoðaður vel og vandlega og reyndist eðlilegur að öðru leyti, svo var hann settur í hitakassa og súrefni. Hann fæddist klukkan níu að morgni en ég sá hann klukkan fimm síðdegis. Ég hafði kviðið mikið fyrir en sá kvíði reyndist ástæðulaus.“ „Það var betra að fá þetta í áföngum, við vissum að eitthvað væri að og þess vegna var áfallið minna, við höfðum verið búin und- ir að barnið gæti verið líka mongólíti og fannst þess vegna þetta ekki svo slæmt, miðað við það sem gæti hafa verið,“ segir Karl. „Samt stóð ég mig oft að því að hafa bleiu vel yfír æxlinu þegar einhver sá til, eins og til að fela það, þetta var svo blátt og mikið,“ segir Sigurbjörg. Þau hjón hafa ekki fengið neina skýringu á því hvers vegna barnið fæddist svona. „Þetta er ekki óalgengt, en bara í miklu minna mæli, mörg börn fæðast með svokallaða jarðar- berjabletti, þetta er af sama toga, bara svona miklu, miklu stærra. Þegar ég fór fyrst í sónar sást fóstrið illa, læknirinn skoðaði mig vel og lengi en kallaði svo á annan lækni líka, þeim kom saman um að þetta væri líklega allt í lagi, eftir á er ég fegin, ég hefði ekki viljað taka ákvörðun um að fara í fóstureyðingu, hefði líklega held- ur ekki gert það,“ segir Sigur- björg. Tíminn síðan vitneskjan um æxlismyndunina á barninu lá fyrir hefur eðlilega verið þeim Sigur- björgu og Karli erfiður, en ekki er annað hægt að segja en þau taki þessari erfiðu reynslu vel. Þau eru mjög yfirveguð þegar þau segja sögu sína og virðast í ótrúlega góðu jafnvægi. „Þetta hefur orðið til að þjappa fjölskyldunni saman að baki okkar,“ segja þau. Torfí er fyrsta barn föður síns en fimmta barn móður sinnar. Þau eru búsett í Borgarnesi og þar bíða þrír drengir eftir að fjölskyldan geti loksins sameinast. Foreldrar Karls halda heimili fyrir þá meðan móðir þeirra og fósturfaðir berjast með Torfa fyrir lífi hans, ásamt með læknum og öðru hjúkrunar- liði. Elsta barn Sigurbjargar, átján ára dóttir, er í Ghana sem skiptinemi. Oeðlileg* vefjaþróun sem hefst á fósturstigi Þegar í ljós kom að lyf unnu ekki á sjúkdómi Torfa var hann sendur í skurðaðgerð á Barnaspítalanum í Boston. Krislján Jóns- son ræddi við dr. Steven J. Fishman sem annaðist aðgerðirnar. SJÚKDÓMURINN sem þjakar Torfa litla Karlsson lýsir sér þannig að ofvöxtur hleypur í sog- æðar og bólgna þá vefir og þenj- ast út. Hann nefnist sogæðaæxli, að sögn Gunnlaugs Sigfússonar barnalæknis en Gunnlaugur hefur ásamt fleiri læknum annast Torfa á Landsspftalanum. Sjúkdómur- inn er undirgerð þess sem nefnt er víðtækara heiti eða æðaæxli. Höfuð Torfa er með eðlilegum hætti en líkaminn að öðru leyti mjög aflagaður vegna ofvaxtar- ins. Meinið gengur einnig undir öðr- um heitum. Það er ekki ættgengt, ekki smitandi og aldrei illkynja, telst því ekki vera krabbamein. Eftir nokkur ár hverfur meinið stundum af sjálfu sér, einkum ef það er ekki umfangsmikið. Sjúkdómurinn er fremur sjald- gæfur en venjulega er ofvöxtur- inn ekki nærri því eins mikill og hjá Torfa, jafnvel svo að lítið verður vart við hann. Ekki varð komist hjá því að skera Torfa upp vegna þess að ofvöxturinn var farinn að þrengja að barkanum. Fyrsta aðgerðin tók rúmlega sól- arhring en alls er búið að skera Torfa þrisvar. Næsta aðgerð verður eftir hálft ár og líklega þarf að skera hann upp tvisvar að auki. Dr. Steven J. Fishman er 36 ára gamall læknir við skurðdeild barnaspítalans f Boston og hefur hann annast aðgerðirnar á Torfa. Hann er frá Chicago, er kvæntur lækni sem einnig vinnur á deild- inni og eiga þau tvö börn. Fish- man stundaði nám við North- westem-háskólann og háskóla- sjúkrahús í Pennsylvaníu. Sér- grein hans er skurðlækningar barna og annast hann einkum að- gerðir á kvið, bijóstholi, hálsi og útlimum. Hann tekur þátt í starfi þverfaglegs læknahóps á barna- spftalanum sem fæst við fólk með ýmiss konar æðamyndunarsjúk- dóma. Ekki ruglað saman við krabbamein „Við viljum ekki að sjúkdómn- um sé ruglað saman við krabba- mein. Um er að ræða óeðlilega þróun sogæðavefjar, svonefnt sogæðaæxli og hefst hún mjög snemma á vaxtarskeiði líkamans. Fyrstu ummerkin sjást eftir tveggja mánaða meðgöngu. Sogæðamar em eins og blóð- æðar að því leyti að þær skila blóðvökva frá vefjunum aftur til hjartans en í þeim em ekki rauð blóðkora heldur tær vökvi. Sog- æðar em um allan lfkamann nema í heilanum. Hjá Torfa er einkum um að ræða galla á sog- æðamyndun en einnig sums stað- ar á háræðum og blóðæðum. Hann er með rauðan blett á hend- inni sem lfkist fæðingarbletti en er í reynd galli í háræðakerfi. Stundum koma einnig fram gallar í beinum en bein Torfa em býsna eðlileg. Af einhveijum ástæðum sem við skiljum ekki ennþá mistekst myndun sogæðanna í sumu fólki. Þetta er sambærilegt við héra- skarð eða aukafingur, við vitum ekki ástæðurnar fyrir því að þró- unin mistekst. Þótt ekki sé um illkynja æxli að ræða getur ofvöxtur vefjanna ógnað líffæram, eins og í tilviki Torfa. Það er engin spurning að fyrstu tvær aðgerðimar vom spurning um Iff eða dauða fyrir hann. Ég er svo til viss um að hann nær sér alveg eftir aðgerð- ina sem verður eftir sex mánuði en hann mun ekki ná sér fullkom- lega, losna alveg við sjúkdóminn. Við getum aldrei fjarlægt allan ofvöxtinn í lfkama Torfa. Hann hefur áhrif á alla vefina, hand- leggina, hendumar, bijóstið og hálsinn. Markmið okkar er að fiarlægja megnið af vefjarmynd- uninni svo að hann líti að minnsta kosti betur út. Einnig til þess að hann geti notað hendur og hand- leggi með eðlilegum hætti. Hætta var á köfnun Þegar hann kom hingað á spít- alann var ofvöxturinn farinn að þrengja að barkanum, hætta var á að Torfi kafnaði. Við opnuðum því bijóstið og tókum þá brott eins mikið af vefnum úr bijóstinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.