Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.03.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1998 41 ----------------------N ÞORBJORG KA TARÍNUSDÓTTIR +Þorbjörg Katar- ínusdóttir fædd- ist á Bakka í Seyðis- firði við ísafjarðar- djúp 29. mars 1934. Hún lést í Reykjavík 23. febrúar síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Seijakirkju 4. mars. Þorbjörg mágkona er látin. Þannig hljóð- aði fregnin sem ég fékk að morgni 23. febrúar, hún hafði látist þá um nóttina eftir þungbær- an sjúkdóm. Þorbjörg var tæplega 64 ára er hún lést á Borgarspítalanum í Reykjavík eftir tveggja daga legu þar. Áður lá hún á heimili sínu í nokkra mánuði í Fannborg 1 í Kópavogi. Þorbjörg missti móður sína að- eins tæplega 6 ára gömul. Hún var ein af níu systkinum. Af þeim eru á lífi Þuríður, Gróa og Kristín. Þorbjörg fluttist til Reykjavíkur með fóður sínum og systkinum árið 1941. Eftir það var hún að mestu hjá vandalausum í Reykjavík og víðar. Þannig var hlutskipti margra bama á þeim tímum undir slíkum kringumstæðum. Móður- missirinn var því sár fyrir svona ungt stúlkubam, en hún var yngst systkina sinna. Þorbjörg var tvígift. Fyrri mað- ur hennar var Benedikt Bjamason. Þau eignuðust fimm dætur sem all- ar eru á h'fi. Þær heita Margrét, Jóhanna Guðmunda, Álfhildur, Guðbjörg og Vilborg. Seinni maður Þorbjargar var Ingvi Einarsson, látinn, þau eign- uðust tvo drengi, Katarínus Grím og Einar Björn. Sambýlismaður Þorbjargar síðustu árin var Sig- tryggur Steinþórsson. Hann varð bráðkvaddur tveimur dögum fyrir andlát hennar 21. febrúar á heimih þeirra í Kópavogi. Fyrir mmum 20 árum gekk Þor- björg undir uppskurð á baki og eft- ir það varð hún lömuð á báðum fót- um og upp frá því gekk hún við tvær hækjur, en hún lét það ekki á sig fá. Með spelkur á báðum fótum sá hún um heimili sitt fram á það síðasta og síðustu árin vann hún í Sjálfsbjargarhúsinu í Reykjavík við símavörslu. Þorbjörg var geysilega hörð af sér og ósérhlífin. Aldrei heyrði maður hana tala um veikindi sín og þrautir bar hún án þess að bera þær á borð annarra. Nokkrum vikum áður en hún lést var henni sagt frá sínum alvar- legu veikindum. Hún tók því með jafnaðargeði og sætti sig við þann úrskurð, eins og komið væri. Þor- björg þráði að liggja heima hjá sér, sem henni auðnaðist, utan tveggja síðustu sólarhringana, með sér- stakri hjálp og umhyggju hennar ágætis sambýlismanns. Þorbjörg var greind kona, hafði yndi af lestri góðra bóka. Hún var bráðlagin, svo að það lék allt í höndunum á henni, en aukatímarn- ir frá venjulegum heimilisstörfum og uppeldi barnanna voru stundum litlir til annaiTa hluta. Hjartað sló á réttum stað, góð- vild hennar og hjálpsemi voru hennar góðu eiginleikar. Ævi hennar var ekki bara dans á rósum, eins og hjá mörgum öðnim. Hún hafði þungt heimili, bömin sjö og seinni maður hennar mjög veik- ur í mörg ár. Hann var á heimilinu Crfisdrvkkjur Sssp. allt til loka og hjúkraði hún honum eftir bestu getu, þótt svona fötluð væri. Það var með ólík- indum hvað hún leysti það vel af hendi. Lengst af var heimili hennar á Eyrarbakka. Þar kunni hún vel við sig. Eftir lát Ingva flutti hún til Reykja- víkur og svo í Kópavog í desember sl. Á Eyrarbakka átti hún sem annars staðar góða vini, sem dáðu hana fyrir manngæsku og dugnað. Eftir að hún flutti það- an átti hún margar ferðir þangað austur til að hitta sína kunningja, því hún var svo lánsöm að geta keyrt bíl þrátt fyrir fötlunina. Þrátt fyrir marga erfiðleika í lífi hennar bar hún sig ætíð vel, hún hafði létt skap og var mjög við- ræðugóð. Ekki hallmælti hún nein- um, heldur lagði alltaf gott til mál- anna. Við Kristín áttum margar ánægjulegar og skemmtilegar stundir á heimili Þorbjargar og eins heima hjá okkur, þar sem hún var tíður gestur áður fyrr, þegar hún þurfti að dvelja vegna veikinda sinna, með yndislegar fimm stúlk- ur, þægar og góðar. Það eru því margar góðar minn- ingar sem við eigum, sérstaklega frá þeim tíma. Það var ætíð gott að vera í návist hennar, góðvildin og léttleikinn sem hún var rík af, vörpuðu ætíð erfiðleikunum til hliðar. Að leiðarlokum kemur efst í hug- ann innilegt þakklæti fyrir allar samverustundimar sem við áttum og ég sakna þessarar ágætu konu sem nú er horfin sjónum manns. Á milli okkar Þorbjargar fór aldrei styggðarorð, hún var kona frið- semdar. Þorbjörg hafði eins og fleiri, sem verða fyrir áfóllum í lífinu, leitað sér lækninga til bættrar heilsu. Hún fór því þrjár ferðir til Júgóslavíu ein síns hðs í þessu skyni, en árangur varð ekki sem skyldi. Þá fór Þor- björg fyrir fáum ánim ein til Kanada til að hitta dóttur sína sem þar býr og það tókst henni á sínum tveimur hækjum áfallalaust, þó með htla málakunnáttu. Þessi dæmi sýna hvað hún var áræðin og vilja- sterk í því sem hún ætlaði sér að framkvæma. Þannig var Þorbjörg. Síðustu sex árin höfum við hjón- in dvalist að mestu erlendis og vegna þess hafa samfundir okkar Þorbjargar verið færri en áður fyrr. Þó áttum við þess kost að vera heima á Islandi um síðustu jól og fram í janúar og áttum stundir með henni á heimili hennar, en þá var hún orðin alveg rúmföst, en samt gat hún sýnt okkur sitt góða bros og rætt við okkur. ...k-Sími 553 1099 öpið öll kvöld • Ivl _ AÍntitrt HH1 ÍiaIo'Jí' inn Sími 555-4477 MINNINGAR Nú hður þér betur, mágkona, því viss er ég um að móttökur hinum megin móðunnar miklu hafa verið góðar í faðmi horfinna ástvina. Ég sendi börnum hennar og öðr- um ástvinum mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið guð að blessa þau öh. Ég kveð þig með söknuði og þökk fyrir allt, Þor- björg mín. Gestur Guðmundsson. Systir mín kær, nú hafa leiðir okkar skilið í bili, ég sakna þín mikið. Þú varst alltaf svo bhð og góð og við þig gat ég rætt um alla hluti, þú varst svo skilningsrík og lagðir ætíð gott eitt til málanna af skilningi og góðvild. Við vorum svo samrýndar og áttum svo margt sameiginlegt. En á skilnaðarstundu kemur margt upp í hugann. Efst er hjartans þakklæti fyrir allar yndislegu stundinar sem við áttum saman og ég dáðist oft að því þreki sem þér var gefíð og vilja sem þú varst svo rík af, samfara góðvild í garð allra manna. Við hittumst svo aftur í fyllingu tímans og hlakka ég til þess. Hafðu kæra þökk fyrir allt. Guð blessi þig. Þín systir Kristín. Þegar þú hefur nú kvatt lífið frænka leitar hugurinn nokkuð aft- ur í tímann þegar þú áttir heima á Eyrarbakka. Þá var ég smá strák- ur og kom oft þangað með foreldr- um mínum og lék mér við dætur þínar. Alltaf tókst þú jafn vel á móti mér, eins og ég væri eitt af þínum börnum. Alltaf fann ég að ég væri velkominn og viðmótið var blítt og það var léttleiki yfir þess- ari konu sem ég kunni vel við. Að leiðarlokum vil ég þakka Beggu frænku, eins og ég kallaði hana oft, fyrir þessar bemsku- stundir sem ég átti á heimili henn- Alltaf vai’ ánægjulegt samband á milli okkar, hún var alltaf sama góða konan og ég var alla tíð uppá- hald hjá henni. Þótt ég væri bú- settur nú um langt skeið erlendis þá slitnaði ekki okkar samband og síðast heimsótti ég hana í nóvem- ber sl. Þá var hún orðin heltekin af þeim banvæna sjúkdómi sem batt enda á líf hennar. Við gátum þó spjallað mikið saman og ég fann sama hlýhuginn og vinsemdina í minn garð. Frænka mín var ekki rík af verald- legum hlutum, en hún var aftur á móti rík að ástúð og umhyggju fyr- ir öðrum. Þegar leiðir skilja þá em efstar í huganum þakkir fyrir allt frá liðn- um tíma. Lengi mun ég minnast þessarar frænku minnar, þessarar heiðvirðu og vönduðu konu sem ætíð var veitandi en ekki þiggjandi. Sendi öllum aðstandendum mín- ar bestu samúðarkveðjur. Góð kona hefur kvatt. Gestur Valgeir Gestsson. Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Elskuleg eiginkona mín, móðir og tengda- móðir, GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR, Tómasarhaga 9, andaðist á Landakotsspítalanum föstudaginn 6. mars. Þórhallur Friðfínnsson, Kolbrún Þórhallsdóttir, Helga Brynjólfsdóttir. Erling Aspelund, Stefán, Þorvaldína, Bergþóra og Sigrún. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, , SÓFUS EMIL HÁLFDÁNARSON, Hrafnistu Hafnarfirði, sem lést mánudaginn 2. mars sl., verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- legast bent á að láta Hrafnistu í Hafnarfirði njóta þess. Þórarinn Karl Sófusson, Ásdís Sveinsdóttir, Gústav Sófusson, Guðrún Kjartansdóttir, Helga Sófusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástvina mín, dóttir og móðir okkar, GUÐRÚN SÓLEY KARLSDÓTTIR frá (safirði, Skeggjagötu 17, Reykjavík, lést fimmtudaginn 19. febrúar. Bálför hennar fór fram þriðjudaginn 3. mars í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Gunnlaugur Sigurgeirsson, Sigríður Sæmundsdóttir, Guðmundur Svanbergsson, Sigríður Jóna Albertsdóttir. + Ástkær móðir min, tengdamóðir og amma, GUÐNÝ ÞÓRARINSDÓTTIR, Hraunbæ 128, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 2. mars. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 15.00. Hafdís H. Vilhjálmsdóttir, Grímur Kjartansson, Einar Grímsson, Guðný Helga Grimsdóttir. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför bróður okkar, uppeldis- bróður og mágs, SIGURÐARJÓNSSONAR vélvirkja, Stóragerði 38, Reykjavík. Ingigerður Jóndóttir, María Jónsdóttir, Guðrún S. Jónsdóttir, Sigursteinn Árnason, Árný Árnadóttir, Áslaug Árnadóttir, Brynhildur Stefánsdóttir, Margrét Stefánsdóttir. Egill Kristbjörnsson, Jón Kristjánsson, Pétur Kristbergsson, Sigríður Ólafsdóttir, Kristján Bjarnason, Agnar Ludvigsson, Kristinn Júlíusson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.