Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 11 Menntamálaráðherra segir að þrátt fyrir að litið hafí verið á erlend fordæmi um kynningu nýrrar skólastefnu, þá sé hún ekki sniðin að stefnu annarra ríkja. „Hefðir þjóða í menntamálum eru mjög ólíkar og skólakerfíð okkar er ungt. I ár eru aðeins 90 ár frá því að fyrstu lög um fræðslumál tóku gildi hér á landi. Elsti menntaskóli landsins varð 150 ára árið 1996. Upp úr 1970 varð gjörbreyting á framboði menntunar, með fjölbrautaskólum og framhaldsskólum um land allt. Núna gefst okkur mjög gott tæki- færi til að endurskoða skólakerfíð, á grund- velli nýrra laga. Við verðum að nýta þetta tækifæri og kalla saman alla þá sem færast- ir eru. Við einsettum okkur að klára þetta mikla verk, mótun nýrrar skólastefnu og endurskoðun aðalnámskrár fyrir grunn- skóla og framhaldsskóla, á 27 mánuðum og mér sýnist það ætla að takast. Námskrár verða lagðar fram í haust og við stefnum að því að koma þeim í gagnið á næstu þremur árum.“ Skýrslur foi’vinnuhópa um endurskoðun aðalnámskrár liggja nú íyrir, en hóparnir fjölluðu heildstætt um námsgreinar, þ.e. allt frá 6 ára bekk til loka framhaldsskóla. Þar er búið að móta markmið kennslu í hverju fagi og tryggja samfellu í námi. „Þessar upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu ráðuneytisins og þær hafa verið kynntar á málþingum. Nú drögum við nokkur meginat- riði út og kynnum fyrir almenningi." Löngu tímabært Bjöm segir að fyrstu viðbrögð við nýrri skólastefnu bendi til að þessi vinna hafi ver- ið löngu tímabær. „Hér er mikil þörf fyrir umræður um menntamál á öðrum forsend- um en þeim, að takast á við niðurstöður í einstökum könnunum eða fjárhagsmál. Bæklingurinn, þar sem nýja skólastefnan er kynnt, er ekki fyrirmælaskjal, heldur um- ræðugrundvöllur. Við vörpum ýmsu fram án þess að taka af skarið, eins og til dæmis varðandi samræmdu prófín. Þar er sagt að samræmd próf verði sex en ekki fjögur eins og nú, en engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort einhver þeirra verða skylda eða hvort þau verða öll valfrjáls. Það er líka möguleiki að nemendur fari upp úr grunn- skóla án þess að gangast undir samræmd próf. Við leggjum aðeins til að nemendum verði tryggður réttur til að taka próf, sem veita þeim ákveðin réttindi í framhalds- skóla. Þeir sem ekki vilja nýta sér þennan rétt fá þá minni réttindi. Við erum hvorki að gera minni kröfur né úthýsa neinum, enda eiga allir nemendur, sem hafa lokið grunn- skólanámi, að geta hafið framhaldsnám. Einstaklingar eru hins vegar ólíkir og við þurfum að taka mið af því strax í grunn- skóla í ríkari mæli en verið hefur. Eg hef heyrt þær raddir að við séum að hverfa aft- ur til landsprófsins, en það er rangt. Við er- um ekki að stíga til baka heldur lítum fram á veg.“ Björn segir að starfsnám sé ekki skil- greint í einstökum atriðum í þeirri stefnu, sem nú er kynnt. Menntamálaráðuneytið setji námskrár fyrir starfsnám að fengnum tillögum starfsgreinaráða, sem nú séu að hefja störf á grundvelli nýju framhaldsskóla- laganna. EF VIÐ getum hagrætt og sparað þá er það auðvitað gott og blessað, en þetta er ekkert hag- ræðingarverkefni. Við ætium að bæta menntun. LÖGÐ verður áhersla á sjálfstæð vinnubrögð nemenda. Jafnframt verður val nemenda í efstu bekkjum grunnskólans aukið til muna. ÞJÁLFUN í íslensku máli verður felld inn í allar náms- greinar og kennslustundum í stærðfræði og náttúrufræði fjölgað verulega. UPPLÝSINGALÆSI, hæfnin til að safna, greina og setja fram upp- lýsingar, verður skyldunáms- grein frá upphafi til loka grunn- skólans. MIKIL þörf er fyrir umræður um menntamál á öðrum forsendum en þeim, að takast á við niður- stöður í einstökum könnunum eða fjárhagsmál. Lengra skólaár nægi fjöldi kennslustunda ekki Menntamálaráðherra segir að telji menn fjölgun kennslustunda ekki viðunandi, sé ástæða til að velta því fyrir sér hvort lengja eigi skólaárið. „Frá 10 ára bekk verður kennt í 35 stundir á viku, svo það verður fullt starf fyrir nemendur á þeim aldri að vera í skóla. I 8. bekk fjölgar stundum í 37 og helst svo út grunnskólann. Mér sýnist ekki skynsamlegt að lengja skóladaginn enn frekar. Ef þessi fjöldi dugar ekki til að ná þeim kennslustundafjölda á skólaárinu sem telst viðunandi, þá er ekki um aðra kosti að ræða en lengja skólaárið. Það hefur hins vegar verið tregða til þess, bæði í grunnskól- um og framhaldsskólum. Fjöldi kennsludaga er bundinn í lög og við erum ekki að leggja til breytingar á þeim. Eg er viðbúinn því að deilt verði um tímafjölda í einstökum grein- um, en aðalatriðið er að allir séu sáttir við heildarstefnuna." Nái ýmsar hugmyndir í nýrri skólastefnu fram að ganga þarf þó að breyta lögum. „Það á til dæmis við ef hugmynd okkar um valfrjáls samræmd próf nær fram að ganga og sama á við ef námsbrautum í framhalds- skólum verður fjölgað. Að vísu er unnt að opna upplýsinga- og tæknibraut í framhalds- skólum sem tilraunaverkefni, áður en sú breyting verður fest í sessi í lögum.“ Björn segir að hann hafi einnig velt mjög fyrir sér að stytta nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú, en ákveðið að ráðast ekki í svo miklar breytingar að sinni. „Það er nær að menn beini kröftunum að því að semja námskrámar á þessu stigi. Astæðu- laust er að leggja of mikið undir í einni lotu.“ Markmiðið ekki hagræðing heldur aukin menntun Fjölgun kennslustunda, nýjar og auknar námsbrautir og auldn námsráðgjöf kalla vafalaust á aukin fjárframlög til skólamála. Bjöm segir að auðvitað verði nýrri skóla- stefnu ekki hmndið í framkvæmd með trú- verðugum hætti nema með því að veita til þess fjármunum. „Þar kemur margt til, end- urmenntun kennara, gerð nýn-a námsgagna og kaup á búnaði. Núna tel ég hins vegar mjög góðar forsendur fyrir auknum fjárveit- ingum. Við höfum hmndið nýjum lögum í framkvæmd og erum að ganga frá nýrri námskrá. Menn vita í hverju þeir fjárfesta. Almenningur kynnir sér þessar tillögur og getur metið út frá þeim hvort hann er sam- þykkur því að veita meira fé til skólanna." Björn segir að það sé alrangt að skólar hafí verið í fjársvelti, eins og sumir hafí haldið fram. „Það hefur ekkert komið fram sem styður þá kenningu að meginvandi skól- anna sé fjárskortur. Auðvitað geta skólarnir alltaf nýtt aukið fé, en því fer fjarri að gerð hafi verið fjárhagsleg aðför að þeim. Ef litið er á tölur yfir framlög til fræðslumála und- anfarin fimm ár þá sést að þau hafa hækkað ár frá ári.“ Menntamálaráðherra segir að ekki hafí verið lagt mat á hvað kostar að hrinda nýrri skólastefnu í framkvæmd. „Ég bendi á að í grunnskólum erum við að raða námsefni á þegar lögboðnar kennslustundir og í þvi felst ekki kostnaðarauki. Sveitarfélögin hafa lýst áhuga á auknu valfrelsi í grunnskólum og ég er viss um að þau taka því fagnandi að geta mótað hann að staðháttum og atvinnu- lífi. Hugsanlegur kostnaður því samfara ætti því að skila sér fljótt. Ef við getum hagrætt og sparað þá er það auðvitað gott og blessað, en þetta er ekkert hagræðingarverkefni. Við ætlum að bæta menntun og skila ungu fólki betur undirbúnu út í lífið. Ef það kostar auk- ið fé þá verður að taka því.“ Björn segir að á framhaldsskólastiginu verði skipulag námsbrauta markvissara en áður, en um leið verði lögð áhersla á að sam- eiginlegt nám á öllum brautum verði skemmra. „Samkvæmt íramhaldsskólalög- um ber að skipuleggja námsbrautir svo að þær taki mið af lokamarkmiðinu. Þess vegna er stefnt að því að sameiginlegt nám verði að öllu jöfnu ekki meira en sem nemur einu námsári. Sérhæfingin byrjar fyrr og munur á brautum verður meiri en nú. Sá sem velur tungumálabraut getur því aukið verulega hlut erlendra tungumála í námi sínu, en dregið úr áherslu á stærðfræði og náttúru- fræði. Grunnþekking hans í þeim fögum ætti hins vegar ekki að verða lakari en nú, því aukin áhersla verður lögð á þau í grunnskól- anum. Þetta er dæmi um hvernig aukið val- frelsi gæti verið, en engin tilskipun þar að lútandi. Sá sem velur sér tungumálabraut á auðvitað að geta valið sér meiri stærðfræði og náttúrufræði en ella, en ég tel ekki rétt að skylda hann til slíks náms eftir að hann hefur ákveðið að sérhæfa sig í tungumálum." Skólinn í hendur foreldra Sjálfstæði skólanna og frelsi þeirra er helsta áhugamál menntamálaráðherrans. „Við náum þessu markmiði með samstarfi skóla og heimila. Þegar grunnskólinn færð- ist til sveitarfélaganna þá var það að mínu mati fyrsta skrefið til að færa hann í hendur foreldra. Nemendur hafa líka mjög ákveðnar skoðanir á því hvernig skólinn eigi að vera. Skólarnir eru nú sjálfstæðari í starfi en áður og skólastjórar hafa fengið aukið vald. Það kallar hins vegar á skýrar reglur um mark- mið og leiðir, til þess að foreldrar átti sig á að skólarnir starfi í samræmi við kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ráðuneytið, sem hefur mats- og eftirlitsskyldu með skólunum, þarf líka setja skýrar reglur, svo skólarnir velkist ekki i vafa um hvaða markmiði þeir eigi að ná. Með nýrri heildarstefnu í skólamálum liggja markmiðin ljós fyrir. Skýrar reglur eru giundvöllur aga í skólastarfinu og um leið forsenda þess að hægt sé af sanngirni að krefjast þess að skólamir sætti sig við mat og eftirlit." Björn Bjarnason á von á sátt um nýja skólastefnu. „Fjölmargir hafa lagt þessu máli lið. Við erum að svara kalli tímans, bæði meðal almennings og skólafólks. Því fer fjarri að ný skólastefna sé sett fram til að efna til pólitískra deilna. Þetta er þjóð- þrifamál og ég er viss um að þeir sem starfa að sveitarstjómarmálum fagna því að fá upplýsingar um stefnuna nú, áður en þeir ganga til kosninga. Ráðuneyti menntamála ber að setja fram heildarstefnu og mér finnst eðlilegt að hún sé skýr fyrir sveitar- stjórnarkosningar, því rekstur grunnskól- anna er eitt stærsta verkefni sveitarfélag- anna.“ Þegar allar tölvur VÍTðast vera eins er aðeins ein leið til að vera viss um gæðin...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.