Morgunblaðið - 02.04.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 2. AJPRÍL 1998 1 5
FRÉTTIR
BATGIRL
REIMAÐUR
Unnið að stefnumótun í atvinnu-
málum hjá Reykjavíkurborg
um 40 þúsund
ar gagnvart einstökum fyrirtækjum
og í sem minnstum mæli gagnvart
einstökum atvinnugreinum.
„Það er kannski auðveldara um að
tala heldur en að framkvæma því að
í og með þá beinast opinberar að-
gerðir kannski allar að ákveðnum
atvinnugreinum og vonandi sem
minnst að einstökum fyrirtækjum,"
sagði hann.
Sveinn S. Hannesson sagði að þeir
mælikvarðar sem notaðir væru til að
meta atvinnulífið væru rangir. Alltaf
væri miðað við hve mikið væri flutt
út í krónum eða kílóum, en ekki væri
spurt að því hvaða vinnsluvirði verð-
ur eftir í landinu.
Morgunblaðið/Golli
FJÖLMENNI var á ráðstefnu atvinnu- og ferðamálanefndar Reykjavíkurborgar um hið
opinbera og atvinnulífið.
Ráðstefna um Reykjavíkurborg og atvinnulífið
Á NÆSTU árum mun fólki á vinnu-
aldri, 20-69 ára, fjölga um tæplega
40 þús. og framboð á vinnuafli að
öllu óbreyttu mun aukast um 30-35
þús. þar af að minnsta kosti 20-25
þús. á höfuðborgarsvæðinu, segir í
skýrslu um Samræmda stefnumótun
í atvinnumálum hjá Reykjavíkur-
borg. Fram kemur að því þurfi að
fjölga störfum um 1.000 á ári á höf-
uðborgarsvæðinu til að koma í veg
fynr aukið atvinnuleysi.
I skýrslunni kemur einnig fi’am
að um 48% vinnuafls er með starfs-
og framhaldsmenntun og um 19% er
með háskólamenntun og fara báðir
hóparnir stækkandi. Um 33% heild-
arvinnuafls er með grunnskóla-
menntun og fer sá hópur hægt
minnkandi. Veruleg eftirspurn er
eftir vinnuafli með iðn- og starfs-
menntun á sama tíma og margt
bendir til að nokkuð offramboð sé á
fólki með stúdentspróf sem loka-
próf.
Atvinnuleysi meðal
ungra kvenna
Bent er á að frá árinu 1991 hafi
atvinnuleysi farið vaxandi í Reykja-
vík þótt verulega hafi dregið úr
vaxtarhraða síðustu misseri. Velt er
upp þeim möguleikum að ástæðan
fyrir auknu atvinnuleysi geti verið
sú að í júlí 1993 hafí einstaklingar
utan stéttarfélaga öðlast bótarétt.
Síðar sama ár hafí sjálfstætt starf-
andi einstaklingar öðlast rétt á bót-
um og frá árinu 1995 hafí Félags-
málastofnun skyldað alla atvinnu-
lausa, sem þiggja bætur hjá stofn-
uninni til að skrá sig atvinnulausa.
Atvinnulausar konur í Reykjavík
voru 59% af heildarfjölda atvinnu-
lausra í lok ágúst sl. en 41% karlar.
Atvinnuleysið kemur verst við ung-
ar konur en 35% atvinnulausra í maí
árið 1996 voru konur á aldrinum
21-40 ára en 20% karlar á sama
aldri.
I skýrslunni kemur fram að at-
vinnuleysi í Reykjavík er mest með-
al 21-40 ára eða fólks á besta aldri
sem ætti að vera eftirsótt af at-
vinnurekendum. Það veki upp
spurningar um hvort hluti hópsins
sé fólk sem fínni fljótt vinnu með
bættu árferði eða hvort hluti hóps-
ins sé ekki tiltækur fyrir atvinnu-
markaðinn og er þá fyrst og fremst
átt við mæður með ung börn en því
hafí verið haldið fram að það borgi
sig frekar fyrir þær að vera á at-
vinnuleysisbótum en stunda launa-
vinnu. Og loks hvort hluti hópsins sé
ekki tiltækur fyrir atvinnulífið af fé-
lagslegum orsökum eða af heilbrigð-
isástæðum.
-----------------
Bensín
lækkar um
80 aura
OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu bensín-
verð í gær um 80 aura. Lítrinn af 95
oktana bensíni kostar nú 74,20 kr.
og 78,90 kr. af 98 oktana bensíni.
Esso og Olís riðu á vaðið í gær-
morgun og Skeljungur fylgdi í kjöl-
farið eftir hádegi. Bensínorkan
lækkaði bensín- og hráolíuverð í
fyrradag um 1,20 krónur lítrann.
Þar kostar 98 oktana bensínlítri nú
74,10 kr., 95 oktana bensín 69,40 kr.
og dísilolía 23,70 krónur lítrinn. Á
ÓB-stöðvunum var lækkunin 1
króna og 20 aurar þannig að nú
kostar bensínlítrinn þar 69,60 kr.
Ofangreint verð er fullt verð en
öll félögin bjóða 2-3 króna afslátt
við sjálfsafgreiðslu, mismikinn eftir
stöðvum, auk þess sem Esso býður 4
króna afslátt á Artúnshöfða vegna
framkvæmda þar.
Ástæða verðlækkunar er lækkun
á birgðaverði en breytingar á heims-
markaðsverði eru alltaf nokkurn
tíma að skila sér inn í verðið hér-
lendis þar sem birgðir berast að
jafnaði aðeins mánaðarlega til lands-
ins.
STEINAR WAAGE
Skapa þarf réttar leik-
reglur og samkeppnis-
hæft umhverfi
ATVINNU- og ferðamálanefnd
Reykjavíkurborgar efndi í gær til
ráðsteínu um Reykjavíkurborg og
atvinnulífið þar sem kynnt var stefna
borgarinnar og ríkisstjórnarinnar í
atvinnumálum, varpað Ijósi á samspil
menntunar og atvinnulífs og gerð
grein fyrir viðhorfí hagsmunaaðila
atvinnulífsins gagnvart stefnu og að-
gerðum í atvinnumálum.
Að loknum framsöguerindum voru
pallborðsumræður sem í tóku þátt
þau Árni Magnússon, aðstoðarmaður
viðskipta- og iðnaðarráðherra, Helga
Jónsdóttir borgarritari, Eygló Eyj-
ólfsdóttir, skólastjóri Borgarholts-
skóla, Sigfús Jónsson rekstrarráð-
gjafi, Pétur Jónsson, formaður at-
vinnu- og ferðamálanefndar Reykja-
víkurborgar, Kári Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Islenskrar erfðagrein-
ingar hf., og Sveinn S. Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðar-
ins.
Kári Stefánsson gerði meðal ann-
ars að umtalsefni fjármögnun fyrir-
tælga og sagði hann mikilvægt að
leitað væri eftir fjármagni erlendis
og þá helst í þeim löndum þar sem
markaðssetja ætti það sem verið
væri að skapa. Með fjármagninu
kæmi þannig sérþekking, rekstrar-
þekking og tengsl. Þá tilraun að
byggja hér upp stóra sjóði til að fjár-
magna alfarið fyrirtæki með íslensku
sagðist hann telja óeðlilega og
óæskilega samkeppni við erlent fjár-
magn.
„Það vill svo til að það er ofgnótt
af peningum í heiminum í dag, en
það eru ofyfáar hugmyndir til að
vinna með. Ég held að það sé enginn
vandi að ná inn erlendu fé til að fjár-
magna að minnsta kosti að hluta til
allflest atvinnulíf á íslandi, en þetta
er ekki bara spurning um að koma fé
í þessi fyrirtæki heldur spurning um
að setja þau í það rekstrarumhverfi
sem gerir þessum fyrirtækjum
mögulegt að ná fótfestu, ná þeim
tengslum sem þau þurfa, og gera
þeim kleift að selja vöru sína,“ sagði
hann.
Skipulag menntunar og sam-
keppnishæft umhverfi
Eygló Eyjólfsdóttir lagði áherslu
á að byggja þyi-fti upp öflugt starfs-
nám á framhaldsskólastigi sem næði
til allra nemenda og virkja ætti þá
hugmyndaauðgi sem unga fólkið
byggi yfir. Helga Jónsdóttir sagði að
það sem mestu máli skipti væri að
skipuleggja menntun þannig að
hæfileikar fólks nýttust sem best og
það væri kannski höfuðviðfangsefni
stjórnvalda í nánustu framtíð.
Þá sagði Helga mikilvægt að geta
boðið fyrirtækjum upp á umhverfi
sem væri samkeppnishæft við það
sem væri í þeim löndum sem verið
væri að keppa við og finna þyrfti leið
til að laða hingað hæfasta fólkið.
Vandinn væri hins vegar sá að gæta
þyrfti jafnræðis og ekki mætti stíga
ofan á eigin vaxtarsprota í löngun-
inni í því að fá aðild að því sem kæmi
annars staðar frá.
„Þetta er ekki einfalt viðfangsefni
og ég held að í grunninn þá sé það
hlutverk stjórnvalda að sinna stjórn-
sýslu og því að til verði samkeppnis-
hæft umhverfi, og t.d. að skattaum-
hvefið sé með þeim hætti að það laði
að,“ sagði Helga.
Sigfús Jónsson sagði að skatta-
kerfið hér á landi væri fjandsamlegt
þeim sem væru að byrja atvinnu-
rekstur og á þessu sviði yrðu stjórn-
völd að laga leikreglurnar. Þá sagði
hann að það væri óæskilegt að
stjórnvöld hefðu á hendi rekstur og
starfsemi sem þau ættu ekki að
skipta sér af heldur láta einkaaðilum
eftir.
Opinberar aðgerðir séu
ekki sértækar
Pétur Jónsson sagði sjálfsagt að
hið opinbera skapaði réttar leikregl-
ur, en það ætti jafnframt að kosta
rannsóknir á hagkvæmni þess að
nota auðlindir landsins, sem hver
sem er gæti síðan notfært sér.
Árni Magnússon sagði að hlut-
verk opinberra aðila hlyti fyrst og
fremst að vera það að tryggja sam-
keppnishæft rekstrarumhverfi, t.d.
með því að viðhalda efnahagslegum
og pólitískum stöðugleika, og búa
þannig um hnútana að íslenskt at-
vinnulíf búi við það rekstrarum-
hverfi að það standist samkeppni við
það sem best gerist í nágrannalönd-
unum. Hann sagði að opinberar að-
gerðir ættu því ekki að vera sértæk-
STEINAR WAAGE ^
SKÓVERStUN
SÍMI 551 8519 #
STEINAR WAAGE .
SlMI 568 9212 •#>
Teg. 40634
Verð kr. 2.995
Stærðir: 24-33
Litur: Svartir
Ath. Fleiri tegundir til
Teg. 40635
Verð kr. 2.995
Stærðir: 24-33
Litur: Hvítir m/lilluðu
Teg. Horace
Verð kr. 2.995
Stærðir: 23-30
Litur: Hvítir m/bláu
5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR POSTSENDUM SAMDÆGURS
Fólki á vinnu-
aldri fjölgar