Morgunblaðið - 08.03.1998, Síða 33

Morgunblaðið - 08.03.1998, Síða 33
32 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 33 JMffguiiÞlafetfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MISTÖK LÆKNA - RÉTTUR SJÚKLINGA Fyrir nokkrum áratugum var farið með meint mistök lækna sem feimnismál. A.m.k. var ljóst, að sjúklingum eða aðstand- endum þeirra kom ekki til hugar að hefja málaferli á hendur lækn- um vegna mistaka eða gera yfir- leitt kröfur af nokkru tagi, þótt um augljós mistök væri að ræða. Á þessu hefur orðið veruleg breyt- ing á síðasta áratug a.m.k. og þeim fjölgar nú málunum, sem hafin eru á hendur læknum vegna mistaka þeirra. Fólk er jafnvel í sumum tilvikum tilbúið til að tjá sig opinberlega um slík mál og afleiðingar þeirra. Það er hins vegar til marks um gjörbreyttan tíðaranda í þessum efnum, að Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur nú kynnt í ríkisstjórn frumvarp um breytingar á læknalögum, sem fela í sér að nákvæmlega er skil- greint hvernig fara skuli með mál vegna meintra mistaka við með- ferð sjúklinga. í samtali við Morg- unblaðið í gær lýsir aðstoðarmað- ur ráðherrans lagabreytingunum á þennan veg: „Þarna er verið að koma á viðbragðskerfi innan stofnana og hjá embætti land- læknis, þegar óvæntan skaða ber að höndum. Annars vegar að tryggja, að atvikin séu rannsökuð eins og nauðsynlegt er, og hins vegar að tryggja að yfirvöld fái upplýsingar um atvikin. í raun er um að ræða aukið eftirlit og að skráning verði til þess að auka gæði heilbrigðisþjónustunnar og tryggja réttindi sjúklinga." Og jafnframt sagði Þórir Har- aldsson, aðstoðarmaður heilbrigð- isráðherra: „Stóru stofnanirnar hafa staðið sig vel en samt hefur skort á samræmi og ekki verið öruggt, að þessi mál hafi fengið nógu góða rannsókn eða að þau séu rétt tilkynnt eftir alvarleika, þannig að yfirvöld hafi fengið upplýsingar um hvað hafi gerzt svo hægt væri að bæta þar úr. Sem betur fer er ekki mikið um stórvægileg læknamistök en það er talsvert um, að kvartað sé und- an óvæntum skaða og sumt af því á því miður við rök að styðj- ast en annað ekki.“ Hér er um ákaflega mikilsvert mál að ræða. Fólk er oft bjargar- laust í samskiptum við heilbrigð- iskerfið. I sumum tilvikum er þjónusta þess frábær. í öðrum til- vikum er hún því miður ekki fram- bærileg. Með því að koma ákveð- inni skipan á meðferð mála, sem upp koma vegna mistaka lækna, á að vera öruggt, að réttur sjúkl- inga verði ekki fyrir borð borinn. Mistök lækna geta skipt sköpum um allt líf þess einstaklings, sem í hlut á. Það er því fagnaðarefni, að Ingibjörg Pálmadóttir hefur tekið þetta málefni svo föstum tökum, sem raun ber vitni. HÆTTU- LEGT SÆLGÆTI Fyrir nokkrum dögum mátti litlu muna, að lítill drengur missti lífið vegna þess að ákveðin tegund af sælgæti stóð í honum. Daginn eftir þennan atburð lýsti einn forsvarsmanna Nóatúns, eins helzta stórmarkaðar á höfuðborg- arsvæðinu, því þegar yfir hér í blaðinu, að verzlunin mundi hætta sölu þessa sælgætis. Hins vegar hefur innflytjandinn sagt, að hann sjái enga ástæðu til þess að hætta innflutningi á því og talsmaður Hollustuverndar ríkisins segir í Morgunblaðinu í gær, að stofnun- in sjái ekki tilefni til að banna sölu á þessu tiltekna sælgæti. Væntanlega skipta þessi sér- kennilegu viðbrögð innflytjand- ans og Hollustuverndar ekki miklu máli. Ganga má út frá því sem vísu, eftir fréttir um þennan atburð, að foreldrar leggi áherzlu á það við börn sín, að þau neyti ekki þessa sælgætis. Viðbrögð foreldra verði því til þess, að ekki verði frekari hætta á ferðum. Það er hins vegar umhugsun- arefni, að svo alvarlegur atburður skuli ekki kalla á sterkari við- brögð. Nóatún bregst snarlega við en opinber stofnun vísar i reglur og ekki reglur og hefst ekki að. Reynslan skiptir mestu máli. Átta ára drengur verður fyrir þessu. Hver vill bera ábyrgð á því, að svona atvik komi upp aftur? Karlamagnús var höfðingi víðlends ríkis með páfa og latneska menningu að bakhjarli, en komst upp með að leyfa frank- íska tungu í idaustrum og öðrum menntasetrum þar sem lat- nesk ritlist var borin fram af miklum móð. Klerklærðir menn hófu hana aftur til vegs og dýrðar kaþólskri trú, en þeir fengu einnig að rita á frank-' ísku einsog írar á keltnesku. Þennan arf tóku víkingar með sér út til ís- lands og hófu íslenzkt ritmál til vegs og virðingar, en höfðu þá breytzt í bændur, að því er sagt er. Það mun hafa gerzt, þegar þeir sameinuðust um Alþingi á Þingvöll- um, fjarri vogum og víkum. q q Þessi tengsl okkar til Z»Í. Frankaríkis hafa verið of lítið könnuð og raunar þekkjum við lítið til stórveldis Franka. Varð- veittum þó Karlamagnúss sögu, svo að áhrif og tengsl eru jafn augljós og lítið hefur verið um þau fjallað. Karlamagnús saga hefur haft veruleg áhrif á íslenzkar bók- menntir. Jónas Hallgrímsson og Benedikt Gröndal hafa sótt bessa- staðafyndni sína í sjöunda part sögunnar, af Jórsalaferð. Þar eru t.a.m. rætur Heljarslóðarorrustu. Hermann Pálsson hefur af leikandi lærdómi bent á sannfærandi rit- tengsl milli latneskra bóka og fornra íslenzkra sagna, auðvitað. Það ætti engum að koma á óvart. íslenzk ritlist á sér aðdraganda, einsog allt sem máli skiptir. Eddu- kvæðin eiga rætur í myrkum mið- öldum. Hetjukvæðin okkar segja frá svipuðum persónum og koma fyrir í Niflungaljóði, og þótt tungan hafi breytzt erum við góðu heilli sæmilega læs á Eddukvæði og önnur ritverk forn, að minnsta kosti enn sem komið er. Það gerir gæfumuninn. C\ A En mig langar að vekja athygli áþeirri fullyrðingu HELGI spjoll fyrrnefnds Folzums, að í ríki Karlamagn- úsar, eða leifum þess, voru latneskar bók- menntir endurfæddar fyrir tilverknað menn- ingarmanna á 14._ og 15. öld, ekki sízt aðfluttra frá ítal- íu, írlandi, Bretlandseyjum ogjafn- vel Spáni. Þessi endurfæðing átti sér langan aðdraganda. Hún fór ekki fram hjá fróðleiksfúsum for- feðrum okkar. Höfundur Konungs- skuggsjár, að vísu Norðmaður, lík- lega á Þelamörk á 13. öld, sótti fyrirmynd sína til Frankaríkis, svo að dæmi sé nefnt. Það gerðu íslend- ingar einnig. Samskipti þeirra við nýstofnaðan háskóla í París á 13. öld eru lítt kunn, en þeir, sem þar stóðu að verki, töldu upphafið vera í áhuga Karlamagnúsar á mennt og menningu fjórum öldum áður. Cy fT íslenzk ritlist hefur sogið næringu úr ýmsum átt- um. En íslendingar virðast snemma hafa týnt Frankaríki, gleymt því. En í garði dómkirkj- unnar í Áachen, elzta minnismerk- is kaþólskrar trúar, Karlamagnús- ar og ríkis hans, hitti ég fyrir nokkrum árum þýzka munka, sem fóru að tala um íslenzka menn- ingu. „Þið talið íslenzka tungu,“ sagði einn þeirra. „Já,“ sagði ég. „Forna tungu norrænna þjóða,“ sagði annar. Hinn þriðji nefndi nokkur fornnorræn orð, en fór síð- an með langan kafla úr Niflunga- Ijóði. „Þið ættuð að geta skilið margt af þessu,“ sagði hann og brosti. „Þið hafið varveitt þessa gömlu veröld í bókmenntum ykk- ar. Héðan er menning ykkar upp- haflega komin og hér á tunga ykkar rætur." Við töluðum lítil- lega við þá. Þeir minntu okkur á munkana í klaustri Halldórs Lax- ness, Clervaux í Lúxemborg, þeg- ar við komum þangað löngu síðar. (y f* Munkarnir í garðinum við £ O • Aachen-dómkirkju kvöddu okkur kurteislega. En við stóðum eftir hjá þessu meistaraverki fornrar byggingarlistar, og ég fór að hugsa um Rolant og chansons de geste og svo auðvitað Karl mikla og sögu hans, sem við flutt- um heim í sögualdarbæina á 13. öld. Forfeður okkar þekktu þessa menningu, sem munkarnir minnt- ust á, bókmenntir og hugmynda- fræði meginlandsins. Og tungu- mál kaþólskrar kristni var ís- lenzku sveitafólki hversdagslegur viðburður. íslenzkir rithöfundar, hvort sem þeir voru leikir eða lærðir, snöruðu setningum og heil- um köflum úr latneskum ritum, svo að ekki hattaði fyrir. Gissuri hvíta Jþótti ekkert eðlilegra en senda Isleif son sinn til Frankarík- is, svo að hann gæti tekið við byskupsstóli í Skálholti. Við þar- komu sína til meginlandsins hefur ísleifur sennilega verið nefndur vestfaldingi, en það er nafnið á víkingi í frankískum heimildum. Karólínsk skrift festir rætur á ís- landi, einsog sjá má í handritum. ísléifur, Teitur og Gissur byskup, synir hans, Sæmundur fróði og trúboðsbyskupar, fluttu hana frá Frankaríki, þ.e. Þýzkalandi og Frakklandi, og hafa ekki verið ein- ir um það. Síðan hvarf þetta „kvöld“ríki Karlamagnúsar inn í myrkur og gleymsku. Og nú er það „landið gleymda" í íslenzkri sögu, svo að vitnað sé til leikrits Davíðs Stefánssonar um annað land. (\ n En nú er kvöldland Karla- Lá I • magnúsar að rísa aftur úr hafi. Og Islendingar horfa spyrjandi augum til þessa evr- ópska morgunlands. Þeir eiga margvísleg erindi við það. En þeir eiga ekki að glepjast af gervi- hnattasólinni. Þeir eiga að stýra eftir þeim kóss sem forfeðurnir settu. Það hefur reynzt okkur bezt. M. REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. marz Ekki verður annað sagt en að stjórnendur Landsbanka íslands hafi skilað af sér góðu búi á síðasta ársfundi bankans í gær, föstu- dag, en þá lauk 111 ára starfí bankans sem rík- isviðskiptabanka. Svo sem kunnugt er tók nýtt hlutafélag í eigu ríkisins við rekstri Landsbanka Islands um síðustu áramót og var fyrsti aðalfundur þess einnig hald- inn í gær, föstudag. Hagnaður Landsbankans á síðasta ári nam 1.054 milljónum króna og hafði tvö- faldast á milli ára og sá mesti í sögu bank- ans, að því er fram kom hjá Björgvini Vilmundarsyni, aðalbankastjóra Lands- banka íslands hf., í ræðu hans. Þessi rekstrarafkoma Landsbankans svo og af- koma íslandsbanka hf., sem upplýsingar hafa komið fram um, eru skýr vísbending um, að íslenzka bankakerfið hefur náð sér á strik eftir mikla erfiðleika á fyrstu árum þessa áratugar, þegar segja má, að legið hafi við alvarlegri bankakreppu hér ekki síður e_n á öðrum Norðurlöndum. Lands- banki íslands hf. tekur því við góðu búi og hreinu borði. Það voru þó ekki afkomutölur Lands- bankans, sem mesta athygli vöktu á fund- inum á föstudag, heldur umfjöllun Kjart- ans Gunnarssonar, sem gegnt hefur starfi formanns bankaráðs undanfarin ár og á sæti í stjórn hins nýja hlutafélags um hugsanlega sameiningu í bankakerfinu. Þótt mikill samruni hafi orðið í bankakerf- inu á einum áratug hefur mönnum verið Ijóst, að stefnt væri að enn frekari samein- ingu. Rökin fyrir því eru augljós. Rekstrar- kostnaður bankanna er of mikill að óbreyttu. Ný tækni hefur gjörbreytt öllum aðstæðum í bankarekstri og augljóst, að hægt er að reka sömu starfsemi með færra fólki og sennilega mun færri útibúum en nú er gert. Bankastarfsemi er að færast í æ ríkara mæli í rafrænt form og bein tölvu- tenging viðskiptamanna við bankana, þar sem þeir sjá sjálfir um viðskipti sín að mestu leyti, á eftir að færast mjög í vöxt. Þessi þróun er alls staðar og t.d. telja bankamenn í Evrópu fyrirsjáanlegt, að starfsmönnum banka þar muni fækka um tugi þúsunda fram að aldamótum. Óþarflega mikill rekstrarkostnaður kemur að sjálfsögðu fram í hærri þjónustu- gjöldum eða meiri vaxtamun en ella gagn- vart viðskiptamönnum banka og sparisjóða og þess vegna eru það þeirra hagsmunir að með aukinni hagræðingu í bankakerfinu verði dregið úr kostnaði. Á hinn bóginn má búast við, að margir stöðvi við þá fá- keppni, sem fyrirsjáanleg er með samein- ingu og þar með fækkun banka. Og spyiji hvort of stórar einingar séu að verða til í íslenzka bankaheiminum. Kjartan Gunn- arsson benti í ræðu sinni á röksemd í þessu sambandi, sem ekki er hægt að ganga framhjá. Hann sagði m.a.: „I öðru lagi er það óraunhæft að bera saman svokallaða stærð banka, eðlilegra er að taka fjármála- markaðinn í heild sinni í slíkan samanburð og má þar t.d. benda á, að lífeyrissjóðir landsmanna eru nú þegar orðnir töluvert stærri heldur en samanlagðir viðskipta- bankarnir." Þetta eru réttmæt rök. Slík umbylting hefur orðið á fjármagnsmarkaðnum hér á nokkrum árum, að það er ekki lengur hægt að horfa á banka og sparisjóði sem einingu út af fyrir sig. Það verður að horfa á fjármagnsmarkaðinn allan vegna þess, að hann hefur opnað bæði einstaklingum og fyrirtækjum alveg nýja möguleika í viðskiptum við fjármálafyrirtæki, sem ekki voru til staðar áður. Þótt ekki sé margt líkt með brauði og bönkum má þó sjá hlið- stæður í þessum umræðum og þeirri um- fjöllun, sem orðið hefur vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um yfirtöku Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi hf. Ef al- menningur gæti hvergi keypt brauð nema í stórmörkuðum væri afstaða Samkeppnis- ráðs réttmæt. En vegna þess, að fólk á Morgunblaðið/Kristinn VIÐ REYKJAVIKURHOFN margra kosta völ í öðrum bakaríum, stenzt röksemdafærsla Samkeppnisráðs ekki. Ef einstaklingar og fyrirtæki ættu ekki annarra kosta völ í viðskiptum við fjár- málafyrirtæki en 2-3 banka og sparisjóðina mundu margir gera athugasemdir við frek- ari sameiningu banka. En því fer víðs fjarri að svo sé. Lífeyrissjóðir, verðbréfafyrir- tæki, eignarleigufyrirtæki, tryggingafélög og margir aðrir aðilar eru komnir inn á þennan markað, þannig að það er ekki með rökum hægt að halda því fram, að það stefni í einokun eða fákeppni á fjár- málamarkaðnum. Þvert á móti hefur sam- keppni bersýnilega stóraukizt. HIÐ FORVITNI- legasta í ræðu Kjartans Gunnars- sonar var þó um- sögn hans um þá kosti, sem fyrir hendi væru til sameiningar í bankakerfinu. Sá kafli ræðu hans bendir ótvírætt til þess, að a.m.k. einhveijir af forystumönnum Landsbanka íslands hf. horfi nú til ann- arra átta en gert hefur verið í umræðum um sameiningu bankanna. Fyrir tveimur árum hreyfðu forráðamenn Landsbankans hugmyndum um sameiningu við Búnaðar- bankann og vöktu þær verulega athygli þá, enda höfðu augu margra bejnzt að sameiningu Búnaðarbanka og íslands- banka. Nú bendir fyrrverandi formaður bankaráðs Landsbankans á sameiningu Landsbanka og íslandsbanka sem raun- hæfan valkost. Um þetta sagði Kjartan Gunnarsson m.a.: „Lítum þá til hugsanlegrar sameiningar Landsbanka íslands hf. og íslandsbanka hf. Hingað til hefur ekki verið rætt mikið um þennan möguleika, þar sem svo virðist sem gengið hafí verið út frá því, að óhugs- andi væri, að ríkisfyrirtæki og einkafyrir- tæki sameinuðust. Slík afstaða hlýtur að -----------------------:+ — Landsbanki - íslands- banki? breytast, þegar um er orðið að ræða hluta- félag í eigu ríkisins, sem til stendur að selja hluti í á fijálsum markaði. í þessu sem öðru verður að leita hagstæðustu lausnar og þá hljóta allir kostir að vera ræddir með sama hætti. Sameining Landsbanka íslands hf. og íslandsbanka hf. mundi leiða til ekki síðri fjárhagslegrar niðurstöðu en sameining Landsbanka og Búnaðarbanka. Líkur væru til að samrunaþróunin gæti orðið hraðari í fyrirtæki, þar sem annars vegar væri einkafyrirtæki, sem gengið hefur í gegnum sameiningarferli, og hins vegar ríkisfyrir- tæki, sem einnig hefur reynslu af samruna tveggja banka. Þannig mundi fjárhagsleg- ur ávinningur e.t.v. koma hraðar fram og þar með verða meiri en í tilviki Lands- banka íslands og Búnaðarbanka íslands. í báðum bönkunum varð umtalsverð hag- ræðing við sameininguna, sem skilaði eig- endum bankanna betri og arðmeiri fyrir- tækjum. Ef litið er til þess markmiðs, sem sett hefur verið fram í sambandi við hlutafé- lagavæðingu ríkisviðskiptabankanna að draga skuli úr þátttöku ríkisins á fjármála- markaði, má ætla að sameining af þessu tagi flýtti því mjög, að sá árangur næðist. Miðað við þær afkomutölur, sem kynntar hafa verið fyrir báða þessa banka, er tví- mælalaust, að verðmæti hlutafjár í samein- uðum Landsbanka og íslandsbanka yrði mikið og hlutur ríkisins verðmætur og væntanlega tiltölulega auðseljanlegur. Gegn þessari hugmynd mæla sömu stærð- arrök og nefnd voru varðandi Landsbanka íslands og Búnaðarbanka íslands. Auk þess kynni því að verða haldið fram, að með þessu væri verið að færa núverandi eigendum íslandsbanka einhvers konar forréttindastöðu á fjármálamarkaðnum. í því efni er þess að gæta að sala á hlut ríkisins í slíkum banka er alfarið á þess hendi og auðvelt er að skilyrðisbinda sölu á hlutafé þess til að dreifa eignaraðild og tryggja að hlutir safnist ekki á fáar hend- Ný staða ljóst, að með þess- ’’ ari ræðu Kjartans Gunnarssonar hef- ur orðið til alveg ný staða í umræðum um sameiningu banka. Fram að þessu hefur athyglin beinzt að því, hvort Búnaðar- banki mundi sameinast Landsbanka eða íslandsbanka. Fyrir nokkrum mánuðum fór að bera á hugmyndum í bankaheimin- um um hugsanlegan samruna Landsbanka og íslandsbanka. Þær hugmyndir hafa vafalaust átt þátt í orðrómi, sem var á kreiki um að Landsbankinn hefði_ hug á að kaupa hlut Nýsköpunarsjóðs í íslands- banka. í ljós kom að hann var ekki á rök- um reistur. Nú hafa þessar hugmyndir hins vegar verið settar fram með ákveðnum og sterk- um rökum á síðasta ársfundi Landsbanka íslands og fyrsta aðalfundi Landsbanka íslands hf. af einum helzta forystumanni bankans undanfarin ár. Ætla verður að þær hugmyndir hafí ekki verið settar fram án þess að þær njóti töluverðs stuðnings innan bankans og jafnframt meðal fulltrúa eiganda bankans. Þar með eru þær orðnar að raunverulegum kosti í þeim umræðum, sem fram fara næstu mánuði um samruna í bankakerfinu. Fulltrúar annarra banka og sparisjóða munu áreiðanlega gera sér ljóst, að hug- myndir um sameiningu Landsbanka og íslandsbanka eru ekki reifaðar á þessum tiltekna fundi og með þessum hætti án þess, að þeim fylgi býsna mikil alvara. Þess vegna verður fróðlegt að sjá hver viðbrögðin verða. Munu forráðamenn Bún- aðarbankans líta svo á, að þeir séu að missa af lestinni? Eða munu þeir túlka ræðu Kjartans Gunnarssonar á þann veg, að þeir hafi nú fijálsari hendur um að skapa Búnaðarbankanum sérstöðu með öðrum hætti, sem ýmislegt bendir til að þeir hafi haft löngun til? Verða hugmynd- ir um sameiningu Landsbanka og Islands- banka til þess að forráðamenn Búnaðar- banka og sparisjóða spyiji sjálfa sig hvem- ig þeir geti tryggt, að þeirra eigin fjármála- stofnanir verði samkeppnisfærar við sam- einaðan Landsbanka-Islandsbanka að því leyti til að þeir nái ekki minni hagræðingu í sínum rekstri en hinn sameinaði stór- banki? Forráðamenn banka og sparisjóða átta sig áreiðanlega á því, að þetta getur orðið kapphlaup um það hveijir ná mestri hag- ræðingu með nýrri tækni og fækkun útibúa og starfsfólks, þannig að hægt verði að bjóða viðskiptavinum beztu kjör. Hver sigr- ar í þessu kapphlaupi? Og með hvaða hætti blandast önnur fyrirtæki á fjármála- markaðnum inn í þessa nýju og athyglis- verðu stöðu? Nú er orðinn til nýr ríkisbanki, þar sem er Fj árfestingarbanki atvinnulífsins hf. Kjartan Gunnarsson gaf í skyn í ræðu sinni, að aðrir bankar gætu hugsanlega haft áhuga á því að kaupa hann og skipta honum upp á milli sín. Ganga má út frá því sem vísu, að hin unga forystusveit Fjárfestingarbankans hafí lítinn áhuga á að láta slíkt gerast og leiti að mótieik til þess að koma í veg fyrir það. Lifeyrissjóðirnir eru orðnir burðarásinn í eigendahópi íslandsbanka hf. Hver verð- ur afstaða þeirra til hugmynda um sam- runa Landsbanka og íslandsbanka? Þessar og ótalmargar spurningar vakna í kjölfarið á ræðu Kjartans Gunnarssonar á Landsbankafundinum. Aðeins eitt er víst: með þeirri ræðu er hafið tvísýnt kapphlaup á fjármálamarkaðnum um það hver standi með pálmann í höndunum, sterkustu ein- inguna og þá, sem tryggir mesta hagræð- ingu, mestan niðurskurð útgjalda og mesta möguleika á að þjóna viðskiptavinunum með minnstum tilkostnaði. „Hið forvitnileg- asta í ræðu Kjart- ans Gunnarssonar var þó umsögn hans um þá kosti, sem fyrir hendi væru til samein- ingar í banka- kerfinu. Sá kafli ræðu hans bendir ótvírætt til þess, að a.m.k. ein- hverjir af forystu- mönnum Lands- banka Islands hf. horfi nú til ann- arra átta en gert hefur verið í um- ræðum um sam- einingu bank- ‘ anna.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.