Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 39
------------------------1%
STUTTAR námsbrautir greiða fyrir ungu fólki, segja þau Óttar Ólafsson, áfangastjóri, og Eygló Eyjólfsdótt-
ir, skólameistari Borgarholtsskóla.
MFA-skólinn -
á mannlegum nótum
starfsemi í nýju og glæsilegu hús-
næði. Stjórnendur skólans gerðu
sér þegar í upphafi grein fyrir þörf-
inni á starfstengdu námi og koma
til móts við þann stóra hóp einstak-
linga sem fallið hafa út úr hinu
hefðbundna framhaldsskólakerfi,
einkum 16-18 ára ungmenni. Því
var ákveðið að byggja upp stuttar
starfsmenntabrautir með aðalá-
herslu á vettvangsþjálfun. Nú þegar
er í boði nám á verslunarbraut og
félagsþjónustubraut, en iðnaðar- og
framleiðslubrautir eru í undirbún-
ingi. Síðast en ekki síst ber að
nefna aðalsmerki skólans, nám á
sviði bíliðngreina, sem hvergi er í
boði annars staðar á landinu. Ymis
fyrirtæki hafa gefið skólanum full-
komin tæki til kennslunnar enda
hefur námið verið skipulagt í sam-
ráði við Bílgreinasambandið.
í viðtali við Eygló Eyjólfsdóttur
skólameistara kom fram að hugsun-
in á bak við nýju starfsmennta-
brautirnar væri að nemendur
þyrftu ekki allir að ganga í gegnum
sömu „síuna“ og taka sömu gnmn-
áfangana eins og tíðkast í fram-
haldsskólakerfinu. I skólanum er
einnig sérstök fornámsdeild og fjöl-
menntadeild. Þær eru ætlaðar þeim
unglingum sem standa höllum fæti
eftir grunnskólann. Þar er í boði
fjölbreytt nám og unglingum gefst
næði til að átta sig á hvert hugur-
inn stefnir. Óttar Ólafsson áfanga-
stjóri, sem unnið hefur að því að
móta námsbrautirnar, sagði að mik-
ilvægt væri að búa til stutt nám í
nánu samstarfi við atvinnulífið og
fékk skólinn til Iiðs við sig fulltrúa
vinnuveitenda og verkalýðsfélaga.
Þeir skipa ásamt fleirum sérstaka
faghópa sem fjalla um námstilhög-
un brautanna.
Stjórnendur Borgarholtsskóla
hafa hug á að stofna til kvöldnám-
skeiða í tengslum við starfsmennta-
brautirnar. Kvöldnámskeið í málm-
iðn og endurmenntunarnámskeið á
bfliðngreinabraut hafa þegar verið
hahlin. Það er mikil þörf fyrir slíkt
nám þar sem vitað er að stór hópur
fólks vinnur ýmis störf án fag-
menntunar.
Næsta vor útskrifast fyrstu nem-
endurnir af verslunarbraut Borgar-
holtsskóla eftir tveggja ára nám.
Verslunarmannafélag Reykjavíkur
hefur þegar gert ráð fyrir þessum
hópi í kjarasamningum. Ber þetta
ljósan vott um vilja menntakerfisins
og aðila atvinnulífsins til þess að
koma til móts við þarfir ungs fólks.
Lýðskólinn
- skipuleggja námið sjálfir
„Við trúum ekki á próf,“ segir
Oddur Albertsson, skólasljóri Lýð-
skólans við Hverfisgötu í Reykja-
vík.“
Lýðskólinn er byggður á norræn-
um hugmyndum um lýðháskóla.
Kennt er í 14 vikur en nemendur
geta fengið að halda áfram ef þeir
vilja. Fyrstu vikuna er þeim kynnt
hugtakið „skóli" með öðrum hætti
en venja er hér á landi. Þá er mikil
áhersla lögð á Ijáningu. Engin sér-
stök námskrá er í gildi heldur hjálp-
ast kennarar og nemendur að við að
afla þekkingar á því sviði sem valið
hefur verið. Þannig eru allar bækur
í bókasöfnum og alnetið sá visku-
brunnur sem nemendur ausa úr.
Oddur segir að nemandi þurfi að
vera orðinn 16 ára til þess að fá
skólavist. „Engin krafa er gerð um
próf. Skólagjöld eru 15.000 kr. Fé-
lagsmálastofnun styrkir þorra nem-
enda sem stunda nám við skólann á
þessari önn.“
Ekki hefur verið kannað hvernig
lýðskólanemar hafa staðið sig að
námi loknu. Þó er vitað að hluti
þeirra hefur haldið áfram námi.
Sumir skólameistarar framhalds-
skóla hafa metið námið til 10 ein-
inga í áfangakerfi skólauna og sam-
svarar það um hálfri önn.
Menntamálaráðuneytið, Rauði
krossinn og Reykjavíkurborg hafa
styrkt starfsemi Lýðskólans. Oddur
segir að þar sem fá úrræði séu til
handa unglingum, sem flosnað hafa
upp úr skóla, sé líklegt að Lýðskól-
inn verði starfræktur áfram.
Menntasmiðja kvenna
- aukið sjálfstæði
- meira sjálfstraust
Á Akureyri hefúr Menntasmiðja
kvenna starfað síðan árið 1993. Hún
var upphaflega stofnuð til þess að
ráðast gegn atvinnuleysi kvemia
sem fylgdi í kjölfar þess að verk-
snúðjum Sambandsins var lokað. Nú
stendur yfir sérstakt námskeið fyrir
ungaí’ mæður á aldrinum 18-35 ára.
Rauði krossinn veitti einnar millj.
kr. styrk til þessa verkefnis og er
því hægft að greiða dagvistargjöld
fyrir böm nemenda. Námskeiðið
sækja 20 konur, flestar á aldrinum
18-25 ára. Konur þurfa hvorki að
eiga rétt á atvinnuleysisbótum né
vera atvinnulausar til þess að geta
sótt námskeið hjá Menntasmiðjunni.
Hins vegar halda atvinnulausar
konur bótum á meðan á námskeið-
inu stendur og ævinlega er mikill
hluti þátttakenda úr þeirra hópi.
Námið skiptist í tvö 8 vikna nám-
skeið. Þar er lögð mikil áhersla á
sjálfstyrkingu auk þess sem stund-
að er bóklegt og verklegt nám. Þær
konur, sem hafa lokið námskeiðum
hjá Menntasmiðjunni, hafa átt auð-
veldara uppdráttar á vinnumarkað-
inum. Þeim hefur ekki einungis
gengið betur að fá vinnu, þær halda
henni einnig lengur. Hulda Biering
verkefnisstjóri greindi m.a. frá því
að Menntasmiðjan liefði haldið í við
atvinnuleysi kvenna fyrir norðan
svo að það hefur ekki aukist.
Ekkert sambærilegt tilboð er
handa atvinnulausum körlum á
Akureyri. Efnt hefur verið til sjálf-
styrkingarnámskeiða fyrir þá en
eiginlegt. nám hefur ekki verið fyrir*
hendi.
Enginn ætti að deyja ráðalaus
I viðtölum við stjórnendur skóla
og stofnana sem sinna málefnum
atvinnulausra kemur m.a. fram að
mikill hluti vinnuafls hér á landi
hafi litla eða enga starfsmenntun.
Þetta hlutfall er hærra á Islandi en
á öðrum Norðurlöndum. Þá er ljóst
að atvinnuleysi er mest á meðal
þeirra sem hafa litla starfsmennt-
un; því minni menntun, þeim mun
meiri líkur á atvinnuleysi. ,
Gerður Óskarsdóttir, fræðslu- *•
sljóri Reykjavíkur, hefur einnig
vakið athygli á þeim vanda sem
steðjar að íslensku þjóðfélagi vegna
mikils brottfalls nemenda úr skóla.
Svo virðist sem menn séu vaknaðir
til vitundar um þennan vanda en
seint gangi að snúast til varnar.
I samtali við stjórnendur Borgar-
holtsskóla kom fram að skólinn
hefði skrifað öllum félagsmönnum
Verslunarfélags Reykjavíkur, sem
vitað var að væru á atvinnuleysis-
skrá og vakin athygli á
starfstengdu námi. Engin viðbrögð
fengust við bréfi þessu. Hið sama
hefur gerst í Danmörku og í
Færeyjum. Ástæðuna telja stjóm-
endumir þá að atvinnuleysi fylgi
viss doði og fólk reyni síður að
bjarga sér eftir því sem það sé
lengur atvinnulaust.
Ríki og sveitarfélög verða með
markvissari hætti að aðstoða at-
vinnulaust, ungt fólk. Einkum verð-
ur að huga að einstæðum mæðrum,
en bótum er þannig háttað að oft
borgar sig fremur fyrir þær að
gæta barna sinna heima fremur en
sækja námskeið og koma börnun-
um fyrir á leikskólum. Þótt stjórn- ,■
málamönnum kuimi að standa ógn
af kostnaðinum við að styrkja at-
vinnulausa er hann þó smámunir
hjá þeim fjármunum sem getur
þurft að verja til að Ieysa vanda
heillar kynslóðar sem elst upp við
atvinnuleysi foreldra. Slíkir ein-
staklingar verða fremur vágesti
þessum að bráð en aðrir þegnar
þessa lands.
Höfundar eru nemendur í hagnýtri
fjölmiðlun við Háskóla Islands.
„Maður fyllist
stöðugt meira
vonleysi og finnst
allt tilgangslaust.
Loks kemur að
því að maður
nennir ekki
á fætur.“
ræði. Að öðrum kosti sé verið að
leggja grunn að félagslegum
vanda sem fylgi atvinnuleysi
þeirra.
Þegar rætt er um vanda ein-
stæðra, atvinnulausra mæðra virð-
ast flestir sammála um að brýnt sé
að leysa vanda þeirra. Vitað er að
félagsmálastofnanir í nokkrum
sveitarfélögum hafa styrkt nokkr-
ar þeirra til þess að sækja nám.
Það er hins vegar undir hælinn
lagt hvort þær eru studdar til þess
að efla menntun sína. I lögum um
félagsþjónustu er ekki tekið á
vanda þeirra og lög um vinnu-
markaðsaðgerðir fjalla ekki um
erfiðleika ákveðinna þjóðfélags-
hópa. I nágrannalöndum okkar er
VINNUVEITENDUR verða að
virkja unga fólkið, segir Ægir
Gauti Þorvaldsson.
ÞAÐ verður að svara atvinnu-
umsóknum, segir Solveig Jóns-
dóttir.
sveitarstjórnum skylt að styrkja
atvinnulausar, einstæðar mæður
til náms. Hér á landi virðast menn
standa ráðalausir. Á meðan fyrir-
myndimar bíða austan Atlantsála
vex vandi mæðranna og hver vísar
á annan.
Pramtíðarsýn
Samkvæmt könnun Gests Guð-
mundssonar er næstum helmingur
þeirra, sem lokið hafa starfsnámi,
óráðinn. Þeir, sem hafa lokið ein-
hverju framhaldsnámi, hyggja oft-
ar á frekari skólagöngu. I viðtöl-
um sem Gestur átti við 10 einstak-
linga, sem allir höfðu sótt Hitt
húsið í lengri eða skemmri tíma,
kom í ljós að 8 af 10 höfðu bætt
stöðu sína, flestir vemlega og að
starfsemi Hins hússins hefði átt
sinn þátt í því.
Starfsmenn telja æskilegt að
Hitt húsið verði viðurkennt sem
eins konar miðstöð ungmenna sem
hefur dagað uppi í skólakerfmu.
Hitt húsið veiti þeim starfsþjálfun
og styðji þau til sjálfsbjargar.
Atvinnurekendur
ókurteisir
Ægir Gauti Þorvaldsson (24) og
Solveig Jónsdóttir (26 ára) hafa
bæði kynnst atvinnuleysinu. Hann
hefur enga vinnu haft í 5 mánuði
en hún hafði verið atvinnulaus í
jafnlangan tíma, þegar henni
bauðst starf við móttökuna í Hinu
húsinu. Ægir var í Menntaskólan-
um í Hamrahlíð í fjóra vetur en
lauk ekki námi. Hann hefur fullan
hug á að hefja nám við Myndlist-
ar- og handíðaskóla íslands næsta
haust og læra iðnhönnun. Solveig
lauk grunnskólanámi og vann eftir
það á ýmsum stöðum. Hún var
öðm hverju í framhaldsskólum en
flosnaði upp eftir kennaraverkfall-
ið 1995.
Atvinnuleysið hafði slæm áhrif á
Solveigu. Vinahópurinn breyttist
og hún sótti í félagsskap fólks sem
svipað var ástatt fyrir. Þunglyndi
hrjáði hana og sífelid höfnun rýrði
sjálfsmyndina. Ægir og Solveig
hafa bæði slæma reynslu af vinnu-
markaðinum þar sem þau komu
alls staðar að lokuðum dymm.
Vinnuveitendur höfðu fögur orð
um að hafa samband við þau og
einatt vom nöfn þeirra og síma-
númer skráð, en aldrei var hringt
eða umsóknum þeirra svarað. Þau
segja að atvinnuleysið sé mann-
skemmandi. „Maður fyllist
stöðugt meira vonleysi og finnst
allt tilgangslaust. Loks kemur að
því að maður nennir ekki á fætur,“
sagði Solveig.
Nám sem virkar
Ægir og Solveig vom sammála
um frábæra starfsemi Hins húss-
ins og enginn vafi léki á að hún
hefði breytt lífi þeirra. Ægir kvað
Hitt húsið hafa víkkað sjóndeild-
arhring sinn og hann væri miklu
jákvæðari og hressari í viðmóti en
áður; hann hlakkaði nú til að fara
að stai-fa hjá íslenskri tónverka-
miðstöð, en það væri hluti af
starfsþjálfun hans.
Þau sögðu að námið í Hinu hús-
inu „virkaði“, ólíkt því sem gerðist
í grann- og framhaldsskólum. Æg-
ir taldi að bóknámi væri gert of
hátt undir höfði og að það væri
ekki í takt við hraða nútímans;
leggja þyrfti meiri áherslu á tján-
ingu og tölvunám. Hann sagði net-
byltinguna stórkostlega og veita
mikla möguleika til þess að ger-
breyta kennsluháttum. Hægt væri
að nýta gagnabanka og sníða
kennsluna að þörfum hvers og
eins. Með netinu gæti framhalds-
nám orðið marlwissara og opnað
nýjar víddir fyrir nemendur.
Solveig bætti við að framhalds-
menntun væri ekki fyrir alla.
Skólagjöld væm há og forsvars-
menn skólanna sæju til þess að
nemendur gætu ekki selt kennslu-
bækur sínar því að nýjar bækur
væm á leslistum nemenda ár
hvert. Hún sagði að það væri sér-
stakiega dýrt að stunda nám fyrir
þá sem búa úti á landi, dreifbýlis-
styrkurinn dygði alls ekki fyrir
kostnaði. Þau vom sammála um að
kenna þyrfti nemendum hvernig
ætti að sækja um vinnu; fram-
koma og framsögn væru ekki með-
fæddir eiginleikar.
Að síðustu vildu þau koma þeim
skilaboðum á framfæri við vinnu-
veitendur að þeir leituðu til ungs
fólks. Annars lokuðu þeir vinnu-
markaðinn af og enduðu í blind-
götu. „Vinnumarkaðurinn þarf að
virkja unga fólkið því að þess er
framtíðin," sagði Ægir.
V
r
*