Morgunblaðið - 08.03.1998, Side 50

Morgunblaðið - 08.03.1998, Side 50
50 SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG „Pétur þar sat í sal“ Dagleg iðrun er kennimark krist- ins manns, segír séra Heimir Steins- son, ásamt bæn og þakkargjörð. í DAG er annar sunnudagur sjöviknaföstu. Það er gamall siður og nýr að íhuga Píslar- sögu frelsarans og stef úr Pass- íusálmum um þetta leyti árs. Svo verður og gjört í þessari hugvekju. „Gekk út úr greindum stað og grét beizklega“ Ellefti Passíusálmur greinir frá því, er postulinn Pétur af- neitar meistara sínum þrisvar, áður en hani gól tvisvar. Að loknum þeim lestri Píslarsög- unnar, er þar til heyrir, hefst tólfti lestur, og er hann á þessa leið: „Drottinn vék sér við og leit til Péturs. Og Pétur miimtist þess, er Jesús hafði mælt: ,A-ður en hani galar tvisvar, muntu þrisvar afneita mér.“ Og hann gekk út og grét beizklega." Um þennan stutta lestur Píslarsögunnar yrkir séra Hall- grímur Pétursson einn af sín- um stærstu sálmum. Fræði- menn benda á, að flóðs og fjöru gæti í Passíusálmum. Allir eru þeir raunar jafn listilega kveðnir. En mismunur er á andríki, myndauðgi, dýpt og þrótti. í tólfta sálmi er háflóð, einu sinni sem oftar í sálma- safninu. I síðara bindi rits síns um Hallgrím Pétursson, ævi hans og starf, segir dr. Magnús Jónsson prófessor: „Ég gæti vel hugsað mér, að einhverjum þætti þessi sálmur teztur allra Passíusálmanna." Á sama stað segir Magnús: „Aidrei hefur verið ort á íslenzku um iðrun- ina af meiri speki og lífsreynslu en í þessum sálmi.“ „Þriðja orð Kristí á krossinum“ Hið síðast greinda kynni að mega gjöra að álitum. Iðrunin er rauður þráður í Passíusálmun- um endilöngum. Óvíða eru henni betri skil gjörð en í fertugasta sálmi, en hann nefnist „Þriðja orð Kristí á krossinum" og fjall- ar um orð Jesú við ræningjann: „Sannlega segi ég þér: I dag skaltu vera með mér í paradís." Framarlega í sálminum er m.a. að finna eftirfarandi erindi: Samvizku orma sárin verst sönn iðrun jafnan græðir bezt hugsvalar sál og huggar geð, heilaga engla gleður með. Hér er m.a. tvennt til um- ræðu: Samvizkusár mannsins, og hugsvölun sálinni til handa. Otal stef önnur tengjast iðrun- inni í þessum sálmi svo og í hin- um tólfta. En í þessu versi er gripið á kviku mannshugans á öllum öldum, einnig um vora tíð. Hyggjum nánar að þeim leyndardómi. Iðrun Iðrun er sammannlegt fyrir- bæri. Hún steðjar að hverjum og einum, þegar hlutaðeiganda hefur orðið nokkuð á. Vér minnumst iðrunarinnar frá bernsku. Hún fylgir oss ævina endilanga. Iðrunin hefur að því er virð- ist sjálfkrafa í sér fólginn end- urlausnarkraft. Þegar hún hef- ur fyllt hugann um stund, kann svo að fara, að þeim létti, sem iðrast. Hugsvölun kemur í kjöl- far hugarangurs. Þetta eru ekki trúaratriði, heldur nokkuð almenn reynsla af staðreynd- um sálarlífsins. „Segðu steininum heldur en engum,“ greinir gamalt mál- tæki. Það er gagnlegt að skrifta fyrir trúnaðarvini, skýra honum frá því, sem þér liggur á hjarta. Hollast er þó að játa syndir sínar í einrúmi fyrir Jesú Kristi og þiggja fyr- irgefningu í orði hans og anda ellegar í altarissakramenti kirkjunnar hans. Hugheil iðr- un og læknisdómur fyrirgefn- ingarinnar haldast löngum í hendur. „Hann gefur hreina trú“ Fimm upphafserindi tólfta Passíusálms hafa að geyma þann texta Píslarsögunnar, sem að framan getur. Að svo búnu tekur Hallgrímur til við útlegginguna. Hann ræðir sam- vizkuna sjálfa, sem enginn fær umflúið. Hún er hið fyrsta hanagal „f hvers manns geði“. Því næst talar skáldið um „lög- mál Guðs“ og vilja hans, sem öllu heldur í hendi sér, boðorð Drottins. Samvizkan og boð- orðin angra og naga, en flytja manni ekki hugsvölun ein og sér. Það gjörir aftur á móti „Jesú álit skýrt“. Jesús veitir iðrandi syndara þá lausn, sem í raun og veru er hvergi að finna nema hjá honum: Hanngefarhrematrú, hann fallinn reisir, hann veikan hressir nú, hann bundinn leysir. í fyrsta kapítula Rómverja- bréfsins, sautjánda versi, getur að líta orð, er verið hafa hom- steinn þeirrar kirkju, sem við fagnaðarerindið er kennd: „Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.“ Hallgrímur Pétursson leikur að þessu stefi á marga vegu í Passíusálmum sínum. í tólfta sálmi talar hann um „hreina trú“ og rétta iðrun. Sá sem þegið hefur trú og iðrun að gjöf, á þess ítrekað kost að staðreyna návist hins kross- festa og upprisna og þar með hvíld við hjartarætur og þá rósemi hugans, sem öllu öðru tekur fram. Dagleg iðrun er kennimark kristins manns, ásamt bæn og þakkargjörð. Stundaðu íþrótt afturhvarfs og trúar, og þér mun famast bet- ur og betur hið innra. Neitaðu ekki sjálfum þér um þessa sálubót. Lestu Píslarsögu frelsarans nú á fóstunni og Passíusálmana jafnframt. Farðu reglulega með bænirnar þínar. Það þarf ekki að taka ýkja langan tíma hverju sinni. En stundaðu bænagjörð, þegar þú kemst í færi. - Kostaðu kapps um að veita viðtöku þeirri náð, sem Guð vill úthluta þér. VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Athugasemd við grein Ein- ars Laxness í PISTLUM Velvakanda sl. miðvikudag, ritar Einar Laxness fáein áréttingar- orð sem halda mætti að hann beindi til mín. Er það vegna Ijósmynda sem birt- ust með greinarkafla er blaðið birti úr fórum mln- um þar sem fjallað var um störf Halldórs Kiljans Lax- ness í Ríkisútvarpinu. Ég átti engan þátt í vali mynd- anna, vissi raunar ekki að þær ættu að fylgja grein- inni fyrr en ég las blaðið. Starfsmenn Morgunblaðs- ins unnu sitt verk af kostr gæfni og alúð, ljósmyndina sem Einar ræðir um að birt sé án þess að ljósmyndar- ans sé getið, fundu Morg- unblaðsmenn í bók Vöku- Helgafells „Lífsmyndir skálds". Þar birtist myndin á blaðsíðu 60. Sá ljóður er á ráði að ljósmyndarans er eigi getið, hvorki á viðkom- andi blaðsíðu né í nafna- skrá ljósmyndara. Greinar- höfundur, undirritaður, er því sýkn saka að því er þetta varðar. Sama gildir um Morgunblaðsmenn. Sé við einhvem að sakast eru það Vöku-Helgafellsmenn. En eigum við ekki að skrifa skuld þeirra í sand- inn úr því sem komið er. Pétur Pétursson, þulur. Blekkjandi tilboð í Elko KONA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri óánægju sinni yfir því að raftækjaversl- unin Elko sé að bjóða sjónvörp sem eru nokk- urra ára gömul, t.d. ein tegundin sem er árgerð 1995. Myndgæði í þetta gömlum tækjum em ekki eins góð og hún er í nýj- ustu tækjunum. Einnig var bökunarofn frá AEG í versluninni, árgerð 1993. Og þá er spuming hvort verið sé að bjóða fólki á ís- landi rafmagnstæki af gömlum lagerum úti í heimi? Óánægð kona. Tapað/fundið Farsími tapaðist BANG & Olufsen farsími tapaðist á Bíóbarnum fyrir 2-3 mánuðum síðan. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í s: 552 1012. Lyklar fundust LYKLAKIPPA með tveimur lyklum og merkis- spjaldi úr málmi sem á stendur ASTIII, personal boots, í plastbuddu, fannst á Flyðrugranda við KR- völlinn sl. fimmtudag. Eig- andinn getur vitjað kipp- unnar í s: 551 9537. ■ ' Morgunblaðið/Sverrir Nú er tíminn til að reyna færni sína á skíðum. Víkverji skrifar... MEÐFERÐIN á almennum skattborgurum innan skatt- kerfisins er algjörlega óviðunandi. Það er rekið á þeirri forsendu, að allir séu skattsvikarar eða a.m.k. hugsanlegir skattsvikarar. Ríkið hefur allan forgang, hvað sem líður lögbundnum og stjórnarskrárvörð- um réttindum borgaranna. Vík- verji hefur áður bent á, að skatt- stofur úrskurði um eigin ákvarðan- ir, skattborgarinn þurfi síðan að sæta því, að úrskurðurinn sé bor- inn undir aðra aðila skattkerfisins, ríkisskattastjóraembættið og yfir- skattanefnd. XXX ALVEG sérstakur hugsunar- háttur virðist ríkja í garð al- mennings og fyrirtækja í stjórn- sýslunni. Valdhroki er víða vanda- mál í samskiptum yfirvalda við borgarana, ekki bara i útlöndum. Starfsmenn kerfisins gleyma því, hvers vegna það er til, hveijum það á að þjóna og hverjir borga brús- ann. I framhaldi af þeirri gagnrýni á störf skattafyrirvalda, sem brotizt hefur upp á yfirborðið síðustu mánuðina, ræddi Morgunblaðið við formann yfirskattanefndar. í máli hans kom fram, að hann telur kær- ur til nefndarinnar alltof margar o g vill leita leiða til að fækka þeim. Hann telur eðlilegt að hyggja að kærugjaldi til yfirskattanefndar í því skyni. Það er einmitt þessi hugsunarháttur, sem Víkverji get- ur ekki sætt sig við. Það á sem sagt að refsa skattgreiðandanum enn meira en nú er gert fyrir að leita réttar síns. Það skal kosta peninga að efast um úrskurði starfsmanna á skattstofum. Færri hafa þá ráð á því. Það er lausnin. Kærurétturinn á að kosta meira. Ekki má gleyma því, að skatta- skuld hleður á sig dráttarvöxtum og kostnaði á meðan beðið er eftir úrskurði yfirskattanefndar, sem getur tekið 2-3 ár. Það eitt hræðir fólk frá því að kæra til nefndarinn- ar, auk þess sem ákvörðuð skuld er innheimt með fjárnámi hjá sýslumanni. Það er gert í skjóli úr- eltra „stjórnsýslureglna“ og ekk- ert tillit tekið til þess möguleika, að yfirskattanefnd felli úrskurð skattstofu úr gildi. Með þessari að- ferð er hægt að gera menn gjald- þrota meðan beðið er úrskurðar. Enginn er ábyrgur, hvorki sýslu- maður, sem innheimtir, né skatt- stofan, sem kvað upp rangan úr- skurð í upphafi. Það getur ekki tal- izt boðlegt, að enginn sé ábyrgur fyrir því tjóni, sem opinberar stjómvaldsaðgerðir valda borgur- um og fyrirtækjum. XXX YFIRMENN fjármálaráðuneyt- is vísa því á bug, að yfirskatta- nefnd sé höll undir ríkisvaldið og er þá vitnað til þess, að um helm- ingur úrskurða nefndarinnar falli skattgreiðendum í vil. Þessu mati er Víkverji ekki sammála. Þveröf- ugt. Þetta er bein sönnun þess, að skattstofurnar fari offari gegn skattgreiðendum. Það er með ólík- indum, að annar hver úrskurður standist ekki, þótt skattstofumar hafi alla úrskurði yfirskattanefnd- ar í höndunum öfugt við borgar- ana. Vegna rangra úrskurða hefur mikill kostnaður og áþján verið lögð á viðkomandi skattborgara. Ekki má gleyma því heldur, að að- eins hluti skattgreiðenda leitar alla leið til nefndarinnar vegna kostn- aðar, tíma, fyrirhafnar og ótta við að komast á svartan lista.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.