Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 23 Bjóða Musso-jeppa á lægra verði lega fram kænska Saddams í áróðri. Saddam þykir eins og fleiri arabaleiðtogar með mislukkuðustu herforingjum sem hersagan kann frá að greina, en á hinn bóginn með klókustu áróðursmönnum. Meðan á stríðinu við Iran stóð tókst Saddam að mynda gott samband við Sádi-Arabíu, Kuwait og Jórdaníu og einnig við Tyrkland. Enda þótt vopnabúr hans væri sov- éskt, gerði hann sér far um að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá vinum sínum í Moskvu. Gagnvart Vesturlöndum skapaði Saddam þá goðsögn að hann væri skynsamur og sanngjarn nútímamaður að berjast gegn hinum ofstækisfullu miðaldamönnum í Teheran. Banda- ríkin tóku á ný upp stjórnmálasam- band við Irak sem slitið hafði verið í sex daga stríðinu 1967. Það er ekki rétt sem haldið hefur verið á lofti í umræðunni á Islandi að Bandaríkin hafi vopnvætt Saddam. Það er hugsanlegt að Bandaríkjamenn hafi selt honum vopn eftir einhverjum krókaleið- um, en það hefur þá verið í mjög litlum mæli. Meginhluti vopnabúrs Saddams var sem fyrr segir sov- éskur. Og meðan á stríðinu við Ir- an stóð keypti Saddam vopn af evr- ópskum vopnasölum, einkum frönskum. Og fjánnagnið til vopna- kaupa kom frá hægri sinnuðum Aröbum sem hryllti við byltingar- boðskapnum sem barst frá Æja- tollanum í Teheran. En stríðið reyndist Irökum dýrt. Ekki aðeins varð mannskaði mikill, heldur varð geysilegt tjón í ýmsum borgum landsins og skuldir höfðu hlaðist upp; það er talið að Irakar hafi í lok stríðsins skuldað öðrum arabaríkjum a.m.k. 60 milljarða dollara. Og árið 1990 ræðst Saddam inn í Kuwait til að reyna að rétta við fjárhag landsins - og er sú saga enn í fersku minni. í milli- tíðinni notaði hann efnavopn öðru sinni til að minna Kúrda á hver hefði ráð þeirra í hendi sér. Brennimerkingar og afskorin eyru Þetta sögulega yfirlit sýnir að íraska þjóðin hefur ekki áratugum saman lifað „eðlilegu mannlífi“ eins og fjöldi Islendinga sýnist halda, þ.á m. margir alþingismenn og prestar. Eftir rúmlega þrjátíu ára harð- stjórn sá íraskur almenningur þó loks sólarglætu i kjölfar Persaflóa- stríðsins 1990. Niðurlæging Sadd- ams blasti við og fólk virtist óhrætt við að sýna viðbjóð sinn á harðræð- inu sem það hafði búið við. Aldrei íyrr hafði fólk þorað að láta í ljós andúð sína á harðstjóranum, her- menn hans gerðust liðhlaupar í stórum stíl og rán og gripdeildir uxu. En Saddam tókst að berja nið- ur alla andstöðu. Aðferðin sem honum og forverum hans hefur dugað best er að sýna opinberlega með reglubundnum hætti grimmd sína og hrottaskap. Það var t.d. ákveðið að þjófar og liðhlaupar skyldu brennimerktir með stóru X á ennið við annað brot, en handarhöggnir sem fyrr við fyrsta brot. Kúrdísk útvarps- stöð í norður írak skýrði einhverju sinni frá því að um 800 brenni- merktir íraskir liðhlaupar hefðu verið teknir höndum. Sumir lið- hlaupar fengu þó aðra meðferð: Annað eyrað var skorið af við fyrsta brot. Við annað brot var hitt eyrað skorið af og hringlaga brennimark sett á ennið. Ennfrem- ur bárust fregnir af því að orðið ,jaban“ sem þýðir hugleysingi hefði verið brennt á enni sumra. Þessar limlestingar voru svo al- gengar að læknar tóku sig saman og neituðu að framkvæma þær, enda ekki óalgengt að fómarlömb- in hefndu sín á læknunum, en læknarnir létu umsvifalaust af þessum mótþróa þegar Saddam hótaði að láta skera eyrun af þeim sjálfum ef þeir hlýddu ekki skipun- um. Þá voru ný lög gefin út þess efnis að hver sá sem reyndi að lappa uppá útlit manns sem hafði verið afskræmdur samkvæmt rík- isboði skyldi missa eyra. Og enn styrkist Saddam! Við sjáum oft í sjónvarpinu íraskan almenning hrópandi víg- orð á götum úti í þágu Saddams og gegn Vesturveldunum - og furðum okkur á þessari sjón. Vissulega gætir mikillar andúðar á Bretum og Bandaríkjamönnum í Irak eins og í öðrum Arabaríkjum. Bretum og Bandaríkjamönnum er með réttu og röngu kennt um allt milli himins og jarðar í þessum heimshluta; órökrænt hatur á eng- ilsöxum er partur af arabískum veruleika. En af hverju hrópar fólkið líka í þágu harðstjórans mikla? Fólkið gerir það af því að það er hrætt. Það býr við ógnar- stjórn. Breski fréttamaðurinn frægi, John Simpson, ritstjóri erlendra frétta hjá BBC-sjónvarpinu, spurði kunningja sinn í Bagdad af hverju hann hefði látið hafa sig í þetta. Jú, leyniþjónusta Saddams, Muk- habarat, hafði bankað uppá á skrif- stofunni og tilkynnt að tíu manns ættu að mæta á fjöldafund daginn eftir. Þeir skildu eftir á blöðum slagorð sem mennimh- ættu að leggja á minnið og fyrirmæli um hvar þeir ættu að ná í borða og spjöld með vígorðum á ensku og ar- abísku. Ognaði Mukhabarat ykkur? spurði Simpson. Auðvitað ekki, sagði kunningi hans og gætti óþolin- mæði í rödd hans yfir skilningsleysi Simpsons. Nei, það var engin þörf á því, bætti hann við, enginn okkar var í sjálfsmorðshugleiðingum. Það er mikill misskilningur að Saddam hafi styrkst í sessi. Raun- ar er á fréttaflutningi hér á landi að skilja að Saddam styrkist hvað svo sem gerist: Saddam styrkist við viðskiptabannið; Saddam styrk- ist þegar hann lokar á vopnaeftir- litsmennina; Saddam styrkist þeg- ar Bandaríkin vígbúast; Saddam styrkist ef Bandaríkin gera árás; og Saddam styrkist með samningn- um við Kofí Amnan! Sannleikurinn er sá að staða Saddams nú er ekki nema svipur hjá sjón miðað við stöðu hans fyrir Persaflóastríðið. Hann heldur sig að mestu í einangrun í heimabæ sínum Tikrit og hittir fáa. Hann hefur ekki sést opinberlega frá því í október og gerir sér ljóst að honum er ekki óhætt að sýna sig mikið á almanna- færi. Hann er hataður og fyrirlitinn af þorra landsmanna. Fólkið hefur sjálft reynt það að Saddam hikar ekki við að beita eiturvopnum á sína eigin þjóð og að hann lætur sér í léttu rúmi liggja þó hún búi við sult og seyru. Fólkið veit fullvel að Saddam hefur notað í sína þágu og hersveita sinna peninga þá sem hann hefur fengið fyrir að selja olíu til kaupa á lyfjum og nauðsynjum handa almenningi. Og hver einasta fjölskylda í landinu hefur reynt grimmd Saddams á sjálfri sér. FYRIRTÆKIÐ Bflastúdíó hefur auglýst SsangYong Musso-jeppa á lægra verði en hjá umboðinu hér á landi. Þröstur Kristinsson hjá Bfla- stúdíói segir að ástæðan fyrir þessu verði sé einfaldlega sú að álagning sé minni hjá Bflastúdíói en umboðsaðil- anum, sem er Bflabúð Benna. Þá eru á leið til landsins 25 SsangYong Musso-bflar sem Fjölnir Þorgeirsson og Halldór Baldvinsson flytja inn. Þröstur segir að bflarnir séu keyptir í Evi-ópu og útbúnir fyrir Evrópumarkað. Fyrstu átta bflarnir koma til landsins í næstu viku. Eins árs ábyrgð og 1.000 km skoðun er innifalin. „Þetta er einungis spurning um álagningu. Ódýrasti bfllinn, Musso 602, er á jepplingaverði hjá mér, kostar 2.265.000 kr. staðgreiddur og 2.492.000 kr. á uppítökuverði. Hann er í raun eins og bfllinn sem Bflabúð Benna býður á 2.795.000 kr. nema hvað bfllinn sem ég býð er ekki með Dana-hásingum, rafstýrðum útispeglum og einhverju öðru smá- vægilegu. 602 EL er eins og Bflabúð Benna býður nema hvað minn bfll er með ABS-hemlalæsivörn og loftpúða fyrir ökumann. Ég býð hann á 2.465.000 kr. staðgreiddan og 2.710.000 kr. á uppítökuverði. Bíla- búð Benna býður hann á 2.595.000 kr. en þá vantar ABS-kerfið, loftpúð- ann og viðbótarryðvörn, þannig að hann myndi líklega kosta um 2.835.000 kr.,“ segir Þröstur. Segir bflana árgerð 1998 Hann segir að bflarnir sem hann býður séu framleiddir í júlí 1997 og því af árgerð 1998. „Ég get fengið 110-120 bfla af árgerð 1997 og 60 bfla af árgerð 1998. Það er nóg til af þessum bflum.“ Fjölnir Þorgeirsson segir að bfl- arnir sem hann flytur inn séu af ár- gerð 1998 og komi eftir 5-6 vikur. Þeir eru allir seldir. Þeir eru keyptir í Kóreu en ekki af verksmiðjunni. „30 þúsund bflar voru framleiddir af 1998-árgerð og enginn þeirra er framleiddur með einhverjum Evr- ópustaðli. Bflarnir eru framleiddir allir eins, og innanlandsmarkaður eða Evrópumarkaður skiptir því engu máli. Við höfum uppfyllt öll skilyrði svo bílarnir fái skráningu hér. Bflarnir sem ég flyt inn eru bet- ur búnir, þeir eru með ABS-hemlum aukalega, vindskeið að aftan, grind að framan, spólvörn og gangbretti. Ég flyt aðeins inn sjálfskipta bfla,“ sagði Fjölnir. Hann vildi ekki tjá sig um verðið á bflunum en sagði að þeir væru ódýr- ari en bæði hjá Bflabúð Benna og Bflastúdíói. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bfla- búðar Benna, sagði Bflastúdíó í fyrsta lagi ekki eiga neina bfla til að selja, í öðru lagi væri ekki víst að þeim myndu berast neinir bflar og í þriðja lagi yrðu bflamir á endanum dýrari hjá Bflastúdíói en hjá Bflabúð Benna. Verðið á Musso 602 EL yrði t.d. örugglega talsvert hærra hjá Bflastúdíói en hjá honum. Létt að selja norðurljósin Benedikt nefndi annað dæmi. „Ef við skoðum t.d. beinskiptan SsangYong Musso 602 turbo-jeppa, sem þeir eru með á verðlista hjá sér, þá kostar hann 3.150.000. Þessi bfll kostar hjá okkur í dag 2.995.000. Þá á eftir að hækka bílinn hjá þeim, það á eftir að breyta fjöðrunarkerfi og það á eftir að setja á hann felgur og dekk eins og við gerum við bflana. Að öllum líkindum er ekki geislaspil- ari í bflnum heldur, án þess þó ég viti það.“ Benedikt sagði að menn yrðu að athuga hvað væri í raun verið að bjóða upp á. „Það er mjög létt að selja norðurijósin. Það er annað mál að standa í skilum með þau.“ Raunar er á fréttaflutningi hér á landi að skilja að Saddam styrkist hvað svo sem gerist: Saddam styrkist við við- skiptabannið; Saddam styrkist þegar hann lokar á vopnaeftirlitsmennina; Saddam styrkist þegar Bandaríkin víg- búast; Saddam styrkist ef Bandaríkin gera árás; og Saddam styrkist með samningnum við Kofi Annan! NORDMEIXIDE HÁGÆÐA SJÓNVARPS 0G MYNDBANDSTÆKI 3 ára ábyrgð á myndlampa! Tilboðsverð: III Tliomson 72 MT68LH 29" sjónvarp me& háskerpu Black DIVA-myndlampa, INVAR mask, 40 W Nicam Stereo, 99 stöova minni, sjalfvirkri stöövleit og innsetningu, tengi fyrir Surround-hátalara, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél, AV-inn- og útgangur, 2 Scart-tengjum, tímarofa, textavarpi, barnalæsingu, fjarstýringu o.m.fl. Tilboðsverð: Thomson VPH6751 er 6 hausa Nicam Stereo-myndbandstæki með 4 Chroma Pro- myndhausum, NTSC-afspilun, Show View, PDC/VPS, Long Play, 8 upptökuminni, rauntímateljara, jog-hjóli, skarpri kyrrmynd og níu hraöa hægmynd í oábar áttir, 5- 7-9 faldri hraðleit með mynd í báðar áttir, innsetningu á hljóðrás og klippimöguleika, stafrænni sporun, myndskerpustillingu, fullkominni fjarstýringu, Audio/inn-útgöngum, 2 Scart-tengjum, tengi fyrir sjónvarpsmyndavél ab framan o.m.fl. Verðlaunatæki! Komið og skoðið þessi frábæru tæki! VISA THOMSON Á BESTA VERÐINU HJÁ 0KKUR! Skipholti 19 Sími: 552 9800 Fax: 562 5806
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.